Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
Hér er Mitsubishi Colt Lancer billinn, sem vann Austur-Afríku Safari
keppnina í fyrra, en það er ein erfiðasta rally keppni heims.
Bifreiðaskýrsla
Menn binda sem sagt vonir sín-
ar við að hægt verði að koma á
íslensku ralli strax næsta rumar þó
vissulega væri meira spennandi að
hafa keppnina við erfiðar aðstæð-
u. í hálku og snjó. Síðar verður
hér hugsanlega alþjóða rally
keppni, sem kalla mætti rally eld-
fjallalandsins eða e-ð slikt. Enn á
þó eftir að ganga frá undirstöðuat-
riðum i sambandi við umferðarlög-
in, þar eð sérstaka undanþágu
þarf til að mega aka á yfir 70—80
km/klst. hraða hérlendis!
Rally keppnir hafa viða átt mikl-
um vinsældum að fagna. Þar sem
ekið er á þjóðvegum eiga margir
kost á að sjá keppendur, að visu
oft ekki nema einu sinni. Bilarnir
sem keppt er á eru stundum
nefndir „venjulegir" fólksbilar,
þ.e. eins og menn kaupa þá fjölda-
framleidda. Keppni á slikum bilum
er vissulega hugsanleg, þó hætt
sé við að ekki kæmust allir langt
þá, en í alþjóðakeppnunum eru
bilarnir gjörbreyttir og gífurlega
mikið styrktir þó ytra útlit sé að
mestu óbreytt.
ÞAÐ er ekki beint skemmtilegasti
timi ársins, fyrir bileigendur um
þessar mundir. Nema þá e.t.v. fyr-
ir vissan hóp jeppaeigenda, sem
bregða undir sig betri fætinum,
skella keðjunum á og keyra siðan
upp í Innstadal.
Samkvæmt bifreiðaskýrslu Hag-
stofu íslands fyrir s.l. ár er heildar-
bifreiðaeign landsmanna 1. jan.
'74 63.532 og þar af eru rúml. 56
þúsund fólksbilar með sæti fyrir
allt að 8 farþega. I Reykjavík eru
fólksbilarnir 23.400, en gömlu
númerin sem nú er verið að hætta
með hins vegar yfir 40.000.—
Nokkur eru því greinilega ónotuð.
Athyglisvert gæti verið að
kanna hversu margir bilar eru
hálfónýtir, númerslausir og i al-
gjörri niðurniðslu t.d. víðsvegar
um höfuðborgina. Við sumar götur
virðist eins og hræ standi utan við
annað hvert hús næstum þvi. Eng-
ar tölur er þó að finna um slíkt i
áðurnefndri skýrslu.
í bifreiðaskýrslunni er m.a. tafla
þar sem getur að lita undarlegustu
nöfn farartækja, sem hörðustu
áhugamenn hafa varla heyrt
nefnd. Hvar eru t.d. Amphicar,
Autocar, Chaika, Czepel, Dia-
mond, Essex, Grahm Paige,
Zwicky? Það væri gaman að sjá
eitthvað af þessum bilum. Alls
munu skráðar 172 mismunandi
gerðir fólksbila hér.
Fólksvagninn (VW) er enn sú
tegund, sem mest er til af í land-
inu, 7903 bilar. Ford er næstur
Það verður spennandi að fylgj-
ast með islensku ralli ef ú verður,
sem ég leyfi mér að vona.
br. h.
Kappakstur á brautum er alvarlegra mál en rally
\
Ekki kannski besti árstíminn fyrir „fínu" bílana.
enda margar gerðir til af honum,
7427. Moskvichinn er þriðji al-
gengasti billinn á íslandi og af
honum eiga að vera til 3350.
— Göturnar hafa farið illa und-
anfarið eins og berlega kom í Ijós
er hálkublettirnir bráðnuðu í rign-
ingunni nýverið. Stórvarasamar
holur hafa sums staðar myndast i
malbikið og staðið opnar og
ómerktar nokkuð lengi.
Maður hefur ekki undan að
pússa Ijósin og bilrúðurnar og
notkun rúðusprautanna er i al-
gleymingi. Það þarf sifellt að bæta
á þær vatni og ísvara, og ekki má
gleyma að hreinsa þurrkublöðin.
Oft er launhált og klakabúnkar i
beygjum og öðrum varasömum
stöðum. Oft er nauðsynlegt að
stoppa á klaka og siðan spólar
maður af stað og nær skyndilega
spyrnu svo snýst upp á drifskaftið
undan hinu mikla álagi.
