Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 19

Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 19 2. Vaxtagjöld Hér skal færa í kr. dálk mismunar- tölu vaxtagjalda f C-iið, bls. 3, í samræmi við leiðbeiningar um útfyll- ingu hans. 3. a. og b. Greitt iðgjald af lífeyristryggingu Færa skal i a-lið framlög framtelj- anda sjílfs en i b-lið framlög eigin- konu hans til viðurkenndra lifeyris- sjóða eða greidd iðgjöld af lifeyris- tryggingu til viðurkenndra vátrygg- ingarfélaga eða stofnana. Nafn lif- eyrissjóðsins, vátryggingarfélagsins eða stofnunarinnar færist i lesmáls- dálk. Reglur hinna ýmsu tryggingaraðila um iðgjöld eru mismunandi og frá- dráttarhæfni iðgjaldanna þvi einnig mismunandi hjá framteljendum. Er þvi rétt að framteljandi leiti upplýs- inga hjá viðkomandi tryggingaraðila eða skattstjóra ef honum er ekki fullkomlega Ijóst hvaða upphæð skuli færa hér til frádráttar. 4. Iðgjald af lífsábyrgð Hér skal færa greitt iðgjald af lif- tryggingu. Hámarksfrádráttur er 34.730 kr. (Rétt er þó að rita í lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæð ef hún er hærri en hámarks- frádráttur). / | 5. Stéttarfélagsgjald Hér skal færa iðgjöld sem launþegi greiðir sjálfur beint til stéttarfélags síns, sjúkrasjóðs eða styrktarsjóðs, þó ekki umfram 5% af launatekjum. 5. Greitt fæði á sjó......dagar. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlut- deild í fæðiskostnaði framteljanda. Síðan skal margfalda þann daga- fjölda með tölunni 64 og færa út- komu í kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingarsjóðs til útvegsmanna upp i fæðiskostnað skipverja á bátaflotanum skal fram- teljandi hvorki telja til tekna né frá- dráttar. Hafi Aflatryggingarsjóður ekki greitt framlag til fæðiskostnaðar framteljanda á þilfarsbát undir 12 rúmlestum, opnum bát eða bát á hrefnu- eða hrognkelsaveiðum skal margfalda fjölda róðrardaga með töl- unni 250 og færa útkomu I kr. dálk. 7. Sjómannafrádr. miðaður við sJysatryggingu hjá útgerðinni . . . vikur. Sjómaður, lögskráður á íslenskt skip, skal rita hér þann vikufjölda sem hann var háður greiðslu slysa- tryggingariðgjalda hjá útgerðinni, enda ráðinn sem sjómaður. Ef vik- urnar voru 26 eða fleiri skal marg- falda vikufjöldann með tölunni 3834 og færa útkomu I kr. dálk. Hafi vikurnar verið færri en 26 skal marg- falda vikufjöldann með tölunni 523 og færa útkomu í kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri útgerðarmaður fulla grein fyrir hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða timabil laun- þegi hefur tekið kaup eftir hluta- skiptum. 8. 8% af beinum tekjum sjó- manns eða hlutaráðins land- manns af fiskveiðum. Hér skal færa 8% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiðum á fslenskum fiskiskipum, þ.m.t. hval- veiðiskipum. Sama gildir um beinar tekjur hlutaráðins landmanns af fisk- veiðum. Sjómaður, sem jafnframt er útgerðarmaður fiskiskipsins, skal njóta þessa 8% frádráttar af hrein- um tekjum fiskiskipsins af fiskveið- um eða hlut, hvort sem lægra er. Þessi frádráttur reiknast ekki af öðrum tekjum sem sjómaður eða hlutaráðinn landmaður kann að hafa frá útgerðinni. 9. 50% af launum eiginkonu. Hér færast 50% þeirra launa eigin- konu, sem talin eru I tölulið 12, III, enda hafi hún aflað þeirra sem laun- þegi hjá vinnuveitanda sem á engan hátt er tengdur henni, eiginmanni hennar eða ófjárráða börnum rekstrarlega eða eignarlega. Sama gildir um laun, sem eiginkonan hefur aflað sem launþegi hjá hluta- félagi, þótt hún, eiginmaður hennar eða ófjárráða börn eigi eignar- eða stjórnaraðild að hlutafélaginu. enda megi ætla að starf hennar hjá hluta- félaginu sé ekki vegna þessara að- ilda. 10. Frádráttur vegna starfa eiginkonu við atv.r. hjóna o.fl. Hér færast 50% eftirtalinna tekna eiginkonu, þó að hámarki 134.025 kr. 1. Tekna af atvinnurekstri, sem hún vinnur við og er i eigu hennar, eða af sjálfstæðri starfsemi sem hún rekur. 