Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDaGUR 22. JANÚAR 1975 W. Herald I fyrrasumar, þegar Nancy Kissinger var nýgift, sagði hún einn morguninn við mann sinn: „Villtékkjað jé tagi til eihvenn morgummad handa þþjjeer?" Húsmóðurleg skyldutilfinning hafði allt í einu snortið hana. Henry horfói á hana forviða og sagði: „Akvurju?" Nancy varpaði öndinni léttara og sofnaði síðan vært aftur. Hún ernátthrafnsem fer sjaldan i rúm- ið fyrr en kl. tvö eða þrjú. Morg- unhaninn Henry er þess vegna vanur að hita sér kaffið sjálfur á morgnana, eins og áður en hann kvæntist, og læðast síðan út á tánum. Smekkur þeirra hjóna er einnig mismunandi á fleiri sviðum. Hún elskar mublur í ekta stil frá átjándu öld og dreymir um að eignast verk eftir frönsku im- pressíonistana. En hann hengir afstrakt málverk upp um alla veggi á sinni skrifstofu, sem er full af stálhúsgögnum. Hún stundar nám i slaghörpuleik, hljómfræði og söng við Tónlistar- skólann í slaghörpuleik, hljóm- fræði og söng við Tónlistarskól- ann i Manhattan. En hljómlistar- áhugi hans beinist að og takmark- ast við „My Fair Lady“ og „Hello Dolly“. Með niðurandlit í stil við önnu, prinsessu, var hún aldrei bendluð við lauslæti. En hún hugsar vel og vandlega um lín- urnar. Hann er aftur á móti veik- ur fyrir góðum veitingahúsum þrátt fyrir yfirvigtina. Nancy hugsar yfrið vel um sitt útlit. Og með tilliti til þess að hún er 180 sentímetrar á hæð og gæti því skyggt á margan manninn, er hún vön að ganga í ilskóm, hæla- lausum. Og alveg nýverið sveif hún berfætt gegnum blaðamanna- klefa flugvélar, sem var á leið til Algier, og fréttamennirnir veittu því athygli að táneglurnar voru grænmálaðar. En upp á siðkastið hefur Henry, sem er 173 sm á hæð, farið að ganga á háum hælum til að þurfa ekki alltaf að lita upp til konu sinnar. Engu að síður verður hún að fylgjast vel með því hvort það séu ekki komin göt á skósólana eða blettir í fötin hans. I síðustu hnattferð sinni gerði hann það fyrir Nancy að taka með sér 27 hálsbindi, hvert öðru fallegra. En i Moskvu kom það í ljós, að hann hefði gleymt að taka með sér nokkra einustu skyrtu, og þess vegna þurfti að senda sérstaka flugvél með skyrtubirgðir. Að innra eðli eru hin nýgiftu hjón jafnvel enn ólíkari. Starfs- félögum Nancyar finnst hún vera „fáleg, tilgerðarleg, fráhrind- andi“. Hún virðist bara vilja vera hún sjálf og forðast því alla opin- bera hnýsni. Siðferðilega virðist hún vera mjög ströng. Kunningi hennar, sem um nokkurt skeið gerði hosur sínar grænar fyrir henni, sagði mér: — „Það var hreint og beint ekki hægt að komast nálægt henni. Einu sinni stakk ég upp á þvi, að hún kæmi með mér til Palm Springs í öllum heiðarleik, sem hugsazt gæti. Ég var boðinn til mjög virðulegrar fjölskyldu, þar sem öll tækifæri til látaláta voru útilokuð. En hún aftók það og sagði reiðilega: „Nei, það er ekki hægt.