Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 14. MARZ 1975 t Eiginmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi, JÓNAS LILLIENDAHL Drápuhlfð 15 andaðist að heimili sínu aðfararnótt 1 2. marz. Jarðarförin tilkynnt siðar. Margrét J. Lilliendahl, Gústaf Lilliendahl, Anna Marla Lilliendahl, og börn. t Móðir okkar og tengdamóðir, KATRÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Hverfisgötu 23 B, Hafnarfirði. lést í Landakotsspitala 12. þ m Rannveig Ólafsdóttir, Guðjón Kristjánsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Árni Reynir Halldórsson. t Móðir okkar, SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 65 andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 1 2 marz. Helga Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. t Jarðarför ástkærrar frænku okkar, MARÍU B. J. P. MAACK fyrrv. yfirhjúkrunarkonu, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 7 mars og hefst kl. 1 3 30 Þeir sem vilja minnast hennar, láti liknarstofnanir njóta þess. Frændsystkinin. t Útför, ÞÓRUNNAR MARÍU ÞORBERGSDÓTTUR, frá Aðalvlk. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 5. marz kl. 2 e.h. Börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, eiginkonu minrrar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU MARGRÉTAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Hverfisgötu 19, Siglufirði, Sérstakar þakkir til lækna og starfsliðs handlæknisdeildar Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. Pétur Stefánsson, Dröfn Pétursdóttir, Dýrleif Pétursdóttir, Guðmundur Pétursson, Indriði Pétursson, Ólöf Pétursdóttir, Páll Þorsteinsson, Sveinn Rúnar Björnsson, Pállna Bjarnadóttir, Guðjón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, bróður okkar og mágs, GUÐMUNDAR MAGNUSSONAR, endurskoðanda, Hvassaleiti 141, Ólafur Magnússon, Unnur Einarsdóttir, Guðbjörg Flygenring, Ágúst Flygenring, Þorvarður Magnússon, Áslaug Einarsdóttir, Guðný Ó. Magnúsdóttir, Brynjólfur Brynjólfsson. Lokað í dag vegna jarðarfarar frá 14—16.30. Málningaverzlun Péturs Hjaltested, Suðurlandsbraut 12. Eiríkur Þorsteins- son — Minning Fæddur 30. marz 1896 Dáinn 5. marz 1975. Hann var elztur af 14 systkinum og fæddist í Háholti í Gnúpverja- hreppi árið 1896 og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason í Háholti og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum. Eru ættir þeirra auðraktar til bænda og mikilla hagleiksmanna um Hreppa og Skeið. Ungur lærði Þorsteinn bókbandsiðn og vann að henni með búskapnum alla tið, ef nokkurt tóm gafst til og eftir að hann hætti búskap helgaði hann þeirri iðn meira og meira af tíma sínum ásamt fræðagrúskinu, sem sótti á hann því meira sem á ævi hans leið. Ég veit ekki betur en að á Landsbókasafninu sé nú varð- veitt allvænt safn handrita frá honum, sumt af því hefur sést á prenti. Eins og nærri má geta hlaut móðir Eiríks að helga heim- ilinu alla krafta sína. Það er mikið stórvirki að fæða og klæða svo stóran barnahóp, sem þarna var og þar sem helzt ekkert var til að kaupa fyrir, svo allt varð að vinna úr því sem búið gat lagt af mörkum. Þessi orð, sem eiga að lýsa umhverfi því sem Eiríkur átti í uppvextinum, gefa nokkuð margt til kynna. Það hlýtur að skiljast að þar hefur einhverhtima verið þröngt í búi við aðstæður á þess- um