2. Tekna vegna starfs við atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi eiginmanns hennar. 3. Launa vegna starfs við atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi ófjárráða barns (barna) hjónanna. 4. Hluta hennar af tekjum af sam- eiginlegum atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi hjóna. metins miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna. 5. Launa fra sameignarfélagi sem hjónin eða ófjárráða börn þeirra eru aðilar að eða hlutafélagi, enda megi ætla að starf hennar hjá hlutafélag- inu sé vegna eignar- eða stjórnar- aðildar hennar. eiginmanns hennar eða ófjárráða barna. 11. Sjúkra- eða slysadagpen ingar Hér skal færa sjúkra- eða slysa- dagpeninga frá almannatryggingum, sjúkrasamlögum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem jafnframt ber að telja til tekna f tölulið 9, III. 12. Annar frádráttur Hér skal færa þá frádráttarliði sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: (1) 50% af hreinum tekjum barns hafi þær numið 37750 kr. eða lægri fjárhæð, sjá nánar f leiðbeiningum um útfyllingu E- og F-liða, bls. 4. (2) Afföll af seldum verðbréfum (sbr. A-lið 12. gr. laga). (3) Ferðakostnað vegna langferða (sbr. c-lið 12. gr. laga). (4) Gjafir til menningarmála, vls- indalegra rannsóknarstofnana, viðurkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga (sbr. D-lið 12. gr. laga). Skilyrði fyrir frádrætti er að framtali fylgi kvittun frá stofnun. sjóði eða félagi sem rfkisskattstjóri hefur veitt viðurkenningu skv. 36. gr. reglu- gerðar nr. 245/ 1963. (5) Kostnað við öflun bóka, tlma- rita og áhalda til vlsindalegra og sérfræðilegra starfa, enda sé þessi kostnaðarliður studdur fullnægjandi gögnum (sbr. E-lið 12. gr. laga). (6) Frádrátt frá tekjum hjóna, sem gengið hafa I lögmætt hjónaband á árinu, 127.897 kr. (7) Frádrátt v/björgunarlauna (sbr. B-lið 13. gr. laga). (8) Frádrátt einstæðs foreldris, er heldur heimiii fyrir börn sin, 144.960 kr., að viðbættum 16.610 kr. fyrir hvert barn. (9) Námsfrádrátt meðan á námi stendur skv. mati rfkisskattstjóra. Tilgreina skal nafn skóla og bekk. Nemandi, sem náð hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyðu- blað um námskostnað óski hann eftir að njóta réttar til frádráttar námskostnaðar að námi loknu, sbr. næsta tölulið. (10) Námskostnað sem stofnað var til eftir 20 ára aldur og veitist til frádráttar að námi loknu, enda hafi framteljandi gert fullnægjandi grein fyrir kostnaðinum á þar til gerðum eyðublöðum (sbr. E-lið 13 gr. laga). (11) Afskrift heimæðargjalds v/hitaveitu, heimtaugargjalds v/raf- magns og stofngjalds v/vatnsveitu I eldri byggingar 10% á ári næstu 10 árin eftir að hitaveita, raflögn eða vatnslögn var innlögð (tengd). Ofangreind stofngjöld vegna inn- lagna (tenginga) i NÝBYGGINGAR teljast með byggingakostnaði og má ekki afskrifa sérstaklega. Um útfyllingu stafliða A—G. A-liður, bls. 3. a. Eignfærsla. í þessum staflið framtals ber þeim sem ekki eru bókhatdsskyldir að sundurliða eins og þar segir til um allar framtalsskyldar og skattskyldar innstæður I bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum félaga, sbr. ákvæði 21. gr. skattalaganna, svo og verðbréf sem hlíta framtalsskyldu og skattskyldu á sama hátt skv. sérstökum lögum. Þessar tegundir eigna eru framtalsskyldar og skatt- skyldar til jafns við skuldir framtelj- anda Og ber að tilgreina upphæð hverrar eignar I dálkunum „Upphæð kr. með vöxtum". Til skulda I þessu sambandi teljast þó ekki eftirstöðvar fasteignaveðlána að hámarki 1.060.000 kr. ef þau voru tekin til 10 ára eða lengri tima og sannan- lega notuð til að afla fasteigna eða endurbæta þær. Hafi framteljandi einungis talið framtalsskylda og skattskylda eign I þessum staflið ber að færa samtölu slikra eigna i linuna „Skattskyldar innstæður, verðbréf og vextir. . . alls kr." og færa upp- hæðina siðan í kr. dálk töluliðar 7, I, (Inneignir) i framtali. Hafi framtelj- andi hins vegar talið fram allar um- ræddar eignir sinar i