Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 Hártískusýning á sunnudaginn SAMBAND hárgreiðslu- og hár- skerameistara gengst á sunnudag- inn, 19. janúar, fyrir hártfsku- sýningu f Sigtúni v/Suðurlands- braut kl. 15—17 eh. Er hér um að ræða fyrstu raunverulegu hár- tfskusýninguna hérlendis og verður hún mjög fjölbreytt, eins og sjá má af þvf, að um 50 hár- greiðslu- og rakarastofur taka þátt f sýningunni og um 70 mðdel koma fram og sýna allar mögu- legar klippingar og hárgreiðslur. Jafnframt sýna hárgreiðslu- sveinar og meistarar nýjustu fata- SKÖMMU eftir áramótin skipaði Matthías Bjarnason, trygg- ingaráðherra nefnd, sem gera á tillögur um löggjöf um skyldu- tryggingu gegn náttúruhamförum hvers konar. Inn f þessa trygg- ingu munu m.a. fara tryggingar vegna eldgosa, snjóflóða, jarð- skjálfta o.fl. I nefndinni voru skipaðir: As- t TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Björns Sigfússonar fyrrverandi Selta olli raf- magnstruflun RAFMAGN fór f gærkveldi af Hafnarfirði, Reykjanesi og af Áburðarverksmiðjunni. Orsök rafmagnsleysisins var selta, sem sezt hefur á allar leiðslur í óveðr- inu á dögunum. Sfðan mun loft- raki hafa aukizt í gær og slógu þá raflfnur út. Bilunin var ekki sögð alvarlegs eðlis. Vatnsleiðslan var talin fullnægjandi VATNSLEYSIÐ í brunahönum á flugvallarsvæðinu hefur vakið margar spurningar vegna brun- ans á flugskýli númer 5. Mbl. spurði Gunnar Sigurðsson flug- vallarstjóra um þetta atriði, og sagði hann: „Það var mat sérfræðinga, að 4 tommu grein, sem tekin var úr 24 tommu leiðslu á svæðinu væri fullnægjandi.“ FÉLAG bifvélavirkja varð 40 ára þann 17. janúar sl., en stofnfund- ur félagsins var haldinn 17. janúar 1935 í KR-húsinu við Vonarstræti. Stofnendur félags- ins voru milli 40 og 50 bifreiða- viðgerðarmenn, sem starfandi voru f Reykjavfk á þeim tfma, og var fyrsta verkefni félagsins að fá Ekið á bíl FÖSTUDAGINN 17. jan. milli kl. 15.30 og 16.30 var ekið utan í Volkswagenbifreiðina R-37595, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Höfðatún 2. Hægra afturbretti bifreiðarinnar var allmikið beygl- að og þar mátti greina bláa máln- ingu af tjónvaldinum sem hafði ekið af staðnum án þess að gera vart við sig. Umrædd Volkswagenbifreið er hvít að lit. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessa ákeyrslu eru beðnir að hafa strax samband við rannsóknarlögregluna. tfskuna frá Verðlistanum. Jöfn- um höndum verður sýndur kven- og karlmannafatnaður. Með þessari hártískusýningu hefst starfsemi Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara á tfunda starfsári sambandsins. Sýning þessi þjónar í raun þrí- þættum tilgangi: Vekja áhuga al- mennings á hárrækt og hirðu, minnst afmælisárs sambandsins og hafinn undirbúningur fyrir hárgreiðslu- og hárskurðar- keppni, sem haldinn verður í Reykjavfk í maí. Sigurvegararnir í þeirri keppni, 2—5 frá hvoru félagi, munu síðan taka þátt í Norðurlandameistaramóti, er fer fram í haust. Kynnir verður Ömar Valdi- marsson. geir Ölafsson, forstjóri Bruna- bótafélags Islands, formaður, Bjarni Þórðarson tryggingafræð- ingur og Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari. Gert er ráð fyrir því að trygging þessi geti orðið tengd brunatrygg- ingu, sem verið hefur skyldu- trygging um alllangt árabil. háskólabókavarðar nú hinn 17. janúar hafa viriir hans ákveðið að láta á þrykk út ganga afmælisrit honum til heiðurs. A þann hátt vilja þeir færa honum þakkir fyrir gagnmerk fræðistörf og fágætlega óeigingjörn bóka- varðarstörf undanfarna áratugi. 