Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 27. MARZ 1975 87 Afturhlutinn kominn inn á Raufarhöfn. þín af þessu skipi? spyrjum við Kristin fyrst. „Ég og fleiri menn frá Björgun fórum fyrst til Raufarhafnar þann 18. desember á vegum vá- tryggjenda skipsins. Sú ferð var ekki löng þvi við mættum fullri óvild af hálfu skipshafnarinnar. Við fengum aðeins að vera um borð í skipinu frá kl. 8 að morgni til kl. 5 síðdegis, en þá gaf skip- stjóri skipsins áhöfninni frí og rak okkur í land. Skipstjórinn var eitthvað ryðgaður í kollinum, enda alltaf ölvaður. Þegar það varð ljóst að við gátum ekkert gert, fórum við suður aftur og ekkert gerðist í málinu fyrr en eftir miðjan janúarmánuð.“ — Hvað gerðist þá? „Eigandi skipsins kom til lands- ins í mánuðinum og fór ég með honum noróur þann 18. janúar. Hans fyrsta verk við komuna til Raufarhafnar var að reka skip- stjórann og senda áhöfnina heim. Þá var skipið boðið til kaups og gerðu engir aðrir tilboð í það en við og keyptum við flakið fyrir 500 þús. kr. og þar með byrjaói okkar taugatrekkjandi ævintýri. Aðkoman um borð i skipinu var ekki með neinum glæsibrag, þvi í millitíðinni höfðu skipverjar rifið öll tæki niður og okkar fyrsta verk að taka þau saman og ganga frá þeim.“ — Hvenær hófust þið handa við að losa skipið? „Það var 15. febrúar. Fyrst losuðum vió allt lauslegt af dekk- ínu og því næst réðumst við á afturmastrið, og felldum það en það þurfti að gera til að ná skip- inu í sundur. Öðruvísi var það ekki hægt. Við þetta verk vorum við fimm saman. Það ber að taka það fram, að í fyrstu höfðum við ekki áhuga á að bjarga skipinu, heldur aðeins öllum tækjum úr því, en hugmyndinni um aó bjarga skipinu með því að taka það í sundur skaut upp þarna á staðnum. 19. febrúar vorum við búnir að skera það í sundur og þá ætluðum við að ná afturpartinum inn á höfnina, en hann var með vatnsþéttum skilrúmum. Ekki gekk þaö vel í fyrstu, því aftur- hlutinn fékk á sig 18° slagsiðu, en eftir að við höfðum fengið lánaða 2 tanka, sem við suðum utan á skipið rétti það sig á ný, og kom i veg fyrir að það færi á hlióina. Til þess að draga skipið notuðum við víra, sem við strengdum þvert yf- ir höfnina og til að létta það enn meir dældum við lofti í botntank- ana. Næstu daga gekk á ýmsu; meðal annars fengum við á okkur norð- austan storm, en 27. febrúar vor- um við búnir að draga skipið út á 4 metra dýpi. Svona gekk það til 1. marz að afturendinn náðist á flot og um kvöldið var skipið komið fyrir botn hafnarinnar. Þar drógum við afturendann upp í fjöru og skildum hann þar eftir.“ — Hvað var næsta verkefni? Hafísinn tefur verkið „Það var að eiga við framhlut- ann Á þessum tíma var mikill hafís við Raufarhöfn og því ekki vænlegt að eiga við framhlutann. Við fórum þvi suður í byrjun marz og komum ekki norður fyrr en 4. april á ný. Á meðan við vorum fyrir sunnan höfðum við vaktmann við skipið og því miður höfðu honum orðið á mikil mistök áður en við komum til baka. Hann opnaði fyrir vitlausan ventil, þannig að vélarrúmið fylltist að mestu af sjó. Við þurftum því að byrja á þvi aó dæia sjónum úr afturhlutanum og síðan að rífa og þrífa alla vélarhluta og rafla. Þetta verk tók heilan mánuð, en 8 mai var allt komið i fullan gang á ný, þannig að hiti var kominn á íbúðir. Við fórum siðan að eiga við frampartinn á ný þann 10. maí. Til þess að ísinn umlykti ekki frampartinn og lokaði ekki höfninni höfðum við strengt vír yfir innsiglinguna þann 10. apríl og þann 19. mai slitnaði vírinn og höfnin fylltist samstundis af ís og þurftum við að hverfa frá á ný. Þegar við komum aftur til baka í byrjun júní var ísinn smátt og smátt að fara, en okkar fyrsta verk var að koma afturendanum að bryggju, en þann 27. júni tókum við til við frampartinn og byrjuðum að dæla úr honum. Hafði þá verið komið fyrir sjó- þéttu skilrúmi fyrir framan aftur- lest og sjó náð úr framskipinu. Þetta kostaði mikið erfiði og 30 tonn af steypu þurftum vió að setja i rennusteinana til að þétta frampartinn. Nú var skipið orðið svo létt að við gátum dregið það út af Kotflúð og inn aó bryggju." Eins og afturlestin hafi verið minnkuð um helming. „Næsta verkefni okkar,“ segir