Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 33

Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 33 “ Morö ö kvenréttindarööstefnu Jðhannal Krisrjönsdöttir| þýddi 19 sjúklingurinn deyr á nokkrum mínútum. — Þó ekki fljótar en svo að hún gaf sér fyrst tíma til að reka upp óp... — Þér megið nú ekki taka allt sVona bókstaflega. Tortryggni Christers hefur komið lækninum, sem lengst af hefur haldið ró sinni, algerlega úr jafnvægi. Hún virðist hafa Iang- mesta löngun til að rjúka á hann og gefa honum duglega utanund- ir. Engu að síður heldur hann sig við efnið. — Já. Það er nú og. Og ef þessi sjúkdómur gerir nú svona skyndi- lega vart við sig, þá er væntanlega ekkert eðlilegra en að sjúklingur- inn bláni I framan? — Tvímælalaust. Sjúklingur sem hefur veilt hjarta hefur venjulega bláan lit á vörunum þegar í lifanda lífi, enda þótt kon- ur reyni yfirleitt að dylja það og eigi kost á því körlum fremur. — Og kjálkar stirðna eins og í heiftugu krampakasti...? — Camilla Martin hefur ákaf- lega frjótt ímyndunarafl, segir hún og rödd hennar er full af beiskju. Á neðstu hæðinni opnar rauð- hæró stúlka glugga og hristir af- þurrkunartusku út, og horfir samtímis með ódulinni forvitni á þennan ókunnuga mann, sem hef- ur þrengt sér inn í kvennaheim- inn á Blachsta. — Með öðrum orðum, þér hikið ekki við að gefa út dánarvottorð — gerið það án þess að hugsa yður um? Þetta er síðasta spurningin, sem ræður úrslitum, en þó veit hann fyrirfram hvert svarið er og hann þylur rólega: — Betti Borg. Leirkerasmiður. Fannst látin þann 17. september klukkan þrjú á Blachsta í Varm- landi. Banamein: hjartaáfall. — Vitum organicum cordis, leiðréttir hún hann með reiði sem hún á erfitt með að hafa stjórn á. Upplýsingarnar eru settar fram á grundvelli af. .. nei ekki krufn- ingar, heldur með tilliti til lík- skoðunar. — Og það er, segir hún heiftúð- ug. — það sem er venjulegast og algengast. — Það er sem sagt alveg fráleitt að láta sér detta í hug að einhver utanaðkomandi aðili geti átt þarna hlut að máli? — Já, heilaspuni einber. — Og á ég að trúa því að Ase Stenius, virðulegur læknir með óflekkað mannorð, segir Christer eftir nokkra þögn. — sé fáanleg til að setja nafn sitt undir slikt dánarvottorð. Þar með er lögregl- an hrakin út úr spilinu. Og ég sem hafði fengið talsverðan áhuga á málinu. Svo bætir hann við og Áse veit ekki hvort hann er að hæðast að henni eða hvort honum er alvara. — Viljið þér leyfa mér að lita á herbergi Betti Borgs og líkið? Og nú svarar Ase Stenius af þvílíkum myndugleik að við borð liggur að Christer fjúki um koll, svo mikill er þunginn í orðum hennar: — NEI! Christer andvarpar og slær ösk- una úr pipu sinni. Enda þótt þessi laglega vinnustúlka hefði ekki glápt á hann hefði hann svo sann- arlega gert sér grein fyrir því að hanu er óviðkomandi maður hér, sem hefur ruðzt inn á landareign annarra. Öviðkomandi maður, sem í þokkabót hefur aflað sér óvináttu áhrifamikillar manneskju — enda þótt hann geti ekki látið að sér hvarfla skýringu á þessari fjandsemi. Að fylgjast með Jafnskjótt og blátt pils Ase Stenius sést ekki lengur, kemur önnur kona I ljós. Og það er greinilega ekki um tilviljun að ræða. Og þar eð Christer hefur löngum likað vel rautt hár gengur hann í áttina til stúlkunnar, sem gefur honum feimnislega bend- ingu. Unga stúlkan er viðræðu- glöð í betra lagi. Hún segir honum að hún heiti Vanja og hún sé vinnukona á bænum og að hún