Morgunblaðið - 14.03.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.03.1975, Qupperneq 3
Dr. Sigurður Þórarinsson ftyturfyrirlestur DR. SIGURÐUR Þórarins- son, prófessor, flytur fyrir- lestur á vegum íslenzka mannfræðifélagsins, er fjallar um breytingar byggð- ar f ljósi öskulagarann- sókna. Verður fyrirlestur- inn haldinn f Háskóla is- lands — stofu nr. 101 í Lög- bergi kl. 20.30 miðvikudag- inn 19. marz nk. Öllum er heimill aðgangur. Án meðvilundar PILTURINN, sem varð und- ir vegg f nýbyggingu f Foss- vogi s.l. föstudag, liggur enn á gjörgæzludeild Borgar- sjúkrahússins. Hann hefur verið meðvitundarlaus frá þvf skömmu eftir slysið og er talinn vera f lffshættu. Pilturinn, sem er tvítugur að aldri, hlaut mikla áverka í brjóstholi. Harður árekst- ur varð í gœr HARÐUR árekstur varð milli tveggja bifreiða í Kjós síðdegis í gær. Báðar bif- reiðirnar eru stórskemmdar og þrennt sem var í bilun- um slasaðist. Þar af hlaut karlmaður fótbrot, en karl- maður og kona skárust f andliti. Báðir bflarnir eru frá Akranesi. Áreksturinn varð um klukkan 14.30 í gær á þjóð- veginum við bæinn Eyri i Kjós. Að sögn rannsóknar- lögreglunnar i Hafnarfirði virtist sem bílarnir heföu báðir verið á miðjum vegin- um er þeir skullu saman. Við áreksturinn stór- skemmdust báðir bílarnir sem eru af Vauxhall Viva og Volkswagengerð. 1 öðrum bílnum voru roskin hjón. Hlaut maðurinn fótbrot og konan skarst í andliti. í hin- um bílnum var ökumaður- inn einn. Skall höfuð hans í framrúðuna og skarst hann töluvert á andliti. Saga Gimli kemur út á aldarafmœlinu SNEMMA i júní kemur út í Kanada Gimli Saga, en bók- in er gefin út af Kvenna- stofnuninni í Gimli i tilefni aldarafmælis landnámsins í Nýja íslandi og er saga byggðanna frá 1875 til 1975. Þarna er skráðar 150 fjöl- skyldusögur og þar að auki stutt ágrip, sem fjallar um aðrar fjölskyldur á Gimli. Bókin er 800 bls» að stærð með 400 myndum og í ljós- bláu bandi, skreyttu gylltri mynd af víkingastyttunni á Gimli. Ethel Howard hefur búið bókina til prentunar. Samræmd vinnsla sjávarafla FRUMVARP til laga um samræmda vinnslu sjávar- afla og veiðar var afgreitt frá neðri deild Alþingis, eft- ir 3. umræðu í gær, meó 27 atkvæðum gegn 4. Frum- varpið verður nú sent efri deild til umræðu og af- greiðslu. MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Heildarvelta SIS 15,4 milljarðar á árinu 1974 Frá fundi samvinnumanna að Hótel Sögu. HEILDARVELTA Sambands íslenzkra samvinnufélaga nam á árinu 1974 15,4 milljörðum króna og hafði aukizt frá árinu áður um tæplega 37%. Þessar upplýsingar komu fram á fundi, þar sem samvinnumenn ræddu um efnahagsvandann að Hótel Sögu hinn 10. marz sfðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum, sem Erlendur Einarsson forstjóri veitti á fundinum, var ekki unnt að gefa upplýsingar um rekstrarstöðu SlS, þar eð rekstursreikningur þess lá ekki fyrir. Launagreiðslur SlS á síðasta ári námu 988 milljónum króna og höfðu aukizt frá árinu áður um rúmlega 52%. 