Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 14

Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR'1975 Baldur Johnsen: Ryk, þung- málmar og kolsýringur Ryk, þungmálmar og kolsýringur Inngangur: 1 grein í Morgunblaðinu 10. þ.m. skrifar Einar Valur Ingi- mundarson, sem titlar sig um- hverfis- og efnaverkfræðing, i þetta skiptið, en stundum áður sem umhverfisefnaverkfræðing. Nafn greinarinnar er „Hugsanleg mengun frá málmblendiverk- smiðju." Titlar greinarhöfundar bera vott mikilli menntun og reynslu á sviði umhverfis- og verkfræðimála, svo að sjálfsagt þykir að leggja við hlustir og at- huga gaumgæfilega hvað E.V.I. leggur til málanna. Við nánari athugun kemur í ljós, að þarna er blandað saman ýmsum málum og ýmist farið með gagnrýni á undirritaðan, Heil- brigðiseftirlit ríkisins eða svokall- aða viðræðunefnd. Þá er loks greint frá nokkrum athugunum höfundar i sambandi við ýmiss konar mengunarþætti sem hugsanlega gætu komið til greina við þessa fyrirhuguðu verksmiðju. Ég mun ekki í þeim fáu línum, sem ég skrifa um þetta mál, svara mikið gagnrýni á sjálfan mig né heldur Heilbrigðiseftirlit rikisins, heldur reyna að skýra nokkra þá þætti, sem sérstaklega koma þessu máli við, snerta ryk, þung- málma og kolsýrlingsmengun, ef það mætti verða til þess að al- menningur gæti gert sér gleggri grein fyrir málinu í heild. Kísilrykiö Eins og undirritaður hefur margoft áður tekið fram, er ætl- unin, enda mun það verða gert að skilyrði fyrir þessum hugsanlega verksmiðjurekstri á þessu sviði, að 99% ryks verði fjarlægt með sérstökum þar til gerðum svoköll- uðum pokasíum. Umhverfisfræðingurinn gerir mikið úr því eina prósenti, sem búist er við að ekki verði hægt að ná í pokasíurnar. Þetta eina pró- sent á að verða ærið þungt á met- unum, sem mengunarvaldur, einkum vegna þess hvað það hljóti að vera smá kornin, eins og höfundur segir nánast „ómælan- leg“. Sú afstaða umhverfisfr., að vilja gera litið úr mismun 95 og 99% hreinsun, sem er þó fimm- földun á hreinsihæfni (5% eða 1% afföll) gerir allan málflutn- ing hans dálítið tortryggilegan í þessu efni. í lok þessa kafla greinarinnar slær höfundur svo á enn aðra Enn um málmblendiverksmiðju strengi, sem sagt þá, að ekki mum vera mögulegt að hagnýta neitt af því ryki, sem pokasiurnar halda eftir, og vitnar i því sambandi í Nattvig nokkurn, sem hann segir vera verksmiðjustjóra í Noregi og þessvegna sé augljóst mál að þessi úrgangur verði einhversstaðar að hlaðast upp og er gerður úr því haugur, eftir árið, .senj mundi hvorki meira né minna en kaf- færa Klettsverksmiðjuna að mestu leyti með reykháf og öllu saman. Hvað snertir hin smáu rykkorn, sem höfundur leggur svo mikið upp úr, þá veit ég ekki betur en það sé eiginleiki slikra smárra rykkorna að þau hafi tilhneigingu til að loða saman og mynda stærri rykkorn, samkvæmt eðlisfræði- legum lögmálum, og muni þeim þá fækka að sama skapi og minni hætta á að þau komi til að verða að ósýnilegum mengunarvöldum hér eða þar, sbr. ennfremur næsta kafla. Hvað snertir hinn stóra ryk- haug, er komi til að fela Kletts- verksmiðjuna með öllu saman, er það að segja að það hefur aldrei verið til umræðu að þurfa að geyma úrgangsrykið nokkursstað- ar, heldur á að endurnýta það og verður það að sjálfsögðu gert, samkvæmt öllum upplýsingum sem fyrir liggja, og þeim skilyrð- um, sem sett verða fyrir rekstri slíkrar verksmiðju. Þessi ryk- haugur, sem