Morgunblaðið - 22.01.1975, Side 16

Morgunblaðið - 22.01.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Öldungadeildin með CIA-nefnd? Þetta er nýja landsstjórnin í Færeyjum sem mynduð var fyrir skömmu eftir nokkurt þóf. Á myndinni eru frá vinstri Jákub Lindenskov, sem hefur átt sæti i landsstjórn síðan 1968 fyrir Jafnaðarflokkinn, Finnbogi Isaksen, yngsti lands- stjórnarmaður í Færeyjum hingað til, 31 árs, og situr fyrir Þjóöveldisflokkinn, Demmus Hentze, fyrir Fólkaflokkinn, Atli Dam, lögmaður frá Jafnaðarflokknum, Petur Reinert fyrir Þjóðveldisflokkinn og Dánjal Pauli Danielssen fyrir Fólka- flokkinn. írak tók loks við skæruliðunum þrem Hefur Orly-árásin áhrif á samband Araba og Frakka? Washington, 21. jan. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings er nú f þann veginn að gera gangskör að því að rannsaka starfsemi bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA niður í kjölinn f fyrsta skipti f 27 ára sögu CIA. A þingmannafundi demókrata í öld- ungadeildinni f gær var sam- þykkt með 45 atkvæðum gegn 7 að setja á stofn sérstaka nefnd öld- ungadeildarinnar í þessu máli, svipaða þeirri sem sett var á lagg- Unnið við björgun í Himalaja Nýju Delhi 21. janúar AP. ENN er verið að bjarga fórnar- lömbum jarðskjálftans í Himalajafjöllum á sunnudag, að sögn flugmanna, sem flugu yfir svæðið f dag. Er verið að draga fólk úr rústum fjallaþorpa sem hrundu í skjálftanum, sem mæld- ist 7,2 stig á Richter-kvarða. Tala látinna var í dag 49 en talið var að hún ætti eftir að hækka þegar ljóst væri um tjón í afskekktustu byggðarlögunum. Unnið er af kappi við flutning hjálpargagna með flugvélum. irnar til rannsóknar á Watergate- málinu. Kveikja þessara við- bragða eru fregnir um að CIA hafi myrt útlendinga, auk þess sem hún njósnaði um Bandaríkja- menn. Öldungadeildin í heild, þar sem demókratar hafa 22 sæta meiri- hluta, átti að ræða þessa ályktun demókrataþingmannanna i dag og samþykkir hana hugsanlega nú eða síðar i vikunni. Þessi nefnd myndi fá mjög víðtækt umboð til að kanna málefni CIA, einkum er varðar njósnir innanlands og ásakanir um að leyniþjónustan hafi myrt útlendinga og jafnvel sína eigin njósnara. Einnig er talið aó undirróðursstarfsemi FBI, alríkislögreglunnar muni koma til athugunar. Nikósíu, Aþenu, 21. janúar — Reuter. DR. HENRY Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur hótað að draga Bandarfkin út úr öllum samningaumleitunum f Kýpurdeilunni f framtfðinni ef ofbeldisaðgerðum gegn banda- rfskum eignum á Kýpur verði Beirut, Sameinuðu þjóðunum, París, 21. jan. AP — Reuter. ÞRtR arabfskir skæruliðar lentu f Baghdad árla dags f dag f frönsku farþegavélinni sem þeir höfðu fengið til umráða f skiptum fyrir líf 10 gfsla, sem þeir héldu í heila nótt á Orly-flugvelli í Parfs, en slepptu svo f gærmorgun. ekki hætt, að því er skýrt var frá í Nikósíu f gær. 1 orðsendingu sinni segir Kissinger einnig að hann kunni að kveðja heim alla sendinefnd Bandaríkjanna á eynni ef einhver nefndamanna yrði særður. Þessar hótanir koma f kjölfar árásar mótmælenda- múgs á bandaríska sendiráðið sl. laugardag, en þá varð að tæma sendiráðsbygginguna