Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 \ eftir ERIK MUNSTER Margir kennarar kvarta yfir því, að stöðugt verði erfiðara að halda aga meðal nemenda og sumir eru þeirrar skoðunar að upphaf vandamálsins hafi ver- ið, er líkamlegar hirtingar voru bannaðar. Góður og gamaldags kinnhestur getur ekki skaðað segja þessir sömu menn, en það getur hann einmitt ef óheppni Hljóðbylgjurnar berast gegnum eyrnaganginn (b) inn að hljóð- himnunni (c) sem byrjar að sveiflast og hreyfir eyrnabeinakeðjuna (f,g,h,), sem hefur áhrif á snigil innra eyrans (k). ÞEGAR HLJÓÐHIMNAN SPRINGUR er með í spilinu. Fyrir nokkru gerðist það i skóia í sænskum smábæ, að aukakennari, ung kona, þurfti að taka kennslu í strákabekk i forföllum aðal- kennara. Piltarnir, sem voru á aldrinum 15—16 ára, voru nokkuð baldnir og réð konan ekkert við þá. Einn af kennur- um skólans, sem átti leið fram- hjá kennslustofunni sá hvar einn piltanna stóð uppi við töflu og teiknaði klámmyndir með tilheyrandi orðaskrúði undir, þrátt fyrir hörð mótmæli kennarans. Er þessi sami kenn- ari átti leið framhjá skömmu siðar stóð pilturinn enn við töfl- una og hélt uppteknum hætti áfram. Reiddist kennarinn þá snögglega, gekk inn i stofuna og rak stráksa utan undir. Svo illa tókst til, að hann hitti eyrað og sprengdi hljóðhimnuna þannig að fara þurfti með drenginn í sjúkrahús. Nú hótar faðir drengsins málsókn, þrátt fyrir að kennarinn hafi beðist afsökunar. Kennarinn bendir á, að kennarastarfið sé orðið svo erfitt, að hætt sé við, að menn geti misst stjórn á skapi sínu augnablik. „Ég veit, að ég hefði átt að hafa hemil á mér, og ég vona að pilturinn hafi ekki orð- ið fyrir varanlegum skaða." Ég get sem eyrnasérfræðing- ur róað hann með því að það er mjög sjaldan, sem gat á hljóð- himnunni grær ekki fljótt og án eftirkasta. Hljóðhimnan er grá- leit himna við enda eyrnar- gangsins, sem er um 3V4 cm á lengd, og myndar vegg við mið- eyrað. Himnan er nær hring- laga um 1 cm að þvermáli og 1/10 úr millimetra á þykkt. Þegar hljóðbylgjurnar berast inn eyrnaganginn, koma þær hljóðhimnunni til að sveiflast fram og til baka. Sveiflurnar berast um þrjú bein, hamarinn steðjann og ístaðið, sem mynda keðju úr miðeyranu inn í svo- nefndan snigil innra eyrans, en þar eru skynfrumur, sem taká við hljóðinu og þaðan liggur heyrnartaugin til heilans. Vmislegt getur sprengt hljóðhimnuna Skyndileg þrýstingsaukning í eyrnaganginum getur sprengt hljóðhimnuna. Sem dæmi má nefna sprengingu, högg á eyr- að, skell á höfuð af vatnsfleti svo eitthvað sé nefnt. Fólk við landbúnaðarstörf sprengir oft hljóðhimnuna, er strá kemst inn i eyrað og margir eru það, sem stinga gat á himnuna er þeir reyna að hreinsa eyrun með hárnál eða einhverjum álíka hlut. Maður á að iáta sér nægja að hreinsa eyrað með endanum af handklæði eða þvottaklút. Þeir eru einnig til, sem sprengja hljóðhimnuna af ásettu ráði, t.d. kafarar, sem vilja komast hjá eyrnaþrýstingi við störf sín. Þetta er hægt að gera svo til sársaukalaust, þvi að heilbrigð hljóðhimnan, er tilfinningalítil. Af þeirri ástæðu veit fólk oft ekki af þvi, að hljóðhimnan er sprungin, aðeins orðið vart við óhappið, sem skell á eyrað. T.d. kom einu sinni til mín ungur maður, sem kvartaði yfir skertri heyrn Framhald á bls. 25. í tilefni kvennaárs UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Hvað er Alþjóðlegt Kvennaár? ATHYGLI Sameinuðu þjóð- anna hefur í langan tíma beinst að því, að karlar og konur nái sömu réttindum. Þótt stofnskrá S.Þ. Mann- réttindayfirlýsingin og aðrar alþjóðlegar samþykktir banni misrétti vegna kynferðis, eru mörgum konum enn meinuð þau réttindi og frelsi, sem þessar samþykktir krefjast, annaðhvort með lögum, venjum eða hefðbundnum við- horfum. S.Þ. hafa frá árinu 1946, unnið eftir þessum samþykkt- um til þess að stuðla að jafn- rétti og haft áhrif á að gerðar væru nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum aðildarríkja. Að þessu hefur Getur þú I stuttu máli skýrt mismuninn á jafnrétti og jafnstöðu karla og kvenna. