Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 13 18 manna hljómsveit F.I.H. frumflutti jazzverk eftir Leif Þórarinsson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Nordjazz-ráðstefna í Reykjavík: 2 bækur eftir Ármann Kr. Einarsson komn- ar út á færeysku Nemendur Tollskólans Stóraukin samvinna norr- ænna hljómlistarmanna Ármann. — Það kom fram að ekki er álitið að barnabókahöfundar sitji við sama borð og þeir sem skrifa fyrir fullorðna, þótt breyt- ing til hins betra hefði á orðið. Ég lagði m.a. fram tillögu á þinginu, sem var samþykkt samhljóða, þar sem ráðstefnan bendir á þann sjálfsagða rétt barna- og unglinga- bókahöfunda að fá greitt eftir sama taxta og aðrir höfundar. Sama máli gegni um efni fyrir börn sem flutt er i fjölmiðlum. Voru rithöfundafélögin á Norður- löndunum hvött til að vinna að þessu í sfnum löndum og styðja hvert annað. — Ég tel, sagði Ármann enn- fremur, — að það hafi dregið úr ýmsum ungum höfundum að skrifa fyrir börn, að greiðsla hefur verið lægri. Höfundar sem eiga bækur á skólabókasöfnum, sem mikið eru notuð, og uppi- staðan þar er vitanlega barna- og unglingabækur, fá ekkert greitt fyrir útlán bóka sinna, þótt al- menningsbókasöfnin séu nú farin að greiða fyrir slfk bókaafnot. Við spurðum Ármann hvort hann teldi ávinning að ráðstefn- um sem þessari: — Ég tel að á slíkum fundum komi margt athyglisvert fram og þar takast persónuleg kynni höf- unda í millum m.a. með það fyrir augum að auðvelda að bækur verði þýddar. Umræðuefni á ráð- stefnunni og fyrirlestrar margir voru mjög athyglisverðir og má geta um erindi um færeyskar barnabókmenntir, annað hét „Vurdering av barnelitteratur- en“, fjallað var um skólabókasöfn og ég flutti þarna erindi sem ég nefndi: „Bókmenntir í kennsl- unni, ævintýri, görnul og ný“. Ég er þeirrar skoðunar að þetta þing geti orðið lyftistöng og áhuga- vekjandi á allan hátt. Geta má þess að Færeyingar eiga erfitt uppdráttar vegna fámennis, hvað útgáfustarfsemi snertir og koma þar aðeins út örfáar barnabækur fyrir hver jól og kom þegar fjör- kippur f útgáfuna nú fyrir síðustu jól. Annars held ég að þær umræður sem hafa orðið á sfðustu árum um barna- og unglingabóka- útgáfu hafi orðið til að útgefend- ur vandi meira val sitt en áður og leggi kapp á betri þýðingar. Barnabókahöfundar verða að reyna að komast inn f hugarheim barnsins og höfða til þess í skrif- um sínum, hafa líf og hraða í frásögninni. Margir eru áreiðan- lega þeirrar skoðunar, að það lestrarefni, sem barni er boðið upp á í bernsku, móti það og hafi áhrif á smekk þess síðar meir. ÞESSI mynd var tekin nýlega af nemendum í Tollskóla rikisins en þar stendur nú yfir námskeið fyr- ir tollverði. Skólanum er skipt f tvo hluta, í 'fyrsta lagi eru 5 vikna námskeið fyrir nýliða, og þegar þeir hafa starfað f 1—2 ár setjast þeir aftur á skólabekk á 3ja mán- aða námskeið. Myndin er einmitt af námskeiði þeirra sem lengra eru komnir i starfi. Nemendurnir læra tungumál, lög og reglur toll- gæzlunnar og ýmislegt fleira. Starfsmenn stofnunarinnar annast kennslu að mestu leyti, en einnig eru fengnir fyrirlesarar og kennarar utan hennar. Skóla- stjóri er Kristinn Ólafsson toll- gæzlustjóri i Reykjavik. 15 nemendur sækja það nám- skeið sem nú stendur yfir, 11 frá Reykjavík, 4 frá Keflavíkurflug- velli og einn frá Akureyri. Þeir heita talið frá vinstri: Jón Þ. Gíslason, Sigurður Albertsson, Örn Geirsson, Arni Elisson, Bjarni Sverrisson, Ævar Karl Ölafsson, Sveinbjörn Guðmunds- son, Gunnar Sæmundsson, Þórar- inn S. Magnússon,, Eyþór Borg- þórsson, Jón A. Eggertsson, Ólaf- ur Sigurjónsson, Friðrik Georgs- son, Ingimundur Erlendsson og Jón Grétar Sigurðsson fulltrúi tollgæzlustjóra. Á myndina vant- ar Karl Hillers. Neyðarblys — gabb NEYÐARBLYS sást úr flugturn- inuni á Reykjavfkurflugvelli, frá Landakotsspftala og viðar að um klukkan 15 f gær. Sveif blysið yfir Gróttu og var ekki um að villast, að um neyðarkall var að ræða. Slysavarnafélag lslands gerði þegar ráðstafanir og GNÁ flaug margsinnis yfir allt svæðið við Gróttu. Leit bar engan árangur. Að sögn Hálfdans Henrýssonar virðist hafa verið um gabb að ræða. Er það næsta furðulegt, þar eð slikur leikur kostar ntikla pen- inga og fyrirhöfn. Gísli Johnsen vár einnig sendur út á svæðið utan við Gróttu svo og skip, sent