höfundur gerir svo mikið úr, verður því að teljast hugarfóstur eitt, og er það mál þá hér með útrætt, frá minni hálfu. Kísilveiki í ljósi vefja- meinafrædinnar Vefjameinafræðingar og aðrir læknar hafa lengi rannsak- að eðli kísilveiki frá ýmsum hliðum, en sú veiki var ekki óal- geng með iðnaðarþjóðum hér áð- ur fyrr. Lungu manna með kísil- veiki, sem hafa dáið úr ýmsum sjúkdómum eða slysum, hafa ver- ið rannsökuð af vefjameinafræð- ingum og efnafræðingum, og í ljós komið, að magn kísiiryks í þeim hefur staðið i beinu hlutfalli við þunga veikinnar. Hér er það því magn ryksins, heildarþunginn á rykinu, sem í lungun sest, sem úrslitum ræður, smæstu kornin, þau „ósýnilegu og ómælanlegu" hafa hér hverfandi þýðingu. Það er hinsvegar eðli slíkra smákorna, að loða saman og mynda stærri einingar og fækkar kornunum þá eins og fyrr segir, að sjálfsögðu að sama skapi, en þyngdin þó aðeins 1%. En það eru einmitt þessi ör- smáu korn í þeim eina hundraðs- hluta, sem út sleppa úr pokasíun- um, sem E.V.I. reynir að gera tortryggileg. Ýmsar aðrar rann- sóknir sýna einnig, að þessi korn ánetjast illa eða ekki lungnablöðr- unum. Þetta útilokar hinsvegar engan veginn að fullt eftirlit verði haft með verkamönnum til þess að fyrirbyggja að óvæntar bilanir geti valdið slysum eða sjúkdómum. Aftur á móti get ég ekki hugsað mér að af þessu verði sýnileg umhverfisspjöll. Það þykir hinsvegar sjálfsagt, að fylgjast með fjölda korna í stærðareiningu, t.d. rúmmetra, þótt ekki væri nema af fræðileg- um ástæðum, en heildarmagnið mælt í g er þó það sem mestu máli skiptir fyrir lungun, og korna- stærðin 0,5—5 mí, en það verður að teljast vel mælanlegt. Öll þessi umræða um kisilveiki hefur al- mennt fræðilegt gildi. í þeirri verksmiðju, sem hér um ræðir á veikin að vera fyrirbyggð með miklum hreinsunar- og varúðar- ráðstöfunum, en það litla ryk (1%), sem ekki síast fer með öðr- um eim upp um reykháfa verk- smiðjunnar. Snefilefni Undir fyrirsögninni „þung- málmar“ er rætt um magn ýmissa „snefilefna" í „brotajárni“. Það er margtekið fram, að í verksmiðjunni er ekki notað venjulegt hrotajárn, heldur spæn- ir, borkjarnar og flísar frá renni- bekkjum á verkstæðum, úr eins hreinu járni og völ er á. Þess- vegna m.a. á að endurnota rykið. Sannleikurinn um þessi snefil- efni mörg hver er hinsvegar sá, að þau þykja nauðsynleg, þ.á m. kó- bolt og kopar, mangan og jafnvel zink, fyrir allar lífverur, bæði grösin á túnunum, búpeninginn og mennina. Það er min skoðun, að blý- og kvikasilfursmengun sé stórlega ýkt i grein E.V.I. Annars væri það þarft verkefni að gera almenningi grein fyrir eiturefn- um, sem fyrir koma og notuð eru t.d. i læknislyfjum o.s.frv., en þar veltur á öllu skammturinn sem fyrir kemur, en ekki nafnið eitt. Kolsýrlingur (CO) Að sjálfsögðu myndast mikill kolsýrlingur (CO) við þessa bræðslu. Allir þekkja hættu af þessu efni. E.V.I. tekur úr samhengi til- vitnun úr „Federal Register“ þar sem ekki er krafist algerlega Iok- aðra ofna, en það er ekki aðeins af hagkvæmnisástæðum, heldur og vegna þess, að ofnarnir, sem mælt er með, sem eru hálflokaðir, eru með stórum hjálmi yfir og færan- legum svuntum til hliðar, hafa gefist það vel að ekki hefur þótt ástæða undan að kvarta, en þeir krefjast meiri öryggisútbúnaðar og viðvörunarkerfis. Þessir ofnar eru sem sagt hálf- lokaðir og upp úr hjálminum sem yfir þeim liggur gengur loftræsti- útbúnaður, sem