1 ræðu Erlends Einarssonar kom m.a. fram, að vaxtabyrði SÍS hefði aukizt til muna vegna hækkunar vaxta. Þannig uróu vaxtagjöld að frádregnum vaxtatekjum 324 milljónir króna á móti 217 milljónum 1973 og er hækkunin milli ára 49,6%. Gengistap Sambandsins á árinu 1974 nam 343 milljónum króna, þar af um 120 milljónir vegna vörukaupalána og 223 milljónir vegna langtimalána. Um stöðu kaupfélaganna sagði Erlendur Einarsson: í árslok 1974 námu skuldir kaupfélaganna við Sambandið (þ.e. skuldir umfram inneignir) 329 m.kr., samanborið við 84 m. kr. í árslok 1973. Er aukningin þannig 245 m.kr. Að venju juku félögin skuld sína við Sambandið eftir því sem á leið árið, Þannig var heildarskuld allra félaganna 156 m.kr. í lok marzy451 m.kr. í lok júní, 699 m.kr. i lok september og 731 m.kr. i lok október. i lok nóvember að fengnum afurðalánum, komast félögin í nokkra inneign, eða 33 m.kr., en i lok des. 1974 var skuld þeirra éins og áður segir 329 m.kr. Þessi mikla sveifla i reikningsviðskiptum kaupfé- laganna, sagði Erlendur, verð- ur meiri og örðugri viðfangs með hverju ári. Hún end- urspeglar hina árstíðabundnu þróun i útlánum kaupfélaga í dreifbýlinu til viðskiptamanna sinna.Er hér einkum um að ræða útlán til bænda, en einnig koma hér til bráðabirgðalán til húsbyggjenda og fleiri aðila. Þessi lánastarfsemi, sagði Erlendur, hefur um mjög langt skeið verið þýðingarmikill þáttur í þjónustu samvinnufélaganna við hinar dreifðu byggðir landsins. Nú er þetta fjármögnunarvanda- mál dreifbýlisins svo stórt i snió- um, að hvorki kaupfélögin né Sambandið fá við það ráðið, nema til komi stóraukin fyrirgreiðsla, bankakerfisins. Aðeins 1000 lestir af st- loðnu frv J ar í stað id 10 þúsui Iðnþróunarsjóður hefur lánað 1429 milljónir kr. HINN 20. febrúar sl. var haldinn í Helsinki fundur stjórnar Iðn- þróunarsjóðs. t stjórn sjóðsins eiga sæti fulltrúar fimm Norður- landa. Fyrir fundinum lágu til- lögur frá framkvæmdastjórn sjóðsins um lánveitingu til þriggja fyrirtækja að upphæð samtals 51.0 millj. kr., og voru þær samþykktar. Einnig sam- þykkti stjórnin tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar um 7.7 millj. kr. styrkveitingu til hag- ræðingaraðgerða í skipasmlðaiðn- aði. Á sl. ári veitti Iðnþróunarsjóð- ur lán til 43 fyrirtækja, alls 434,2 millj. kr. Sextán umsóknum var synjað, en 12 umsóknir voru óaf- greiddar í árslok. Utborguð lán á árinu 1974 námu 401,2 millj. kr. Lög um Iðnþróunarsjóð tóku gildi hinn 1. marz 1970, og eru því nú liðin rétt 5 ár frá stofnun hans. I árslok 1974 hafði sjóðurinn samþykkt alls 171 lán að upphæð samtals 1.429,5 millj. kr. Skipting lána eftir iðngreinum er eftirfar- andi: millj. kr. Matvælaiðnaður 53.5 Vefjar- og prjónaiðnaður 174.9 Fataiðnaður 51.0 Trésmiði og húsgagnaiðnaður 252.5 Pappírsiðnaður 104.1 Skinna- og leðuriðnaður 44.7 Efnaiðnaður 56.9 Steinefnaiðnaður 47.3 Málmiðnaður 222.6 Skipasmiðaiðnaður 77.0 Ýmisiðnaður 46.4 Þörungavinnslan, Reykhólum Lán til annarra sjóða um hagræðingaraðgerðir og sér- fræðiþjónustu. Hefur sjóðurinn þar átt góða samvinnu við inn- lenda og erlenda aðila. Ennfrem- ur hefur Iðnþróunarsjóður veitt Framhald á bls. 18 Ólöf Pálsdóttir sýnir í Gentofte-ráðhúsi K.höfn. 13. marz Frá fréttaritara Mbl. BORGARSTJÖRNIN í Gentofte býður árlega listamönnum að sýna verk eftir sig í ráðhúsi borgarinnar. Að þessu sinni hófst sýningin ö.marz og voru yfir 500 manns við opnun hennar. I sýningunni tekur þátt 21 listamaður, 19 málarar og 2 myndhöggvarar, Ólöf Pálsdóttir og Helen Schou. Ólöf er eini útlendingurinn sem var boðin þátttaka, bæði nú og sl. ár. Sýnir hún 5 verk eftir sig, 3 úr bronsi og 2 úr gibsi. I fyrra keypti Gentofte-borg eitt verk eftir frú Ólöfu. Hinn kunni teiknari Otto C. birti teikningu af einu verka hennar i Berl. Tidende. Fundur Dansk-færeyska fé- laasins í Islandshúsinu í Höfn o K.höfn, 14. marz DANSK-færeyska félagið í Kaup- mannahöfn hélt nýlega samkomu