Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 OaCBÓK I dag er laugardagurinn 8. febrúar, 39. dagur ársins 1975. Ardegisflóð i Reykjavík er kl. 05.01, síðdegisflóð kl. 17.23. Skiljið þér ekki, að allt, sem að utan fer inn í manninn getur ekki saurgað hann; því að ekki fer það inn i hjarta hans, heldur f magann og fer út í saurþróna. Með þessum orðum lýsti hann hreina sérhverja fæðu. En hann sagði: Það, sem út fer af manninum, það saurgar manninn. Því að innan að, frá hjarta mannanna, koma hinar illu hugsanir, frillulífi, þjónaöur, morð, ágirnd, illmennska, svik, munaðarlífi, öfund, lastmæli, hroki, fávizka; allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn. (Markús 7.18—23.). ÁRNAÐ HEILIA 21. september gaf séra Tómas Guðmundsson saman í hjónaband í Kotstrandarkirkju Sigurveigu Helgadóttur og Gfsla Rúnar Sveinsson. Heimili þeirra er að Núpum í Ölfusi. (Ljósmyndast. Suðurl.) Hafnarfjarðarkirkju Astríði Gunnarsdóttur og Trausta Gunn- arsson. Heimili þeirra verður að Dvergabakka 18, Reykjavík. (Ljósm. Gunnars Ingimarss.). 7. desember gaf séra Halldór Gröndal saman í hjónaband í Háteigskirkju Margréti Óðins- dóttur og Jón Hjört Skúlason. Heimili þerra verður að Kjarrhól- um 10, Reykjavík. (Ljósm. Gunn- ars Ingimarss.) 28. desember gaf séra Sigurður H. Guðjónsson saman í hjónaband í Langholtskirkju Sólveigu Sig- urðardóttur og Jóhannes Krist- jánsson. Heimili þeirra verður að Nökkvavogi 35, Reykjavík. (Ljósm. Gunnars Ingimarss.). Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að Brauðbær á Þórsgötu 1 var opnaður. I tilefni af afmælinu hafa sumar innréttingar nú verið endurnýjaðar, og var þessi mynd tekin í matstofunni fyrir skömmu. Talið frá vinstri er starfsfólk Brauðbæj- ar: Jódís Runólfsdóttir, Gísli Thoroddsen, Margrét Pálsdóttir, Soffía Pétursdótt- ir, Bjarni I. Árnason, eigandi Brauðbæjar, og María Kristjánsdóttir. IKRDSSGÁTA Lárétt: 1. fæðutegund 6. skamm- stöfun 7. ártal 9. snemma 10. batnar 12. belju 13. ferðir 14. drekk 15. jurtar. Lóðrétt: 1. hlýja 2. vöntun 3 tónn 4. ruggar 5. skemmir 8. ósamstæðir 9. forfeður 11. bratts fjalls 14. ósamstæðir. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 2. ást 5. ál 7. SP 8. sæla 10. tá 11. skarpur 13. au 14. pila 15. ÐR 15. DÐ 17. skrá Lóðrétt: 1. passaði 3. snarpur 4. sparaði 6. lækur 7. stuld 9. lá 12. pf MIIMMIIMGARSPUÖLD | Minningarkort Menningar- og minningarsjóðs kvenna fást í bókabúð Braga Brynjólfssonar í Hafnarstræti 22, sími 15597, Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka 4—6, sími 73390, i skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum, simi 18156, og hjá Guðnýju Helga- dóttur, Samtúni 16, sími 15056. Til menntamálaráðherra Valdaferill verði þinn vorri þjóð til nytja, s en veislur þínar, Villi minn, vil ég ekki sitja. Andrés í Síðumúla (Vísan birtist í Suðurlandi nýlega). Það verða kjúkiingar í allan mat, góði, ef rafmagnið fer ekki að koma. ást er i -3o . . . að hafa sanna ánœgju af að búa til snjókarl með krökkunum TM R?g. U.S. Pot. Off—All fights reserved ' 1.975 by los Angeles Times | BRIDGE Hér fer á eftir spil frá leik milli Sviss og Hollands í kvennaflokki í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. D-G-10-8-6-5-4-3-2 H. 10-3-2 T. 10 L. — Vestur Austur S. K. S. 9-8 H. A-K-G-6 H. D-7-4 T. A-D-9-8-5-4 T. K-7-2 L. 10-2 L. Á-K-G-9-3 Suður S. A H. 9-8-5 T. G-6-3 L. D-8-7-6-5-4 Hollenzku spilararnir sátu N.—S. Við annað borðið og þar gengu sagnir þannig: Austur. Suður Vestur Norður 1L P. 1T 4 S P P- D A. pass Þrátt fyrir mikil og góð spil létu svissnesku dömurnar sem sátu A.- V., sér nægja að dobla 4 spaða og reyndu alls ekki sjálfar við út- tektarsögn að maður tali ekki um slemmu. Sagnhafi fekk 9 slagi, tapaði einum og svissnesku spilar- arnir fengu 200 fyrir. Við hitt borðið sátu hollenzku dömurnar A.—V. og voru mun ákveðnari í sögnum, sem voru þessar: Austur Suður Vestur Norður 1 L P 2 T 3 S 4 T P 4 G 5 S 5 G P 6 T A. pass. Þetta er ágæt slemma, en því miður er spilaskiptingin þannig að hægt er að setja spilið niður. Norður lét út spaða 2, suður drap með ási og var ekki lengi að koma auga á, að útspilið þýddi að hún ætti næst að láta út lauf. Það gerði hún, norður trompaði og spilið varð einn niður og þann- ig tapaði holenzka sveitin samtals 7 stigum á spilinu. FRÉTTIR Kvenfélag Grensássóknar held- ur fund mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Merkið kettina Vegna þess hve alltaf er mikið um að kettir tapist frá heimilum sfnum, viljum við enn einu sinni hvetja kattaeig- endur til að merkja ketti slna. Aríðandi er, að einungis séu notaðar sérstakar kattahálsól- ar, sem eru þannig útbúnar, að þær eiga ekki að geta verið köttunum hættulegar. Við ól- ina á svo að festa litla plötu með ágröfnu heimilisfangi og símanúmeri eigandans. Einnig fást samanskrúfaðir plasthólk- ar, sem i er miði með nauðsyn- legum upplýsingum. (Frá Sambandi dýraverndun- arfélaga tslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.