1 ritinu munu birtast fræðilegar ritgerðir og annað efni eftir sextán höfunda, en þeir eru: Arni Böðvarsson, Björn Teitsson, Björn Þorsteinsson, Böðvar Guðmundsson, Finnbogi Guðmundsson, Gunnar Karlsson, Heimir Pálsson, Helgi Skúli Kjartansson, Hermann Pálsson, Ingi Sigurðsson, Kristján Eldjárn, Ölafur Hjartar, Susan Bury, Svav- ar Sigmundsson, Sverrir Tómas- son og Þórhallur Vilmundarson. Ritið verður væntanlega um 250 bls. að lengd, og Sögufélagið stendur að útgáfunni. Fremst I ritinu verður skrá yfir þá áskrif- endur að því, sem jafnframt vilja færa afmælisbarninu heillaóskir (tabula grautlatoria). Þeir sem vilja gerast áskrifendur og hafa ekki ennþá látið til sín heyra eru beðnir að snúa sér bréflega til dr. Björns Þorsteinssonar prófessors, Arnagarði við Suðurgötu, Reykja- vík, fyrir janúarlok, og skulu þeir þá láta áskriftarverðið, kr. 2500.00, fylgja. (Fréttatilkynning) bifvélavirkjun samþykkta sem iðngrein. Á árinu 1936 var farið að leita eftir kjarasamningum við at- vinnurekendur, en það gekk mjög stirðlega og vorið 1937 hafði það ekki borið árangur. Fram að þess- um tíma höfðu bæði launþegar og atvinnurekendur verið í félaginu en nú er lögum félagsins breytt þannig að vinnuveitendur geta ekki lengur verið f þvf. Skömmu síðar verður félagið meðlimur A.S.Í. og nokkru síðar, eftir að samningaviðræður við vinnuveit- endur höfðu farið út um þúfur, er farið í verkfall, sem stóð í 5 vikur. Á ýmsu hefur gengið í samninga- gerð á liðnum árum, en lengsta verkfall, sem félagið hefur lent í, stóð í 72 daga. Styrktarsjóður félagsins var stofnaður 1939 og fór hægt af stað en er nú orðinn mjög öflugur. Hann greiðir félagsmönnum dag- peninga í sjúkra- og slysatilfellum allt að 200 daga á ári. Hálfbróðir Stalíns látinn Parfs, 17. janúar — Reuter. JOSEPH Davrishashvili, georgfskur útlagi, sem hélt þvf fram að hann væri hálfbróðir Jósefs Stalfn, er látinn f Parfs, 93 ára að aldri, að þvf er vinir hans skýrðu frá f gær. Davrishashvili hélt þvf fram að hann hefði fæðzt í Gori f Georgfu árið 1881, en kom til Frakklands árið 1908. Hann sagði sig vera son georgísks emb- ættismanns og móður Jósefs Stalfn, og var áberandi lfkur sovézka einræðisherranum f út- Iiti. Samið um loðnuveið- ar við Nýfundnaland Bergen, 17. janúar — NTB. FISKVEIÐINEFNDIN fyrir Norðvestur-Atlantshaf hefur komið sér saman um kvóta fyrir loðnuveiðarnar við Nýfundna- land árið 1975. Af 200,000 tonna heildarkvóta, fá Sovétríkin 90,000 tonn, Kanada 30,000 og Noregur 60.000 tonn. Loðnuveiðin á þess- um miðum hefur stóraukizt á sfð- ustu árum. Jakob stjórnar stórhljómsveit DEMANT h.f., nýja poppfyrir- tækið, gengst næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir nýstárlegri skemmtun á Hótel Loftleiðum. Þar stjórnar Jakob Magnússon upprennandi stórstirni, allt að tuttugumanna popphljómsveit með ýmsum helztu popptónlistar- mönnum landsins, þ.á m. Björg- vin Gíslasyni, Rúnari Georgssyni, Magnúsi Kjartanssyni o.m.fl. Þetta verður sennilega f síðasta skipti sem Jakob kemur fram hér á landi um sinn, þar eð hann er að halda utan tíl að taka þátt f þriggja vikna hljómleikaferð hljómsveitar Kevin Ayres. Þá má geta þess að Jakob vinnur nú að gerð tveggja laga plötu fyrir Demant. 1974 — ár flug- slysa í USA Washington, 17. janúar — Reuter. FLEIRI létust af völdum flug- slysa i Bandaríkjunum á síðasta ári en nokkru sinni síðan 1960. Samtals létust 467 menn, — 421 farþegi og 46 áhafnarmenn —, en árið 1973 var talan 227. Árið 1960 létust 499 menn f flugslysum. Skrifstofa félagsins er nú að Skólavörðustíg 16, í húsnæði sem félagið á ásamt fleiri verkalýðs- félögum. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Eiríkur Gröndal formaður, Öskar Kristjánsson ritari, og Nicolai Þorsteinsson gjaldkeri. Formenn félagsins hafa verið Eiríkur Gröndal 2 ár, en hann var einnig i undirbúningsstjórn félagsins; Valdimar Leonardsson 20 ár, hann er nú heiðursfélagi; Lárus Guðmundsson 1 ár; Björn Steindórsson 2 ár og Sigurgestur Guðjónsson í 14 ár, en hann hefur átt sæti í stjórn síðan 1935. Aðrir í stjórninni nú eru Guðmundur Hilmarsson varaformaður, Einar Steindórsson ritari, Eyjólfur Tómasson gjaldkeri, Samson Jóhannesson varagjaldkeri, Björn Indriðason gjaldkeri Styrktar- sjóðs og Sigurður Óskarsson með- stjórnandi. Starfsmaður félagsins er Guðmundur Hilmarsson. Félagsmenn eru nú 350. Vitni vantar Aðfararnótt 7. janúar s.l. eða frá kl. 23 hinn 6. til 8,30 morguninn eftir, var ekið á bifreiðina R 3497, sem er gulur Fiat 127, árgerð 1973, þar sem bifreiðin stóð við húsið Gnoðarvog 84. Vinstri hlið- in var dælduð og rispuð líklega eftir stuðara á háum bfl. Þeir, sem geta eitthvað upplýst í þessu máli eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. — Starfsnefndir Framhald af bls. 36 9-manna samninganefndar Al- þýðusambands Islands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitenda- sambands Islands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna hins vegar. Rædd voru ýmis mál, er gagnkvæma þýðingu hafa fyrir aðila vinnumarkaðarins. Mestum tíma var varið til þess að skiptast á skoðunum um vísitölumálið. Sérstakar starfsnefndir voru kjörnar til þess að athuga ákveðna þætti samningamálanna. Næsti fundur aðila var ákveðinn föstudaginn 24. janúar klukkan 14.“ — Viðræður Framhald af bls. 15 hefði meirihlutastuðning i þjóð- þinginu. Seint í kvöld var þess vænzt að ríkisstjórnin myndi í þriðja sinn reyna samkomulagsumleitanir með jafnaðarmönnum. Stjórnar- flokkurinn Venstre og Jafnaðar- mannaflokkurinn hafa saman meirihluta á þingi, en þeir eru langt frá hvor öðrum stefnulega séð. Einnig er persónulegur kuldi milli leiðtoga flokkanna, Poul Hartlings og Anker Jörgensens. Sömuleiðis er persónulegur fs- kuldi milli Hartlings og Mogens Glistrups, formanns Framfara- flokksins. Framfaraflokkurinn er eins og kunnugt er yzt til hægri allra danskra stjórnmálaflokka. — Vinur Chou Framhald af bls. 15 saman sfðan 1965, en mun bæði m.a. greiða atkvæði um fjárlög rfkisins og nýja stjórnarskrá. Teng virðist nú sigla hraðbyri til æ meiri valda í Kina, og hefur verið hægri hönd Chou En-Lais forsætisráðherra, sem um langt skeið hefur átt við vanheilsu að stríða. Ghou virðist þó vera að hjarna við þvf að hann ræddi hinn hressasti í gær við Franz-Josef Strauss, leiðtoga Kristilega demó- kratasambandsins, eins vestur- þýzku stjórnarandstöðuflokk- anna, sem verið hefir f heimsókn í Kfna og fengið forkunnar góðar viðtökur, — svo góðar raunar að fregnir frá Bonn herma að Helmut Schmidt kanslari sé veru- lega móðgaður yfir þeim sóma sem Kínverjar sýna andstæðingi sínum. M.a. hitti Strauss Maó for- mann í gær, en eini erlendi stjórnarandstæðingurinn sem Maó hefur veitt móttöku á undan- förnum árum var Edward Heath, leiðtogi brezka íhaldsflokksins. — Friðarhorfur Framhald af bls. 15 að tryggja frjálsar siglingar um Súez-skurð. Jafnframt hafa Bandaríkja- menn fallizt á að útvega Lfban- onsmönnum eldflaugar til árása gegn skriðdrekum og samþykkt sölu á Hawk-loftvarnaeldflaugum til Jórdaníu samkvæmt heimild- um í utanríkisráðuneytinu í Washington. Sagt er að þessar fyrirhuguðu vopnasendingar standi ekki f sam- bandi við árásir ísraelsmanna inn f Líbanon, heldur séu þær liður í hernaðarsamvinnu. Atökin á landamærum ísraels og Líbanons héldu áfram í dag. ísraelsmenn gerðu skotárás á þorpið Metulla annan daginn í röð og skotið var á ísraelska varð- flokka. Jafnframt eru skæruliðar þjálf- aðir í Sýrlandi komnir til Arkoub- héraðs í Suður-Lfbanon til þess að verja virki Palestinumanna þar gegn árásum Israelsmanna að sögn blaðsins A1 Yom í Beirút. Yasir Arafat, yfirmaður Frelsis- samtaka Palestínu er sjálfur kominn á vettvang svo að hann geti sjálfur stjórnað vörnum Arkoub-héraðs að sögp palestínsku fréttastofunnar. — Engin loðna Framhald af bls. 36 núna, eru ekki neinar líkur á loðnufrystingu fyrir þennan markað f vetur.