“ En Henry er alger andstæða frúarinnar að þessu leyti. Hann gneistar af fjöri og hefur áhuga á öllu, sem samtimamenn hans varðar, hlustar með athygli og er Nancy og Henry Kissinger HINN GÓÐI ANDI DR. KISSINGERS eldsnöggur að skjóta inn athuga- semdum, sem skapa persónuleg kynni. Nancy hefur sjálf sagt frá því, hvernig hann hafi komið af stað aftur umræðum, sem voru algjörlega komnar i strand þegar hann átti viðræður við þrjá oliu- kónga i oliukreppunni i fyrravet- ur. Þar sem Arabarnir höfðu séð hann á mörgum myndum með Hollywood-stjörnum, héldu þeir, að hann væri glaumgosi. Þegar viðræðurnar voru komn- ar i strand, tók hann allt i einu upp vasabók og sagði: „Allt í lagi. Ef þið aflýsið banninu, skal ég gefa ykkur þrjú æðisleg síma- númer. Og það megið þið vita, aó ég tapa á þvi, þar sem þið getið alltaf sett bannið á aftur.“ Vitr- ingarnir þrir frá Austurlöndum hristust af hlátri, og dauðaþögnin var rofin. Eftir langa leit hefur Nancy loksins fundið hús, sem hentar þeim tveimur og þeirra sérstaka tvilifi, í Rocky- Oreek-Park-hverfinu i Washing- ton. Hvort þeirra hjóna hefur sína íbúðarálmu með svefnherbergi, baði, upptökuherbergi og síma- númeri. Vinkona frú Kissingers sagði mér: „Fjórum sinnum í viku flýg- ur Nancy um hádegið til New York, þar sem hún vinnur eins og áður við Rockefeller-stofnunina. Þess vegna sér hún mann sinn ekki fyrr en að kvöldinu. Þá hafa þau annað hvort boð inni eða fara i veizlu. En oft á tiðum, þegar hún hefur misst af flugvél- inni, hefur hún komið að Henry, þar sem hann situr boginn yfir frímerkjasafni sínu eða hann hef- ur lagt sig til svefns af innilegri þreytu. Það kemur oft fyrir, að þau sjást ekki dögum saman." Ég spurði viðmælanda minn, hvað tvær manneskjur, sem væru svo ólíkar að skapgerð, uppruna og lifsvenjum gætu meint með því aó voga sér í hjónaband. Svarið hljóðaði þannig: „Jú, það eru margar ástæóur, sem liggja þar að baki. Því má ekki gleyma, að Nancy er jafnóvenju- leg í Ameriku og hann. Hve marg- ar stúlkur bíða þangað til þær eru orðnar 39 ára, að þær giftast? Þrátt fyrir allar hinar beztu að- stæður, sem Nancy naut frá hinu fyrsta, var hún löngum jafnóham- ingjusöm og Henry, sem komizt hafði svo vel áfram í lífinu. Nú í dag finna þau hvort hjá öðru huggun og lisfyllingu." Saga þessara síðbúnu hjóna er í rauninni svo einstök, að hún á sér vart hliðstæðu. Jafnvel ástarsaga hertogans af Windsor og hinnar fertugu Wallis Warfield verður hversdagsleg í samanburði við hana. Sú saga gerðist innan fast- ákveðins ramma, en Kissinger- hjónabandið brýtur allar hefðir og boðar ef til vill nýja tima. Nancy Sharon Maginnes fædd- ist árið 1934 i White Plains hjá New York. Faðir hennar, Albert Bristol Maginnes, var auðugur málfærslumaður, en forfeður hans höfðu flutzt til Bandarikj- anna frá Skotlandi. Nancy átti áhyggjulausa æsku á 20 hektara landsetri fjölskyldunnar. Árið 1955 tók hún próf í sögu við Mount Holyoke College í Boston. Jafnframt vann hún sem kennslu- kona og tók tónlistartima. 