Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 17 Tvær skákir frá Hastings — Kissinger Framhald af bls. 15 gramur og dapur fimm skrefum fyrir aftan hana." I lok sjötta áratugarins ól Ann honum tvö börn Elizabeth og David. I millitíðinni hafði Dr. Kissinger verið kvaddur til að vera einn af ráðgjöfum Kennedys forseta, og var þar með meira að segja farinn að stíga í áliti hjá frúnni. En þrátt fyrir það varð hjónabandinu ekki bjargað. Þeg- ar hann síðan yfirgaf Kennedy, þar eð ráðum hans var ekki fylgt, kom til nýrra heimiliserja. Að hjónaskilnaði loknum, 1964, var Ann dæmd umsjá barnanna og helmingur mánaðarlauna hans. Þegar Nancy Maginnes fór aó umgangst Henry Kissinger, hafði hann beðið mikið tjón á sálu sinni. Hann leit á allar konur meó samblandi af varúð og kaldhæðni. Umfram allt vildi hann ekki falla i „sömu gildruna" aftur. Því sýndi hann Nancy um árbil engan annan áhuga en þann, sem kenn- ari hefur á efnilegum nemanda. Þegar hún vann sem aðstoðarrit- ari við Berkely-háskólann í San Franzisco, þáói hann boð hennar um að halda þar fyrirlestur um Viet-nam. 1964 útnefndi Nelson Rockefell- er hann sem forstjóra nefndar, sem átti að fjalla um umdeildar ákvarðanir. Hlutverk nefndarinn- ar, sem kostuö var af sjóðsfé, var að undirbúa tillögur fyrir ríkis- stjórnina til lausnar á stórmálu’m á sviði utanrikismála eða með öðr um orðum að leggja fyrir hana valkosti. Dr. Kissinger réð Nancy til starfa hjá nefnd þessari, og þegar hann var kallaður til Hvíta hússins 1968, tók hún við starfi hans. Þau fóru oft út saman á þessum tíma, en þó ávarpaði hún hann ávallt eins og forðum: „Herra prófessor Kissinger" og þau voru frjáls og óháð hvort öðru. Nancy sást í hanastélsboðum í New York með fjölda manna sem boðsherra, og hún var almennt álitin sjálf- stæð kona á framabraut. Á sama tíma var Henry auglýstur í blöð- unum sem „úlfur í sauðahjörð" vegna umgengni hans við ungar leikkonur. Um það hefur hann sjálfur sagt: „Það góða við allar þessar stúlkur var, að þær voru jafnvel meira uppteknar af sjálfum sér en ég. Þær töluðu allan tímann um sín eigin vandamál, og þar sem þær voru yfirleitt jafnheimskar og þær voru falleg- ar, urðu þær mér andleg afþrey- ing og þægileg skemmtan.“ En vissulega voru ekki öll hans Hollywoodkynni út I bláinn. Stjörnur eins og Samantha Egg- arth og Candice Bergen hrifu hann ekki aðeins með fegurð sinni, heldur einnig miklum gáf- um. Og hann sást einnig oft með hinni hrífandi Jill St. John, þó að á það beri að líta, að hann þekkti foreldra hennar, Oppenheim, frá gömlum dögum i Suður- Þýzkalandi. Nokkru meiri alvara virðist hafa verið i sambandi hans við frönsku blaðakonuna Danielle Hunebelle á árunum 1969 og 1970. Hún hefur skýrt allfrjáls- lega frá kynnum þeirra í bók sinni, „Kæri Henry". Sú bók leið- ir I ljós, hversu óskiljanleg og allt að því dularfull áhrif þessi litli maður hefur á kvenfólk það, sem lendir í hans töfrahring. Enn- fremur kemur fram í bókinni, hve