Kristinn," var að snyrta til báða hluta skipsins, en það hafði hlotið þverbresti um miðju nærfellt Z- laga og voru skemmdir á skrokk þess frá því um borðstokk stjórn- borðsmegin við afturhluta aftur- lestar og fram um miðja lest bak- borðsmegin. Var sú skemmd log- skorin í burtu og síðan hafist handa um að tengja saman skipið á ný. Þverskurðurinn að aftan var gerður framan við neyzluvatns- tanka, sem eru undir tankadekki framan vélarrúms og við fremri Susanne Reith er hér komin til Reykjavfkur og nú er verið að taka skipið f slipp. Ef hún skerðist er mikiluægt vsetryggingu hjn SJOUfl SUÐURIANDSBRAUT 4 SlMI 82500 Framhlutinn kemur inn á höfnina. 1 baksýn má sjá afturhlutann. skil ballesttankanna aftast undir aftari lest. Þegar litið var yfir þilfar skipsins að framan við brú var eins og aftari lest hefði verið minnkuð um helming." — Þurfti ekki að kafa mikið við skipið meðan á þessu stóð? „Jú, geysimikið og hlutverk Kristbjörns Þórarinssonar kafara var einstaklega mikilvægt í þessu starfi öllu og hefði ekki verið unnið nema fyrir einstakt þrek hans. Hann var að vinna í köldum sjó nánast við frostmark, lang- tímum saman, þar sem hafísinn var skammt undan og þegar hægt var að hefja bræðslu á Raufar- höfn varð sjórinn svo gruggugur að ógerningur var að sjá nokkuð til verka en þreifa þurfti fyrir sér. Kristbjörn hafði meðferðis ágætis tæki til síns starfa, þar sem voru logsuðutæki, er vinna má með neóansjávar. Þau eru þannig útbúin að meó loftþrýst- ingi er haldið rými fyrir skurðiog- ann og eftir að svæði það er skera á, hefir verið hreinsað er hægt að vinna verkið sem á landi væri. Hitt var svo þyngri þrautin að skurðurinn varð að fara fram mikið niðri i ballesttönkum skips- ins, en þar er aðeins 80 cm bil milli dekks og botns og þar varð Kristbjörn að skera sig niður i gegnum dekkið til að geta unnið að sundurskurðinum á skilrúm- um og leiðslum, sem eru í tönk- unum.“ — Hvenær hófst svo sam- setning skipshlutanna? Gekk 8 mílur á leið suður. „Er öllum þessum lagfæringum var lokið hófst samskeyting hlutanna og þeir síðan soðnir saman 2,5 metra niður hvorummegin, styrktarbitar settir milli burðarbanda og styrktarband sett í lest, en sam- skeytin að öðru leyti opin undir yfirborði sjávar. Þannig var sjór i afturlestinni alla leið að norðan og var þar til skipið var tekið í slipp. Ferðin að norðan gekk mjög vel og gekk skipið um 8 mílur aó meðaltali.“ — Var þetta ekki mikið erfiði? „Þetta var mikið streð fyrir mannskapinn, sem að þessu vann og nánast þrekraun. Þetta verk hefði ekki verið framkvæmanlegt ef við hefðum ekki haft jafn góðu liði á að skipa, en lengst af vorum við 11 er störfuðum að björgun- inni, — en mikið vorum við ánægóir við komuna til Reykja- vikur, en þangað komum vió 12. júlí, þannig að meira en hálft ár var þá liðið frá þvi að við höfðum fyrst afskipti af skipinu.“ — Hvað varð um skipið við komuna til Reykjavíkur? Gert við skipið í Skotlandi. „1 fyrstu settum við þaó upp í fjöru hér inni í Vatnagörðum á meðan við biðum eftir tilboði í viðgerð á skipinu, en að sjálf- sögóu þarfnaðist það mikilla lag- færinga auk lengingarinnar. Að lokum tókum við tilboði frá skoskri skipasmiðastöð. Aður en skipið fór til Skotlands fór það i slipp í Reykjavik, þar sem það var þétt að mestu, en siðan var því siglt út. Viðgerð á skipinu lauk haustið 1966. Þá kom skipið hingað heim og fékk nafnið Grjót- ey. Við áttum það hér um tíma, en seldum það síðan öðrum íslenzkum aðila. Hét það siðast Eldvík og var selt til Grikklands nú fyrir stuttu." — Hvað sagði fólk þegar þió sögðust ætla að ná Susanne Reith af strandstaónum? „Þá virtust fæstir hafa trú á þessu og flestir sögðu að hér væri um vonlaust ævintýri að ræða. Þegar við komum norður man ég eftir að ég var kallaður „mont- rass“ eða eitthvað því um likt, en rómurinn breyttist hjá mörgum þegar skipshlutarnir fóru aó hreyfast og enginn talaði um montrassa þegar búið var að sjóða hlutana saman við bryggjuna, heldur voru haldnar margar ræður og góðar áður en við kvödd- um íbúana á Raufarhöfn, en reyndar nutum við frábærrar fyrirgreiðslu á ölium sviðum þar.“ Þ.O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.