um tfma. Höfðu skæruliðarnir verið á meir en sjö klukkustunda flugi í ár- angurslausri Ieit að griðlandi. □ Talsmaður Air France sagði að skæruliðarnir hefðu gefið sig á vald frakskra stjórnvalda strax eftir lendingu, en ekki var vitað hvert þeir yrðu fluttir, né hver örlög þeirra yrðu. Talsmaðurinn að þingbyggingunni i Aþenu og afhenda ályktun þar sem skorað er á rrikisstjórnina að taka harð- ari afstöðu gegn Bretum og for- dæma „hinar heimsvaldasinnuðu fyrirætlanir um skiptingu eyjar- innar“. Þeir ásaka Bandaríkin, Breta og NATO um að reyna að þvinga fram ákveðna lausn Kýp- urdeilunnar. sagði áhöfnina, sem skipuð var þremur Frökkum, vera heila á húfi. Hugsanlegt er talið að franski sendiherrann f Baghdad hafi átt þátt f þvf að stjórnvöld f Irak leyfðu skæruliðunum að lenda þar f landi. Eftir að skæruliðarnir fengu flugvélina til umráða í París varð Baghdad fyrsti áfangastaður þeirra. Þar tóku þeir eldsneyti, en héldu síðan í árangurslausa ferð um Miðausturlönd til að leita að griðastað. Fengu þeir synjun um að lenda í Jeddah, Kairó, og fleiri borgum. Eftir að hafa einnig fengið neitun í Aden hélt flugvél- in aftur til Baghdad. Aðgerðir skæruliðanna voru fordæmdar m.a. af Frelsishreyf- ingu Palestínuaraba, en í árás þeirra á Orly-flugvelli særðust 20 manns, þar af átta alvarlega. Hafði palestínska fréttastofan WAFA m.a. eftir bréfi frá Yasser Arafat til Giscards Frakklands- forseta: „Við getum alls ekki var- Framhald á bls. 27. Kissinger hótar að bætta þátttöku í Kýpurviðræðum EBE greiði sykurinn niður Brússel, 21. janúar — Reuter. EFNAIIAGSBANDALAG Evrópu ákvað f dag formlega að kaupa allt að 300,000 tonn af sykri á alþjóðlega sykurmarkaðnum til að selja sfðan á gífurlega niður- greiddu vcrði, — á u.þ.b. einum þriðja kostnaðarverðs, — til neyt- enda, einkum í Bretlandi og á Italíu. Ráð landbúnaðarráðherra EBE-landanna samþykkti í gær- kvöldi að kaupa sykurmagn frá 200,000 tonnum upp í 300,000 tonn á markaðsverði sem er um 400 sterlingspund tonnið, og selja sfðan í áðurnefndum löndum, þar sem óttazt er, að alvarlegur sykur- skortur verði sfðar á árinu, og yrði verðið um 160 sterlingspund tonnið. Það verð er ríkjandi inn- an EBE í samræmi við land- búnaðarstefnu bandalagsins. Utanríkisráðherrum EBE mið- aði hins vegar litt áfram í gær við undirbúning samræmdrar af- stöðu fyrir fyrirhugaða ráðstefnu olíuneyzlulanda og bensinútflutn- ingslanda. Hættu ráðherrarnir viðræðum sinum án þess að komast að niðurstöðu. Papadopoulosi stungið 1 stein Aþenu 21. janúar — Reuter. FIMM helztu leiðtogar herfor- ingjastjórnarinnar fyrrverandi í Grikklandi, þ. á m. Georg Papadoupoulos fyrrum forseti, voru í dag fluttir f fangelsi í hafnarborginni Píreus, þar sem þeir munu bíða þess að réttar- höld hefjist yfir þeim vegna ákæra um landráð og uppreisn. Fangclsunarheimildin var gefin út af Georg Voltis, rann- sóknardómara, sem í fyrri viku heyrði fimmmenningana gera grein fyrir vörn sinni. Þeir voru fluttir til Píreus á meginlandinu frá eyjunni Kea í Eyjahafi með grísku herskipi. Þeir höfðu dvalið á Kea um skeið, en var vísað burt á þeim forsendum, að þeir ógnuðu öryggi