hafi nú aldeilis sínar fastmótuðu skoðanir á hinu og þessu, sem hún viti að gerist umhverfis hana, hvað svo sem hver segi. — Jú, vist er voða mikil vinna I sambandi við að taka á móti svona mörgum gestum. Ekki þar fyr- ir... hjónin bjóða ákaflega oft til sin gestum og oft I stórum hópum, en yfirleitt gista þeir ekki, nema þá i gestaálmunni stöku sinnum. Það hafa aldrei verið fimmtiu gestir hér án þess að forstjórinn væri sjálfur heima og það má nú finna það á frúnni, því að hún er svo taugaóstyrk að það þýðir varla að mæla hana máli og er stöðugt að skæla. Og þegar frúin er I þessum ham, þá verður Ellen al- veg ómöguleg I skapinu. — Ellen er matráðskonan og hún hefur verið hérna -I marga áratugi og frúin er hennar augasteinn. Og mér finnst auðvitað lika að frúin sé reglulega elskuleg, réttlát og notaleg og hér um bil alltaf I góðu skapi, en samt likar mér betur við húsbóndann. — Hann heitir Robert Fager- man. Hvað er hann gamall? — Hann varð fertugur I vor, svo að hannertíuárumeldri en hún. Og amma min segir að það sé alveg hæfilegur aldursmunur, ef hjónaband eigi að lukkast og þeg- ar maður sér þau þá getur maður ekki neitað þvi að þau virðast vera ósköp hamingjusöm. — Hann hefur sem sagt ekki gifzt henni til að fá húsið, verk- smiðjuna og peningana hennar? — Nei, hamingjan góða. Alls ekki. Hann var ástfanginn alveg upp fyrir haus. Og þegar hann tók við verksmiðjunni stóð hún held- ur höllum fæti, því að gamli mað urinn hafði misst þetta hálfpart- inn út úr höndunum á sér síðustu árin, sem hann lifði. Það er sann- arlega Fagerman, sem hefur reist allt við aftur. En hann vinnur líka eins og húðarklár. Hann er á stöð- ugum þeytingi til Stokkhólms og heim aftur. Stundum sjást þau ekki i heila viku. Og þá er svo dauft I húsinu að mig langar mest til að segja upp og fara. — En frúin ráfar þó varla um og grætur, bara vegna þess að maðurinn hennar er ekki heima, svo að hún verður að sjá um kon- urnar fimmtíu... þær eru félagar í hennar eigin klúbbi. Ef hún er svona niðurdregin liggur beinast við að halda að eitthvað sérstakt hafi gerzt... Vanja lítur flóttalega í kringum sig til að fullvissa sig um að eng- inn sé í grenndinni. — Jájöldungis rétt. Þér hafið hitt naglann á höfuðið. Því að hún var svo himinlifandi á föstudag'- inn, rétt áður en konurnar komu. Hún var auðvitað orðin dálítið stressuð vegna undirbúningsins og var hrædd um að eitthvað gengi úrskeiðis og þær yrðu ekki ánægðar og allt það. En hún var ekki döpur, eins og núna. Og ég veit vel hver ber sökina á því. — Leyfið mér að gizka. Er það Eva Gun Nyren? — Hvernig gat yður dottið það í hug? Segið mér þá: eruð þér kunnugur þessari Evu Gun, sem að minum dómi er bæði ómerki- leg, hræsnari og ég veit ekki hvað? — Ja, þér eruð ekki að klípa utan af því, unga dama! Nei. ég þekki hana ekki. Ég veit ekki annað um hana en það sem blöðin segja um hana, að hún hefur nú i næstum tuttugu ár barizt fyrir réttindamálum kvenfólksins: „frelsi konunnar i karlmanna- samfélaginu," held ég það heiti á kvenréttindamál. Vanja hristir rauðan kollinn óþolinmóð á svipinn. — Ég skil nú ekki hvers vegna þær leggja svona mikið upp úr þvi að konur vinni utan heimilis síns. Það er ekkert niðurlægjandi við það að vinna heima hjá sér og annast indælan eiginmann og góð og skemmtileg börn. Nei, ef ein- hverjir eru þrælar þessa samfé- lags, þá eru það karlmennirnir. Sjáið nú til dæmis hann pabba minn, sém aldrei getur unnt sér hvíldar. Og þá held ég Fagerman sjálfur sé lýsandi dæmi um þetta. Maðurinn getur ekki valið. Hann á engra kosta völ... — Eva Gun Nyren hugsar sjálf- sagt öðru vísi, segir Christer þurr- lega og eins og hann hefur vænzt Við frestum hvorki þvottadegi né kvöldveizlunni. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar ! síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hugtakabrengl Ýmislegt, sem hættulegt má kalla, steðjar nú að íslenzkri tungu. Hún hefur verið í hættu stödd áður, en nú finnst sumum, að nýr voði vofi yfir henni. Hann er sá, að eðlilegt málskyn íslend- inga virðist vera farið að bregð- ast. í nútima-fjölmiðlaþjóðfélagi, þar sem blöð, hljóðvarp og myndvarp (með tali) eru að verða sterkari uppeldisaðili en for- eldrar og kennarar, hlýtur það að vera ákaflega áríðandi, að tungu- tak hjá helztu fjölmiðlum sé rétt og hreint. Á þessu vill verða mis- brestur. — Ekki meira um þetta að sinni. Oddur A. Sigurjónsson, fyrrum skólastjóri í Neskaupstað og Kópavogi, hefur verið að skrifa um „hugtakarugl" í Alþýðublað- ið. Velvakandi tekur sér það bessaleyfi að birta hér eina grein- ina eftir hann. Hún er svona: „Eitt af megineinkennum íslenzkrar tungu er markvisi i túlkun og tjáningu. Okkur er tamt að skilja það, sem mælt er eða ritað, eftir orðanna hljóðan. Markvísin birtist i óteljandi myndum og hefur gert frá upphafi. Það þarf ekki Iengra að leita en til eldfornra nafngifta til þess að sjá, hvernig hugkvæmni forfeðra okkar birtist, t.d. í ör- nefnum og margháttuðum, öðrum greinum. Þetta er augljós styrk- leiki, ef að réttu fer. En þessi styrkur kann líka að geta átt sinar veiku hliðar, þegar tekið er til að breyta eða rugla inntaki orðanna. Einmitt vegna þess, að við erum uppalin við ljósa tjáning, erum við máske ber- ari en hófi gegnir fyrir því að ruglast óviljandi á fölskum nafn- giftuni, sem við ósjálfrátt tökum of hátiðlega. Þannig er oft alltof auðvelt að vefja héðin að höfði almenningi, ef slungnir áróðursmenn og óhlutvandir notfæra sér ofan- nefndan veikleika. Hér eiga ýmsir högg i garði, sem annað hvort visvitandi eða meira og minna ómeðvitað vinna að alls konar hugtakarugli. 0 „Alþýdulýðveldi“ íslenzkir kommúnistar eru sennilega öðrum áróðursmönn- um gleggri á þessa hluti og verður oft furðulega vel ágengt. Þannig hefur frá þvi i síðustu heims- styrjöld verið háttur þeirra að kenna ýmis leppriki kommúnista austan tjalds við alþýðu; alþýðu- lýðveldi heita þau á þeirra máli; og gengur þessi blekking svo langt, að fjölmiðlar hafa gengið hér á mála, sennilega allteins ómeðvitað. Þetta er einkar lúmsk- ur áróður. Hér er verið að grunn- festa þá hugmynd i hugskoti al- mennings, að þessi ríki séu um stjórn og starfshætti öðrum frernri i því að alþýða manna hafi þar tögl og hagldir. Nú ætti það svo að vera, að almenningur léti ekki eins auð- veldlega blekkjast og raun er á, ef menn stöldruðu litillega við. Tökum sem dærni „Alþýðulýð- veldið Þýzkaland“ Hverjum skyldi nú annars detta í hug, að ýmsar aðfarir, sem þar hafa verið iðkaðar, séu runnar undan rifjum alþýðu manna? Skyldi það hafa verið vegna harðrar baráttu al- mennings, að Ulbricht lét tilleið- ast að setja upp Beiiinarmúrinn á sínum tima? Já, ætli það ekki! 0 Fölsun hugtaka Þegar betur er að gáð, kernur lika i ljós, að nafngiftin er eink- um bundin við þau ríki, sem flöt- ust eru undir járnhæl Rússa, og hafa minnsta tilburði sýnt til að rífa sig frá ofurveldi