Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ; LAUG ARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
33
Lang- Moíö ö kvenréttindarööstefnu
Jóhanna
Kristjönsdóttir
'býddj
37
sér þann munaó aö vera þag-
mælskur, nema í ákveðnum hlut-
um, situr skömmu síðar einn með
Ase Stenius lækni inni í dagstof-
unni.
Hún er klædd í hvíta blússu og
blátt pils og hún er bæði falleg og
hressileg eins og venjulega.
Þýzkri vinnukonu er skipað fyrir
verkum og ekki líður á löngu unz
Christer hefur rjúkandi kaffi fyr-
ir framan sig.
Og eins og hennar er von og
vísa kemur hún beint að efninu:
— Já. Það voruð sem sagt þér
sem höfðuð rétt fyrir yður, lög-
regluforingi. Eins og venjulega.
— Þökk fyrir. Þér hafið lesið
krufningsskýrsluna.
— Já. Þar fer ekkert á milli
mála.
— Nei varla. Og sérstaklega þar
sem þess er gætt að í botnfallinu
var einnig stryknin. En það er eit
urtegund, sem ég áleit að væri
erfitt að komast höndum yfir...
Hún fær sér marmelaði á ristað
brauð, bitur i og segir því næst:
— Læknir getur að sjálfsögðu
orðið sér úti um stryknin hvenær
sem er. En ég hef reynt að sann-
færa aðstoðarmenn yðar um að ég
hafi ekkihaftstryknini ferðatösk
unni minni, þegar ég hélt til ráð-
stefnunnar.
— Einmitt. En þér hafið líka
reynt að sannfæra okkur um að
þér hafið ekki hreyft við neinu í
herberginu, þar sem morðið var
framið, þér hafið ekki flutt hina
látnu, né hreyft við nokkru.
STENIUS LÆKNIR, ER ÞAÐ NU
VÍSTOG RÉTT?
— Já. Ef ég segi satt í nokkrum
sköpuðum hlut þá er það í því. En
það kemur mér ekki á óvart, þó að
þér trúið mér ekki eftir að sem á
undan gekk.
Hún roðnar við og ræðst i það
erfiða verkefni að útskýra... og
verja sig.
— Ég vildi ekki að lögreglan
hæfi rannsókn, þrátt fyrir að ég
VELVAKAEMOI
,,Ég vil eindregið lýsa yfir
stuðningi mínum við ósk, er fram
kemur i upphafi greinar Þorvalds
Friðrikssonar um málmblendi-
verksmiðjuna fyrirhuguðu. Hún
felst í því að ræða megi þetta mál
á efnislegum grundvelli, án þess
að þar þurfi að koma til flokks-
pólitískra átaka. Þetta er mál,
sem ætta að verða ihugunarefni
fyrir hvern einstakling í landinu
og nauðsynlegt, að gerðar verði
óhlutdrægar rannsóknir á afleið-
ingu slíkrar stóriðju, t.d. á hinum
Norðurlöndunum.
Þorvaldur minnist einnig á,
hvernig þvi er óspart haldið fram,
að stóriðja af þessu tagi sé nauð-
synleg til að veita atvinnu í land-
inu. Væri í því sambandi fróðiegt
að heyra álit fleiri manna um
hvort ekki væri hægt að gera stór-
átak í þeim málum með byggingu
fleiri gróðurhúsa og þar með nýt-
ingu á jarðhita og rafmagni. Þar
myndu skapast ólíkt skemmti-
legri atvinnumöguleikar án
mengunar, jafnframt framleiðslu
á lífsnauðsynlegum matvælum,
sem raunverulegur skortur er á i
heiminum.
Vil ég að lokum eindregið skora
á ráðamenn þjóðarinnar að taka
mál þetta til vandlegrar end-
urskoðunar.
María L. Einarsdóttir,
N.J. Fjords Allé 9
Kaupmannahöfn."