tíma. Árið sem hann fæddist var sjálft jarðskjálftaárið að ný- loknu miklu harðindatímabili, fellisárum og snjóvetrum. Ég hef reynt að bregða upp mynd af hög- um Eiriks í uppvextinum og mun þá láta að líkum, að full þörf muni hafa verið fyrir liðsinni hins unga manns er honum óx þroski til. Kom þá fljótt fram það sem var einkenni hans til æviloka, að vera foreldrum sínum eftirlátur og hjálpfús og alltaf hin mesta heimilisprýði. Að sjálfsögðu buóust engin tækifæri til skólagöngu, sem hann hefði þó gripið fegins hendi jafn bókhneigður og næmur og hann var. Eigi að síður hafði Ei- ríkur þó ýmsum öðrum betri tæki- færi til menntunar, fyrst og fremst af því að alast upp með svo fróóum manni, sem faðir hans var og sem átti þó nokkurn kost bóka og sjálfur sat hann sig ekki úr færi hvar sem bók var aó hafa. Þorsteinn sagði mér eitt sinn að ungur hefði Eiríkur komizt á að flýta fyrir sér vió að binda inn bækur „það var að segja, ef hann þurfti ekki að lesa þær allar" og brosti við. Ekki þarf að efa, að hefði Eiríkur alist upp vió nútíma aðstæður hefði hann orðið menntamaður. Ekki veit ég hvort mannkostir hans hefðu aukizt við það og víst er að unglingar þeir, sem síðar ólust upp við hlið hans, óskuðu ekki eftir að breyta honum. Æskuár Eiriks liðu þannig, að hann taldi sig of bundinn heimil- inu og efnin of lítil til þess að hann gæti farið í skóla og loks er það gat án hans verið taldi hann sig kominn_ yfir þann aldur að honum hæfði skólavist. Þó var það, er hann var kominn vel fram á þrítugsaldur, að hann fór um vetrartíma til sr. Ingimars Jóns- sonar, er þá var prestur á Mos- felli. Þar komst hann svo niður í ensku, að hann bjargaði sér í því máli upp frá því, áður hafði hann af eigin rammleik komizt á að lesa dönsku. Þannig leið ævi hans fram um þrítugt, að hann vann á ýmsum bæjum í heimasveit sinni og stundum við sjó á vetrum. Tók þátt í starfsemi ungmennafélags- ins, þótti liðtækur á leiksýningum með þvi og þess utan eftirsóttur vinnumaður. Eitt árið var hann ásamt þeim er þetta ritar við námsdvöl á bændabýli á Jaðri í Noregi. Alla mína ævi höfðum við verið nágrannar og góðvinir, enda verið á sama heimili, er hann var vinnumaður hjá móður minni. Á þessu ári varð þó vinátta okkar enn nákomnari og mér lærðist betur en áður að meta hina ein- stöku umgengnishæfileika er hann hafði til aó bera. Þetta gleymdist aldrei þó að samvistir okkar yrðu ekki miklar eftir þetta, fyrr en nú á síðustu árum, er við bundumst á ný af sameigin- legum nákomnum vinum. Þáttaskil urðu í lífi Eiríks er hann var vinnumaður á Stóra- Núpi. Þau fyrst aó hann tók þung- an sjúkdóm, svo að honum var ekki hugað líf. Mér er minnistætt er ég eitt sinn brá mér til Reykja- vikur og erindið var það eitt að koma á sjúkrahúsið svo að ég gæti einu sinni enn tekió í hönd hans. Næst frétti ég þó að hann mundi vera á batavegi, en lengi var hann að rétta við og ekki fékk hann sömu heilsu aftur, og ekki hélt ég þá að hann ætti beztu árin ólifuð. Á Stóra-Núpi var um þessar mundir ung stúlka Stefanía + Eiginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR H.J. JAKOBSSON, prófessor, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 18. marz kl 10.30 Margrét Einarsdóttir, Jón Ármann Jakobsson, Hrefna Pétursdóttir. t EIRÍKUR GUÐLAUGSSON, Torfastöðum, andaðist á Borgarspítalanum 