Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 7 Þjóðhátíðarplattarnir frá Bing & Gröndahl, lítið mun nú vera eftir af þeim á markaðnum. Jóladiskurinn frá 1895 kostar nú 2100 dollara. Arsldukkau 1974 hefur sextánfaldast í verði leiða smækkaðar eftirmyndir af höggmyndum dansk islenzka myndhöggvarans Bertels Thor- valdsen. Þá voru erfiðir timar, og þar sem bræðurnir tveir voru ekki alveg vissir um, að tilraunin mundi takast, byggðu þeir fyrsta húsið sitt á ökrunum á Vesturbrú, þannig úr garði gert, að þeir gætu leigt það út, svo að þeir myndu a.m.k. endurheimta eitthvert fé, ef illa færi. Fyrirtækið gekk þó framar öll- um vonum. Höggmyndir Bertels Thorvaldsen voru heimsfrægar, og eftirmyndirnar, sem voru úr hvitu postulíni án glerungs, hinu svo- kallaða biscuit, seldust mjög vel. Innan skamms var einnig farið að framleiða matarstell. Á heims- sýningunni í París 1889 vann framleiðslan glæsilegan sigur, og „Hegrastell" Pietro Krohns vakti mikla aðdáun. Haldið var áfram sömu stefnu á heimssýningunni í Paris 1900, en þar var verksmiðj- unni skipað I sess meðal helztu postulínsverksmiðja í Evrópu vegna þeirra verka, sem J.F. Willumsen, hinn frægi liststjórn- andi verksmiðjunnar hafði átt hugmyndina að. Aðrir þekktir listamenn fetuðu i fótspor hans, eins og t.d. Kai Nielsen og Jean René Gauguin, og listakonan Fanny Garde skapaði eitthvert frægasta matarstell verksmiðjunnar, „Máfastellið", sem var selt m.a. til Buckingham Palace i London og vekur aðdáun hjá húsmæðrum i mörgum lönd um. ekki sizt á islandi. Af öðrum þekktum matarstell um má nefna „Haustlauf", serr listamaðurinn Ebbe Sadolin hefui teiknað, og hið dimmbláa stell ,,Jólarósina", og nú fyrir skömmu hefur Henning Koppel, hinn þekkti silfursmiður og teiknari skapað mjög nýtizkulegt, alhvitt postulínsstell, sem hefur hlotið heiðursverðlaun i alþjóðasam- keppni Faenzasafnsins fræga. Það er dimmblái (kobolt) litur- inn, sem hefur orðið sérkennandi fyrir danska postulinið með undir glerung, og þarf brennsluhitinn fyrir þennan lit að vera u.þ.b. 1450° á Celcius. Aðra liti verður að blanda með 24 karata gulli, ef þeir eiga að þola þetta háa hita- stig, og líkamslitirnir á hinum töfr- andi barnastyttum eru málaðir með skíru, bræddu gulli. Við verksmiðjuna starfa nú 1200 manns, en af þeim eru rúm- lega 300 listmálarar, og meðal fastra viðskiptavina verksmiðj- unnar, eru bæði dönsku og sænsku konungsfjölskyldurnar. Stytturnar eru einnig notaðar meira og meira við borðskreyt- ingu. og með blómum, og stuðla að því að setja hátiðablæ á máltíð- irnar alla daga vikunnar. Frægur er einnig jóla diskurinn, sem Harald heitinn Bing, forstjóri, átti hugmyndina að árið 1895 og nú er orðinn eftir- sóttur safngrtpur, eins og fyrr seg- Framhald á bls. 19. Sagt frá Bing & Gröndahl í Danmörku Nýlega lásum við frétt í erlendu blaði, þar sem sagði frá þvi, að jóladiskur hinnar frægu dönsku postulinsverksmiðju Bing & Gröndahl, sem gefinn var út 1895 og kostaði þá 2 kr. danskar seldist nú i forngripaverzlunum i Banda- rikjunum fyrir 2100 dollara, eða um 250 þúsund isl. kr. Er þetta aðeins eitt dæmi að sögn blaðsins, um verðmæti hluta frá þessu fyrir- tæki, en safnarar hafa löngum lagt sig i lima við að eignast seriui fyrirtækisins. Sem dæmi um þetta má nefna, að á sl. ári framleiddi fyrirtækið í fyrsta skipti „Árs- klukkuna" og kostaði hún þá 125 kr. danskar út úr búð. j dag selzt þessi sama klukka á 2000 kr. danskar og nú nýlega kom Árs- klukkan 1975 á markaðinn. 