í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. Formaður félagsins dr. phil. A.H- Kamp setti fundinn og stjórnaði honum. Sigurður Bjarnason sendiherra flutti þar ræðu um Island i nútið og framtíð og sýndar voru tvær islenzkar kvikmyndir. Fjöldi Dana og Færeyinga sótti samkomuna. Er þetta í fyrsta skipti, sem Dansk-færeyska félag- ið heldur fund i íslandshúsi. Dansk-islenzku félögin halda þar hinsvegar oft fundi sina, auk ís- lendingafélaganna. - Fréttaritari. ENN hefur lítið sem ekkert verið hægt að frysta af loðnu og nú mun láta nærri að heildarfrystingin nái um 800 lestum, en forsvars- menn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og sjávaraf- urðadeildar S.Í.S. höfðu fastlega gert ráð fyrir, að hægt yrði að frysta 6—10 þús. lestir af ioðnu á þessari vertíð. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóri Sölumið- stöóvar hraófrystihúsanna sagði, að frystingin væri svo lítil, að vart tæki að tala um hana, og hús S.H. væru að Iíkindum búin að frysta um 500 lestir í stað 5—6 þús- unda, sem þeir hefðu vonazt til. ,,0g ég reikna ekki með að hægt verði að frysta miklu meira, nema ef ný ganga skyldi koma á miðin, en fæst bendir til þess." Hann kvað ástæðuna fyrir þessu einkum þá, að loðnan hefði stöðvazt lengi á Hroll- augseyjasvæðinu á leið sinni vestur með landinu og eftir að hún gekk i vestur hefði hún fyllzt af átu. Nú væri átumagnið farið að minnka, en loðnan komin fast að hrygningu, þannig að hrogn- in væru mjög laus i henni og þvi mjög hæpið, að hægt yrði að frysta hana. Eyjólfur sagði, að það væri leitt að hugsa til þess að ekkert væri hægt að frysta, þar sem um metver- tíð væri aó ræða, en það réði víst enginn við náttúruöflin. Þetta kæmi sér mjög illa fyr- ir marga, bæði verkendur og kaupendur. Ólafur Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar S.Í.S., tók i sama streng og sagði, að Sambandsfrystihúsin væru vart búin að frysta meira en 300 lestir í stað nokkurra þúsunda. 105.0 224.8 1.429,5 Samkvæmt lögum um Iðnþró- unarsjóð er heimilt að verja allt að 10% af stofnfé sjóðsins i lán með sérstökum kjörum, eða fram- lög m.a. til tækniaðstoðar, rann- sókna og markaðsathugana. I árslok 1974 hafði sjóðurinn samþykkt styrkveitingar og lán með sérstökum kjörum, samtals að upphæð 42.7 millj. kr. Mestum hluta þessa fjár hefur verið varið til úttekta á iðngreinum og til stuðnings við samstarf fyrirtækja 11 þúsund tonna meiri þorskafli en í fyrra FISKIFÉLAG Islands hefur gefið út bráðabirgðatölur um heildar- fiskaflann frá áramótum til febrúarloka. Kemur þar fram að þorskaflinn fyrstu tvo mánuði ársins er töluvert meiri en I fyrra eða 52.731 tonn en var um 41 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Bátaaflinn er þó svipaður og f fyrra — 24.390 eða röskum 500 tonnum meiri en f fyrra en hins vegar var togaraaflinn 28.341 tonn á móti 17.276 f fyrra. Bátaaflinn er mestur á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms eða 15.436 tonn á móti 14.095 tonnum í fyrra, á Vestfjörðum var hann 5.504 á móti 4.769 tonnum í fyrra, á Norðurlandi 2.463 tonn á móti 3.617 tonnum í fyrra og er- lendis var landað 347 tonnum á móti 623 tonnum i fyrra. Loðnuaflinn um sl. mánaðamót var orðinn 284.734 tonn á móti 340.006 í fyrra, rækjuaflinn var samtals 1.676 tonn núna fyrstu tvo mánuðina en var 1.307 tonn i fyrra en hins vegar var hörpu- diskveiðin töluvert minni núna eða 166 tonn á móti 348 tonnum í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.