borgaranna. • Fimmmenningarnir voru síðan fluttir til sjóliðsforingja- skóla nálægt Píreus í gær- kvöldi, en þar biðu mörg hundruð manns sem usu yfir þá svívirðingum. Síðan fóru þeir i fangelsi í morgun. Papadoupoulos — úr forseta- stól í fangelsi. Pravda talar um samstjórn Tilkynningin um þessa orðsend- ingu Bandarikjamannanna var gefin út i Nikósfu eftir að Makaríos forseti hafði sjálfur gengizt fyrir því að kveða niður mótmælaaðgerðirnar á götum borgarinnar í gær, en mótmæl- endurnir voru grískir Kýpurbúar, sem gagnrýna vildu stefnu brezkra og bandariskra stjórn- valda í málefnum eyjarinnar. Nokkur hundruð stúdentar héldu enn í dag uppi umsátri um brezka sendiráðið í'Aþenu til að mótmæla stefnu Breta á Kýpur. Mikill lögreglustyrkur stóð vörð um bygginguna. Stúdentarnir reyndu i gærkvöldi að taka sendi- ráðið með áhlaupi, en það mis- tókst. 1 dag ætluðu þeir að ganga Morð á Maf- íuforingja Locri, Italíu 21. janúar — AP ANTONIO Macri, sem talinn er yfirmaður kalabrísku Maffunnar, var skotinn til bana af tvcimur flugumönnum, sem sátu fyrir honum í þorpinu Locri í Suður- llalfu, að því lögreglan skýrði frá f dag. Velta lögregluyfirvöld þeim mögulcika fyrir sér að um sé að ræða innbyrðis valdabaráttu maffuhópa. Aður hafði Maeri orðið fyrir morðtilræði í ágúst s.l. Moskvu, 21. jan. Reuter. AP. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, ftrekaði f dag kosti samvirkrar forystu eða samstjórnar og gaf f skyn að flokkurinn yrði að treysta skipu- lag sitt. 1 fræðiiegri grein eftir Pyotr Rodinov, varaforstjóra stofnunar marxisma og lenínisma, segir að samvirk forysta sé styrkur flokks- ins og tryggi einingu og framtaks- semi foringja flokksins og óbreyttra flokksmanna. Greinin birtist á 51 árs dánar- afmæli Leníns, á sama tíma og aðalforingi flokksins, Leonid Brezhnev, hefur ekki sézt opin- berlega í tæpan mánuð. Sovézk yíirvöld hafa neitað að staðfesta eða bera til baka þrálátan orðróm um að hann sé veikur. Þó að aðeins sé ítrekað í grein- inni að samvirk forysta fari með völdin í Sovétríkjunum hefur Brezhnev verið talinn „æðstur meðal jafningja" í hinni sam- virku forystu á undanförnum árum og talsmaður hennar. Vitnað er í Brezhnev i grein- inni, en aðeins einu sinni og greinin er 3.800 orð. Tilvitnunin er í formála greinarinnar og er þess efnis að þjóðin verði að temja sér ný vinnubrögð. Greininni er meðal annars talið beint gegn flokksstarfsmönnum er hafi misnotað aðstöðu sina, neitað að taka gagnrýni til greina og brotið gegn „sósialísku lýð- ræði“. Arið 1967 samdi Rodinov mikil- væga kennslubók fyrir starfs- menn flokksins og hélt því þar fram að með brottvikningu Nikita Krússjeffs 1964 hefði aftur verið komið á samvirkri forystu. Enn eru fréttaritarar i Moskvu þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að Brezhnev hafi beðið álitshnekki þótt stefna hans um að bæta sam- búðina við vestræn ríki hafi orðið íyrir áföllum. Þeir vísa á bug fréttum frá Varsjá um að Brezhnev hafi fengið hjartaáfall 19. desember. Þeir benda á að hann hafi sótt þingfund 20. desember og annan fund 24. desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.