Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 17. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Washington, 21. jan. AP Reuter. FORD forseti vísaði á bug þeim mögule'ika á blaðamannafundi f dag að innieiða bensfnskömmtun en sagði að hann mundi hrinda f framkvæmd þvf áformi sfnu að leggja tolla á innflutta olfu f þess- ari viku. Hann kvaðst ósammála þeirri skoðun þingmanna að bensin- skömmtun væri æskilegri en verðhækkun á bensíni. Ef bensin yrði skammtað fengi hver öku- maður níu gallon sem mundi ekki nægja mörgum. Ford sagði að ef draga ætti úr eftirspurn yrði að skammta bens ín í meira en fimm ár. Skömmt- un mundi ekki hafa örvandi áhrif, hún mundi ekki auka bensín- birgðir innanlands og ekki auka orkubirgðir. Köfnuðu af völdum íkveikju Montreal, 21. janúar. AP. Reuter. TlU karlar og þrjár konur fund- ust látin í þröngri bjórgeymslu eftir eldsvoða i næturklúbbi í Montreal í dag. Lögreglan telur, að um íkveikju hafi verið að ræða og segir, að áður en kveikt var í hafi fólkið verið lokað inni í geymslunni. Einn mannanna hafði verið skotinn í bakið en hitt fólkið virðist hafa kafnað af reyk. Sá, sem var skotinn, var forstjóri klúbbsins, Rejean Fortin. Kona hans beið einnig bana. Talið er, að glæpamenn hafi myrt fólkið í hefndarskyni. Klúbburinn var kunnur fundar- staður glæpamanna og flestir þeirra, sem létust, munu hafa verið vitni að morði á tveimur mönnum þar í október. London, 21. jan. Reuter. NORÐMENN, Bretar, Frakkar og Vestur-Þjóðverjar náðu sam- komulagi f aðalatriðum f viðræð- um sfnum f London f dag um fyrirhugað togveiðibann Norð- manna á þremur miðum við Norð- ur-Noreg. Brezki aðstoðarutanríkisráð- Kaupmannahöfn, 21. janúar. NTB. RÖTTÆKI vinstri flokkurinn hafnaði i dag boði Poul Hartlings forsætisráðherra um þátttöku í ríkisstjórn með Vinstra flokknum og Kristilega þjóðarflokknum. Tilboðið var lagt fram þegar herrann, David Ennals, sagði á blaðamannafundi í kvöld að hann gerði ráð fyrir að formlegur samningur yrði gerður milli Nor- egs og hinna landanna þriggja fyrir næstu mánaðamót. Norðmenn hafa átt viðræður um hið fyrirhugaða togveiðibann við Breta, Frakka og Vestur- Þjóðverja síðan i október og þess- viðræðurnar við sósfaldemókrata höfðu siglt f strand. Þeir vildu ekki fallast á 7.000 milljón króna niðurskurð á fjárlögum. kaup- bindingu i eitt ár, og aðrar sparnaðartillögur Hartlings. Þar með virðist Hartling hafa hætt við tilraunir sínar til ar viðræður náðu hámarki með fundinum i dag. Ennals sagði að eftir fundinn i dag rikti fullur skiiningur á þeim meginreglum sem hafa ætti til hliðsjónar i sambandi við stærð bannsvæðanna, þann tima sem svæðin ættu að vera lokuð, það eftirlit sem ætti að hafa með banninu og þær dómsaðferðir stjórnarmyndunar áður en þingið kemur saman á fimmtudag. Hins vegar mun stjórnin leggja sparnaðartillögur sínar fyrir ný- kjörið þing, þótt hún hafi ekki meirihluta. sem ættu að gilda og að þessi skilningur ætti að geta leitt til formlegs samnings. Hann sagði að samkvæmt mála- miðlunarsamkomulagi sem hefði náðst í dag mundu Norðmenn hafa svæðin lokuð i fimm mánuði í stað sjö eins og þeir ráðgerðu upphaflega. Norðmenn hafa einnig fallizt á að minnka eitt bannsvæðið um helming. Þeir samþykktu jafn- framt að minnka mikilvægasta svæðið sem er norðvestur af Lófót þar sem Bretar og Vestur- Þjóðverjar hafa fengið mikinn afla. Að sögn Ennals ná bannsvæðin lengst 35 