Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Minning: Sigurður Björnsson trésmíðameistari F. 18. apríl 1903. D. 12. janúar 1975. £g veit'yðar hvfld, sem þrautum þjást og þér skuluð til mfn leita. Mfn bregðast ei kunna orð né ást sem öllum ég náði'heita. Svo talaði hann sem enn oss ann sem enn er oss hjálp að veita. Halldór Benediktsson. SIGURÐUR Björnsson andaðist 12. þessa mánaðar á Landspítalan- um eftir þunga legu. Hann verður til moldar borinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 3 frá Fossvogs- kapellu. Hann var fæddur 18 apríl 1903 að Sléttuhlíð i Fljótum. Foreldrar hans voru þau hjónin Björn Pétursson og kona hans Þórey Sigríður Sigurðar- dóttir. Systkini Sigurðar voru Agústinus, Guðbjörg og Maron, allt dugnaðar fólk. Sigurður fór snemma í fóstur til vinafólks Björns og Þóreyjar, Stefáns Benediktssonar og konu hans Guðlaugar Sigriðar, er bjuggu að Arnarstöðúm í Sléttu- hlíð, er reyndust honum eins vel og hann væri þeirra eigin sonur. Enda bar Sigurður til þeirra mikla hlýju og virðingu alla tíð. Dóttir þeirra hjóna, Stefáns og Guðlaugar, Jóhanna andaðist að kveldi sama dags og Sigurður. Svo stutt var á milli fóstursystkin- anna, aðeins nokkrar klukku- stundir. Til Siglufjarðar fluttist Sig- urður um vorið 1927 og hóf þar fljótlega nám í trésmíði hjá Páli Jónssyni trésmíðameistara, er stóð þá í miklum byggingarfram- kvæmdum á staðnum. Lauk hann námi um vorið 1931. Um svipað leyti kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Málfríði Halldórs- dóttur, Benediktssonar frá Seyðisfirði. Börn þeirra Sigurðar og Mál- fríðar eru fjögur. Reimar ókvænt- ur, Ina Dóra, gift Jóni Sigurðs- syni, Jónssonar frá Haukagili, Rafn kvæntur Pálínu Öskars- dóttur og Randí gift Berghreini Þorsteinssyni flugvélavirkja. Sigurður og Málfríður komu hingað til Reykjavíkur snemma árs 1939 og bjuggu hér á ýmsum stöðum, lengst af á Njálsgötu 87, þar til þau festu kaúp á Kárastig 7, og hafa búið þar siðan. Kynni okkar Sigurðar og vin- átta er orðin löng eða allt frá árinu 1930, er ég kom til Siglu- fjarðar, þá 14 ára að aldri. Sú vinátta hefur vaxið með árunum, svo mikils mat ég mannkosti og hæfileika þessa góða manns. 1 t Faðir okkar STEINGRÍMUR JÓNSSON, fyrrverandi rafmagnsstjóri, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 21. janúar. Börn hins látna. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar ÞÓRIS TRYGGVASONAR, GrænuhllS 10, verður gerð frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 23. jan. kl. 3. Bergþóra Viglundsdóttir, Snorri Þórisson, Sólveig Þórisdóttir, Sólveig Hjartardóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, ELÍNAR SIGRÍÐAR BLÖNDAL, Stigahlið 42. SigriSur Þorvaldsdóttir, Kristinn Baldursson, Inga og Magnús Blöndal. mörg ár vann Sigurður hjá skipa- smiðastöð Daníels Þorsteinssonar ogCo. Ávann hann sér allsstaðar trausts og virðingu, því hann var mjög samviskusamur og vandlátur með það sem hann lét frá sér fara. Einn vinnuveitandi hans, er Sig- urður hafði unnið hjá um áratug, sagði eitt sinn við mig, er hann frétti að Sigurður væri mikið veikur, að það væri maður er hann myndi mikið sakna. Þessi vinnuveitandi er sjálfur hafði ekki gengið heill til skógar, and, aðist skömmu síðar. Þegar Sig- urður svo hringir til mín og segir mér lát hans, veit ég að það er meira en