Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Sitt sýnist hverjum Fyrri hluti eftir James Reeves Litil stúlka var á gangi eftir götutroðningi úti í sveit. Þá hitti hún fíl. „Hver ert þú?“ spurði fíllinn. „Ég heiti Kristín,“ sagði stúlkan. „Þú ert lítil,“ sagði fíllinn. „Já, ég er lítil stúlka,“ sagði Kristín. „Vertu sæl,“ sagði fíllinn. Skömmu síðar varð mús á vegi Kristínar. „Hver ert þú?“ spurði músin. „Ég er lítil stúlka,“ sagði Kristín. „Þú ert stór,“ sagði músin. „Vertu sæl,“ sagði Kristín og hélt áfram göngu sinni. Þá vildi svo til að Kristín mætti gíraffa. „Komdu sæl,“ sagði gíraffinn. „Hver ert þú?“ HOGNI HREKKVISI „Ég er stór lítil stúlka,“ sagði Kristín. „Þú ert lág í lofti,“ sagði gíraffinn og teygði hálsinn sinn í stóran sveig til að skoða hana betur. Kristín kvaddi og hélt áfram ferð sinni. Næst varð broddgöltur á vegi hennar, en eins og við vitum er broddgöltur næstum kringlóttur að lögun og með brodda í allar áttir. „Hver ert þú?“ spurði broddgölturinn. „Ég er lágvaxin, stór lítil stúlka.“ „Þú ert hávaxin," sagði broddgölturinn ákveð- inni röddu og trítlaði burt áöur en Kristínu vannst timi til að svara. Þá hitti Kristín fyrir snák. Hún varð ekkert hrædd þvi aldrei hafði hún séð snák fyrr. Rétt er þó að geta þess að forðast ber snáka séu þeir ókunnug- ir. „Hver ert þú?“ spurði snákurinn. „Ég er hávaxin, lágvaxin, stór, lítil stúlka,“ sagði Kristín. „Þú ert feit,“ sagði snákurinn og smaug inn í grastó. „Vertu sæll,“ kallaði Kristín á eftir honum. Nú vildi svo til að svín kom á móti henni, stórt og mikið alisvín, sem hrein mikinn eins og svín gera. „Hver ert þú?“ spurði svínið. B Því miður frú mín, hvorki hunda né ketti. Það er éngu líkara en teiknarinn hafi verið eitthvað annars hugar er hann gerði þessa teikningu. Það, sem þú átt að gera er að setja réttan líkama undir hvert höfuð, síðan rétta fætur undir hvern búk. Nú tekur þú blað og blýant og skrifar hvaöa númer, en númer er í horni hverrar teikningar eins og sjá má og fullgerð eru það þrjú númer sem hverjum ber við lausn gátunnar. DRATTHAGI BLYANTURINN FERDIIMAIMD 1 1 '1 1 } // j// rgunkoffinu Ég var heppinn að vera í stígvélunum mínum í allri þessari bleytu. Ég verð að biðja ykkur að taka þennan farmiða til London aftur — af óviðráðanlegum ástæð- um. if«»v \ Lausnin á verkefninu sýnist alveg rétt, — en hvað var þaó sem við leituðum að?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.