Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 Ef hægt er aö kalla einhverja íþrótt fjölskylduíþrótt hér á landi, er skiðaíþróttin þaö að sönnu. Þeim sem leggja stund á þessa íþrótt hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og virðast allir hafa jafn gaman af. Einn höfuðkostur þessarar íþróttar er, að ekki skiptir máli, hvort maðurinn er snjall skíðamaður eða ekki, allir koma endurnærð- ir heim eftir að hafa andað að sér heilnæmu fjallaloftinu, auk þess sem vöðvarnir styrkjast. Margir aðilar hafa komið að máli við blaðið og farið þess á leit að meira verði skrifað um skíði en verið hefur. Því hefur það orðið að ráði, að tekinn verður upp sérstakur skíðaþáttur í blaðinu, sem ætlunin er að birtist einu sinni í viku. 1 þessum þætti verður reynt að greina frá því helzta, sem um er að vera í skíðalífinu. Einnig verður komið við í sportvöruverzlunum og kannað hvað þær hafa á boðstólum fyrir skíðafólk. Þá verður reynt að benda á hvaða búnaður er heppilegastur fyrir skíðafólkið, því ekki er sama hvaða skíðalengd, hver velur sér. Þá verður miklu rými varið tH skíða- kennslu og mun Valdimar Örnólfsson, sá góðkunni skíðamaður og íþróttafrömuður sjá um þann hluta. — Þá hefðum við ekki á móti því, að lesendur rituðu okkur línur, ef þeir eiga sér einhverjar sérstakar óskir eða gætu bent á eitthvað, sem betur mætti fara, Skíðarabb og skíðakennsla ir Nú er að koma besti tími vetrarins tíl skíðaiðkana og flestir búnir að taka fram skíð- in. Margir byrjendur eru í þess- um hópi og hef ég verið beðinn um það að leiðbeina þeim í undirstöðuatriðum skíða- íþróttarinnar hér í blaðinu. Mér er mikil ánægja að þvi að verða við þeirri bón, því að fátt hefur mér þótt skemmtilegra um dagana en að kenna á skíó- um, eins og sjá má af því, að ég hef varið öllum sumrum allt frá 1961 uppi í Kerlingarfjöltum við að kenna á skiðum. Það er einmitt þar efra við Skíóaskólann i Kerlingarfjöll- um, sem við Jakob Albertsson gerðum þær myndir, sem verða notaðar hér við kennsluna. Eins og flestir vita, þá skipt- ist skiðaíþróttin i greinarnar svig, stórsvig, göngu, stökk og brun. Þó að sumar þessara greina virðíst í fljótu bragði ólíkar hver annarri, þá byggjast þær allar á sömu grundvallar- atriðunum, jafnvægi, mýkt og snerpu. Það er því t.d. mjög gott fyrir byrjendur að æfa sig að ganga á skíðum áður en þeir byrja á þvi að renna sér í brekkum. Því betur sem þeir æfa sig í göngu, þeim mun auó- veldara verður það fyrir þá að læra að taka beygjur á skíðum (svig). Jafnvægisskynið eykst, fótvöðvarnir styrkjast og menn venjast skíðunum og hvernig á að beita þeim. Auk þess eru grundvallarhreyfingarnar, í skíðagöngu að færa þungann af einu skíði á annað þær sömu í sviginu. Við byrjum þvi á þvi að æfa okkur í skíðagöngu. Fyrst lær- um við að halda á stöfunum, því að þeir gefa góðan stuðning á göngunni og því sjálfsagt að venja sig við þá strax. Á mynd 1 sjáum við, hvernig hendinni er smeygt upp i gegn um slaufuna á stafnum, þannig að hún komi ofan á úlnliðinn. Við grípum svo um handfangið eins og sýnt er á mynd 2, utan um handfangsólina. Flestum byrjendum hættir til að stinga hendinni beint inn í slaufuna, sem lendir þá undir úlnliðnum, og er þá ekki unnt að grípa um handfangsólina, svo að takið á stafnum verður losaralegt og stafbeitingin ekki eins auðveld fyrir bragðið. Við skulum velja okkur alveg slétta flöt fyrst í stað. Hvort sem þið eruð í liprum skóm eða stifum er aðalatriðið aó láta skíðin fljóta vel á snjónum, en ekki lyfta þeim upp eins og í venjulegri