12. marz. Systkinin fró Fellskoti. + Þakka innilega öllum, er auð- sýndu mér hlýhug og samúð við andlát og jarðarför kjörsonar míns, IB PETERSEN sem lézt 28. febrúar sl. Drottinn Jesú sé ykkur ætíð vörn og skjól Guðný S. Guðjónsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, ARNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurbyggð 1 5, Akureyri. Vigfús Sigurgeirsson, Sigurlaug Vigfúsdóttir. Ófeigsdóttir, ættuð frá Eystra- Geldingaholti og Núpstúni. Þau Eiríkur felldu hugi saman og heit- bundust og hafa nú lifað í hjóna- bandi í 40 ár á vistlegu heimili lengst á Brávallagötu 6 í góðu sambýli við stóra og samhenta fjölskyldu. Þeim varð ekki barna auðið, eins og þau hefðu þó átt skilið flestum fremur. En vissu- lega hafa þau ekki verið barnlaus, en miklu fremur átt ríkan þátt I uppeldi barnanna innan fjöl- skyldunnar, verið hjálparhellur þeirra, leiðtogar og félagar en fyr- ir það notið ástar og virðingar fjölskyldunnar allrar og nú er önnur kynslóðin að ganga á sama lagið. Lengi var Eiríkur starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur eða þar til hann varð að hætta vegna aldurs. Þegar ég að lokum renni hugan- um yfir æviveg þessa vinar míns, verður mér efst í hug hið einstaka yfirlætisleysi hans og hve fjarri honum var að gera sinn hlut mik- inn en fjærst að vilja níðast á nokkru því er honum var trúað fyrir og var í því líkur Kolskeggi. Ég veit að ég á engin orð, sem bætt geta konu hans missinn, sem bar að nokkuð sviplega, en likt var það Eiríki og honum sam- boðið, að hverfa á braut svo hljóð- lega og, að því er virðist án mikillar fyrirhafnar. Ástvinum hans öllum vil ég gleðjast með yfir hinu flekklausa lífi hans og ævistarfi. Ég held að hann hafi engum manni staðið fyrir sól. Einar Gestsson. Við skyndilegt fráfall Eiríks Þorteinssonar, Brávallagötu 6 í Reykjavik, leita á hugann minn- ingar um góðan mann, lúfmenni, sem skilur eftir sig stórt skarð í ástvinahópi. Þó að aldurinn væri orðinn nokkuó hár, kom andlát hans öll- um á óvart. Hann hefði orðið 79 ára gamall þ. 30. marz n.k., en fáir munu hafa ætlað hann svo full- orðinn, því litil merki bar hann aldurs síns. Lengi var Eiríkur starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en síóustu árin fékkst hann við innheimtu fyrir mág sinn Pétur Hjaltested og i starfi var hann er hann hné niður örendur þ. 5 marz s.l. Eiríkur var fæddur að Háholti i Gnúpverjahreppi og óist þar upp elztur í stórum systkinahópí. Þann 19. mai 1934 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Stefaníu Katrínu Öfeigsdóttur, systur tengdamóður minnar. 1 upphafi búskapar síns hér i Reykjavík bjuggu þau i sambýli við tengdaforeldra mína að Ljós- vallagötu 30. Þar var konan mín að hefja sína lífsgöngu og urðu Stefania og Eiríkur henni svo kær, þá og síðar, aó oft fannst mér hún líta á þau sem sína aðra for- eldra. Þau fluttu síðar á Brávallagötu 6, sem varð sannkallað fjölskyldu- hús þar sem þau hjónin skipuðu eftirminnilegan sess. Ljósvalla- gata 30 var um tíma svipað fjöl- skylduhús og frá veru minni þar á ég ótal ánægjulegar endurminn- ingar um samskipti fjölskyldn- anna i þessum húsum. Áhuga Eiríks á hag okkar og velferð gleymum við hjónin aldrei. Mér eru minnisstæðir sunnudagsmorgnarnir, þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.