Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
Um 300 manns fá vinnu við
byggingu jámblendiverksmiðjunnar
Æskilegt að Alþingi afgreiði
máttð um ncestu mánaðamót
segir iðnaðarráðherra
„GERT er ráð fyrir að um
300 manns fái atvinnu við
byggingu járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundar-
tanga og gert er ráð fyrir
að hún geti hafið starfsemi
um mitt ár 1977,“ sagði
Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra í samtali
við Mbl. í gær.
Iðnaðarráðherra sagði
ennfremur: „Frumvarpið
um járnblendiverksmiðj-
una verður tekið til fyrstu
umræðu á mánudaginn og
mun ég þá flytja framsögu
um málið. Þvf verður svo
vísað til iðnaðarnefndar.
Formaður iðnaðarnefndar
í efri deild er Steingrímur
Hermannsson og formaður
iðnaðarnefndar í neðri
deild Ingólfur Jónsson, en
báðir þessir þingmenn eiga
sæti í stóriðjunefnd sem
hefur undirbúið málið.
Gert er ráð fyrir að nefndir
beggja deilda vinni saman
að málinu. Þingmenn
munu að sjálfsögðu fá eðli-
legan tíma til að kynna sér
málið og ræða það, en æski-
legt er að Alþingi geti af-
greitt málið frá sér um
næstu mánaðamót.
Það er gert ráð fyrir, ef
allt gengur skv. áætlun, að
hin fyrirhugaða verk-
smiðja gæti tekið til starfa
á miðju ári 1977. Þá má
skýra frá því nú, að fullt
samkomulag hefur náðst
við eigendur jarðarinnar
Klafastaða, þar sem fyrir-
hugað er að verksmiðjan
rísi, um kaup á 80 hektur-
um lands undir athafna-
svæðið og höfnina.“
Iðnaðarráðherra kvað
ekki hægt að nefna tölur í
þessu sambandi að svo
komnu máli. Skv. upplýs-
ingum I áætlun stóriðju-
nefndar er reiknað með að
byggingarkostnaðurinn við
verksmiðjuna verði um 80
milljónir dollara, eða um
9600 milljónir króna.
SKÝRINGAH:
VIORÆOUNEFO UM ORKUFREKAN IÐNAO
1
2
3
4
5-7
5
6
7
Spenn is tö£>
Skrifstofubygeine
Verkstæöishús
Ofnhús og steypuskáli
Rykhreinsun
Kælar
Ryksöfnun (pokahús)
Kögglun á ryki
10
1 1
12-15
1 2
13
14
15
16
Viöarspænir
Geymslusvæöi fyrir trjáboli
Hráefnisbingir
Kox
Kol
Kvar s
Jarnspænir
Mulningsstöb
MALMBLENOIVERKSMIOJA 'A GRUNOARTANGA
YFIRLITSMYND
HÖFN og verksmiojubyggingar
tRKFRÆÐIÞJÓNUSTA
Loftmynd af fyrirhuguðu verksmiðjustæði á Grundartanga. Teikningin inn á
myndina var gerð í febrúar á sl. ári og frá þeim tíma hafa orðið nokkrar
breytingar á stæðinu þótt ekki séu þær verulegar.
Teikning sýnir járnblendiverksmiðju Union Carbide í Kanada, en sú að vinna við teikninguna og er það í fyrsta skipti, sem Union Carbide
sem fyrirhugað er að reisa hér á landi verður talsvert frábrugðin og gerir slíkt.
mun meira lagt upp úr útliti hennar. Hafa arkitektar verið fengnir til