Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1975 Botnliðið vann FH með 23:21 KLAKI liggur nú yfir allflestum niðurföllum i götum í Reykjavík. Ef veður breytist og gerir vatnsveður mætti búast við miklum flóóum. Starfsmenn hreins- unardeildar Reykjavíkurborgar gera þó sitt bezta í því að fyrirbyggja slíkt. Á myndinni er einn starfsmann- anna að opna niðurfall í Reykjavík. ----- Hafnarfj ar ðarbær gaf 500 þús. kr. Snjóflóðasöfnunin 24.2 millj. kr. BOTNLIÐIÐ I fyrstu deild í handknattleik, ÍR vann I gær- kveldi óvæntan sigur yfir Islands- meisturum FH f leik liðanna, sem fram fór f Laugardalshöllinni. Skoruðu iR-ingar 23 mörk gegn 21 marki FH-inga. I hálfleik var staðan 13:10 fyrir IR. iR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins og höfðu forystu f leiknum allt til þess að 7 mfnútur voru til leiks- loka, en þá tókst FH að jafna á tölunni 18:18. Mest höfðu IR- ingar 5 mörk yfir, er staðan var 10:5, þegar langt var liðið á fyrri hálfieikinn. Gífurleg barátta var í leiknum undir lokin, en FH-ingum tókst aldrei að ná yfirhöndinni, oftast munaði aðeins einu marki. Þegar ein mínúta var til leiksloka var staðan 22:20, en þá skoraði Ölafur Einarsson 21. mark FH og fengu FH-ingar tækifæri til að jafna, en iR-ingar náðu þá knettinum og Ásgeir Elíasson skoraði síðasta mark leiksins. GUÐMUNDUR Sigurjónsson sigr- aði Ungverjann Vadasz auðveld- lega f 7. umferð skákmótsins f Wijk aan Zee f Hollandi f gær- kvöldi og er nú f 3. til 5. sæti ásamt Ligterink frá Hollandi og Ciocaltea frá Rúmenfu með 4Vi vinning. Viðureign Guðmundar og Vadasz stóð tæpa tvo klukkutfma. Vadasz sást yfir gildru sem Guðmundur lagði fyrir hann og tapaði drottningu. Rússinn Dvorecki er nú efstur í meistaraflokki með 6 vinninga og Enn ófært til Siglufirði, 21. janúar. BÆJARSTJÓRINN hér, bæjar- verkfræðingurinn og tveir bíl- stjórar fóru í dag á stórum jeppa og komust í Hraunadal en þar var ófært vegna snjóa. Hins vegar var greiðfært vel í Hraunadal. Menn- irnir könnuðu aðstæður og áætl- uðu þeir að það tæki veghefil tvo til tvo og hálfan tfma að ryðja veginn. En þrátt fyrir þetta erum við Siglfirðingar lokaðir hér inni og ekki er mokað af veginum. Næsti veghefill mun vera á Sauðárkróki og sem dæmi má nefna að þangað eru á annað hundrað kílómetrar. Hér er gott veður í dag. — Fréttaritari. Markahæstir iR-inga f leiknum voru þeir Ásgeir Elíasson, sem skoraði 6 mörk og Guðjón Marteinsson, sem skoraði 4 mörk. Brynjólfur Markússon, Agúst Svavarsson og Þórarinn Tyrfings- son skoruðu 3 mörk hver. Ólafur Einarsson skoraði flest mörk FH- inga, 9, og Þórarinn Ragnarsson skoraði 7. Víkingar 1 forystu VÍKINGUR sigraði Ármann f handknattleik f Laugardaishöll- inni f gærkveldi með 21 marki gegn 19. Staðan f hálfleik var 12:10 fyrir Ármann. Hafa Vík- ingar þar með tekið forystu í fyrstudeildarkeppni í handknatt- leik. Pólverjinn Schmidt annar með 5 vinninga. Vadasz er í 6. sæti með 4 vinninga, Portisch, Dieks og Bukic í 7. til 9. sæti með 3'A vinn- inga, Sznapik, Boehm og Wein- stein í 10. til 12. sæti með 3 vinn- inga, Martz og Enklaar í 13. til 14. sæti með 2'A vinning, Ek í 15. sæti með 2 vinninga og Timman neðst- ur með 1 vinning. I stórmeistaraflokki er Lajos Portisch i essinu sínu og hefur unnið sex skákir af sjö. Kavalek er með 5 vinninga, Smejkal með 4‘A vinning og eina biðskák, Sosonko með 4V4 