vinnuveitandi sem látinn er, það er vinur og félagi er mátu hvor annan mikils og sökn- uðurinn var djúpur og einlægur. Örlög og atvik eru með ýmsum hætti, en falleg eru svona vina- bönd. Ljúfmennska og hógværð voru svo eðlilegir þættir í viðhorfi hans til lífsins að þeir runnu óþvingaðir og án fyrirhafnar til þeirra er nutu vináttu hans. Sigurður las talsvert og hafði yndi af góðum bókum, enda vel greindur og fróðleiksfús, en ekki vissi ég fyrr en fyrir stuttu að hann fengist líka við skáldskap. 1 mörg ár hafa birst öðru hverju í dagblöðunum vísur eftir hann, oftast nær í Vfsi, undir stöfunum S.B. Ég var að vísu oft búinn að taka eftir þeim og þótti þær góðar, en að hann væri höfundur- inn vissi ég ekki, svo dult fór hann með það. I hinum löngu og erfiðu veik- indum sfnum, er hann bar með mikilli karlmennsku og æðru- leysi, sýndi hann best innri rósemi og sálarstyrk. Nú kveðjum við Sigurð Björnsson hinstu kveðju og þökkum honum langa vináttu, góð kynni og margar gleði- og ánægjustundir er við nutum með honum og fjölskyldu hans. Við vottum eftirlifandi eigin- konu, börnum, barnabörnum og tengdafólki innilega samúð og biðjum algóðan guð að styrkja þau og blessa. Blessuð sé minning Sigurðar Björnssonar. Þorsteinn Halldórsson. Stefán Aðalsteins- son — Minningarorð F. 9.8.1920 D. 13. 1. 1975 Stefán Aðalsteinsson var fædd- ur og uppalinn á Akureyri, sonur hjónanna Aðalsteins Júlíusar Stefánssonar verkstjóra og konu hans Þórdísar Ágústu Jónsdóttur. Það er nú orðið nokkuð á fjórða áratug síðan leiðir okkar Stefáns lágu fyrst saman. Mun hann þá hafa verið innan við tvitugt. Kynni okkar voru ekki mjög náin framan af, þó að ég væri um skeið hálfgerður heimagangur á heimili foreldra hans á Akureyri. Það fór þó ekki framhjá mér að Stefán var vel greindur og hafði snemma mikinn áhuga á grúski og miklu meiri, að því er mér virtist, en daglaunavinnu þeirri sem hann stundaði á meðan hann var á Akureyri. Varð mér því oft hugsað til þess, hve leitt það væri að hann skyldi ekki ganga menntaveginn lengra en til gagn- fræðaprófs. Hugur hans hneigðist einkum að ættfræði og sagnfræði og var hann mjög víðlesinn. Eftir hann liggja allumfangsmikil handrit á fyrrnefnda sviðinu. + Utför DANIELS JÓNASSONAR viðskiptafræðings, Kambsvegi 36. hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vináttu. Esther Rosenberg Jónasson Alfred Rosenberg Danielsson Ásta Jónsdóttir + Þökkum hjartanlega öllum, sem sýndu okkur vinsemd og samúð + Útför vegna fráfalls og jarðarfarar. HÉOINS FRIÐRIKSSONAR, FINNS THORLACÍUS Goðatúni 12, byggingameistara. fer fram frá Fossvogskirkju Halldóra Thorlacius Jónas Jónasson fimmtudaginn 23. janúar kl Steinunn Thorlacíus Páll Sveinsson 13:30. Þeir, sem vildu minnast Edda Thorlacíus Sigurður ísaksson hans, láti líknarstofnanir njóta Kristín Thorlacius þess Soffia Thorlacius Ari Thorlacius Birna Kristjánsdóttir, og barnabörn Jóhann Örn Héðinsson. + Þökkum innilega auðsýnda vináttu og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, STEFÁNS EYJÓLFSSONAR, skósmiðs, Vesturgötu 51, Akranesi. Dúfa Stefánsdóttir, Vifill Búason, Bára Stefánsdóttir, Guðleifur Guðmundsson, Anna Stefánsdóttir, Maron Guðmundsson, Jóhann Stefánsson, Guðmundur Stefánsson, barnabörn og systkini. + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu vináttu og hlýhug við fráfall og jarðarför SIGRÍÐAR HJÁLMARSDÓTTUR BJERG. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkr- unarfólks og annarra á Elliheim- ilinu Grund, sem önnuðust hana I veikindum hennar. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi og systkini. Hefur hann unnið aó þeim í fri- stundum sínum á mörgum undan- förnum árum. Vonir standa til að eitthvað eigi eftir að birtast eftir hann á prenti þótt hann því miður fái ekki sjálfur að sjá þann draum sinn rætast. Stefán fluttist til Reykjavíkur í árslok 1957 þá 38 ára að aldri Gerðist hann aðstoðarmaður hjá mér við fiskirannsóknir á vegum Atvinnudeildar Háskólans, siðar Hafrannsóknastofnunarinnar og höfum við unnið saman æ síðan. Stefán var traustur starfsmaður og leysti ætíð verk sín vel og samviskusamlega af hendi og með stakri snyrtimennsku, hvort sem var á sjó eða landi og hélt röð og reglu í gagnageymslu minni. Hann sat langtímum viö smá- sjána og ákvarðaði aldur á skar- kola og grálúðu, en það er vanda- samt og þreytandi starf. Siðari árin háðu veikindi hans honum allmikið, en þó vann hann lengst af fullan vinnudag, en mig grunar að hann hafi lítið sinnt ættfræðinni þrjú til fjögur siðustu árin. Hræddur er ég um að einmanakennd hafi stundum sótt að honum á meðan hann bjó einn i íbúð sinni að Austurbrún 2 í Reykjavík. Fyrrihluta þessa vetrar virtist mér oft venju frem- ur létt yfir Stefáni, og þar kom að hann trúði mér fyrir því, að hann hygðist ganga að eiga eftirlifandi konu sína Sesselju Jónsdóttur. Þau giftu sig á nýafstöðnum jól um. Þetta gladdi mig mjög þar sem ég þóttist sjá að Stefán hefði eignast góðan lifsförunaut. Enn meir gladdist ég, þegar ég naut gestrisni þeirra hjóna eftir ára- mótin og sá hve snoturt og að- laðandi heimili þeirra var, en „allt er i heiminum hverfult" og þetta hjónaband, sem virtist lofa svo góðu, varð alltof stutt. Brúð- guminn var skyndilega kallaður burtu áður en þrjár vikur voru liðnar frá hjónavigslunni. Eitt er þó huggun i harmi, og það er, að Stefáni leið sérlega vel og var glaður og ánægður síðustu daga lífsins. Hann var trúmaður mikill og hefur það vafalaust gott hinu- megin við landamæri lifs og dauða. Ég sakna vinar og starfsfélaga þar sem Stefán var, en hvað er minn söknuður í samanburði við söknuð ekkjunnar, sem naut sam- vista hans svo stutt? Ég er hins vegar ekki annars megnugur en votta henni einlæga samúð og hluttekningu, sem ég einnig votta öðrum vandamönnum Stefáns. Aðalsteinn Sigurðsson. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þér talið um afturhvarf — en talar Biblfan um það? Já, hvað eftir annað segir Biblían, að menn eigi að hverfa aftur til Guðs. „Að eg megi kenna afbrota- mönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín“ (Sálm. 51,15). Jesús segir í Matt. 18,3. „Sann- lega segi eg yður: Nema þér Snúið við og verðið eins og börnin, komizt þér alls ekki inn í himnaríki.“ Pétur predikaði á hvítasunnudag og sagði: „Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáð- ar“ (Post. 3,19). Afturhvarf þýðir bókstaflega að snúa við. Maður iðrast synda sinna. Þaó er hin neikvæða hlið. Hann snýr sér til Krists. Það er hin jákvæða hlið. Hver sem er getur horfið aftur til Guðs. Það er ekki tilfinningareynsla heldur algjör undirgefni við Krist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.