Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiBsla ABalstræti 6, stmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, stmi 22 4 80. Askriftargjald 600,00 kr. é ménuBi innanlands. i lausasölu 35,00 kr. eintakiB. Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, er nú á ferð í Kanada í boði Þjóð- ræknisfélags Vestur- íslendinga. Ráðherrann mun ferðast um byggðir ís- lendinga í Kanada og ávarpa samkomu þeirra þar. Það er mikió ánægju- efni, hversu Islendingar í Vesturheimi hafa alla tíð haldið uppi góöum tengsl- um og samskiptum við ís- land. Við munum komu íslendinga vestan um haf á þjóðhátíðina sl. sumar, það var ánægjulegur vottur um þau traustu bönd, er tengja saman eina þjóð í tveimur heimsálfum. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að landnám Islend- inga í Vesturheimi hófst. Okkur er heiður að því, að íslendingar í Kanada skuli bjóóa forsætisráðherra- hjónunum heim á þessum tímamótum og vonandi veröur hún til þess að efla enn trausta vináttu og bræörabönd. Jafnframt ferö sinni til Íslendingabyggða mun for- sætisráðherra ræða vió ráðamenn í Bandarikjun- um og Kanada um fisk- veiðilögsögumálefni og önnur mál, er varða sam- skipti íslands við þessi ríki. Forsætisráðherra hefur nú þegar rætt við John Scali aðalfulltrúa Bandaríkj- anna hjá Sameinuóu þjóð- unum og nokkra sérfræð- inga Bandaríkjastjórnar í hafréttarmálum. Bandarík- in voru áöur mjög íhalds- som að þvi er varðaði víð- áttumikla fiskveióilögsögu, en viðhorf ráðamanna þar hafa breyst verulega að undanförnu eins og best kom fram, þegar Öldunga- deildin samþykkti frum- varpið um 200 mílna efna- hagslögsögu fyrir skömmu. Viðræður forsætisráðherra við þessa aðila geta því haft mikla þýðingu fyrir okkur íslendinga áður en vió færum landhelgina út síðar á þessu ári. Auk málefna Sameinuðu þjóðanna voru fiskveiðilög- sögumálin aðalumræðuefn- ið á þessum fundi í New York. Forsætisráðherra gerði þar ítarlega grein fyrir þeim áformum ís- lendinga að færa fiskveiði- lögsöguna út í 200 sjómílur á þessu ári. Þá var rætt um þróun mála á hafréttarráð- stefnunni. Forsætisráð- herra sagði eftir fundinn, að fram hefði komið, að Bandaríkjamenn virtust hafa mjög lík sjónarmið í þessum málum og við, en þarlend stjórnvöld myndu ekki aðhafast neitt í þeim efnum fyrr en að lokinni hafréttarráðstefnunni. Engum blöðum er því um þaó að fletta, að mikil um- skipti hafa orðið á afstööu Bandaríkjamanna frá því að þeir voru helstu dragbít- ar viðáttumikillar lögsögu. I Kanada mun Geir Hall- grímsson forsætisráðherra ræða við Trudeau forsætis- ráðherra Kanada. Kanada- menn hafa að undanförnu verið allharðir í fiskveiði- lögsögumálum og sett fram svipuð sjónarmið og viö í þeim efnum. Mikils er því um vert að treysta sam- starfið við Kanadamenn í þessum efnum, og víst er að þaö verður ekki betur tryggt en með viðræðum forsætisráðherra land- anna. Ferð forsætisráðherra r Akvörðun Yfirnefnd verðlagsráós sjávarútvegsins hefur nú ákveðið verð á loðnu fram til 15. mars. Ljóst er, að við óvenjumikla erfið- leika var nú að etja við ákvörðun loðnuverðs. Verulegt verðfall hefur orðið á fiskimjöli á erlend- um mörkuðum, svo að þunglega hefur horft fyrir loðnuvertiðinni að þessu sinni. Á einu ári hefur verð hverrar eggjahvítueining- ar af fiskimjöli lækkað um allt að 58%. Hér er um gífurlegt áfall að ræða fyr- ir þjóðarbúið, og verðlags- ráðinu var því mikill vandi á höndum. í samræmi vió það verð- fall, sem orðið hefur er- lendis, er loðnuverðió nú ákveðið allmiklu lægra en það var í fyrra. Verðið var samþykkt í yfirnefndinni vestur um haf hefur þann- ig tvíþættan tilgang. Hún mun treysta vináttuböndin vió íslendinga í Kanada, en