“ Þá sagði hann, að Japanir ættu mjög miklar birgðir af frystri loðnu frá sfðasta ári, en neyslan hefði samt ekki minnkað á s.l. ári, eins og sumir héldu. Hitt hefði aðeins átt sér stað, að hún hefði ekki aukist eins og undanfarin ár, en er Japanir gerðu sína stóru samninga í fyrra, reiknuðu þeir með mikilli aukningu f loðnuáti. Almennt væri mikil svartsýni ríkjandi í japönskum efnahags- málum og ætti það sinn þátt í því, að neyslan hefði ekki aukist. Árni Benediktsson sagði, að enn sem komið væri hefðu Japanir aðeins tjáð sig geta keypt um 10 þús. lestir af frystri loðnu, sem yrði þá að líkindum keypt frá íslandi, Noregi og Rússlandi og yrði það magn notað til að brúa bilið fram að loðnuvertíðinni 1976, því þær 40 þús. lestir, sem til væru í lándinu myndu vart duga út þetta ár. Ef af sölu verður, hafa Japanir krafist betra gæðamats, en flokkunin breytist þá um leið, þannig að flokkur, sem á taldist vera í fyrra 100% hrygna á nú að teljast 90—100% hrygna. Þá er einnig krafa um að hrognamagnið verði 15% að jafn- aði, en með því geta Japanir skorið 2—3 vikur framan af ver- tfðinni, þar sem loðnan hefur þá ekki náð þessu hrognamagni. Þetta þýðir að framleiðslugeta frystihúsanna er stórlega skert. Ennfremur vilja Japanir einnig að smáloðnan verði tfnd úr. Sagði Árni, að Japanir vildu líka fá betri öskjur utan um loðnuna, sérstaklega ef geyma þyrfti hana lengi, en það væri ekki afgerandi mál. Guðjón B. Ólafsson og SH-menn munu halda nokkurs konar úrslitafund með Japönunum n.k. mánudag í þeirri von að Japanir hafi breytt um afstöðu. Þess má geta að á s.I. ári seldu Islendingar Japönum loðnu fyrir 1000 millj. kr. — SAAB Framhald af bls. 11 tfma eru mörg atriði, sem menn sættu sig ekki við nú. Þar má telja afturrúðuna. sem fyrr er frá sagt, og olli slæmu útsýni um baksýnis- spegilinn. Þá voru sætin hörð og óþægileg og yfirleitt allur innri búnaður. Við kerfisbundna athug- un á sama hátt og allir nýir bílar eru athugaðir þegar kynna á þá lesendum bilablaða, reyndust 39 af 45 atriðum ófullnægjandi. Að- eins mælaborðið var yfir meðal- lagi — miðað við nútimakröfur. Svipaða sögu var að segja með öryggið, — af 12 atriðum voru nlu ófullnægjandi. Á bernskuárum Saab talaði heldur enginn um öryggi í bilum, — það var ekki uppgötvað fyrr en fyrir fáeinum árum. Hinsvegar var ágæt mið- stöð i bílnum, en rúðuþurrkurnar voru ekki beysnar. Þær hefðu frekar átt heima á sólgleraugum en bilrúðu. Stýrið var geysistórt, nánast eins og á strætisvagni, og pedalar i gólfi lágu skakkt fyrir og bensínpedalinn stóð ennfremur einhvernveginn beint út i loftið, og hvergi stuðningur fyrir fótinn. Rofinn fyrir stefnumerkin (ekki Ijósin) var á miðju mælaborðinu eins og á hefðbundnum enskum leigubil. En þetta gerði ekkert til i þá daga, — þá var ekkert hugsað um að stjórntæki lægju vel við ökumanninum. En enginn vafi leikur á þvi, að Saab var nýtízku bill á sinum tima. Þg Verður gert að skyldu að tryggja gegn náttúruhamförum? Afmælisrit til heiðurs dr. Birni Sigfússyni Félag bifvélavirkja 40 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.