% Blandað í
svartan dauðann
Anna Eiríksdóttir i Hafnarfirði
hringdi og bað okkur að koma því
á ffamfæri, að þrátt fyrir lofsam-
leg ummæli um sögu Steinars Sig-
urjónssonar, sem Karl Guðmunds-
Velvakandi svarar í slma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
% Leiðakerfi
Kópavogs-
vagnanna
Leiðakerfi Kópavogsvagnanna
er enn til umræðu og sýnist sitt
hverjum. ,,Hef ég verið dæmd í
Síberíuvist?" skrifar Guðný A.
Jónsdóttir og sendir eftirfarandi
bréf:
„Ég hef verið búsett í Kópavogi
í rúm tvö ár og fram að þessu
kunnað vel við mig. Ég er roskin
kona, ein á báti núorðið, vinn í
Reykjavík frá kl. 10—4 á daginn.
Ég man að kunningjar mínir og
frændfólk sögðu við mig þegar ég
var flutt: Æ, mér finnst þú vera
komin til Siberíu, elskan min.
Þetta kom satt að segja illa við
mig. En ég sagði, að þetta væri þó
ekki lengra en upp i Breiðholt.
En reyndin hefur orðið sú, að
ég hef fengið miklu færri gesti en
áður og allir kennt samgöngúnum
um. En þær fara nú bráðum að
batna, sagði ég Iengi vel. En
aldrei á ævi minni hef ég orðið
fyrir eins miklum vonbrigðum
sem af reynslu minni af hinu nýja
vagnakerfi okkar Kópavogsbúa.
Það er ein endalaus hringavit-
leysa.svo að nú tekur það okkur
hálftíma lengur hvora leið en áð-
ur var, auk þess endalaus þeyting-
ur á milli vagna, óvissa, spenning-
ur, kuldahim og slysahætta.“
# „Kella í
Síberíu“
„Nýlega átti ég merkisafmæli
og komu þá fleiri i heimsókn til
mín en nokkru sinni fyrr, en aðal-
umræðuefnið var því miður mín
ömurlega Síberíuvist. En ég hef
nú ekki fengið orð fyrir að styðja
þá að málum sem stjórna ríkjum
kommúnista. Einn frændi minn
orti:
Margan sopa fyrr ég fékk
hjá frænku minni Nýju,
komin er nú á kommabekk
kella I Síberíu.
Áður bjó ég lengi i einu út-
hverfa Reykjavíkur og kvartaði
enginn yfir því hve erfitt það
væri að heimsækja mig. Þangað
voru ágætis ferðir, enda hugsar
borgarstjórn Reykjavíkur vel um
það, að þeir sem ekki eiga einka-
bíla geti komist allra sinna ferða,
forstjóri strætisvagnanna þar
hinn liprasti ágætismaður. Hér í
Kópavogi vill víst enginn gangast
við því að hann beri ábyrgð á
þessum málum, helst skilst manni
að það séu vagnstjórarnir, sem
hafi ráðið því hvernig málum er
háttað.
Ég vil hér með skora á bæjaryf-
irvöld í Kópavogi að efna til fund-
ar um þessi mál. Ef ekki verður
breyting á þessu, verða þeir, sem
ekki eiga einkabila að flytjast
burt á betri stað.þar sem betur er
að mönnum búið.
Guðný A. Jónsdóttir"
# Málmblendi-
verksmidjan
María L. Einarsdóttir skrifar
frá Kaupmannahöfn, en tilefnið
segir hún vera greinina „Járnflis
í auga Hvalfjarðar", sem birtist í
blaðinu 3. jan. s.l.:
hefði vissulega grun um að morð
hefði verið framið og ég reyndi að
leiða yður á villigötur með tilliti
til dánarorsakarinnar, þegar vió
töluðum saman fyrst. Og það
gerði ég af einni — tveimur,
reyndar þremur ástæðum.
— Og ástæóa númer eitt?
— Hræðslan við það, sem óhjá-
kvæmilega fylgdi í kjölfar morðs.