jafnframt er þess að vænta, að viðræðurnar við ráðamenn í Bandaríkjun- um og Kanada efli sam- starf þessara þjóða í haf- réttarmálum. Framundan er hörð barátta fyrir loka- sigrinum í landhelgisbar- áttunni og í þeim efnum getur jákvæð aftaða ríkja eins og Bandaríkjanna og Kanada skipt sköpum. loðnuverðs með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda, sjó- manna og útgerðarmanna. Fulltrúar loðnukaupenda töldu þetta verð hins vegar of hátt. Þess er nú að vænta, að loðnuveiðarnar geti hafist af fullum krafti, ef veðurguðirnir leyfa. Samþykki sjómanna og út- gerðarmanna sýnir, að þeir telja þetta verð vióunandi eins og aðstæður eru. Óvissan um það, hvort bát- arnir færu almennt á loðnuveiðar ætti því að vera úr sögunni. Hitt er ljóst, að hér er greinilega teflt á tæpasta vaðið miðað viö það verð, sem nú fæst fyrir loðnu- mjöl. Að óbreyttum að- stæðum verður þvi við verulega erfiðleika að etja í rekstri fiskimjölsverk- smiðjanna. Ferð forsætisráðherra vestur um haf EllertB. Schram, alþm.: Hvað er að gerast Eitt af umdeildustu afkvæmum vinstri stjórnarinnar var Fram- kvæmdastofnun rlkisins. Strax um haustiB 1971 var boriB fram stjórnarfrumvarp um þessa stofn- un og mætti það þá þegar harBri andstöðu sjálfstæðismanna á þingi. Þeir gagnrýndu þá miðstýr- ingu sem frumvarpið fól I sér, skipan þriggja pólitískra kommissara. og það, að hin hlut- lausa Efnahagsstofnun skyldi sett undir stjórn pólitískra þuklara. Þessi gagnrýni hafði ekki áhrif á framgang málsins og stofnunin og kommissararnir urðu að veruleika. Stofnunin tútnaði fljótt út og vakti á sér athygli fyrir íburð á skrifstofum og rausnarlegar sporslur til ráðamanna. En minna fór fyrir skipulagshyggjunni og sá ótti sem tilurð stofnunarinnar vakti reyndist að mestu ástæðu- laus. Til þess lágu ýmsar ástæður: vanmáttur þeirra sem höfðu forystuna á hendi við að ná tökum á verkefnunum, ósamstaða innan stjórnarflokkanna og tregða ein- stakra ráðherra til að viðurkenna tilgang og valdsvið Framkv.st. Einkum átti þetta við um ráðherra Alþýðubandalagsins. Þessu til viðbótar má sennilega rekja vanmátt Framkvæmdastofn- unarinnar til þeirrar staðreyndar, að þegar til kastanna kemur. láta islenzkir stjórnmálamenn hvorki áætlanagerð né forgangsröðun ráða ákvörðunum sínum. Þegar kjósendur þeirra eiga i hlut víkur fyrirgreiðslupólitikin og kjör- dæmahagsmunirnir slikum smámunum til hliðar. Ennfremur uppgötvaði rikis- stjórnin fljótlega að það hafði ver- ið misráðið af henni að setja hag- rannsóknir undir hina pólitisku framkvæmdastjórn, enda starfaði hagrannsóknadeildin mjög sjálf- stætt allan timann eins og eðli hennar og tilgangur gerir nauð- synlegt. Þessu var breytt og stofn- uð sérstök Þjóðhagsstofnun. Stóð þá fátt eitt eftir af upphaf- legri stefnu nema framkvæmda- stjórarnir þrir, sem höfðu hvorki erindi né erfiði í sinum mis- heppnuðu hlutverkum. Fram- kvæmdastofnunin var orðin og er nú sameinaður Byggðasjóður og Framkvæmdasjóður; ný en voldug lánastofnun. Þrátt fyrir þessa þróun stóð mörgum sjálfstæðismanninum stuggur af þessari stofnun. Draug urinn, sem hafði verið vakinn upp við umræðurnar i upphafi, hafði ekki verið kveðinn niður, enda striddi löggjöfin sjálf, sem enn er i gildi, gegn þeirri stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur boðað og barízt fyrir. I kosningabaráttunni fyrir sið- ustu þingkosningar bar Framkv. rikisins margoft á góma og af hálfu frambj. og forystumanna Sjálfstæðisflokksins var marg- sinnis tekið fram. að ef ekki ætti beinlinis að leggja stofnunina nið- ur, þá skyldu gerðar á henni rót- tækar breytingar. Kommissara- kerfið lagt niður og lögunum breytt. Var það og i samræmi við fyrri