þeirra. Hér er þó Kína undanskilið, enda stafar nafngiftin frá þeim tima, þegar ennþá var von til þess, að það mannmarga ríki hnýtti sér i halann á Rússunum. Síðan annað kom í ljós, er auðvitað örðugra að snúa við. Gamalt orötak segir, að i ástum og ófriði sé allt íeyfilegt, þótt aldrei hafi það þótt sérlega burð- ug siðfræði. Hér er aðeins bent á lítið horn af þeirri styrjöld, sem kommúnistar heyja hér á Islandi við að rugla og villa um fyrir almenningi með fölsku inntaki orðsins alþýðuveldi, sem gefur allt annað í skyn en raunsatt er. Eflaust er lika óhætt að trúa því, að hér sé samvirk ást þeirra á kenningakerfi Marx- Leninistanna austur þar. Ogþá er hringur gamla orðtaksins lokaður." Jón H. Þorbergsson: Fáein orð um fjármál Ein af þeim landplágum, sem verða til í landinu fyrir innlendar aðgerðir, er hinn mikli straumur fólks til skemmtiferða erlendis. Til þessa fer stórmikill gjaldeyrir, sem þetta fólk notar líka til kaupa á ýmsum vörum, sem þó verða tollfrjálsar, og dregur það úr inn- lendri verzlun. Miðar það til óhagnaðar fyrir landið, það á að skattleggja þennan erlenda gjald- eyri, sem skemmtiferðafólkið fær. Annað, sem rétt væri að skattleggja — eitthvað — þá, sem keyra steyptu vegina þar, sem ekki reynir á bílana og bensinið sparast. Slíkt væri sanngirnismál gagnvart öllum þeim, sem verða að keyra á vondum vegum. Það fé sem fengist með þessum tveim leiðum á að nota til vegagerðar. Mætti þá létta vegaskattinum af bensíninu — 4 kr. á litra. Væri það mjög nauðsynlegt. — Kvennaár Framhald af bls. 14 jafnar skyldur sem ein- staklingar, foreldrar og þjóðfélagsþegnar. — Leitast verði við að tryggja jafna aðild beggja kynja í ákvörðunum og stefnumót- un innan fjölskyldunnar og á vettvangi héraðsmála, landsmála og alþjóðlegra samskipta. — I atvinnulifinu fari fram endurmat á fyrirvinnuhug- takinu og afnumin verði mismunun starfsskiptingar eftir kynjum og sá launa- mismunur kynja, sem nú rikir. — Félagsleg aðstaða og rétt- indi séu ætíð miðuð við báða foreldra. Gildi þetta um heimilisaðstoð vegna veikinda barna, leyfi á full- um launum fyrir foreldra vegna barnsburðar konu og heimilisstarfa í þvi sam- bandi, vistun á dagheimil- um, leikskólum og skóla- dagheimilum o.fl. — Foreldrar í föstu starfi skuli eiga þess kost að vinna hluta úr starfi tímabundið eða fá leyfi frá störfum i allt að tvö ár vegna ungra barna sinna. — Veigamikið atriði, sem ásamt öðrum stuðlar að jafnari þjóðfélagsaðstöðu í framkvæmd, er að skapaðir séu á aðgengilegan hátt möguleikar til endurhæf- ingar í störfum, viðbótar- menntunar og starfsþjálf- unar á sem flestum sviðum atvinnulífsins. — Veðurfar Framhald af bls. 23 an 1961, að tveim undanskild- um (1964 og 1968) hafa verið kaldir, og kaldastur allra var nóvember í fyrra. Miklar stillur voru nú einnig í nóvember, sem er nokkuð óvenjulegt fyrir haustmánuð. Desember var svo bæði kald- ur og stórviðrasamur, en var þó talsvert fjarri því að vera jafn- kaldur og metmánuðurinn desember 1973. Og eins og fram kom í upp- hafi, gefum við árinu 1974 góða einkunn, enda er það fremur í ætt við hlýju árin milli 1920 og 1964 en þau köldu og óhag- stæðu á árabilinu 1966 til 1971 (1965 til 1971 á Norðurlandi). Meðfylgjandi mynd sýnir hitafarið í Reykjavik, Meðfylgjandi mynd sýnir hitafarið i Reykjavik. Á Akur- eyri eru vik hitans yfirleitt á sama veg, en stundum svolitið • stærri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.