sogar með mikl- um trekk, rvk og kolsýru (COj) (brunninn kolsýrlingur, CO), upp úr ofninum inn í hreinsikerfið, úr umhverfinu en ekki öfugt, eins og E.V.I. heldur fram. Hin galopnu bræðsluker Álversins i Straums- vik, sem reyndar á nú að fara að loka, eiga ekkert skylt við þá ofna, sem að ofan var lýst, og er það fullyrðing E.V.I., sem stang- ast á við staðreyndir. Starfstími Einars Vals hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins Það hefur verið gert mikið veður út af því að Einar Valur hætti störfum nú um áramótin hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Ég hef reynt að skýra það mál áður, en Einar Valur hefur reynt að rangfæra þær skýringar með ýmsum hætti, bæði hér i Morgun- blaðinu og víðar, og skal þetta mál þvi rakið stuttlega hér enn einu sinni: Þrátt fyrir það að ekki var hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hugsanlegan starfstíma E.V.I hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins, þá var þó gerður við hann ráðningar- samningur, sem taka skyldi gildi 1.1. ’74 og falla sjálfkrafa úr gildi I. 1. ’75, án sérstakrar uppsagnar, en slíkar samningagerðir eru víða mjög algengar, og eru almennt viðhafðar til þess að mönnum gef- ist tækifæri til þess að kynna sér störfin sem þeir eiga að vinna, svo og sjá hvernig þeim líkar starfstil- högunin, og frá hálfu stofnunar- innar er hugsunin sú að tækifæri gefist til að sjá hvernig starfs- maður komi til að reynast í starf- inu. Þegar E.V.I. hafði starfað hjá Heilbrigðiseftirlitinu í 1 mánuð, þ.e.a.s. janúarmánuð 1974, þá hvarf hann á brott til Bretlands sunnudaginn 3. febrúar, til náms síns í London, en hafði áður, 1. febr. fengið laun sín greidd fyrir þann mánuð (þ.e.a.s. febrúar). E.V.I. kom svo aftur til starfa II. sept. þetta ár. Það er þvi rétt að hann hafi fengið launaseðla fyrir 6 mánuði, eins og hann reyn- ir einhversstaðar að skjóta sér á bak við, þótt hann mætti ekki til vinnu á stofnuninni á 8. mánuð. Þessi langa árlega fjarvera E.V.I., sem væntanlega yrði enn um tvö ár frá sl. áramótum, vegna náms, var að sjálfsögðu aóalástæðan til þess að ekki þótti fært að ráða E.V.I. sem verkfræðing Heil- brigðiseftirlitsins og var það ekki síst með það í huga, að fyrir lægi bygging málmblendiverksmiðju og var þvi nauðsynlegt að hafa verkfræðing á staðnum til eftir- lits með daglegum og vikulegum framkvæmdum, svo að allt færi fram samkv. fyrirmælum heil- brigðisráðuneytis, og að settum skiiyrðum og stöðlum fyrir starfs- leyfi yrði framfylgt til hins ýtrasta. Auk þess eru auðvitað fjölmörg önnur verkfræðileg mál- efni, sem koma til stofnunarinnar og mun mörgum, sem hafa leitað verkfræðilegrar leiðbeiningar- þjónustu á þeim tima sem Einar var fjarverandi, hafa þótt meira en lítið óþægilegt að þurfa að biða svo lengi eftir heimkomu verk- fræðingsins. Þegar hér var komið málum, var ekki vitað um neinn ágreining okkar á milli um mengunarmál málmblendiverksmiðju, enda öll plögg um hugsanlega mengun undir handarjaðri E.V.I. i London, en hann sýndi því máli engan áhuga á þeim tíma, þ.e.a.s. á útmánuóum 1974, hvað s'em því hefur valdið, en sendi aðeins timaritsgrein um nokkra þætti þess máls um vorið, þegar málið var komið í strand í bili. Seinni afskipti E.V.I. af málinu virtust aðallega vera pólitisk og fjármála- legs eðlis. Það eru því mikil und- ur, að úr skuli verða allt að því héraðsbrestur, svo hrikti í