1959 ákvaó hún að stefna að doktors- gráðu í stjórnmálafræðum og inn- ritaðist I Harvard, þar sem prófessorinn hét Kissinger. Hún var mjög hrifinn af kennsluað- ferðum hans. Það leið heldur ekki á löngu, áður en kennarinn veitti henni athygli, þegar hún bar fram spurningar og gerði athugasemd- ir, óg honum varð brátt ljóst, að hún hafði eigi aðeins langa fætur heldur og góðan heila. A þessum tíma átti Nancy við erfið sálfræðileg vandamál að glima. Henni fannst hún vera öðruvísi en flestar meðsystur hennar og leið fyrir þessi sér- kenni. Hún tilheyrði fjölskyldu, sem ræddi ítarlega öll vandamál sín og svipaði að ýmsu leyti til Kennedy-fjölskyldunnar að sam- heldni og ættrækni. Faðir hennar var eins konar nútima Rousseau, sem lét i ljós frjálslyndar og oft byltingarkenndar skoðanir. Það skipti engu máli, að hún væri kvenmaður, þvi að hún hafði i fullu tré við föður sinn og bræð- urna tvo, hvað vitsmuni og and- riki snerti. Að líkamsvexti skar hún sig heldur ekki úr, þvi að bræðurnir voru ennþá stærri en hún. En þegar Nancy hélt út í heim- inn, breyttist mælikvarðinn skyndilega. Hún heyrði, hvernig talað var á bak henni um „þessa þvengjalengju" Og þar sem hún las mikið af bókum, sem þó voru ekki glæpareyfarar, var hún álit- in vera „blásokkur". Margir ungir menn, sem hún hefði ef til vill getað fallið vel við, þorðu ekki að nálgast hana af ótta við að vera henni andlega minnimáttar. Og þannig liðu þrjátíu árin. Átti það fyrir henni að liggja að verða pip- armey? Dr. Kissinger var þá einnig leið- ur og vonsvikinn, þótt af öðrum ástæðum væri. Slíkt orð fór þá af honum sem sérfræðingi í kjarn- orkumálum, að ungir stjórnmála- menn hvaðanæva úr heiminum streymdu til háskólans, þar sem hann starfaði, til aó taka þátt i námskeiðum hans. En heima fyrir var áhrifavald hans harla lítið. I einkalifi sinu varð hann að lúta svipuðum örlogum og Sokrates og Napoleon. Það vissu aðeins fáir, að Henry var atvinnulaus mánuðum saman, eftir að hann kom úr hernum 1946. Hann vann þá um tima fyrir vasapeningum með því að skrifa heimilisföng i pakkhúsi. Þar kynntist hann hinni dökkhærðu Ann Fleischer, sem hafði .sprottið úr sama jarðvegi og hann. Eins og allar aðrar konur i lífi hans, var hún höfðinu hærri en hann. En þar sem hann gat vart búizt við að finna eiginkonu, sem væri andlegur jafnoki hans, mat hann það þó við hana, að hún væri það þó alla vega líkamlega. Henry Kvæntist Ann 6. febrúar 1949, þegar hann var 25 ára, en hún 23ja. Ungu hjónin hófu búskap i litilli vinnustofu, sem Henry hafði leigt sér fyrir náms- styrk. Ann vélritaði ritgerðir, sem hann hraðritaði, og vann hálfan daginn við bókhald í Tiúsgagna- verzlun til að borga húsaleiguna. t áratug voru hjónin barnlaus. Á þessum tima skrifaði Henry bækur um utanríkismál, sem mikla athygli vöktu, en Ann gat ekki skilið þetta mikla álit, sem hann var að ávinna sér. Fyrir henni var hann alltaf hinn nær- sýni, litli prófessor, sem gat- aldrei rekið nagla í vegg án þess að meiða sig. Gagnstætt honum var hún alltaf tortryggin gagnvart fólki, sem ekki tilheyrði hennar heimi. Hún reyndi að halda aftur af honum og nöldraði sí og æ. Einn af fyrri starfsbræðrum hans við Harvard sagði við mig: „Mér er það minnisstætt, þegar hann kom einn morguninn með konu sinni inn á háskólalóðina. Hún gekk á undan sent imynd hinnar ríkjandi konu. Hann gekk Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.