vinning, Browne með 4 vinninga og eina biðskák, Timman með 4 vinninga og Hort með 3'A vinning og biðskák en aðrir hafa færri vinninga, þar á meðal Gligoric, Donner, Geller, Hilbner og Popov. Hlé verður á mótinu á morgun. Mikilvægustu skákirnar á fimmtudaginn f meistaraflokki Framhald á bls. 27. Akureyri, 21. janúar. FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrar fyrir árið 1975 lá fyrir bæjar- stjórnarfundi í dag, til fyrri um- ræðu. Niðurstöðutala tekna og gjalda er 714,1 miiljón króna. Helztu tekjuiiðir eru útsvör 397 milljónir, skattar af fasteignum 114 milljónir, framlag úr jöfn- SNJÓFLÓÐASÖFNUNIN er nú orðin rösklega 24,2 milljónir kr. og samkvæmt upplýsingum söfnunarnefndar, en f henni unarsjóði 84 milljónir og aðstöðu- gjald 71 milljón króna. Hæstu gjaldaliðir eru gatnagerð, skipu- lag og byggingaeftirlit 173,5 milljónir, félagsmál 117 milljónir, menntamál 90 milljónir, hrein- lætismál 46 milljónir og framlag til framkvæmdasjóðs 33 milljónir króna. — Sv. P. eru fulltrúar Rauða krossins, Norðfirðingafélagsins í Reykja- vík og Hjálparstofnunar kirkj- unnar, eru stöðugt að berast framlög, smá og stór, og hefur stórri upphæð verið útdeilt meðal þess fólks í Neskaupstað, sem missti fyrirvinnur í snjó- flóðinu þar 20. desember s.l. Stærsta gjöfin f söfnunina, sem borizt hefur síðustu daga, eru kr. 500 þúsund, frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, og þá hafa Heiðmundur Sigmundsson og kona hans, Höfðavegi 3, Vestmannaeyjum gefið 100 þús. kr. Ráðstefna um jafnréttismál Starfsstúlknafélagið Sókn, ASB, félag afgreiðslustúlkna f brauð- og mjólkurbúðum, Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsmanna- félag ríkisstofnana og Rauðsokka- hreyfingin efna til sameigin- legrar ráðstefnu um kjör lág- launakvenna sunnudaginn 26. janúar n.k. Ráðstefnan verður haldin í Lindarbæ í Reykjavik og hefst kl. 10 árdegis. Konur úr ýmsum starfsgreinum flytja stutt framsöguerindi, en síðan verður unnið í starfshópum. Markmiðið með ráðstefnu þessari er fyrst og fremst að draga fram sérstöðu láglaunakvenna í atvinnulífinu og hvatning fyrir þær til að kerfjast úrbóta. Ráð- stefnan er fyrsta skipulagða að- gerð kvenna í jafnréttisbarátt- unni hér á landi á kvennaárinu. Nýr snjóbíll til Akureyrar Akureyri, 21. janúar — FLUGBJÖRGUNARSVEIT Ak- ureyrar hefur fest kaup á nýj- um snjóbfl, sem er útbúinn til farþega- og sjúkraflutninga og kom hann til Akureyrar með Hercules-flugvél frá Varnarlið- inu fyrir skemmstu. Flugbjörgunarsveitin á fyrir gamlan snjóbíl, sem farinn er að ganga úr sér og var því orðin brýn þörf á að endurnýja hann. Fjár til kaupanna hefur Flug- björgunarsveitin aflað með happdrættum og hefur miða- sölumönnum sveitarinnar jafn- an verið tekið forkunnarvel af bæjarbúum, sem einnig hafa oft notið góðrar þjónustu, fyrir- greiðslu og hjálpar sveitarinnar í ýmsum tilvikum, oft við erfið- ar aðstæður. Formaður Flug- björgunarsveitarinnar er Gísli Lorenzson, Vernharður Sigur- steinsson varaformaður og Tryggvi Gestsson gjaldkeri. — Sv.P. Athugasemd frá Birni Jónssyni MORGUNBLAÐINU hefur borizt svohljóðandi athugasemd frá Birni Jónssyni, forseta ASl: „Herra ritstjóri. I blaði yðar í gær er á áberandi stað birt klausa um kjör fulltrúa ASl i stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og er frásögnin á þann veg, að ég hlýt að gera við hana litla athugasemd. Það telst vafalaust til smáat- riða, að ranglega er þar talið að Alþingi kjósi 5 menn í stjórnina, en þeir eru 4. 