Mér fannst sú tilhugsun viðbjóðs-
legri en ég get lýst með orðum að
rifið yrði upp i öllu og allir félag-
ar í klúbbnum drægjust inn í
slíka rannsókn. Ef það sem sagt
væri... það sem fram kæmi, yrði
leyndarmál milli þeirra sem áttu
hlut að máli og lögreglunnar,
hefði ég ekki mælt gegn því. En
nú á dögum fella ákveðin blöð
dóma löngu áður en málið er kom-
ið fyrir dómstóla og maður er
nánast aflífaður opinberlega,
hvort sem maður er sekur eða
saklaus. Það er viðbjóðslegt, og ég
ætla ekki að reyna aó segja yður,
hvað þessar umliðnu vikur hafa
verið hryllilegar. Vitið þér að ég
ligg undir sterkum grun! Mér er
líkt við enskan lækni, doktor Ad-
ams, sem kannski — hann var
sem sé sýknaður — myrti sjúkl-
inga sína á færibandi? Katarina
þorirekkiað sýna sig i verzluninni
sinni. Fólk kemur langar leiðir til
að glápa á hana. Eva Gun fékk
taugaáfall og hefur fengið leyfi
frá þingstörfum. Eruð þér hissa á
því þótt maður hiki ögn áður en
maður gengur að því af fúsum og
frjálsum vilja að steypa sér og
vinum sinum í slika glötun?
Hún dregur andann ótt og titt
og er skjálfrödduð af hugaræs-
ingi. En Christer svarar dapur-
lega:
— Eru rök yðar ekki dálítið mót
uð af eigingirni, Áse Stenius?
Skiptir það yður engu máii aö
réttlætinu verði framfylgt og
morðingi fái makleg málagjöld?
— Jú, viðurkennir hún hispurs-
laust. — En það fer dálítið eftir
þv hvert er fórnarlámb morðingj-
ans. Ef það hefði verið Uno. Eða
Ruth Zettergren — eða ýmsir aðr-
ir. En BETTI! Það var reyndar
ástæða númer tvö til þess að ég
vann gegn yður. Fyrst hún var
dáin, þá það! Það hefði verió
Hvort ég vilji máta buxur — því spyrjið þér að
því?
betra fyrir alla aðila, sennilega
líka fyrir yður, ef ég hefði fengið
að halda áfram að trúa því að hún
hefði fengið hjartaáfall og ég
hefði með góðri samvizku getað
gefið út dánarvottorðið.
Christer andvarpar og fær sér
sopa af sterku kaffinu.
— Mig minnir að ástæðurnar
hafi verið þrjár?
— Og sú þriðja voruð þér sjálf-
ur, lögregluforingi.
— Afsakið. Nú skil ég ekki.
— Jú, þriðja ástæóan var ein-
faldlega, hávaxinn og afar hroka-
fullur lögregluforingi, sem fór
svo í taugarnar á mér að það er
nánast hlægilegt og sá maður
virðist enn hafa sérstakt lag á að
koma mér úr jafnvægi og fá mig
til að setja fram einkennilegar
skoðanir og yfirlýsingar sem ég
meina alls ekki... Og nú megið
þér komast að!
Augu hennar glampa, í þeim
speglast tilskiptisgremjaog kald
hæðni. Og allt í einu brosa bæði
og hann gefur þessa sigildu yfir-
lýsingu, sem nota má við hvert
tækifæri þegar mönnum er orða
vant.
— Ja, þetta kvenfólk!
Og svo spyr hann forvitnislega:
— Hvað hefðuð þér gert ef ég
hefði ekki skotið upp kollinum?
— Þér þurfið ekkert að óttast.
Ég hefði að lokum kallað á lög-
regluna. En ég vildi fá tíma til að
hugsa þetta betur. Svo að það var
þess vegna sem þér vilduð ekki
láta senda eftir manninum sem
Louise Fagerman vildi láta
kveðja á vettvang til að fjarlægja
iíkið. Og þar með erum við komin
aftur að upphafi málsins.
— Já. Viljið þér frekar að ég
hefði hreyft eitthvað. Mér heyrist
það næstum.
— Já. Ég hefi að minnsta kosti
verið yður þakklátur, ef þér hefð-
uð flutt bakkann með sérriglös-
unum frá náttborðinu og yfir á
kommóðuna. Þér hefðuð líka átt
að fá yður glas til að styrkja yður
á eftir þá sjón sem við blasti.
