Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 27
Fátt var
þaðan tíðinda
Gömlu annálaritararnir
áttu það til að lýsa uppá
margar síður ókennilegu ky-
kvendi, sem þeir höfðu haft
spurnir af, en létu niður falla
að skrá eða voru fáorðir um
ýmsa þá atburði, sem við nú
hefðum viljað vita meiri deili
á.
Fréttir í blöðum og útvarpi
minna mann stundum á
þetta fréttamat gömlu ann-
álaritaranna. Ýmislegt er rak-
ið útí æsar í fréttum sem
manni sjálfum finnst lítils-
vert, en þögn ríkir um annað
margt sem maður sjálfur vildi
gjarnan hafa spurnir af. Hér
er í hverju efni um persónu-
legt mat að ræða og fullyrði
því ekkert um, hvað rétt sé í
þessu efni. Skoðanir eru
sjálfsagt jafnmargar og les-
endurnireða hlustendurnir.
Þegar óveðrið geisaði yfir
landið á aðfaranótt mánu-
dagsins 13. jan., síðan
mánudaginn allan og þriðju-
daginn, þá var veðrið lang-
harðast á norðanverðum
Vestfjörðum eða við Djúp
vestra.
Á mánudagsmorguninn
voru 12 vindstig í Æðey, 7
stiga frost og blindbylur.
Annars staðar á landinu var
veður heldur hægara (9 vind-
stig) og frostið minna. Vitað
var að langflestir íslenzku
togaranna voru á Vestfjarða-
miðum, þegar veðrið skall á.
Þessu veðri fylgdi haugasjór
og það sem verra var mikil
ísing. Skipin vestra hlutu því
að vera í hættu stödd. Að-
stæður voru svipaðar og
þegar Heiðrún og Ross
Cleveland fórust inni á ísa-
fjarðardjúpi 4. febr. 1968.
Strax á mánudagsmorgun
var byrjað í hljóðvarpi að
þylja fréttir af vandræðum
manna úr ýmsum stöðum úti
á landi, nema frá Vestfjörð-
um. Þennan dag kom þó
stuttorð frétt frá landhelgis-
gáezlunni um, ,,að flotinn
lægi í vari undir Grænuhlíð,"
en ekki orð meira um ástand-
ið vestra, hvorki til sjós né
lands. Veðrið hlaut þó að
mæða mikið — og hvergi
meira en á ísafirði og Bol-
ungavík.
í kvöldfréttum útvarpsins
kl. 7 (19) voru enn rakin
vandræði fólks nyrðra og
eystra, en þögn um fiskiflot-
ann vestra og staði við Djúp,
en hins vegar smáfrétt frá
Þingeyri einum staða um að'
vegir væru ófærir norðan
fjarðarins. Enn voru þó 10
vindstig í Æðey, frost hafði
heldur hert og því fylgdi enn
svartabylur. Mér blöskraði
það, að hljóðvarpið skyldi
ekki færa landsmönnum
neinar fréttir af fiskiflotanum.
Þarna var talið að væru um
60—70 togarar, þegar mest
var, með 900—1000 menn
um borð, og allur þessi skipa-
fjöldi gat ekki haft nema tak-
markað skjól af Grænuhlið-
inni í slíku veðri; mörg þeirra
yrðu að vera það djúpt eða
utarlega. Það hlaut því að
vera forvitnilegt ekki sízt fyrir
aðstandendur, að fá fréttir af
því hvernig flotinn hefði
hafzt við á mánudagsnóttina
og mánudaginn allan með
þeirri ísingu, sem fylgdi veðr-
inu.
Að loknum kvöldfréttum
hljóðvarpsins, hringdi ég í
bræði minni á Landssímann
og spurði, hvort ekki væri
símasamband við ísafjörð.