voru i Reykjavíkurhöín. Þaö er ljótur leikur, að gabba björgunar- sveitir með þessunt hætti og þótt eitthvað kynni að vera eftir af blysurn frá gamlárskvöldi, skal tekið fram, að stranglega er bannað að nota þau. Slikt veldur aðeins óþægindum og leiðindum. Engin veiði VEGNA veðurs veiddist engin loðna siðastliðinn sólarhring. I gær var versta veður á miðunum, en þvi var þó spáð að veðrið myndi ganga niður með kvoldinu. Voru skipin farin að hugsa sér til hreyfings i gærkveldi, en Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd gerði ekki ráð fyrir að afli færi að berast fyrr en með morgninum. Var og með morgninum spáð versn- andi veðri á ný, svo að allt virðist vera i óvissu um það, hvort afli berst á land i umtalsverðum mæli RÁÐSTEFNA norrænna jazz- og poppmanna sem haldin var i Reykjavfk um helgina heppn- aðist vel að sögn þeirra fulltrúa er hana sátu og lýstu þeir allir ánægju sinni yfir þeim árangri sem þar náðist. Á ráðstefnunni voru teknar ýmsar ákvarðanir, sem eru til að samræma nor- rænar jazzáætlanir, skiptast á upplýsingum, styðja norrænt jazzframtak o.m.fl. sem miðar að nánara samstarfi jazz- og popphljómlistarmanna á Norðurlöndum. 1 tengslum við ráðstefnuna voru haldnir hljómleikar i Átthagasal Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Hús- fyllir var og þóttu hljómleik- arnir heppnast með miklum ágætum. Heiðursgestir á hljóm- leikunum voru forsetahjónin og mcnntamálaráðherra ásamt fulltrúum frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Á Nordjazz-ráðstefnunni I Reykjavík var m.a. fitjað upp á þeirri nýjung að velja jazz-beat hljómsveit í hverju landanna til að leika á fjöl-listahátið í Stokk- hólmi 17. til 22. marz i vor. Fulltrúar íslands á þessari há- tíð verða þeir félagar úr kvintett Gunnars Þórðarsonar. Hver hljómsveit fær sitt kynn- ingarkvöld, en á daginn koma allir tónlistarmennirnir saman til að spila, eða „djamma" eins og það er kallað á þeirra máli. Með þessu er ætlunin að leggja grundvöll að nýrri samnor- rænni hljómsveit, sem á siðan að leika á Porijazz-hátiðinni í Finnlandi i júlí i sumar. Fjöl-listahátiðin í Stokkhólmi FBROYA LÆRARAFEIAG Kápumynd af „Fjaldi dýrgripurinn“ sem komin er út á færeysku, stuttu samtali við Mbl. í tilefni útkomu bókanna að hann hefði i sumar sótt þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda, ásamt tólf öðrum íslenzkum fulltrúum sem var haldið í Þórshöfn. Slík þing eru haldin annað hvert ár og verður það næst haldið í Osló árið 1976. Á ráðstefnunni í Þórshöfn voru samankomnir 110 fulltrúar, höfundar, þýðendur, bókaverðir og fréttamenn. Flutt voru erindi á ráðstefnunni og siðan voru um- ræður um hvert erindi. Höfuðviðfangsefni var „Barna- bókmenntir og skólarnir", sagði er haldin á sama tima og evrópska sjónvarpssöngva- keppnin Grand Prix, verð- ur i Stokkhólmi en Nord- jazz-fulltrúarnir drógu enga dul á álit sitt á þeirri keppni, sem þeir telja litt til þess fallna að auka veg norrænnar tónlistar. Er það von þeirra að á fjöl- listahátíðinni komi i ljós, að til er margskonar önnur og betri tónlist en sú sem Grand Prix keppnin eyðir svo miklu fé i. Á þennan hátt er Nordjazz þátt- takandi i að mótmæla fyrr- nefndri tónlistarstefnu og sölu- mennskutilhneigingum. A sunnudag fóru Nordjazz- fulltrúarnir í skoðunarferð um Reykjavik og sátu siðan boð for- seta íslands, dr. Kristjáns Eld- járns, að Bessastöðum. Forseta- hjónin ásamt menntamálaráð- herra heiðruðu svo islenska hljómlistarmenn með nærveru sinni á Nordjazz-hljóm- leikunum um kvöldið. Á hljómleikunum komu fram kvintett Gunnars Ormslev, poppsveit Gunnars Þórðar- sonar og 18 manna hljómsveit F.I.H. sem m.a. frumflutli nýtt jazzverk eftir Leif Þórarinsson. Var verkið tileinkað hjónunum Dýrleifu Árnadóttur og Ásgeiri Péturssyni. Forsetahjónin ásamt menntamálaráðherra heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. FYRIR skömmu komu út f Fær- eyjum tvær barnabóka Ármanns Kr. Einarssonar I færeyskri þýð- ingu Hönnu Lisberg. Þær heita á færeyskunni „Fjaldi dýrgrip- urin“ og „Tvey ævintýr" og er það Föroya Lærarafelag sem gefur bækurnar út. Kápumyndir gerði Frits Johannesen. Ármann Kr. Einarsson sagði I Armann Kr. Einarsson ÁRMANN KR. EINARSSON FJALDI DÝRGRIPURIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.