Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Sólskinið flæðir um bárujárnsþilið og trév tröppurnar og rúmlega faðmsbreidd yfir i Morgunblaðshúsið. Þetta hús er dálítið undarlega i sveit sett, og virðist ekkj tilheyra neinni götu. í jégMm jm GRJÓTAÞORPIÐ dómari þarna á sladnum. Hann var afi Benedikts Gröndals skáids og komst i ónáó og missti embætt- ió vegna auðsveipni vió Jörund. En eítthvaó nálægt síðustu alda- mótum keypti Stefán myndskeri lóðina og byggði húsiö, sem nú stendur þar. Hann hafói út- skuróarstofu i kjallaranum og kennslu og ýmsir góóir menn fengu tilsögn hjá honum, þar á meðal Ríkaróur Jónsson. Eiríkur sonur Stefáns býr núna í húsinu; hann er útskuröar- maóur eins og faóir hans og þeir sem leió eiga um Grjótagötuna munu hafa komió auga á aska og aóra útskorna muni í kjallara- gluggunum þar. Næsta fyrir ofan hús mynd- skerans er skúr á háum, stein- steyptum sökkli. Af mölbrotnu skilti má ráða að þar hafi verió salerni fyrir konur — og kannski er það enn. Aftur á móti virðist ekki hafa þurft neitt slíkt fyrir karia, nema gert hafi verió ráó fyrir að þeir gengju einhvers- staðar út undir vegg. Um míóbik Grjótagötunnar er cinskonar eyðimörk; þar hafa veríó búin til bílastæói á grunn- um ónýtra húsa, en ofar i brekk- unni er komið á svæóió, þar sem Grjóti og Grjótabæirnir stóðu. Þessi bæjaþyrping var efst á hæö- inni og hefur lítill túnbleðill fylgt gænum i Grjóta. En hann var annars hjáleiga frá Reykjavik. Nú stehdur yfirlætislítið ibúöarhús með hiöðnum steingarói á staðn- um þar sem bærinn i Grjóta var. En nú er langt siðan hann var rifinn; þaö mun hafa verið fyrir aldamótin síðustu. Stórgrýtió úr holtinu var notað sem byggingar- efni i Dómkirkjuna, en nálægt því sem Garðastræti er nú, var áður grjótgarður, sem afmarkaði túnin í Grjóta og Götuhúsum. Eftir alda- mótin var aðeins eitt kotið uppi- standandi af bæjunum i Grjóta og nú sér þeirra hvergi stað. Meðal fortíðarminja þarna var gamall öskuhaugur, sem fluttur var í uppfyllingu á Austurvöll, þegar Thorvaldsenstyttunni var komið fyrir. Þá var ekkert um það hugs- að, að sitthvað í haugnum kynni að hafa minjagildi. Uppi við Garóastræti er nú trjá- garður í rúst; einstaka hrislur, sem enginn hefur viljað hirða, standa þar eftir. Þarna stóð hús Þórðar læknis Thoroddsen, sem var kunnur borgari i Reykjavík á sinni tíð og fór á reiðhjóli í læknisvitjanir þegar hann var kominn yfir áttrætt. Trjágarður Þórðar læknis var mjög fallegur á sinni tið og sum trén i honum voru orðin með stærstu trjám á iandinu. Um þessar mundir efu aðeins tvö hús eftir í röðinni, sem snýr út að Túngötunni — og heyra til Grjótaþorpinu. A horninu, þar sem Uppsalir stóðu, er aðeins opin gryfja eftir fornleifa- rannsóknirnar, sem áttu að renna stoðum undir söguna um bæ Ing- ólfs Arnasonar. Um merkar uppgötvanir var þó ekki að ræða, en bærinn hlýtur að hafa staðið þvi sem næst þarna, segir vor ágæti heimildamaóur Arni Óla og bætir við: „Ég vona bara að þeir finni einhverntima eldri bæ við Suóurgötu — írskan bæ.“ Uppsalahúsið byggði Magnús Ólafsson snikkari, en það var orð- ið mjög lélegt og þessvegna rifið; síðast var þar veitingastofa í kjallaranum, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki mjög gott orð á sér. Fyrsta mjólkurbúðin i Reykjavík var stofnsett í þessum sama kjallara; það gerði Eggert Briem í Viðey uppúr siðustu alda- mótum. En sem sagt; það eru aðeins tvö hús i Grjótaþorpinu, sem snúa út að Túngötunni: Hús Lárusar Sveinbjörnssonar háyfirdómara, sem byggt var fyrir aldamót og bjó Lárus í því til dauðadags. Nú er verzlunarfyrirtækið Electric þarna til húsa. Ofar i brekkunni er hvitt steinhús, sem Guðmund- ur Sveinbjörnsson, sonur Lárusar Framhald á bls. 79. í Grjótaþorpinu. Andrúm liðins tíma geymist í yfirlætisleysi húsanna, garðveggjunum og gróðrinum. Við Grjótagötu, sem eitt sinn var göngustígur frá Grjóta og niður á sjávargötuna frá Reykjavíkurbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.