Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Stapi Dögg og Baldur Brjánsson skemmta í kvöld. Stapi. EIK í fyrsta sinn í gamla góða Þórscafé. Opiðfrákl. 9—1 Þórscafé. SKEMMTIKVOLD föstudaginn 14. marz fyrir unga sem aldna. Hið stórkostlega Stuðlatríó Gömtu og nýju dansarnir á fullu allt kvöldið. Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð. 2. hæð opin frá 9—1. Hverfasamtök Framsóknarmanna í Breiðholti. HOTEL ESJA ÍÞRðTTAFRÉTTIR MORGUNBIAÐSINS IR lifir í voninni ef t- ir sigur yfir Haukum ÍR-INGAR halda enn í þá von að halda 1. deildar sæti sínu eftir sigur gegn Haukum á miðvikudag i Höllinni. Liðið hefir nú hlotið fimm stig úr þrettán leikjum, en næst á undan kemur Grótta með sex stig úr jafnmörgum leikjum. Bæði liðin leika sína síðustu leiki á sunnudaginn kemur, fyrst Grótta gegn Armanni og strax á eftir ÍR gegn Fram. Það er því ekki útséð hvort liðið fellur niður Í2. deild. Leikur ÍR og Hauka var annars leikur mikilla mistaka, og áttu bæði lið þar svipaðan hlut að máli. Hvað eftir annaó komust leikmenn í hin ákjósanlegustu marktækifæri, en mistókst æ ofan í æ. Það var ef til vill skiljanlegt að áhugi Haukanna á leiknum væri takmarkaður, þar sem liðið hafði að litlu að keppa, en iliskilj- anlegt var áhugaleysi ÍR-inga þar sem sæti liðsins i deildinni var i húfi. Ef til vill hafa ÍR-ingar þeg- ar sætt sig við að falla niður í 2. deild. Það sem helsi gladdi i leiknum á miðvikudag var, að Herði Sig- marssyní tókst að setja nýtt markamet í 1. deild. Hann skoraði sex mörk í leiknum, og því alls 125 mörk í mótinu, eða að jafnaði tæplega niu mörk í leik, sem er frábær árangur. Fyrra markamet- ið í 1. deildar keppni átti Ingólfur Öskarsson, og var það sett síðasta árið sem leikið var að Háloga- landi, 1964. Þá skoraði Ingólfur 122 mörk. í upphafi leiksins komst ÍR tvö mörk yfir, en Haukarnir náðu sér á strik og höfðu örugga forystu i leikhléi. Þegar tíu mín., voru af síðari hálfleik höfðu ÍR-ingar jafnað, en sá draumur stóð ekki lengi, því Haukar skoruðu næstu þrjú mörk og staðan 17:14. Flestir reiknuðu þá með að dagar ÍR væru taldir, en hvað gerist, IR Agúst Svavarsson — átti góðan leik og skoraði 7 mörk. náði að jafna 18 gegn 18 og fjórar mín. til leiksloka. Haukar glopr- uðu boltanum og ÍR sömuleiðis. ÍR-ingar náðu aftur boltanum, en misheppnaðist markskot, sömu- leiðis Haukum. Þá skoraði Ágúst Lið ÍR: Ásgeir Elíasson 2, Sigurður Svavarsson 1, Ólafur Tómasson 2, Þórarinn Tyrfingsson 2, Ágúst Svavarsson 3, Hörður Arnason 1, Gunnlaugur Hjálmarsson 1, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Jens Einarsson 2, Hörður Hákonarson 1, Guðmundur Gunnarsson 1. Lið Hauka: Ölafur Torfason 1, Svavar Geirsson 1, Þorgeir Haraldsson 1, Ingimar Haraldsson 2, Arnór Guðmundsson 1, Ólafur Ólafsson 1, Stefán Jónsson 2, Hilmar Knútsson 2, Sigur- geir Marteinsson 1, Hörður Sigmarsson 2, Elías Jónasson 2, Gunnar Einarsson 2. FJÓLA í UNGÓ LAUGARDAG 15. marz Endurvekjum gamla góða