Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 y onley si verka- kvenna var Spjallað við Jóhönnu Egilsdóttur, fyrrverandi formann Verkakvenna- félagsins Framsóknar um „garna- slaginn” 1930 og fyrstu ár rétt- indabaráttu verkakvenna ,,Eg var aldrei gefin fyrir að berjast, sízt með vopnum og hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að samningaleiðin sé öllum fyrir beztu. Það þarf að vinna að framgangi hvers máls með festu en róiega og af fullri sanngirni." „Það er ekki ofsögum sagt, að hún sé hressileg," tautaði ég með sjálfri mér, þegar ég hafói lagt frá mér símtólið. „Merkilegt að halda sér svona vel." Mér hafði verið sagt, að hún væri komin þó nokkuð á níræðisaldur. „Komdu bara,“ hafði hún sagt. „Það er svo margs að minnast frá þessum árum, að ég hlýt að geta rifjað upp einhvern einn atburð að segja þér frá.“ Ég bað Hildi filmuvörð að finna mynd af henni. Hún kom að vörmu spori, rétti fram litla mynd og úrklippu úr Morgunblaðinu. „Er þaó þessi?" spurði hún. Ég leit á hana sem snöggvast, hristi höfuðið og sagði strax: „Nei, það Þær drukku kaffið i skjólinu undir stakknum getur ekki verið, þessi kona hefur orðið níræð árið 1971, eftir því sem þarna stendur." Eða hvað? Jú, vist var þetta hún, Jóhanna Egilsdóttir, hin merka forystu- kona i jafnréttismálum kvenna, fyrrverandi formaóur Verka- kvennaféiagsins Framsóknar, orðin 93 ára að aldri. Ég hafði heyrt mikið af þessari konu látið og heyrt fuilyrt oftar en einu sinni, að hún væri með merkustu konum Islands á þess- ari öid. En ég hafði aldrei séð hana né talað við hana og var því ekki alveg laus við kvíða, þegar ég kvaddi dyra heima hjá henni á umsömdum tíma. Hann var fljót- ur að hverfa fyrir hlýlegu viðmóti hennar og fjörlegri frásögn af ýmsum atvikum í lífi og starfi, þar sem ætíð mátti greina rauðan þráð sterkrar réttlætiskenndar og samúðar með þeim, sem erfitt höfðu átt og misrétti verið beittir. „Ég er viss um, að margar ungar konur gera sér litla, ef nokkra grein fyrir því hve kjör íslenzkra verkakvenna í byrjun aldarinnar voru ömurleg," sagði Jóhanna, þegar við vorum setztar að spjalli. „Margar þeirra unnu eins og þrælar, meðal annars við kolavinnu, salt- og timburvinnu og vió uppskipun úr skipum, svo ekki sé talað um fiskvinnuna. Þær unnu á móti karlmönnum oft allt upp í 16 tima á sólarhring og þótti sjálfsagt, en voru svo ekki einu sinni hálfdrættingar í kaupi. Áður en Verkakvennafélagið var stofnað, var kaupið 12 aurar á tímann, hvort sem unnið var dag- vinnu, nætur- eða helgidaga- vinna, en kaup karla á sama tlma var 25 aurar á timann. Algengasta vinna kvenna í þá daga var fiskþvottur og þar var aðbúnaðurinn slíkur, aó margar misstu heilsuna. Þær unnu í ísköldum húsakynnum allan dag- inn, þvoðu úr ísköldu vatni og máttu oft byrja á því að brjóta klakann í þvottakörunum þegar þær komu til vinnu að morgni. Og vonleysi þeirra var átakan- legt. Þegar reynt var að stappa í þær stálinu og fá þær til að taka saman höndum um aó fá fram breytingar á kjörum sínum, sögðu þær oft í algerri uppgjöf, að svona hefði þetta alltaf verið og svona mundi þaó áfram verða.“ „Slík var nú afstaðan hjá mörgum,“ hélt Jóhanna áfram og bar mér kók að drekka og konfekt að maula. „Þú getur nærri að atvinnurekendum brá í brún, þegar tónninn breyttist. Þeir, sem höfðu ekki heyrt annað en auó- mjúkar óskir um vinnu — og komizt upp með að borga eins lágt kaup og þeim sýndist — stóðu nú allt í einu frammi fyrir kröfum kvenna, sem sögðu: „Þetta vil ég fá.“ Ég hef alltaf verið mikið fyrir samninga og samkomulag gefin og andvíg hörðum átökum, en á þessum árum varð ekki hjá hörku komizt. Það var eins og að tala við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.