— Áhugamenn um rally, þ.e.
nokkurs konar víðavangskapp-
akstur (rall) hafa nú upp á siðkast-
ið látið nokkuð frá sér heyra og
frægur aðstoðar rallyökumaður,
Henri Liddon, kom hingað nýverið
til að kanna aðstæður til slikrar
keppni. Liddon hefur oft staðið sig
mjög vel og tvisvar verið við hlið
sigurvegarans i Rallye Monte
Carlo, fyrir nokkrum árum. Nýver-
Íð sigraði hann i Bandana rally i
Afriku.
eftir ÁSGEIR
JAK0BSS0N
Beitarþolið
til sjós
og lands
Mikiö er nú rætt um sóknina i
íslenzku fiskstofnana og þá
einkum þorskstofnsins. Svo er
sagt og vafalaust með miklum
sanni, að við náum ekki fullri
magnnýtingu úr íslenzka þorsk-
stofninum vegna þess, að ung-
fiskur eða undirmálsfiskur sé
of mikill hluti aflans. Að vísu
vinnum við eitthvað upp með
fjölda veiddra fiska, þar sem
náttúran fækkar fiskinum tals-
vert árlega(10—20% fyrstu ár
in). I þessu máli öllu eru mik-
ilsverðir þættir lítt þekktir. Við
þekkjum ekki beitarþol ís-
lenzkufiskislóðarinnarog held-
ur ekki hvað við þurfum stóran
stofn til að tryggja hrygningu,
vegna þess, hvað klakið lánast
misjafnlega. Þar sem við þekkj-
um ekki beitarþol íslenzku
fiskislóðarinnar getum við ekki
vitað, hvaða áhrif breytt aldurs-
skipting í þorskaflanum kynni
að hafa á vöxt og viðgang þorsk
stofnsins sjálfs og heldur ekki,
hvaða áhrif heildar viðkoma
þorskstofnsins hefði á viðkomu
annarra skyldra stofna. (Eykst
ufsaafli ef þorskgengd minnk
ar, loðnuafli ef sildarafli
minnkar ogsvoframv.)— Við
getum ekki svarað þessum
spurningum nema þekkja lífs-
skilyrðin í sjónum, eða beit-
arþolið sem vel má kalla svo. Ef
við beitum of miklu af full-
orðnu fé í hagana, hver verður
þá hlutur lambanna? Verða þau
afétin með þeim afleiðingum að
vöxtur þeirrahægistog frálags
þungi þeirra minnkar? Og hver
yrði svo hlutur annars kvikfén-
aðar, sem þyrfti aó sækja í
þessa sömu haga? Þola miðin að
allur þorskfiskur nái fullum
vexti? Þyldu hagarnir íslenzku
að allur búfénaður bænda næði
fullum vexti? Til dæmis engri
kind slátrað fyrr en hún væri
orðin tvævetur eða eldri?
A sama hátt verðum við að
spyrja okkur, hvað ætismögu-
leikar á íslenzku fiskislóðinni
þoli mikið af fullorðnum fiski
án þess að vaxtarskilyrði ung-
fisks minnki og þorskstofninn í
heild jafnvel bíði tjón af. Afla-
leysi fyrri alda, áður en of mikil
sókn gat verið orsökin, hefur
vitaskuld stafað af ýmsum nátt
úrlegum orsökum, en getur það
ekki hafa verið ein þeirra, að
fullorðni hlut stofnsins hafi
orðið of ríkjandi og stofninn
þannig að einhverju leyti eytt
sjálfum sér.
I meginatriðum verðum við
að reikna beitarþolsdæmið eins
til lands og sjávar, en þó er sá
grundvallarmunur á, að við get-
um haldið fjölda kvikfénaðar
hæfilegum og í samræmi við
þol haganna bæði með grisjun
og aukinni ræktun, en við
getum ekki stillt saman beitar-
þoli fiskimiðanna og fiskstofn-
anna. Við getum ekki aukið
beitarþolið, heldur aðeins grisj-
að fiskstofnana, en vitum þá
ekki hvað mikið við þurfum að
grisja þá né í hvaða hlutföllum.
Borgar sig að miða sóknina við
fullvaxinn fisk?
Örugg mörk
Bændur hafa þann hátt á að
slátra búfénaði sínum strax og
hann hefur tekið út örasta vöxt-
inn og slátrað því lömbunum á
haustin en ala þau ekki yfir
veturinn til frálags að vorinu,
þó að þau þyngist all-verulega.
Þeim finnst sú þyngdaraukning
ekki borga sig. Þeir vilja lika af
þessum sökum heldur nýta
beitarlönd sín fyrir lömbin á
sumrum en veturgamalt fé, þó
að það bæti einhverju við sig i
þunga til slátrunar að hausti.
Lömbin vaxa lang-hraðast og
skila þeim hagkvæmustu
sláturþunga. Það sama gæti átt
við i sjónum. Þess vegna geta
allir likast til orðið sammála
um að rétt sé að skirrast sem
mest við að veiða fisk yngri en
5 ára, en hitt yrði þá áfram
Það má ýmsa lærdóma draga af þessu yfirlitskorti yfir uppeldis-
stöðvar þorsks (krossaða svæðið) og göngur hrygningarfisksins
(hvíta línan eftir allri uppeldisslóðinni) — af og á hrygningar-
stöðvarnar fyrir Suðurlandi. Það er máski ekki eins auðvelt og
margir halda að skilja smáfiskinn frá stór-þorskinum á slíkri
fiskislóð. En kortið sýnir fleira. Þó að það sé ekki nákvæmt sýnir
það i stórum dráttum, að uppeldisslóðin er ekki grynnsta slóðin upp
við landið, heldur grunnin utar. Þetta er svo sem ekki ný speki, en
það hafa ótrúlega fáir tileinkað sér hana. Kannski er oftar að finna
fullvaxinn fisk í göngu næst landinu en smáfisk.