göngu. Fornmenn töluðu um að skríða á skíðum og er þar sannarlega vel að orði komist. Látið skíðin skríða eftir snjónum, fjaðrið mjúkt i hné og ökkla þegar þið rennið skiðinu fram, og ýtið ykkur með stöfun- um i takt við göngulagið. Ef þið eruð í stífum skóm er erfitt að ná þessu skriði vel, þar sem skórnir hindra hreyfing- una i ökkla, en látið það ekki á ykkur fá, styttið bara skrefin, en gætið þess um fram allt að „trampa" ekki á snjónum. Þegar menn hafa náð góðu jafnvægi á sléttu er næsta skrefið að æfa sig í hólum og mishæðum og kemur þá fljótt að þvi að menn fara að renna sér í brekkum, en við skulum bíða með það þangað til að laug- ardaginn í næstu viku. Jean-Claude Kiily er einhver frægasti skíðamaður, sem uppi hefur verið, en árið 1968 vann hann það afrek á olympíuleikj- unum í Innsbruck, að vinna þrenn gullverðlaun, eða allar Alpagreinarnar svokölluðu, svig, stórsvig og brun. Killy, sem er fæddur og uppalinn i þeim fræga skíðastað Val d’Isére i frönsku Ölpunum, var ungur að árum, þegar hann vann sín fyrstu verðlaun fyrir leikni á skíðum og þar með var framtíð hans ráðin. Hann er núna 31 árs og er nú atvinnu- skíðamaður, auk þess sem hann fer viða um heim og hjálpar til við skipulagningu skiðasvæða. Fyrir nokkru átti bandariska vikublaðið Newsweek viðta! við Killy, og fer það hér á eftir endursagt. — Hvenær stekkur þú fyrst inn i skíðaíþröttina? Killy: Það var snemma. Þeg- ar ég var ungur drengur í Val d’Isére höfðum við lftið annað að gera yfir vetrartímann. Oft á tíðum þurftum við að fara á skíðum í skölann. Það var á þessum árum, sem ég tók fyrst þátt í keppni og þessi íþrótt gagntók mig. Akvað ég þá, að helga þessari iþrótt líf mitt. Ég kem frá ósköp venjulegri fjöl- skyldu í Frakklandi, sem ekki stundaði skíði svo nokkru nam. Ég hefði vel getað hugsað mér að búa allt mitt líf í Val d’Isére, en í stað þess hef ég ferðazt um allan heim, hitt fjölda fólks, náð mér i sæmilega fjárupp- hæð, lifað stórkostlegu lífi — aðeins ánægjunnar vegna. — Hvað heldur þú, að það sé sem gerir skíðin svo vinsæl sem þau eru meðal fólks, sem hefur engan hug á að vinna gullverð- laun á Olympíuleikjum eða dottið i hug að taka þátt i keppniY Killy: í fyrsta lagi held ég að það sé staðreynd, að skíða- íþróttin er fjölskylduíþrótt. Énnfremur mjög þroskandi íþrótt: Það er sama á hvaða skíðasvæði fólk kemur, það er alltaf að hitta nýtt fólk, sama hvort heldur er í lyftunni eða á tindum fjallanna. Einriig fer þessi íþrótt ávallt fram í fallegu og heilsusamlegu umhverfi: hvít og hrein fjöll. Og ef þig langar til að vera einn um stund, þá geturðu rennt þér með vindinum og hljóðinu frá skíðunum þínum niður brckk- una. Það er akki hægt annars staðar. — Einslöku maðui segir að eí skíðamenn haldi áfram að fjöl- menna í Alpana eins og þeir hafa gert undanfarin ár, verði ekkert autt svæði eftir nokkur ár. Ert þú sammála þvi? Killy: Það kemur ekki til á næstunni. Það er enn til margir góðir skíðastaðir, sem enn hafa ekki verið uppgötvaðir. Og al- mennt eru skíðasvæðin ekki eins vel skipulögð og hægt væri að gera. 1 janúar til dæmis, er tiltölulega lítið farið á skíði í Evrópu, og á það þarf að leggja áherzlu. Þá má ekki gleyma öll- um fjöllunum í A-Évrópu, sem enn háfa ekki verið skipulögð, fyrir skíðafólk frá V-Evrópu. Sem stendur virðist það ein- göngu vera af stjórnmálalegum ástæðum. En austantjaldslönd- in hafa upp á mörg og góð fjöll að bjóða, og einhvern tima verða þau opnuð ferðamönn- um. Killy æfir svig. SKHM r hverfisverndarmenn. Og skíða- mennirnir segja: „Við viljum skiðasvæði, ekki tré.