óöruggur hann þá þóttist vera í sinni opinberu stöðu, svo að hann var að hyggja að nýju starfi. Danielle hafði frá upphafi enga von um hann. Smám saman færast þau Nancy og Kissinger nær hvort öðru. Frá 1971 var honum orðið ljóst, að hún væri eina konan, sem hann var reiðubúinn að deila lífi sínu með. Vinur hjónanna, sem var vitni að þessari þróun, sagði við mig: „Á hverju ári senda amerísku háskólarnir um 500.000 ungar stúlkur út 1 atvinnulífið. Minna en 10% þessara stúlkna sérhæfa sig í utanríkismálum, og flestar þeirra eru vinstri sinnaðar. Nancy var aftur á móti hægri sinnuð, og hugmyndir hennar byggðust á traustri söguþekkingu hennar. Sem kvenleg vera var hún heldur ekki óaðlaðandi og átti rætur sínar aó rekja til fólks i „kerfinu". Fyrir Henry voru þetta dyggðir og kostir, sem fóru vel saman.“ Eftir því sem innvígðir herma, styrktist Henry stórmerkilega í metnaði sínum, þegar hann kynntist Anwar el Sadat Egypta- landsforseta. Sadat var heldur ekki neinn Adonis og varð að þola ýmsar auðmýkingar þess vegna í æsku sinni. En svo reif hann sig út úr sinum þrönga hring og gift- ist ungri stúlku, sem er ensk í aðra ættina. Þetta fordæmi Sad- ats varð til að styrkja Henry í þeirri ákvörðun sinni að gera svipaða byltingu i einkalifi sinu. En Nancy tók sér umhugsunar- frest. Hún vissi, að Henry hefði áhuga á konum, meðan hann þyrfti að ganga á eftir þeim. En stúlka, sem hlypi upp um hálsinn á honum, væri þegar búinn að eyðileggja allt fyrir sér. Það var svo ekki fyrr en i desember 1973, að hún féllst á nokkurs konar leynilega trúlofun, en brúðkaups- daginn skyldi ekki ákveða fyrr en síðar. Watergate-málið og ástand- ið í Austurlöndum nær stóðu þó i vegi, og Henry gat ekki vitað, hvort af þessu brúðkaupi yrði. En það var þá Gina Lollo- brigida, sem varð óvart til þess að flýta því, að rembihnúturinn var á lagður. Hún hafði nýlega breytt um lífshlaup og var farin að sér- hæfa sig i því að taka myndir af frægu fólki. Kissinger féllst á að leyfa henni að taka myndir af sér og tók fyrst á móti henni í skrif- stofu sinni í Washington 20. marz 1974. Hann bauð henni til kvöld- verðar, og tveimur dögum síðar var hann fyrir framan myndavél hennar. 23. marz sat hann aftur fyrir hjá henni í einkaibúð sinni i utanríkisráðuneytinu og bað hana þá að heimsækja sig, þegar hann yrði í frii i Acapulcho. Hann sagð- ist myndu hringja til hennar i Róm til að kveða nánar á um stefnumótið. Ef til vill hefur hann sjálfur sagt Nancy frá þessu öllu saman, en má vera einnig að vinkonur hennar hafi varað hana við. Alla vega lá henni nú einu sinni mikið á að naglfesta sitt mannsefni. Hún lét hjónavígslu gerast í Arlington, Virginía, 30. marz. Henni var haldið svo stranglega leyndri.að aðeins örfáir vinir og ættingjar gátu verið nærstaddir tímanlega. Nancy kom í fylgd móður sinn- ar og Davíðs, bróður síns, en með Henry voru börn hans og bróðir hans, milljönamæringurinn Walt- er Kissinger. Einn hinna nákomnustu sagði: „Fyrir Henry Kissinger var gift- ing hans og Nancy Maginnes kóróna lífsferils hans. Hún var honum meira virði en öll emb- ætti, oróur og viðurkenningar. Fyrir honum var hún sönnun þess, að þeir hópar sem ráða mestu i Ameriku hafa endanlega viðurkennt hann sem einstaki- ing.