þessum staflið ber að færa samtölu þeirra i þar greindan reit en draga þar frá upp- hæð skattfrjálsra eigna (þ.e. þær eignir sem eru umfram aðrar skuldir skv. C-lið en áður umrædd fasteigna- veðlán) og færa mismun (þ.e. upp- hæð jafna öðrum skuldum en áður umræddum fasteignaveðlánum) i þar til gerðan reit fyrir skattskyldar eign- ir og færa upphæðina einnig í kr. dálk, tölulið 7, I, (Inneignir) i fram- tali. b. Vaxtafærsla. Þeim sem ekki eru bókhaldsskyld- ir ber að sundurliða reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af framtalsskyldum og skattskyldum eignum skv. a-lið og tilgreina vaxta- tekjurnar i dálknum „Vaxtatekjur kr.". (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um út- fyllingu A-, B- og C-liða.) Enn fremur skal tilgreina skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleystum verðbréfum á árinu. Hafi framtelj- andi einungis talið skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekjur þar af i þessum staflið ber að færa samtölu vaxta i kr. dálk linunnar „Skatt- skyldar innstæður. verðbréf og vext- ir. . . alls kr ". Um innfærslu vaxta í tölulið 4, III, visast til leiðbeininga um útfyllingu B-liðar framtals. Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar framangreindar eignir sinar ber einnig að færa i dálkinn „Vaxtatekj- ur kr." alla reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti af þessum eignum en draga siðan frá skattfrjálsa vexti miðað við hlutfall skattfrjálsra eigna og færa niðurstöðu i kr. dálk skatt- skyldra vaxta. Um innfærslu vaxta í tölulið 4, III, visast til leiðbeininga um útfyllingu B-liðar. c. Bókhaldsskyldir aSilar. Bókhaldsskyldum aðilum ber að færa allar áður umræddar eignir og vexti af þeim i bækur sinar og árs- reikninga, sbr. 3. mgr. 21. gr. skattalaganna, en um framtals- skyldu og skattskyldu þessara eigna og vaxtatekna af þeim vísast til síð- ustu málsgreinar 1. töluliðar I. kafla og 4. og 5. málsgreinar 1. töluliðar III. kafta leiðbeininganna. B-liður, bls. 3. f þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar verðbréfaeignir sem ekki bar að telja fram skv. A-lið (vixlar teljast verðbréfaeign) þótt geymdar séu i bönkum eða séu þar til innheimtu. Enn fremur allar útistandandi skuld- ir, stofnsjóðsinnstæður, inneignir i verslunarreikningum o.fl. að með- töldum ógreiddum vöxtum og færa i dálkinn „Upphæð kr.". Samtölu þessara eigna skal siðan færa i tölu- lið 9, I, (Verðbréf o.s.frv.) i framtali. I dálknum „Vaxtatekjur kr." ber að tilgreina allar reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af þess- um eignum og sams konar eignum sem innleystar hafa verið á árinu. (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sam- eiginlegar leiðbeiningar um útfyll- ingu A-, B- og C-liða.) Samtölu þess- ara vaxtatekna. ásamt samtölu skattskyldra vaxtatekna skv. A-lið en að frádregnum vaxtatekjum af stofn- sjóðsinnstæðum, ber að færa i þar til gerðan reit i B-lið og færa siðan upphæðina í tölulið 4, III, (Vaxtatekj- ur) i framtali. C-liðir, bls. 3. í þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar skuldir i árslok og færa upphæð þeirra i dálkinn „Upphæð kr." og merkja með X, ef við á. Enn fremur ber að færa hér skuldir umfram eign- ir skv. efnahagsreikningi, sbr. síð- ustu mgr. 1. töluliðar I. kafla leið- beininganna. Samtölu skulda skal GJALD- IEIMTAN siðan færa i tölulið II i framtali. i dálknum „Vaxtagjöld kr." ber að tilgreina öll greidd og gjaldfallin vaxtagjöld af tilgreindum skuldum svo og af skuldum sem greiddar hafa verið upp á árinu og færa niðurstöðu dálksins í línuna „Skuldir alls og vaxtagjöld alls kr." en frá þessari niðurstöðu ber að draga heildarupp- hæð þeirra vaxtagjalda sem hér hafa verið tilgreind en eru jafnframt færð á rekstraryfirlit skv. tekjuliðum 1 og 2, III, I framtali. Mismun þessara upphæða ber að færa i linuna „Vaxtagjöld, mismunur kr." og sömu upphæð skal síðan færa i tölu- lið 2, V, (Vaxtagjöfd) í framtali. (Um áfallin