Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 5 Jarðvarmi í Siglufirði I Morgunblaðinu sl. sunnudag var yfirlits- frétt um hitaveitur og hitaveitumöguleika í landinu. Þar var m.a. greint frá fyrirhugaðri hitaveitu í Siglufirði. Mynd þessi sýnir afstöð- una frá borholunum í Skútudal til kaupstaðar- ins, en lengd aðveituæð- ar er áætluð 4—5 km. Hugmyndir um nýtingu heits vatns í Siglufirði eru ekki nýjar af nálinni og rannsóknir og boranir hafa staðið yfir í nær ára- tug. Nú er áformað að hitaveituframkvæmdir hefjist á yfirstandandi ári. Vonandi er, að ekki dragist lengi úr þessu að virkja það vatn, sem myndin sýnir renna óbeislað. (Ljósm.: Jónas Ragnars- son). Tilvalin lausn á flutningaþörf flestra fyrirtækja og einstaklinga. Léttur bíll og lipur í umferðinni (beygjuradíus aðeins 5 m), en ber samt 1 tonn. Vélin er 1600 rúmsentimetrar, aflmikil og sparneytin í senn. Þægilegt stillanlegt sæti fyrir 2 farþega auk ökumanns. S.4...Æ pii| „ Gerið samanburð á verði og gæðum og þér munið sannfærast. veró aóeins um 610 búsund krónur BÍLABORG HF HVERF/SGÖTU 76 SÍM/ 22680 Erlendar bækur About a Marriage Eftir Giles Gordon Í bókinni segir ungur eigin- maður hjónabandssógu sína. Hann berst hetjulega við að skilja stúlkuna sem hann giftist, ólýsan- lega þörf hennar til að eignast börn, öfgafulla hamingju hennar annað veifið og örvæntingu henn- ar hina stundina. Hann reynir eftir mætti að réttlæta trú sína á hjóna- bandinu, löngu eftir að lesandinn hefur sterklega á tilfinningunni, að undirstöður þess séu brostnar. Giles Gordon segir söguna ákaf- lega trúverðuglega. Hún lýsir kynnum ungu stúlkunnar og unga mannsins og rekur slðan hvað ger- ist og hvernig samband þeirra þró- ast. Eiginmaðurinn telur að konan hafi þroskast og sé orðin jákvæð- ari og skemmtilegri persóna en hún var, þegar hann kvæntist henni. Aftur á móti er hann sjálfur Villiöndin — Rosmerholm— Hedda Gabler Um verk Ibsens eftir Ingjald Nissen HÖFUNDUR þessarar bókar Ingjald Nissen hefur verið afkasta- mikill höfundur. Hann er aukin heldur einn þekktasti sálfræðing- ur Noregs og hefur síðustu þrjátíu árin, og rösklega það, unnið jafn- hliða að vlsinda- og ritstörfum. haldinn þeirri vanmetakennd, að hann hafi nánast staðnað á þess- um árum og i stað þess að varpa sökinni á hjónabandið, eins og nærtækt er, tekur hann þá skuld álla á sig, og sem sagt, skilyrðis- laust. Þeim hjónum tekst loks að eign- ast barn og stórkostlegur draumur eiginkonunnar hefur þar með ver- ið uppfylltur. Kannski á eigin- maðurinn ekki barnið, kannski á hann það. Og kannski skiptir það engu máli, fyrst hún er hamingju- söm. Síðar bætist við annað barn, maðurinn er I raun og veru gleymdur, móðursælan er svo mikit, að lesandinn hefur grun um, að upp frá þessu snúist hugsanir konunnar svo mjög um þessi börn, að maðurinn sé I hennar augum til þess eins héðan af, að gera henni börn. Sagan er hispurslaus, án þess að vera djörf eða ..dónaleg" á neinn hátt og hún er skemmtileg og Ijúf aflestrar. Hún dregur upp raunsæja mynd af nútimahjóna- bandi að mínum dómi. Penguin gefur bókina út. Fyrir allmörgum árum gaf hann út bókina „Sjelelige kriser i menneskets liv. Henrik Ibsen og den moderne psykologi." í seinni helmingi þeirrar bókar tekur hann fyrir þau þrjú leikrit Ibsen, sem I þessari útgáfu koma nú út I sér- stakri bók. Hann fjallar þar um „Villiöndina", „Rosmerholm" og „Heddu Gabler", og vinnur þar ákaflega merkt og athyglisvert skilgreiningarverk á þessum leik- ritum. Ekki er vafi á því að mörgum þeim, sem lesið hafa og séð verk Henriks Ibsens, ætti að vera um- talsverður akkur I að kynna sér bók Nissens. Aschehougs forlagið gefur bók- ina út. Frysti- kæliskápur frá Bauknecht tveir skápar í einum Tekur ekki meira rúm en venjulegir kæliskápar. Alsjálfvirk affrysting i kæli- rúmi. Samband islenzkra samvinrtufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900 Hægri eda vinstri opnun eftir vali. Ódýr i rekstri. 3 stærðir fyrirliggjandi. ÍBauknedit veit hvers konan þarfnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.