2 eru kjörnir af ASl og 1 af Vinnuveitendasamband- inu. Hitt er öllu lakara, að orðalag og blær greinarinnar er með þeim hætti, að ekki verður betur séð en ætlunin sé að kasta rýrð á Óskar Hallgrímsson og gera honum upp sérstakan áhuga á að verða kjör- inn i stjórnina. Hið sanna er hins vegar að Óskar Hallgrfmsson hef- ur aldrei, að ég eða aðrir mið- stjórnarmenn viti, sýnt af sér neinn ákafa í þessa átt. Þegar kosið var f stjórnina gerði ég það strax að tillögu minni, að fulltrúar ASl yrðu Ósk- ar og Hermann Guðmundsson, enda taldi ég, að þannig væri vel séð fyrir hagsmunum og hags- munagæzlu verkalýðssamtakanna í sjóðsstjórninni. Önnur tillaga kom siðan um mig og fékkst hún ekki tekin til baka, þrátt fyrir tilmæli mín. Skrifleg kosning varð þvf að fara fram, þar sem uppástungur voru um þrjá, og fór hún á þann veg, að Hermann og ég vorum kosnir. Skilja má frásögn blaðs yðar svo, að úrslitin hafi verið einhver persónulegur ósigur fyrir Óskar Hallgrímsson . Þessu fer auðvitað víðs fjarri. Hafi einhver beðið ósigur í þessari kosningu þá hlýt- ur sá að hafa orðið ég einn, þar sem tillaga mín hlaut ekki fyigi til samþykktar. A.m.k. er víst, að Framhald á bls. 27. Þjóðarhneba — segir BIL STJÓRN Bandalags íslenzkra listamanna fordæmir harðlega þá smekkleysu borgarráðs að ætla sér að taka ofan nýbyrjaða sýningu á verkum Kjarvals f sal þeim er kenndur er við hann, og bjóða f hans stað Jakobi Hafstein að sýna mynd- ir sfnar þar. Byggja þannig Kjarval sjálfum út af Kjarvais- stöðum, og telur það þjóðar hneisu. Samþykkt gerð á fundi 21. janúar 1975. „LAUMNHÆKKA EFTIR ÞVÍ SEM FÖTUM FÆKKAR” Þcuinig var tilboð mannsins, sem bauð stúlkum nektarfyrirsœtustörf UNDANFARIÐ hefur nokkuð borið á þvf, að karlmaður hafi hringt til ungra stúlka, sem auglýst hafa eftir vinnu f blöð- unum og boðið þeim vinnu sem Ijósmyndafyrirsætur. Býður maðurinn laun f samræmi við fatamagn, og hækka launin eftir þvf sem fötunum fækkar hjá stúlkunum. Hefur maður- inn boðað stúlkurnar f ákveðin hús við Ránargötu í Reykjavfk og hafa sumar farið þangað fyrir forvitnissakir, en þá rekið sig á, að um hreint gabb var að ræða. Maðurinn byrjaði þessa miður þokkalegu iðju s.l. sumar og fékk rannsóknarlögreglan fljótlega kærur vegna málsins. Nú um nokkurt skeið hefur maðurinn haft frekar hljótt um sig, þar til um daginn að hann fór á kreik að nýju. Boðar hann stúlkurnar til stefnumóta f tvö ákveðin hús við Ránargötu, en þegar þær hafa komið þangað, er engan að finna með þvf nafni, sem maðurinn gaf upg Ibúar húsanna hafa orðið fyrir töluverðum óþægindum vegna tiltækis mannsins. Stúlkurnar, sem kært hafa þennan mann, segja, að hann bjóði þeim starf sem ljósmyndafyrirsætur á nektarmyndum og séu há laun f boði fyrir þær sem vilja sitja fyrir naktar. Talsmáti manns- ins er óaðfinnanlegur og klám- yrði notar hann ekki. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar, að stúlkur sem auglýsa eftir atvinnu f blöðum séu á varðbergi og hafi strax samband við lögregluna ef maðurinn hringir, og umfram allt, að þær láti manninn ekki narra sig til fýluferða vestur á Ránargötu. Guðmundur yann Vadasz Fjárhagsáætlun Akureyrar: Utsvör nema nær 100 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.