vaxtagjöld, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða.) A-, B- og C-liSir, bls. 3. — Sameiginlegar leiSbeiningar. Um áfatlna vexti. i stað þess að telja vexti til tekna og frádráttar eins og þeir eru reikn- aðir, greiddir og gjaldfallnir á árinu, sbr. leiðbeiningar um einstaka staf- liði A, B og C, er heimiit að reikna til tekna og frádráttar áfallna vexti á árinu þótt eigi séu gjaldfallnir. Sé það gert ber að fylgja sömu reglu um ákvörðun allra vaxtatekna og vaxta- gjalda, þ.m.t. forvextir af vixlum og öðrum skuldum. Það er því eigi heimilt að fylgja þessari reglu við ákvörðun vaxtagjalda en ekki vaxta- tekna eða við ákvörðun vaxtagjalda af sumum skuldum en ekki öllum. Einnig ber að telja til eignar i viðeig- andi stafliðum áfallnar en ekki gjald- fallnar vaxtatekjur i árslok en til skulda í staflið C, áfallin en ekki gjaldfallin vaxtagjöld. Frá víxil- skuldum og öðrum skuldum ber að draga þann hluta forvaxta sem ekki telst áfallinn í árslok en til vaxta- gjalda einungis þann hluta þeirra sem fallinn er á i árslok 1 974. Hafi framteljandi i framtali sinu árið 1974 fylgt reglunni um reikn- aða, greidda og gjaldfallna vexti get- ur hann nú í framtafi ársins 1975 skipt yfir til reglunnar um áfallna vexti. Ber honum þá i fyrsta lagi að tilgreina til tekna og frádráttar alla reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti á árinu 1974 og i öðru lagi að tilgreina til tekna og frádráttar, eigna og skulda áfallna en ekki gjaldfallna vexti til ársloka 1974. Á sama hátt ber þeim framteljendum sem færðu áfallna en ekki gjaldfallna vexti af hluta eigna eða skulda í framtali sinu 1974 að leiðrétta fram- talningu vaxta í framtali ársins 1975 á þann hátt að fulls samræmis gæti i meðferð vaxta bæði til tekna og frádráttar. D-liður, bls. 4. f þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir byggingu, viðbygg- ingu, breytingum og endurbótum fasteigna með tilvisun til húsbygg- ingarskýrslu sem fylgja skal framtali. (Eyðublöð fást hjá skattyfirvöldum.) Enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum og sölum fasteigna bifreiða skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda. Einnig ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesningarkostnað svo og afföll af seldum verðbréfum. Enn fremur ber að tilgreina sölu- hagnað af eignum og skattskyldan hluta hagnaðar af sölu eigna sem ber að færa sem tekjur i tölulið 13, III, i framtali, nema framteljandi hafi heimild til og vilji nota heimildir 4. og II. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, um frestun á skattlagn- ingu skattskylds hluta söluhagnaðar eigna. Kjósi hann það skal hann geta þess i þessum staflið framtals en ekki færa upphæðina i tölulið 13, III, i framtali (4. mgr., sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, varðar eingöngu frestun ákvörðunar um skattskyldu söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði) E-liður, bls. 4. Í þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir eignum og tekjum barns (barna), yngri en 16 ára, eins og þar segir til um. Nafngreina ber eignir barnsins (barnanna hvers um sig) í viðeigandi tínu og reit og til- greina upphæð eignar með vöxtum i dálknum „Eignir kr." og vaxtatekjur eða aðrar tekjur (t.d. arð eða leigu- tekjur) af eigninni i dálknum „Tekjur kr ". Nafngreina ber vinnuveitanda barnsins (barnanna hvers um sig) i viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæð greiddra launa i peningum og hlunnindum (sbr. 6. og 7. tölulið III. kafta leiðbeininganna) í dálknum „Tekjur kr.". Siðan ber að færa nið- ur samtölu allra eigna og tekna barnsins (barnanna), draga þar frá i þar til gerðri linu og reitum skatt- frjálsar innstæður og verðbréf og vexti af þeim, en þar er um að ræða sams konar eignir og vexti og rætt var um í A-lið leiðbeininganna, og færa síðan skattskyldar eignir og tekjur barnsins (barnanna) i viðeig- andi linu og reiti. Heildarupphæð skattskyldra eigna ber