“ En ég held að við verðum að finna milliveginn í þessu máli sem öðrum. — Er hægt að hafa Olympiu- leika framtíðarinnar algjöra áhugamannakeppni? Killy: Þeir geta aldrei orðið eingöngu áhugamannakeppni, af þeirri einföldu ástæðu að ef menn vilja taka þátt í keppn- inni, þá verður að æfa minnst sex til tíu mánuði á ári. En nú hefur reglunum líka verið breytt í þá áttina sem betur fer. Mín skoðun er sú, að Olympiu- leikarnir séu dásamlegasti vett- vangur sem ungur íþróttamað- ur getur hugsað sér fyrir iþrótt sina. Ef þeir legðust niður yfði það mikið áfall fyrir íþróttalífið i heiminum. „Aðeins ánœgjunnar vegna” — Hvað finnst þér um skíöa- göngu? Killy: Þetta er stórkostleg iþrótt og minnir mikið á Alpa- greinarnar. En þegar ég var yngri var ekki mikið hugsað um það: það voru hvorki til pening- ar né eins mikið um keppni og nú er. Það var því aðcins eitt val fyrir mig. Ég varð að taka þátt i Alpagreinunum og ennþá hef ég meiri ánægju af þeirrí grein. —Ilverju hefur þú til að — segir Killy svara um að skíðamennskan og allt sem henni fyigir, sé að eyði- leggja svip Alpahéraðanna? Killy: Ég held að hér sé að verða breyting á og umhverfis- sérfræðingar eru nú alltaf hafð- ir með i ráðum. 1 Frakklandi eru t.d. þjóðgarðar, þar sem lyftur og skíðaferðir eru bann- aðar. En það er önnur hlið á þessu máli. Ef þú færir að telja kæmist þú að raun um, að skiðamenn en fleiri en um- — Hvernig getur þú sem Frakki lýst einkennum annarra þjóða keppenda, sem voru með þér? Killy: Tökum Þjóðverja. Hann myndi keppa eins og Þjóðverji —- leggja sig alian fram, sneyddur kimnigáfu. Frakkinn gæti hins vegar verið hugmyndaríkur og fullur af eðlishvöt. ltalinn gæti hins veg- ar verið afslappaður og ánægð- ur og Amerikanar finnst mér oft vera eins og algjörir áhuga- menn í hópi atvinnumannanna. Þeir elska það sem þeir eru að gera og leggja hart að sér. Hvers vegna þeir vinna ekki fleiri verðlaun en þeir gera er einfaldlega vegna þess að þeir fara í skóla eða taka sér annað starf. Þeir hafa eitthvað annað í sínu lifi sem við Evrópubúar höfum ekki ... Þegar þeir hætta keppni verða þeir lækn- ar, tannlæknar eða kaupsýslu- menn. Það tekur hins vegar Ev- rópuskíðamenn langan tíma að snúa sér að öðru. — Hvernig lízt þér á loftfim- leika á skíðum? Killy: Þegar ég var unglingur vorum við strákarnir að reyna þetta. En þetta er hinsvegar ný íþrótt, sem fólk kann að meta. Þetta er ekki skiðarennsli held- ur eitthvað annað. — Hver eru framtíðaráform þín? Killy: Ég hef mörg járn i eld- inum. Ég er við ýmsar fram- kvæmdir i Japan, Nýja Sjálandi og jafnvel í Astralíu. Ég að- stoða við að skipuleggja skíða- svæði í Argentínu, Banda- rikjunum og Frakklandi. Þann- ig að eins og er er ég alþjóða maður. Ég get ekkert annað gert. Ég hef nú tekið þátt i skíðakeppnum i sem næst 25 ár og langar nú til að fara að eiga rólega daga með fjölskyldunni. En ég mun halda áfram að fara á skíði minnsta kosti næstu 20 árin. Þessi íþrótt á sér engin takmörk. Hún er stórkostleg, ekki aðeins það að taka þátt í keppnum heldur miklu heldur að anda að sér hreinu fjallaloft- inu og skíða að vild niður brekkurnar. — 1 Bandaríkjunum hafa sumir feður þann háttinn á, aó þeir gefa sonum sínum fótbolta um leið og þeir fæðast. Hvað með þin börn? Killy: Ég mun setja þau á skíði. Ef þau kunna að meta þessa íþrótt þá verð ég ánægð- ur, — ef ekki, þá er ekkert við þvi að gera. En að sjálfsögðu gef ég þeim kost á þessari dásamlegu íþrótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.