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Jafnrétti karla og kvenna þýðir, að lög ákveði konum og körlum sömu eða jöfn réttindi. Jafnrétti kemur ekki að gagni, ef jafnstaða fylgir ekki I kjölfarið. Þótt lagalegu réttindin séu fengin, er I flestum tilfellum Jangt frá þvf að konur og karlar standi jafnt að vlgi. Uppeldi, venjur og hugsunarháttur og ýmsar að- stæður, sem af þessu leiða, 1 valda því að jafnstaöa fylgir ekki jafnrétti sjálfkrafa. „nefndin um stöðu kvenna" aðallega starfað. Nefndin leitar ekki ein- göngu lagalegrar viður- kenningar á réttindum kvenna, heldur jafnframt breytinga á hefðbundnum við- horfum, sem meina þeim að öðlast og notfæra sér þessi réttindi. Nefndir hafa verið skipaðar til þess að,fjalla um stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi kvenna og um ríkis- borgararétt. Hinn 7. nóv. 1967 samþykkti Allsherjarþingið einróma „Yf- irlýsingu um útrýmingu mis- réttis gegn konum“. 1 yfirlýs- ingunni er fjallað um þau rétt- indi og frelsi, sem nauðsynleg eru til jafnréttis karla og kvenna. Þess má geta að Auður Auðuns, fyrrv. dóms- málaráðherra, átti sæti í is- lensku sendinefndinni, sem sat þetta þing. Auk þessa hafa verið gerðar rannsóknir og tillögur um fjöl- mörg málefni, svo sem jafnan rétt kynja í hjúskap og við stofnun og slit hjúskapar, og á þörfinni fyrir jafnrétti til menntunar og starfsþjálfunar. Á síðustu árum hafa S.Þ. aukið starf sitt í þágu kvenna, bæði með þvi að leggja áherslu á réttindi þeirra sem ein- staklinga, og á því að hæfi- leikar þeirra nýtist þjóð- félaginu til farsældar. Til þess að efla og hraða framsókn kvenna, hefur Alls- herjarþing S.Þ. útnefnt árið 1975 alþjóðlegt kvenna- ár. Markmið þess skal vera að ná jafnrétti milli karla og kvenna, að tryggja fulla þátt- töku kvenna í þróun landa sinna og að viðurkenna mikil- vægi þess, að konur auki fram- lag sitt til bættrar sambúðar og samstarfs milli rikja. S.Þ. hafa valið Kvennaárinu einkunnarorðin: JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN — FRIÐUR Framkvæmdastjóri kvenna- ársins hjá S.Þ. er Helvi L. Sipilá. Hún er finnsk að þjóð- erni, fædd árið 1915 og er lög- fræðingur að mennt. Hún hefur gegnt stöðu aðstoðar- aðalritara S.Þ. siðan árið 1972 og er fyrsta konan, sem hefur verið falið það starf. I einu af mörgum kynningar- ritum sem S.Þ. hafa sent frá sér vegna kvennaársins, segir Helvi Sipilá: „Hingað til hafa konur, 51% mannkyns, ekki tekið fullan þátt í uppbyggingu þjóðfélaga sinna. Ekki er tekið tillit til reynslu þeirra og viðhorfa vió áætlanagerðir og pólitískar, efnahagslegar, þjóðfélagslegar og menningarlegar samþykkt- ir. Til þessa liggja ýmsar or- sakir. Rótgróin, venjubundin viðhorf, bæði karla og kvenna, Museum of Modern Art: Frá sýningu S.Þ., Fjölskyldu þjóðanna eiga hér hlut að máli. Ein- skorðuð hlutverkaskipting kynja meinar konum að nýta þau tækifæri, sem falla utan heimilisstarfa og heimilisiðn- aðar. Heimurinn hefur ekki lengur ráð á að viðhalda þessari skiptingu. Við eygjum enga von til þess að leysa al- þjóðleg vandamál efnahags- og þjóðfélagsþróunar og auka gildi mannlegs llfs, ef helmingur mannkyns er settur hjá. Á alþjóðlega kvennaárinu skal gera jafnrétti og jafnstöðu kvenna og karla að raunveru- leika. Um það eru skýr ákvæði í stofnskrá S.Þ. og Mannrétt- indayfirlýsingunni. Án jafnréttis og jafnstöðu kynja eru ekki líkur á árangri í þróun mannkynsins." L.O. 1 tilefni KVENNAARSINS hefur póst- og símamálastjórnin ákveðið að gefa út frlmerki. Ef þér mættuð ráða: Mynd af hvaða íslenskri konu vilduð þér, að væri á merkinu? 1. Sendið KVENNAÁRSdálkum Morgunblaðsins uppástungur, merktar nafni yðar og heimilisfangi, fyrir 1. mars n.k. Auðkennið svarið „I tileíni KVENNAÁRS". MERKI HINS ALÞJÓÐ- LEGA KVENNAARS. — Sameinuðu þjóðirnar hafa valið þetta merki sem sameiginlegt tákn kvenna- ársins. Merkið er hannað af Valerie Pettis, listhönnuði við Henry Dreyfus stofnun- ina í New Yor-k. Merkið sýn- ir dúfu, hið iíffræðilega kventákn og stærðfræðilegt merki um jafngildi. Í3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.