síðan að færa i tölulið 10, I, (Eignir barna) i fram- tali. Óski framteljandi þess að eignir barna, eins eða fleiri, séu ekki taldar með sínum eignum skal sleppt að færa þann hluta eignanna i greindan tölulið en geta þess sérstaklega í G-lið framtals, bls. 4, að það sé ósk framteljanda að barnið verði sjálf- stæður eignarskattsgreiðandi. Heild- arupphæð skattskyldra tekna ber að færa i tölulið 11, III, (Tekjur barna) i framtali. r l»8ur, bls. 4. Stundi barn, sem hefur skattskyld- ar tekjur skv. E-lið framtals, nám sem veitir rétt til námsfrádráttar skv. mati rikisskattstjóra, ber að til- greina nafn barnsins, skóla og bekk eða deild i F-lið. Í dálkinn „Námsfrá- dráttur eða hámarksfrádráttur kr." ber að færa upphæð námsfrádráttar skv. mati rikisskattstjóra eða upp- hæð skattskyldra tekna barnsins, hvora sem lægri er. Sé upphæð skattskyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) hærri en upphæð námsfrádráttar og mismunurinn HÆRRI EN 37.750 KR. getur fram- teljandi óskað sérsköttunar á tekjum barnsins. Skal hann þá færa i dálk- inn „Viðbótarfrádráttur vegna óskar um sérsköttun barns kr." þá upphæð mismunarins sem er umfram 37.750 kr. Siðan ber að færa niður frádrátt samtals skv. báðum dálkum F-liðar, leggja upphæðir beggja dálkanna saman og færa heildarupphæð i tölu- lið 2, IV, I framtali. Nemi upphæð skattskyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) að frádregnum námsfrádrætti 37.750 kr. eða lægri upphæð á framteljandi rétt á frádrætti er nemur 50% af mismunarupphæðinni. Þá upphæð skal hann færa i tölulið 12, V, i framtali. G-li3ur, bls. 4. Þessi stafliður framtalsins er sér- staklega ætlaður fyrir athugasemdir framteljanda. Þar skal m.a. geta þess ef með framtali fylgir umsókn um lækkun tekjuskatts (ívilnun) á þar til gerðum eyðublöðum eða framsett skriflega á annan fullnægj- andi hátt. ívilnun getur komið til greina vegna ellihrörleika, veikinda, slysa, mannsláts eða skuldatapa sem hafa skert gjaldþol framteljanda verulega, vegna verulegs eignatjóns, vegna framfærslu barna sem haldin eru langvinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin, vegna fram- færslu foreldra eða annarra vanda- manna eða vegna þess að skattþegn hefur látið af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum. Enn fremur getur komið til greina ivilnun vegna veru- legra útgjalda af menntun barns (barna) framteljanda sem eldra er (eru) en 16 ára. Eyðublöð með nán- ari skýringum til notkunar i þessu sambandi fást hjá skattyfirvöldum. Þar er annars vegar um að ræða umsóknareyðublað vegna mennt- unarkostnaðar barna og hins vegar vegna annarra framangreindra ástæðna. Enn fremur skat tilgreina fengin og greidd meðlög með börnum á sautjánda ári i þessum staflið, sbr. 2. og 3. tölulið i upphafi leiðbeining- anna. Að lokum skal framteijandi dag- setja framtalið og undirrita. Ef um sameiginlegt framtal hjóna er að ræða skulu þau bæði undirrita það. ATHYGLI skal vakin á þvi að sér- hverjum framtalsskyldum aðila ber að gæta þess að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn er leggja megi til grundvallar framtali hans og sann- prófunar þess ef skattyfirvöld krefjast. Öll slik gögn, sem framtalið varða, skal geyma a.m.k. í 6 ár miðað við framlagningu skattskrár. Lagatilvitnanir i leiðbeiningum þessum eru i lög nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972 og lögum nr. 60/1973 svo og lögum nr. 10/1974 um skattkerf- isbreytingu. Varðandi skattframtal ársins 1976 skal athygli vakin á þvi að skv. ákvæðum reglugerðar nr. 257/1974 ganga ákvæði 25. gr. reglugerðar nr. 245/1963 að þvi er varðar viðhaldskostnað ibúðarhús- næðis að nýju i gildi frá og með 1. jan. 1975. Ber því i skattframtali ársins 1976 að telja fram raunveru- legan viðhaldskostnað ibúðarhús- næðis á árinu 1975 og geta fært sönnur á hann með reikningum ef krafist verður. Reykjavík, 1 5. janúar 1 975. Ríkisskattstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.