sölum alþingis, þegar þessi ungi há- skólanemi hætti störfum hjá Heil- brigðiseftirliti ríkisins, til þess að geta helgað alla krafta sína fram- haldsnámi í efnaverkfræði í London. Þaó er von mín, að þegar E.V.I. að loknu námi í London, kemur aftur heim til íslands, sprenglærður og þroskaður vfs- indamaður, með alla þá titla sem próf og íslensk lög og reglur heimila, þá verði hann Islandi þarfur stárfskraftur í mengunar- vörnum. Lokaorð Það hefur ekki verið komist hjá því, að endurtaka sumt af því sem áður hefur verió sagt af hálfu undirritaðs um þessi mál öll í tilefni þeirrar greinar, sem hér er verið að gera athugasemdir við, og fleiri greina, sem sami höf- undur hefur áður skrifað. Að endingu vil ég enn einu sinni leyfa mér að benda á það, að ég tel það ekki hlutverk Heil- brigðiseftirlits rikisins að standa gegn iðnþróun í landinu, nema tiltekin fyrirtæki stofni heilsu, og þægindum fólksins og vistfræði- legum verðmætum i hættu. Það er auðvelt að gagnrýna og auðveldast að vera neikvæður, en ef gagnrýni er gerð með réttu hugarfari en ekki af annarlegum ástæðum, þá er hún að sjálfsögðu góð og gild og uppbyggileg. Ef af byggingu margumtalaðrar járnblendiverksmiðju verður í Hvalfirði eða annars staðar, þá mun Heilbrigðiseftirlit rikisihs líta eftir þeirri byggingu á meðan á byggingunni stendur og síðan eftir rekstri hennar, eftir því sem islensk lög og reglugerðir segja fyrir um, sbr. ennfremur grein um þetta efni í Morgunblaðinu 17. des s.l. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 15.1. 1975. Baldur Johnsen. Alþjóðlega kvennaárið Yfirlýsing stjórnar B.S.R.B. BSRB vill stuðla að því á al- þjóðlega kvennaárinu að efla skilning og viðurkenningu félaga sinna og allra lands- manna á fjölþættu vandamáli og hvetja til baráttu fyrir nýj- um viðhorfum og breytingum, sem tryggja fullkomið jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins. Kvennaárið er baráttuár fyr- ir sköpun jafnrar aðstöðu beggja kynja og til að vinna að endurskoðun aldagamalla hug- mynda um verkaskiptingu eftir kynjum, þar sem m.a. verði lögð aukin áhersla á hlutverk föður i uppeldi og heimilis- haldi, og að þjóðfélagið skapi aðstöðu til virkrar þátttöku beggja foreldra í atvinnu- og félagsmálum. Á sviði atvinnulífs og mennt- unar verði ekki látið sitja við jafnréttisyfirlýsingar og laga- ákvæði ein saman um jöfn laun, heldur leitast við að breyta ríkj- andi misréttishefð í námsvali og starfsskiptingu á vinnustað, og haga ber starfi skóla og ann- arra uppeldisstofnana svo, að báðum foreldrum verði auð- veldað að sinna uppeldishlut- verki sínu samhliða atvinnu sinni. Viðurkenna ber gildi sívax- andi hlutdeildar kvenna í at- vinnulífi og þjóðfélaginu, bæði vegna þess, að raunveruleg jafnréttisaðstaða kynjanna rp.a. með fullum pólitískum og laga- legum réttindum kvenna mun leiða til bættra sambúðarhátta milli einstaklinga, hópa og þjóða. Við viljum af heilum huga taka undir kjörorð Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega kvenna- árinu JAFNRÉTTI — FRAMÞROUN — FRIÐUR Einstökum verkefnum verða ekki gerð tæmandi skil í ávarpi þessu, en við viljum beina at- hygli að nokkrum atriðum. — Námi f skólum sé hagað á sama veg hjá piltum og stúlkum. — Unglingar af báðum kynjum fái að kynnast öllum grein- um atvinnulífsins. — Karlar og konur hafi ætíó jafnan rétt og beri einnig Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.