Jú, það var það. Kl. var um
7’/2 (19’/2), þegar ég hafði
lokið þessu og þá hringdi ég
á fréttastofu sjónvarpsins til
að benda þeim á, að likast til
myndi margur vilja fregna
eitthvað að vestan. Það taldi
ég auðgert að afla einhverra
frétta, þvi að flotinn hlaut að
vera í talstöðvarsambandi við
ísafjörð og simasamband var
milli Reykjavíkur og ísafjarð-
ar, og þó að komið væri fast
að fréttatíma, þá voru mörg
dæmi þess, að frétta væri
aflað meðan þær voru lesnar
í sjónvarpinu en það tekur
um hálfa klukkustund (sbr.
fréttir frá Seyðisfirði 1 5. jan.)
Mér vannst nú ekki tími til að
flytja alla þessa tölu, en náði
þó að koma nægu útúr mér
til að glöggt var hvað ég
vildi. Fréttamaður sjónvarps-
ins, sem fyrir svörum varð
gerði mér umsvifalaust Ijóst
að annir væru miklar á frétta-
stofunni, það væri komið fast
að fréttum og kviknað í á
Reykjavíkurflugvelli og væri
enginn tími til að sinna erindi
mínu.
Hann skutlaði þó að mér
fréttinni úr hljóðvarpinu um
„að flotinn væri í vari undir
Grænuhlið." Líkast til hefur
það verið sameiginlegt álit
sjónvarps- og hljóðvarps-
manna, að þarna væri flotinn
í öruggri höfn, sem bendir til
að þeir hafi aldrei legið undir
Grænuhlíð í noðraustan fár-
viðri og fjöldi skipa svo mik-
ill, að ekki var rúm nema fyrir
hluta af flotanum í bezta var-
inu. Aðrir verða þá undir slík-
um kringumstæðum að
hrekjast dýpra, þar sem
veður og sjór nær meir til
þeirra. Einnig má ekki mikið
útaf bera, til að skipum slái
saman, þegar þau hrúgast á
lítinn blett I slíku fárviðri og
svartabyl. Ég var því ekki
jafnfullkomlega ánægður
með þessa stuttorðu frétt frá
landhelgisgæzlunni og frétta-
mennirnir virtust.
Á þriðjudagsmorguninn
hlustaði ég á fréttir kl. 7.30.
Ekki orð frá Djúpi. Fiskiflot-
inn ekki nefndur og ekkert að
frétta að vestan. Það voru þá
aftur orðin 12 vindstig í
Æðey og 9 stiga frost og
svartabylurinn áfram. Þá var
flotinn búinn að berjast I
samfelldu ísingarveðri í hálf-
an annan sólarhring, og
hefði mörgum þótt ekki
ófróðlegt að vita, hvernig
hann hefðist við, þó aldrei
eftir ASGEIR
JAKOBSSON
nema hann hefði var af
Grænuhlíð.
I fréttum þriðjudagsins var
svo haldið þeirri reglu, sem
virtist orðin ófrávíkjanleg að
byrja á Hvammstanga og
halda austur um suður með
Austfjörðum og enda í Vík í
Mýrdal. Vandræði fólks voru
mikil sem skiljanlegt var í
rafmagnsleysi og hvassviðri
sem mikil snjókoma fylgdi,
en hvernig bárust þeir af,
sem voru í harðasta veðrinu?
Gátu ekki fréttamenn
hugsað sér, að einhverjir
vildu hafa fregnir af þvi fólki
á landi eða sjó? Ein frétt kom
frá Vestfjörðum þennan dag-
inn og hún var frá Flateyri og
á þá leið, að þar væri orðið
fært milli húsa, en ekki fært
með mjólk frá ísafirði. Ein-
hvern tíma þriðjudagsins
minnir mig að kæmi önnur
álíka frétt frá Hólmavík.
Engar fréttir voru af fiski-
flotanum þennan dag.