málflutning flokksins meðan hann sat i stjórnarandstöðu. Strax eftir að samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð voru settir menn i að endurskoða þessi lög. Þeirri endurskoðun er lokið fyrir all- nokkru en það eitt hefur gerzt, að tveimur af þremur kommissörum vinstri stjórnar hefur verið sagt upp og ný stjórn verið kosin. Á hinn bóginn var miklum tima eytt í að stinga saman nefjum um hverjir skyldu setjast i stjórn. Og ekki minnkaði áhugi manna eftir að Ijóst varð að Byggðasjóð- ur fengi stóraukna fjárveitingu (kr. 900 millj.) til ráðstöfunar. Togstreitan milli einstakra byggðarlaga og kjördæma um full- trúa i stjórn komst i algleyming og sannaði það auðvitað enn einu sinni kenninguna. sem sett var fram hér að ofan, að hver stjórn- málamaður sé sjálfum sér næstur. Allir þóttust bera hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti, án þess þó að treysta fulltrúum annarra kjördæma fyrir slikri viðsýni. Sú skák var leikin stift til vinnings i allt haust, án þess að menn hefðu frekari áhyggjur af hinni efnislegu endurskoðun eða pólitiskum breytíngum. öðrum en nýjum valdahlutföllum i stjórn. Engar undirtektir fengust hjá stjórnarflokkunum við þeirri hug- mynd að sveitastj. eða lands- hlutasamtök fengju fé Byggða- sjóðs beint til ráðstöfunar. Væri það þó meira i ætt við vald- dreif ingarhugmyndir stjórnar- flokkanna. Bæði Sjálfstæðisf lokkur og Framsóknarflokkur hafa boðað dreifingu valds og öfluga byggða- stefnu og til skamms tima hafa menn trúað því, að hún yrði að veruleika i núverandi stjórnarsam- starfi. Menn lifa enn í þeirri von. Þess hefur verið að vænta að nýkjörin stjórn Framkv.st. tæki til höndum i þeim efnum. En þvi miður er hennar fyrsta ganga ekki uppörvandi. Sú frétt birtist i Mbl. 19. jan. s.l. að einn af stjórnar mönnum stofnunarinnar, alþingismaðurinn Sverrir Hermannsson. hefði verið settur framkvæmdastjóri, ásamt þeim, sem fyrir var, alþm. Tómasi Árnasyni. Nú er ekkert við það að athuga, að alþingismenn sitji i stjórn slikr- ar stofnunar, enda gera lögin bein línis ráð fyrir þvi. Það er eðlilegt að kjörnir fulltrúar hafi tök á að móta og fylgja eftir stefnumálum sinum i þjóðfélaginu. Til þess kýs fólkið alþingismenn og þess vegna skiptist fólk í flokka til að áhrif hinna ýmsu stjórnmálaskoðana móti stjórnsýslu og opinberar ákvarðanir. En fólk hefur vaxandi andúð á þvi, að alþingismenn gegni mikil- vægum embættum jafnframt þing- mennsku, og þess munu heiðarleg dæmi, að menn hafi gert það upp við sig, hvort heldur þeir gegndu bankastjórastöðum eða sætu á þingi. Þeir áttuðu sig á þvi, að slikt fór ekki saman. Það sama gegnir um fram- kvæmdastjórastöðurnar hjá Fram- kvæmdastofnun rikisins. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi með réttu það siðleysi sem fólst i skipan þriggja pólitiskra kommissara fyrir tilstilli vinstri stjórnarinnar. En það er auðvitað engu betra að skipa nú í þessi sæti tvo al- þingismenn, og þvi verður alls ekki trúað að jafn ágætir og óbrenglaðir menn og þeir Tómas og Sverrir gefi sig að slikum hlut- um. Þeir geta áreiðanlega drýgt tekjur sinar eða gætt hagsmuna kjördæmis sins með skaplegri hætti. Ef Framkvæmdastofnun rikisins verður ekki lögð niður i núverandi mynd, þá er það a.m.k. lágmarks- krafa að hún verði ekki skálka- skjól þeirrar pólitisku misnotkun- ar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fordæmt. Hitt er einnig rétt að menn geri sér Ijóst, að meðan slik valdastofnun i höfuðborginni á að deila og drottna, þá verður hvorki byggðastefna né valddreif- ing að áþreifanlegum veruleika. Ellert B. Schram. hjá Framkvæmdastofnun ríkisins?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.