1969 kom fyrst út platti í seríunni „Mors Dag" og siðan einn vegg- skjöldur á ári og eru hinir fyrstu gjörsamlega uppseldir og i miklu verði. Bing & Gröndahl framleiddu, sem kunnugt er þjóðhátiðarplatta. er komu á markaðinn hér á sl. ári, teiknaðir af frú Sigrúnu Guðjóns- dóttur og hafa verið seldir hér sem sett, en plattarnir eru þrir. Karl K. Karlsson stórkaupmaður, sem er umboðsmaður Bing og Gröndahl á íslandi tjáði okkur, að allt upp- lag þjóðhátiðarplattanna hefði nú verið afgreitt, en hann vissi til að eitthvað litið magn væri eftir hiá drpifingaraðiljunum tveimur, SIS og O. Johnson og Kaaber. Sagði Karl, að sérfræðingar í þessum málum teldu liklegt að þessi seria yrði siðar meir mjög verðmæt sem safngripur, en upplagið var tak- markað. Upphafið að stofnun þessarar frægu verksmiðju er nátengt ís- landi; Þegar F.V. Gröndahl, mót- ara, tókst að telja þá bræður M.H. Bing og J.H. Bing á að stofna postulinsverksmiðju árið 1853, var það i þeim tilgangi að fram- Kari K. Karisson með ársklukkuna 1974, sem hefur sextán- faldast í verði á einu ári. Til sölu vönduð 5 herb. íbúð í Æsufelli, glæsilegt útsýni. Skipti á íbúð, raðhúsi eða einbýlishúsi á ýmsu byggingarstigi koma til greina. Til- boð sendist Mbl. fyrir 1. febrúar merkt: A—7344. H úsbyggjendur Byggingaþjónusta Karls og Sturla s.f. símar 38781 og 17626. Nýbyggingar — bilskúrshurðir — gluggasmiði — loftklæðningar — milliveggir o.fl. Fagvinna — meistari. íbúð óskast 4ra herb. íbúð óskast til leigu strax. Uppl. í síma 23050 eftir kl. 1 9 á kvöldin. SkattframtöS — reikningsskil Þórir Ólafsson, hagfr. s. 23017. Magnús Sigurðsson, löfr. s. 13440. Skrifstafa Öldugötu 25. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6. Simar 15528 og 26675. Vegabréf ca 264346 gefin út í Belgrad í Júgóslaviu auglýst úr gildi. Foco krani Til sölu Foco bilkrani 2 tonna með skóflu. Uppl. i sima 36583. % Bronco Til sölu er Bronco árg. '66. Uppl. i sima 41 693. Leiguibúð Rúmgóð 3ja herb. ibúð við Skip- holt til leigu nú þegar, helzt til langs tima. Allt sér. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 14 föstu- daginn 24. þ.m., merkt „Leiga — 7345" Hesthús Óska eftir að taka á leigu hesthús eða pláss fyrir 2 hesta. Kaup koma til greina. Upplýsingar í sima 71932. Eftir kl. 7. IHorðiinblödib í^mBRCFBlDBR 1 mflRHflflVOBR Framtalsaðstoð Veitum aðstoð við gerð skattfram- tala fyrir einstaklinga og atvinnu- rekendur. Tö|v,s h f Hafnarstræti 1 8. sími 22477. Kuldaúlpurnar með loðkantinum Allar herrastærðir á aðeins kr. 5.400,- ^Fataverzlun fjölskyldunnar oflusturstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.