— Ég er bæði mjög forvitin og
son les á kvöldin um þessar
mundir, þá þætti sér hún ekki
boðleg sem útvarpssaga.
Sagan væri mestmegnis blóts-
yrði, drykkjuraus og fúkyrða-
flaumur, sem fullorðnu fólki, þar
á meðal sér, líkaði alls ekki að
hlusta á. Enda þótt sögunni og
flutningnum hefði verið hælt í
Morgunblaðinu fyrir skömmu, þá
væri ekki þar með sagt, að allir
væru á sömu skoðun, og því vildi
hún láta þetta koma fram.
£ Síðdegisþættir
um fötlun
Jóhanna Björnsdóttir hringdi
og bað okkur að koma á framfæri
þakklæti til Gísla Helgasonar,
sem hefur umsjón með þáttum I
útvarpinu siðdegis, en þættirnir
fjalla um málefni fatlaðra.
Jóhanna sagði, að þarna væri
fjallað um málin af nærfærni og
skilningi, án þess að um væri að
ræða viðkvæmni, og væru þætt-
irnir mjög vel til þess fallnir að
vekja fólk til umhugsunar og
skilnings á málefnum þeirra, sem
með réttu hefðu stundum verið
kallaðir „olnbogabörn Þjóðfélags-
ins“.
Jóhanna sagði, að þó þyrfti að
sjálfsögðu að f.vlgja böggull
skammrifi. Þættirnir væru fluttii
á afar óheppilegum tíma — tíma
þegar meirihluti fólks væri önn
um kafinn við nám eða starf ;
öðrum vettvangi en heimilinu
Gerði hún það að tillögu sinni, að
þættirnir yrðu endurteknir
betri tíma.
FbImsIíí
lí. .
Glæsilegt — Bingó
í Glæsibæ á morgun kl. 3:30.
Húsið opnað kl. 2:30, 14 umferð-
ir Verðmæti vinninga 60 þúsund
krónur. Enginn aðgangseyrir.
Reynið heppni ykkar. Kvenfélag
— og Bræðrafélag Langholts-
kirkju.
Sunnudagaskóli
I Fellaskóla kl. 10.30. Séra Lárus
Halldórsson.
Skrifstofa félags ein-
stæðra foreldra
er opin mánudaga og fimmtudaga
kl. 3 — 7. Aðra daga kl. 1—5.
Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir
félagsmenn fimmtudaga kl.
10—12, sími 1 1822.
Kvenfélag Bústaðarsókn-
ar
Fundur verður haldinn mánudag-
inn 10. febrúar kl. 8:30 í
safnaðarheimili Bústaðarkirkju.
Félagsráðgjafi kemur á fundinn.
Stjórnin.
Stúlka Freyja nr. 218
Fundur í kvöld kl. 8:30 i
Templarahöllinni Eiriksgötu 5. Br.
Karl Helgason flytur erindi um
góðtemplarahópa. Framkvæmda-
nefnd Stúrstúku (slands mætir á
fundinn.
Kaffi eftir fund.
ÆT.
KFUM — Reykjavík
Á samkomunni annað kvöld 'kl.
20.30 talar Gunnar Sigurjónsson,
guðfræðingur. Eisöngur, Halldór
Vilhelmsson. Tekið verður á móti
gjöfum til Bibliufélagsins. Allir vel-
komnir.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma að Óðinsgötu 6
A á morgun kl. 20.30. Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Verið velkomin.
Sunnudagsganga 9/2
Tröllafoss — Haukafjöll. Verð kr.
400. Brottför kl. 1 3. frá B.S.Í.
Ferðafélag (slands.
FERÐAFELAG'
: ÍSLANDS
Stjórn Ferðafélags Isjands boðar
til
Almenns félagsfundar
mánudaginn 10. febrúar i Lindar-
bæ (niðri) kl. 20.30.
Dagskrá:
Stefna og markmið Ferðafélagsins
á næstu árum, m.a. varðandi er-
lenda ferðahópa á vegum þess.
Aðalfundur
F. I. 1975 verður haldinn á sama
stað og tima mánudaginn 24.
febrúar.
Stjórnin.