Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Einsöngvarar í C-dúr messu Beethovens, sem frumflutt verður á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar tslands nk. fimmtudag og sídan aftur á föstudag. Frá vinstri: Elísabet Erlingsdóttir, sópran, Solveig M. Björling, alt, Gardar Cortes, tenór og Halldór Vilhelmsson, bassi. Myndina tók ljósm. Mbl. Sv. Þorm. á æfingu í Háskólabíói í gærmorgun. Selta veldur rafmagnsleysi ÞEGAR slyddufjúk sezt á ein- angrun á raflínutn, sem salt hefur setzt á áður verður skammhlaup. Þetta gerðist f gærdag, þegar fór að snjóa á Reykjavíkursvæðinu. Seltan frá því f stórviðrinu á dög- unum olli mestum erfiðleikum á Ifnu frá aðalspennistöð við Elliða- ár til Ifafnarfjarðar, til hluta Reykjaness og til Áburðarverk- smiðjunnar. Ingólfur Ágústsson í rafstöð- inni við Elliðaár sagði að starfs- menn hefðu reynt eftir mætti að bera silecone-feiti á einangrun, en málið væri erfitt viðfangs, þar sem seltan væri alls staðar. Þá kvað hann einnig möguleika á því að þvo einangrun með aðstoð slökkviliðs, en það er aðeins unnt, þegar ekki er straumur á línun- um. Rafmagn fór af öllum Hafnar- firði í gærkveldi og var þar raf- magnslaust í rúma klukkustund. Þá var rafstraumur til álversins í Straumsvík takmarkaður í gær, en álverið hafði þó það mikið raf- magn, að ekki storknaði í kerjum. Ingólfur sagði að eina von þeirra hjá rafmagnsveitunum væri sú, að veður breyttist og færi að rigna. Þá myndi málið leysast af sjálfu sér. 1 færkveldi fór straumur af miklum hluta Reykjavíkur og Kópavogs, er einangrun I tengi- virki við Elliðaár sprakk vegna seltu. Hiti færist í rækiustríðið Rækjubáturinn Nökkvi heldur áfram að veiða rækju á Húnaflóa og í fyrradag landaði skipió 2,5 tonnum á Hvamms- tanga, og var aflanum ekið til Blönduóss. Kári Snorra- son á Blönduósi sagði að afli bátsins hefói verið góð- ur og fyrirhugað væri að halda veiðunum áfram, þótt sjávarútvegsráðuneyt- ið héldi því fram, að bátur- inn hefði ekki leyfi til veið- anna. Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga sagði að mönnum á Hvammstanga væri nú heldur far- ið að hitna i hamsi út af þessu hátterni skipverja á Nökkva og er alvarlega farið að ræða um ein- hverjar aðgerðir þar til þess að sporna við löndunum bátsins á Hvammstanga. Karl sagði að bát- urinn hefði verið að veiðum í gær og væri væntanlegur með afla til Hvammstanga á ný. Ekki var vit- að með hve mikinn afla hann yrði. Karl sagði að menn veltu fyrir sér aðgerðaleysi sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem liti þó svo á að báturinn hefði ekki ieyfi til veið- anna. Menn spyrðu sjálfa sig á Hvammstanga, hvers vegna virða þyrfti reglugerðir um kvóta og annað á meðan leyfislausir bátar fengju að veiða að vild sinni. Karl sagði að það eitt hefði aftrað mönnum frá aðgerðum, að spurzt hefði að ráðamenn i ráðuneytinu væru annað hvort fjarverandi eða veikir. Morgunblaðinu tókst ekki i gærkvöldi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að ná tali af ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Stanzlaust unnið að hönnun brúar yfir Borgarfjörð VEGAGERÐIN vinnur stöðugt að undirbúningi brúargerðar yfir Borgarfjörð. Samkvæmt upplýs- ingum Helga Hallgrimssonar, yfirverkfræðings, hafa þegar verið haldnir tveir fundir með Iandeigendum, þar sem brúin á að verða. Er nú unnið að framhalds- vinnu á grundvelli þeirra upplýs- inga, sem fram komu á þessum fundum. Jónsson látinn STARFSNEFNDIR ASl og VSl í samningamálunum eru nú aó búa sig undir að tala saman að því er Björn Jónsson, forseti ASl, tjáði Mbl. í gær. Sagði Björn, að ekkert væri enn að frétta af þeim fundum enn. Hins vegar sagði hann, að nú í vikunni myndu full- trúar ASl eiga fund með fulltrú- um rlkisstjórnarinnar og yrði þar rætt um úrbætur í skattamálum. Björn Jónsson sagðist vonast til þess að samninganefnd ASl tæk- ist að ná fram verulegum lagfær- ingum á skattalögunum með við- ræðum við ríkisstjórnina, en það værí nauðsynlegt, þar að kaup- gjaldskrónan hefói staðió i staó nú um langan tíma, þótt mikil Steingrímur STEINGRlMUR Jónsson, fyrrver- andi rafmagnsstjóri, lézt í Borg- arspftaianum í gær, 84 ára að aldri. Steingrímur var sonur hjón- anna Sigríðar Jónsdóttur og séra Jóns Steingrímssonar í Gaulverja- bæ. Hann lauk stúdentsprófi árið 1910 og hélt þá til náms í Kaup- mannahöfn, þar sem hann lauk prófi i rafmagnsverkfræði árið 