Nú má segja við mig sem
aðra sem var mikið í mun að
fá fréttir að vestan, þar sem
veðurharkan var mest og
islenzki togaraflotinn hélt sig,
að við gætum sjálfir bjargað
okkur með fréttir fyrst síma-
samband var við ísafjörð. Ég
bjargaði mér svosumm og
vissi, að þegar hér var komið
sögu voru ekki eftir nema um
40 skip undir Grænuhlíð,
sem var þó ærið, hin höfðu
náð höfnum. En það átti
margir hér hlut að máli,
1000 sjómenn eiga marga
aðstandendur og víða um
land. Það var skylda fjölmiðl-
anna að afla frétta af þessum
skipaflota að mínu áliti, þar
sem það var auðgert. Frem-
ur, að því er mér fannst, en
að kaupfélagsmenn hefðu
ekki komizt til vinnu í einum
staðnum og kvenfélag orðið
að fella niður fundarhald í
öðrum. En svona er fréttamat
manna misjafnt.
Þessi grein er ekki skrifuð
sem nein almenn ádeila á
fréttamenn hljóðvarps og
sjónvarps. Ég gæti vel trúað,
að þeir ynnu verk sin
almennt vel, eftir því sem
mannafli og aðstæður leyfa
þeim, en í þessu tilviki sem
að framan greinir, fannst mér
þeir undarlega sinnulausir.
Það má benda á það, að
yfirleitt er auðvelt að ná sam-
bandi við fiskiflotann í gegn-
um einhverja strandstöð og
ég held, að þegar svona ber
til að mikill floti fiskiskipa á
við erfiðleika að stríða, þá
ættu fréttamenn fjölmiðla að
reyna að hafa samband við
einhvern skipstjórnarmann
og spyrja tíðinda. Enn eru
mörgum íslendingi hugstæð-
ar fréttir af fiskiskipum ef
veður eru váleg.
Af hverju aldrei
Jökulfirðirnir?
ÞAÐ hefur oft valdið mér undrun, þegar norð-
austan veður hafa geisað vestra, að togarar,
hvorki íslenzkir né erlendir, leita nokkurn tim-
ann inná Jökulfirðina og þá fyrst og fremst
Hesteyrarfjörð og Veiðileysufjörð. Þarna eru lif-
hafnir i öllum veðrum.
Ég hef spurt fjölda togaramanna af hverju
þetta væri svo, að aldrei væri leitað inná þessar
lifhafnir, heldur hnöppuðust skipin saman undir
Grænuhlið eða streðuðu við að taka isafjörð, og í
því sambandi langar mig til að spyrja: Af hverju
halda menn aldrei áfram inn fyrir Arnarnesið og
síðan inn fyrir Langeyri, þegar hættuspil er að
leita hafnar á ísafirði?
Þetta er hrein leið og ágætt legupláss fyrir
innan Langeyrina. Logn i norðaustan veðrurh.
Það væri e.t.v. ráð að gefa út sérkort af Jökul-
fjörðunum og færa þar inná legupláss. Það er
örstutt frá Sléttunni inná Hesteyrarfjörðinn og
leiðin alveg hrein og auðvelt að rekja sig inn
álinn, sem liggur inná fjörðinn, enda tóku
Kveldúfstogararnir þennan fjörð i dimmviðrum,
meðan síldarbræðsla var á Hesteyri og voru þó
fátækari að siglingatækjum en nú gerist. Legu-
botn held ég að sé ágætur á Hesteyrarfirði, leir-
botn, og þar rúm íyrir nokkur skip. Sama er að
segja um Veiðileysufjörðinn, en þar var eitt sinn
hvalstöð og skipalægi og siglingaleiðin lika hrein.
Syðri firðina þekki ég ekki, Hrafnsfjörð, Lóna-
fjörð og Leirufjörð. Ég hef aldrei fengið nein svör
við þvi, af hverju aldrei væri leitað inná Jökul-
firðina undan norðaustan veðrum, önnur en þau,
að þetta væri venja, að leita inná Isafjörð eða
undir Grænuhlið, hvort sem þar væri pláss eða
ekki.
Mér finnst ekkert álitamál fyrir togara, sem
koma seint uppundir Grænuhlið og ná ekki góðu
leguplássi, að velta sér inn fyrir Sléttuna og inná
ofangreinda firði.