Morgunblaðið - 18.01.1975, Side 24

Morgunblaðið - 18.01.1975, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 Til sölu SAAB 99 sjálfskiptur Árg. 1972 — Ekinn 35 þús. „Elektronisk" innspýting Snúningshraöamælir Uppl. í síma 37393 í dag og á morgun Til sölu Citroén D-Special árg. 1971 Ekinn 60 þús. km. Hvítur, með útvarpi. Nánari uppl. hjá Globus h.f. bifreiðadeild. Sími 81555. Globus? Lágmúla 5, sími 81555. Leikendur og ieikstjóri á æfingu. r kvöldstund á frumsýningu í Árnesi Eystra-Geldi ngaholti, fimmtudagur SÍÐASTLIÐINN laugardag frum- sýndi Ungmennafélag Gnúpverja gamanleikinn Saklausa svallar- ann, eftir Arnold og Bach, i félagsheimilinu Árnesi. Á sýning- unni var fjöldi fólks og var leikn- um frábærlega vel tekið af sýn- ingargestum. Voru leikstjórinn, Birgir Sigurðsson skólastjóri Ása- skóla, og leikendur hylltir I leiks- lok en þeir eru tiu talsins. Með aðalhlutverkin fara Aðalsteinn Steinþórsson, Hæli, Gestur Jóns- son, Skaftholti, og Þorbjörg Ara- dóttir í Þrándarlundi. Aðrir leik- endur í gamanleiknum eru: Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Ásólfsstöðum, Kristjana Gests- dóttir, Skaftholti, Gunnar Þór Jónsson, Stóranúpi, Sigurður Páll Asólfsson, Ásólfsstöðum, Ingunn Sveinsdóttir, Stóranúpi, Bjarn- heiður Guðmundsdóttir, Asum, og Hjalti Gunnarsson, Fossnesi. Frá sýningu Ungmennafélags Gnúpverja á Saklausa svailaranum Þetta er bráðskemmtilegur gamanleikur og þótti sýningar- gestum leikendum takast vel upp á f jölunum í Árnesi. Leikur Aðal- steins Steinþórssonar, sem fer með sjálfan svallarann vakti mikla kátínu leikhúsgestanna. Það þótti líka liggja ljóst fyrir að leiksýningu lokinni, að Birgir skólastjóri, sem er þó enn sem komið er þekktari sem rithöf- undur en leikstjóri, geti vissulega lagt gjörva hönd á leikstjórn. Ráðgert er að sýna gamanleik- inn á fleiri stöðum á næstunni, enda vel farið að gefa fólki kost á að lyfta sér upp kvöldstund nú i skammdeginu og stirðri tið eins og verið hefur hjá okkur. — jón. Stýrimann og vélstjóra vantar á togbát, sem fer síðar á neta- veiðar. Uppl. í síma 98-1 682 og 98-1 697, Vest- mannaeyjum. Vanir rafsuðumenn óskast nú þegar H.F. HAMAfí, Tryggvagötu. Sími 22 123. Stýrimann matsvein og háseta vantar á m.b. Krossavik SH frá Rifi til netaveiða. Upplýsingar í síma 6631, Hellisandi. Ráðskona óskast Stúlka óskast á heimili úti á landi í fjarveru föður. 3 stálpuð börn. Upplýsingar í síma 92-2825. Matsvein og háseta vantar á góðan netabát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 8008, Grindavík. 19 ára stúlka með gagnfræða- og húsmæðraskóla- menntun óskar eftir góðri vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 99-1 51 8. Skrifstofustúlka óskast á lögfræðiskrifstofu, hálfan eða allan daginn. — Þarf að vera vön vélritun á íslenzku og ensku. Umsóknir ásamt upplýsingum um kunn- áttu og fyrri störf óskast send afgr. Morgunblaðsins, merkt: „Lögfræðiskrif- stofa — 7338". Skrifstofustúlka Ungmennafélag íslands óskar eftir að ráða skrifstofustúlku frá næstu mánaða- mótum. Þarf að vera vön vélritun og gjarnan að hafa einhverja þekkingu og áhuga á starfi ungmennafélaganna. Nánari upplýsingar á skrifstofu UMFI að Klapparstíg 16 Reykjavík. Ungmennafélag Islands Vélaverkfræðingar Iðnfyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða vélaverkfræðing til starfa. Starfssvið: Greining bilanaorsaka, hönnun búnaðar til úrbóta og ýmiskonar tæknileg aðstoð við viðgerðarverk- stæði. Hæfni: Próf í vélaverkfræði, starfs- reynsla á ofangreindu starfssviði, frumkvæði og samstarfshæfileikar. Kjör: Fjölbreytt og krefjandi starf enda góð laun í boði. Umsóknir: rneð upplýsingum um náms- og starfsferil sendist á auglýsingaskrifstofu Morgunblaðsins eigi síðar en 27. janúar næstkomandi merktar „Hæfni — 1975 — 7313". Með allar umsóknir verður farið sem algjört trúnaðar- mál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.