“ Eftir þetta hefur Nancy fylgt manni sínum á nær því öllum hans opinberu ferðum. Hvort sem hún hefur komið til Israels, Egyptalands, Jordaníu eða Rúss- lands hefur henni hvarvetna ver- ið tekið með orðunum: „Sem kona Henrys eruð þér eins og ein í fjölskyldunni." Eina viðkvæma vandamálið, sem hún á við að stríða nú, er samband hennar við börn Henrys. Bæði David og Elizabeth eru svo hrifin af hinni nýju stjúpmóður sinni, að þau grípa hvert tækifæri, sem gefst, til að heimsækja hana i Washing- ton. Einhvern tíma verður þó Henry að snúa aftur til síns einkalífs. Þá mun koma í ljós, hvort Nancy er einnig góð kona í vondu veðri. Hvorugt þeirra ber giftingarhring Bæði segjast þau ekki þurfa á slíku að halda. (Úr Welt am Sonntag). ENGLENDINGAR eiga marga unga og efnilega skákmeistara, þótt ekki hafi þeir enn eignazt stórmeistara. Varla getur þó langt liðið unz fyrsti enski stórmeistar- inn kemur fram, þar sem óviða er meiri gróska í skáklífinu en ein- mitt á Bretlandseyjum. Um þessar mundir munu þeir Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Hartston, Keene, Miles og Bas- man vera einna öflugastir enskra meistara og þess má geta, að Miles varð i 6. sæti í Hastings, vantaði aðeins 1,5 v. til þess að hljóta stórmeistaratitilinn. M.J. Basman er frægur fyrir skemmtilega tafl- mennsku og það, hve mjög hann forðast troðnar slóóir. Segja margir að Basman tefli helzt ekki aðrar byrjanir en þær sem hann hefur sjálfur fundið upp. Svipað 14. JÚLl 1971 var mynduð vinstri stjórn meó þátttöku Alþýðu- bandalagsins og frjálslyndra vinstri manna undir forustu Ólafs Jóhannessonar og hafði þá landið notið stjórnarforustu Sjálfstæðis- flokksins í 12 ár og var það lengri tími en áður hafði þekkst hjá nokkurri ríkisstjórn. Enda var Al- þýðubandalaginu farið að hitna í hamsi og sparaði þá ekki gífur- yrði, en þau eru traustasta hald- reipi þess. Hræddur er ég um, að það hefði vafist fyrir vinstri stjórninni að ráða fram úr þeim vanda, er viðreisnarstjórnin átti við að glima og sem teljast máttu stóráföll, svo sem aflabrestur og má segja um andstæðing hans i eftirfarandi skák, júgóslavneska stórmeistarann Albin Pianinic, en hann ku aldrei lesa nýjar skák- bækur. Þegar slikum mönnum lendir saman má búast við miklum átökum, og sú varð raunin á i þessari skák, sem var tefld í 2. umferð Hastingsmótsins. Hvítt: A. Planinic Svart: M.J. Basamn Sikileyj arvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Rc3 — b6, 4. e5 — Rg8, 5. Bc4 — Bb7, 6. | 0-0 — Rc6, 7. Hel — Dc8, 8. Re4 — e6, 9. b3 — f5, 10. exf6 frhj.hl. — Rxf6, 11. Reg5 — Be7, 12. Bb2 — Dc7, 13. d4 — h6, 14. Rh3 — cxd4, 15. Rxd4 — Rxd4, 16. Bxd4 — 0-0, 17. Dd3 — d5, 18. Ba6 — , Bxa6, 19. Dxa6 — Rg4, 20. g3 — i e5, 21. De2 — Dd7, 22. f3 — Bb4, 23. c3 — exd4, 24. cxb4 — Hae8, 25. Dd2 — Re5, 26. Hxe5 — Hxe5, ! 