mílur frá ströndum Nor- egs en annars var ekki skýrt frá stærð þeirra. Framhald á bls. 27. Róttækir synja Hartling Um olíutollinn sagði hann að hann yrði fyrsta skrefið í þá átt að Bandaríkjamenn endurheimtu „orkufrelsi" sitt. Hann kvaðst mundu undirrita seinna í þessari viku yfirlýsingu þar sem kveðið yrði á um allt að 3 dollara tolla á hverja innflutta tunnu af hráolíu. Hann kvað styrjaldarhætturia í Miðausturlöndum mjög alvar- lega og sagði að þess vegna hefðu Bandaríkjamenn hert á tilraun- um sínum til þess að fá Israels- menn og Arabaríkin að setjast að samningaborði. Hann sagði að visst hernaðarjafnvægi væri Framhald á bls. 27. Jens Evensen landhelgisráðherra (til hægri) og fulltrúi norska iandvarnaráðuneytisins, G.B. Hatlcm flotaforingi, útskýra togveiðibannið í norska sendiráðinu eftir viðræðurnar í gær. Ford gegn skömmtun Samkomulag um tog- veiðibann Norðmanna Finni fékk bók- menn taverðlaun Norðurlandaráðs IATA nálægt samkomulagi FINNSKA rithöfundinum Hannu Salama voru f gær veitt bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs á fundi dómnefndar ráðsins f Ösló. Honum verða afhent verðlaunin á fundi Norðurlandaráðs f Reykjavfk 16. febrúar. Verðlaunin eru 50.000 danskar krónur og Salama hlýt- ur þau fyrir bók sfna „Kommer upp i tö“, skáldsögu sem kom út 1972. Salama er lítt kunnur utan Finnlands en nokkur verka hans hafa verið þýdd á önnur Norðurlandamál og skáldsagan „Jónsmessudans" hefur verið þýdd á þýzku. Sú bók olli miklu fjaðrafoki þegar hún kom fyrst út í Finn- landi 1964 og Salama var leiddur fyrir rétt og dæmdur fyrir guðlast en Urho Kekk- onen forseti náðaði hann eftir langar og heitar umræður. Hannu Salama fæddist i Kou- vola 1936 og hefur unnið við rafvirkjun og landbúnaðar- störf, en eingöngu stundað rit- störf síðan 1961. Verk hans eru þessi: „Joulukuun kuudes", skáld- saga (1968), „Kenttalainen káy talossa", smásögur (1967), „Kesáleski", smásögur (1969), Lokakuun páliviá", skáldsaga (1971), „Lomapáivá", smá- sögur (1962), „Puu ballaadin haudalla, ljóð (1963), „Se Framhald á bls. 27. Hannu Salama er veitt voru bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs f gær. Genf, 21. janúar. AP. Reuter. FULLTRÚAR þrjátfu flugfélaga sem halda uppi ferðum yfir Norður-Atlantshaf sögðu í kvöld að þeir hefðu lagt sfðustu hönd á nýjan samning um fargjöld á þessari fiugleið. Þrjú flugfélög komu hins vegar í veg fyrir samkomulag um far- gjöldin þar sem þau gátu ekki sætt sig við nokkur atriði f fyrir- huguðum samningi. Nýr fargjaldasamningur getur ekki tekið gildi nema þessi þrjú flugfélög breyti afstöðu sinni. Þau hafa frest til laugardags til þess að endurskoða afstöðu sína. Ef breyting verður á afstöðu flugfélaganna tekur samningur- inn gildi sjálfkrafa. Að öðrum kosti verða flugfélögin og rfkis- stjórnir aðildarlanda IATA, Al- þjóðasambands flugfélaga, að hefja nýjar viðræður um far- gjöldin. Flugfélögin sem samkomulagið strandar á eru ekki nafngreind. Tvö þeirra eru mótfallin eftirliti með afsláttarfargjöldum sem eru pöntuð með 60 daga fyrirvara (APE-fargjöld). Þriðja flugfélag- ið vill lækka aðra tegund far- gjalda. Flugfélögin hafa þingað um far- gjöldin í 13 daga. Þau hafa revnt að ná samkomulagi sem geti komið i stað samkomulags sem tókst i ágúst en var lagt á hilluna þar sem Bandaríkjastjórn samþykkti fargjaldalækkun leigu- flugfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.