stuðið í UIMGÓ. UNGÓ Svavarsson með þrumuskoti og mínúta til leiksloka. Það sem eftir lifði tókst ÍR að verjast sókn Hauka og sigruðu þvi með 19 mörkum gegn 18. Sigur ÍR var áhangendum liðs- ins efalaust mjög kærkominn. Enn er von um áframhaldandi setu f deildinni, og liðið mun efa- laust berjast af miklum krafti gegn Fram á sunnudag. Það sætir annars undrun hve árangur ÍR- inga hefir verið slakur í vetur, þegar litið er til þess hve margir ágætir og reyndir handknattleiks- menn skipa lióið. í leiknum gegn Haukum átti Ágúst Svavarsson skínandi leik. Hann ógnaði nú mun betur en hann hefir gert hingað til, og i lokin brugðu Haukar á það ráð að taka Ágúst úr umferð. Þá áttu Asgeir Elías- son og Þórarinn Tyrfingsson og ágætan leik. Leikurinn gegn IR hefir líklega verið slakasti leikur Hauka í mót- inu í vetur. Flestir reyndari leik- manna liðsins, Ölafur Ólafsson, Stefán Jónsson og Elías Jónasson léku langt undir getu. Sama má raunar segja um Hörð Sigmarsson sem var óvenju daufur. Það var helst að yngri mennirnir, einkum Hilmar Knútsson og Ingimar Har- aldsson, sýndu góðan leik. Þá varði Gunnar Einarsson prýðilega í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tókst honum illa upp. En sjálfsagt má skýra slakan leik Haukanna með því aó úrsht hans skiptu engu meginmáli fyrir liðið. Það heldur sæti sínu örugglega og á ekki kost á verðlaunasæti. En falla ÍR-ingar eða Grótta? Um það skal engu spáð hér, en úrskurður fellur f Höllinni á sunnudag og verður efalaust um harða keppni að ræða. Sigb.G. (.\\<H H I.KIKSINS min. lR Haukar 3. Vilhjálmur (v) 1:0 5. 1:1 Hilmar 7. Asgeir 2:1 9. Agúst (v) 3:1 10. 3:2 Elfas 11. 3:3 Hilmar 11. 3:4 Ingimar 12. 3:5 Hörður 13. Agúst (v) 4:5 1S. 4:6 Hörður (v> 20. 4:7 Hörður 21. Asgeir 5:7 23. 5:8 Hilmar 24. Asgeir 6:8 24. 6:9 Hörður 25. Asgeir 7:9 26. 7:10 Sigulgeir 27. 7:11 Sigurgeir 29. Aglist 8:11 Ilálfleikur 32. 8:12 Hörður (v> 33. Agúst 9:12 34. Brynjóltur 10:12 36. Þórarinn 11:12 40. Brynjólfur 12:12 41. 12:13 Svavar 41. Agúst 13:13 42. 13:14 Elias 43. Þórarinn 14:14 46. 14:15 Ingimar 49. 14:16 Arnór 50. 14:17 Sígurgeir 51. Hörður A. 15:17 54. 15:18 Hörður 54. Agúst 16:18 55. Brynjolfur 17:18 56. Asgeír 18:18 59. Agúst 19:18 Mörk Ili: Agúst Svavarsson 7, Asgeir Elías- son 5, líryiijólfur Markússon 3, Þórarinn Tyrfingsson 2, Hörður Arnason 1, V ilhjálm ur Sigurgeirsson 1. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 6, HiJmar Knútsson 3, Sigurgeir Marteinsson 3, Elfas Jónasson 2, Ingimar Haraldsson 2, Svavar Geirsson 1, Arnór Guðmundsson 1. Brottvfsanir af velii: Elfas Jónasson og Hörður Sigmarsson Ilaukum f 2 mfn. hvor. Misheppnuð vítakóst: Gunnar Einarsson varði vftakast Vilhjálms Sigurgeirssonar á 5. mfn. og vftakast Agústs Svavarssonar á 28. mfn. Hörður Sigmarsson skaut f stöng úr vftakasti á39. mín. Dómarar: Valur Benediktsson og'Magnús V. Pétursson gerðu miklar og margar skyss- ur. Sigb.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.