1917. Að námi loknu starfaði hann í Osló og Stokkhólmi um þriggja ára skeið, en fluttist síðan til Reykjavíkur, þar sem hann varð rafmagnsstjóri árið 1921, er Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa, og gegndi þvi starfi til ársins 1961. Hann gerði áætlun um virkjun Sogsins og var fram- kvæmdastjóri Sogsvirkjunar, auk þess sem hann átti mikinn þátt í margháttuðum virkjunarfram- kvæmdum öðrum. Steingrímur var fyrsti for- maður Sambands íslenzkra raf- veitna og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum öðrum, bæði á vegum hins opinbera og ýmíssa félagasamtaka, jafnframt því, sem hann skrifaði fjölda greina um raforkumál og verkfræðileg efni í blöð og tímarit. Steingrímur var kvæntur Láru Margréti Árnadóttur frá Isafirði. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi, en frú Lára lézt fyrir einu og hálfu ári. Með Steingrimi er genginn merkur brautryðjandi í sögu íslenzkra orkumála. sveifla hefði átt sér stað í kaup- gjaldi milli áranna 1973 og 1974. Ylli það stórum þyngri skattbyrði, þegar fólk þyrfti að greiða af stór- auknum tekjum með vísitölu- skertum launum. Björn sagói að Alþýðusambandið mæti allt, sem gert yrði til leiðréttingar á skatta- málunum sem kauphækkun. Þessi háttur ætti að vera vinnu- veitendum hagkvæmur og sagðist hann vonast til þess að launþega- samtökin nytu þvi fulls stuðnings þeirra í þessu efni. BROTIZT hefur verið inn 1 Val- höll á Þingvöllum og stolið þaðan allmiklu magni af áfengi eða um 80 flöskum af gini, vodka og fleiri tegundum. Rannsóknarlögreglan f Reykjavfk hefur tekið skýrslur af eigendum Valhallar, en lög- reglan á Selfossi gerði vettvangs- rannsókn. Málið er áfram 1 rann- sókn. Innbrotið hefur verið framið einhvern tíma frá því í desember. Farið hefur verið inn um glugga á rafstöð, en um hann lá simakapall Framhald á bls. 27. Nígeríumenn vilja kaupa frysta loðnu: Dreifingarvandamál í Níger- íu koma í veg fyrir viðskipti Leitað hefur verið allvfða eftir loðnumörkuðum og samkvæmt upplýsingum Árna Benediktsson- ar hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga hefur loðna aðeins líkað á einum stað í veröldinni fyrir utan Japan. Er það í Nígeríu, en þangað hafa Islend- ingar sent allstórt sýnishorn. Tveir lulltrúar hugsanlegra kaup- enda f Nfgerfu komu hingað í fyrra, en af viðræðum við þá kom í Ijós að þeir höfðu nánast enga möguleika á að taka á móti frystri loðnu. Einnig er dreifingarkerfi þar ábótavant áslfkri matvöru. Morgunblaöið ræddi við Braga Eiríksson, forstjóra Samlags skreiðarframleióenda um þessi mál. Bragi vék að þvi i upphafi, að í ráðgjafanefnd Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins hafi þetta mál verið tekið til meðferðar og á vegum stofnunarinnar hafi loðn- an verið söltuð og þurrkuð á veg- um nefndarinnar og jafnframt verið gerð tilraun meó ósalta loðnu. Dr. Björn Dagbjartsson sá um þá hlið málsins. Bragi sagði, að síðan hefði hann í marzmánuði 1974 farið til Nígeríu og hefði þá haft með sér tvenns konar sýnis- horn af loðnu. Annað sýnishornið var loðna, sem legið hafði í sall- pækli og síðan þurrkuð. Önnur sýnishorn voru ósöltuð, en þurrk- uð. Bragi sagði að það væri skemmst frá því að segja, að hin saltaða loðna líkaði ekki. Nígeríu- menn vilja ekki kaupa saltaðan mat. Ósalta loðnan virtist falla vel í smekk þeirra, sem reyndu hana. f’arið var með nokkra tugi kílóa og var þeim dreíft á markaði. Kom i ljós að mjög hugsanlegt væri að selja þurrkaða loðnu í Nígeríu, en framleiðsla hennar eða þurrkun er svo dýr við núver- andi verðlag á hitagjafa, að ógjörningur er að fá það verð fyrir loðnuna, sem nauðsynlegt er. Þegar þetta var ljóst þróuðust umræður í það, hvort ekki væri unnt að setja loðnu á Nigeríu- markað frosna. Álit sumra manna í Lagos, var að mjög væri fýsilegt að reyna slikt, en til þess þyrfti að reisa frystihús eða kæligeymslur bæði í Lagos og í Port Harcourt. Auk þess þyrfti að koma á fót dreifingarkerfi eins og Árni Benediktsson segir hér i upphafi. Bragi Eiríksson sagði að vísir að dreifikerfi væri til í Nigeriu. Nokkrar smáar kæligeymslur eru til i Lagos og i námunda við hana og fjölgar þeim eftir því sem fólk venst á hraðfrystan fisk. Talsvert er um hraðfrystan fisk á markaði í Nigeriu, sem lagður er á land í Framhald á bls. 27. Forseti ASÍ: Metum skattalækkun eins og kauphækkun Þjófnaður í Valhöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.