27. Dxd4 — He2, 28. Rf4 — Hxf4, 29. gxf4 — Df5, 30. Khl — Dh5 og hvftur gafst upp. Þannig fór um sjóferð þá. í næstu umferð mótsins mætti Planinic öðrum Englendingi, verðfall á árunum 1967—69, allt að 70%. Við slíkt verður vart ráð- ið. Ég er þess fullviss að eitthvað hefði orðið sögulegt ef vinstri stjórn hefði þá haldið um stjórnartaumana, eins og henni fataðist stjórnin á hinum mestu góðæristímum árin 1973—74. En þrátt fyrir hinn mikla vanda sem á vegi viðreisnarstjórnarinnar varð tókst henni með viturra manna yfirsýn að rétta þjóðarbú- ið það við, að þegar hún lét af störfum 1971 og vinstri stjórnin tók við völdum, þá varð það vinstri stjórnarinnar fyrsta verk, eftir að hafa metið stöðu þjóðar- búsins, að hækka mætti kaup um W.R. Hartston, sem einmitt sigraði Basman í einvigi um titilinn skákmeistari Bretlands 1973. Hér sjáum við hvernig sú skák tefldist. Hvítt: W.R. Hartston Svart: A. Planinic Aljekínsvörn I. e4 — Rf6, 2. e5 — Rd5, 3. d4 — d6, 4. c4 — Rb6, 5. exd6 — cxd6, 6. Be3 — g6, 7. h4 — Bg7, 8. h5 — Rc6, 9. Rc3 — 0-0, 10. Dd2 — e5, II. d5 — Rd4, 12. 0-0-0 — Bd7, 13. b3 — Rf5, 14. hxg6 — hxg6, 15. Rf3 — De7, 16. Bg5 — f6, 17. Be3 — e4, 18. Rh4 — Rxe3 19. fxe3 — Df7, 20. g4 — Bxg4, 21. Be2 — f5, 22. Hdgl — Df6, 23. Bxg4 — fxg4, 24. Hxg4 — Dxc3+, 25. Dxc3 — Bxc3, 26. Hxg6+ — Kf7, 27. Hxd6 — Hae8, 28. c5 — Rc8, 29. Hfl + — Kg8, 30. Hgl+ — Kh7, 31. Hd7+ — He7, 32. Rg6 — Hg8, 33. Rxe7 — Hxgl+, 34. Kc2 — Hg7, 35. d6 — Bb4, 36. Hxb7 — Bxc5, 37. d7 — Rd6, 38. Hc7 — Rb7, 39. Rf5 — Hg2+, 40. Kc3 og svartur gafst upp. 20%. Slíkur var þá skilnaður hinnar illræmdu viðreisnarstjórn- ar, eins og dagblaðið Timinn kemst svo smekklega að orði þann 15. þ.m. Reyndar ekki von á öðru úr þeim stað. Og hvað mundu verkalýðskempurnar, Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson, segja ef þeir væru spurðir: „Var hægt að hækka kaupið um 20% 28. ágúst 1974?“ Ja, hverju mund- uð þið svara? Það er óhætt að svara fyrir ykkur. Svarið hefði verið neikvætt. Það var með öllu útilokað. Slikur er munurinn á viðskilnaði viðreisnarstjórnarinn- ar og vinstri stjórnarinnar. Og það eitt segir sína sögu. Reykjavik, 17. janúar 1975 Ólafur Vigfússon Hávallagötu 17. VIRIÍNI i • JOHAN RÖNNING HF. L0FTLEIDIR ICELANDIC Islenzk fyrirtæki Uppsláttarrit um fyrirtæki, félög og stofnanir íslensk fyrirtæki kemur út árlega og veitir víðtækustu upplýsingar sem fáanlegar eru á einum stað svo sem Nafn, heimilsfang og síma og ennfremur: pósthólf helztu starfsmenn, söluskattsnúmer tegund reksturs, nafnúmer, umboð, telex númer, umboðsmenn, stofnár, þjónustu, stjórn, stjórnendur, ásamt fjölda upplýsinga um stjórnarráðið, sveitarfélög og stofnanir Útgefandi: Frjálst framtak hf. Laugavegi 1 78, símar 82300 og 82302. Horft um öxl og fram á við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.