Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 ■jf Leiklistardellan var i algleymingi i menntó. Ómar leikur i sýningu Herranætur á Vængstýfðir englar 1958. Þarna komu fram ýmsir mætir borgarar, — f.v. Þóra Gíslason, Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Mixa. Ragnar Arnalds og Ómar. Um leik Ragnars Arnalds sagði Ásgeir Hjartarson I Þjóðviljanum á þessum tíma: „Vonda frændann leikur Ragnar Arnalds af öryggi og festu og gefur honum engin grið, harðneskjulegur og ógeðfelldur og öðrum skýrari i máli. . ." ist svona að maður gæti ekki orðið miklu verri en sumir. Auk þess var ég kominn á fulla ferð í skemmtibransanum, og það var því praktískt fyrir mann sem allt- var var á ferð og flugi að læra flug. Auðvitað er svo lika sport út af fyrir sig að leysa erfið dæmi eins og þau sem koma upp þegar maður þarf að vera á einu lands- horninu klukkan þetta og öðru klukkan þetta. Þarna spilar inn í veður og allar aðrar aðstæður." „Eri ég fór sem sagt að læra flug hjá Helga Jónssyni. Það var þó þungur og dýr róður, því að mamma sannfærði mig um það, að ég gengi frekar út, ef ég byggði fyrst, og leitaði mér síðan að konu. Ég byrjaði því aðeins 18 ára, og í það fóru peningarnir. Svo kom loks tími til að drífa sig í gegnum þetta og áður en langt um leið sá maður að það væri gott að eiga vél sjálfur, í staðinn fyrir að þurfa að vera aö leila að vélum úl um allan völl. Fyrsta vélin var gömul Cruiservél, sem ég keypti af mönnum á Akureyri. Hún hafði fokiö, var með ónýta vængi og ég varð að smíða vængi á hana og gera upp. Við það verk notuö- um við alveg rótsterkt lakk svo maöur stóö á öndinni. Það snarsveif á mann, og er það í eina skiptið sem ég huf fundiö á mér um ævina. Jú, jú, mér fannst þaö ógurlega gaman, en hef samt ekki séð ástæðu til aö endurtaka það. Þessi vél var skrambi skemmtileg, en dálítiö hæggeng. Að lokum seldi ég hana sömu mönnum á Akureyri og seldu mér hana.“ „KG KR FlN“ „Síðan keypti ég fjögurra sæta vélina sem gengiö hefur undir nafninu Frúin, og hún hefur reyn/.t mér mjög vel.Það er gott aö geta gripiö til hennar þegar á þarf að halda, — bæði í skemmti- bransanum og fréttamennsk- unni." „Annars tók ég flugkennara- próf," sagöi Omar ennfremur, „og kenndi flug á tímabili. Einu sinni vantaöi mann til aö kenna Amerí- könum suöur á Keflavíkurflug- velli flug, og ég sló til og hafói afskaplega gott af, t.d. með tilliti til enskukunnáttunnar. „Þaö var þarna ein kona, voöalega'lftil og dálíliö einkennileg. Þegar vió er- um komin i loftiö byrja þeir nióri á velli aö vera meó alls konar tvíræó sniöuglegheit á íslen/ku i talstööina sem konugreyió skilur auóvitaö ekkert í. Svo segi ég viö hana, aó þegar þeir byrji næst aö segja eitthvað á íslenzku i talstöð- ina þá skuli hún svara á íslenzku og segja bara „Ég er fín“. Og þeir byrja: „Hvernig gengur þér með hana, ha? Hvernig er hún?" Hún svarar: „Ég er fín". Og þar með steinhættu vinirnir nióri." „Jú, auövitað hefur ýmislegt skemmtilegt komið fyrir i þessum flugferðum,“ sagði Omar þegar hann var beöinn um aó geta góðs atviks úr ílugdellunni. „Éinu sinni um Verzlunarmannahelgina átti ég að skemmta bæði í Vagla- skógi og Hallormsstaóaskógi og nokkrum skógum öórum meö alv- eg grunsamlega litlu millibili. Og þaó var ekki hægt að komast þetta nema með þvi að ienda á öllum þessum stöðum. Til þess að skipu- leggja nú svona verzlunar- mannahelgar í eitt skipti fyrir öll fór ég á þessa staói alia og tók timann. Þegar ég var svo að leggja af staó frá Akureyri til Vaglaskógar þá kemur þaö upp, aö mig vantar völl til aó lenda á. Það verður úr að þeir í Vagla- skógi ákveða að loka veginum þarna fyrir mig meó lögreglu- þjónum og tilheyrandi i 5 minút- ur til aó lenda á. Og þegar Húnn Snædal, flugumferðarstjóri á Ak- ureyri, vinur minn og mikill brandarakall, spyr mig um flug- áætlun, og ég svara: Akureyri — Fnjóskárbrú: 10 mínútur, verður hann aiveg dolfallinn, en segir þó: „Er það nýja eða gamla brú- in?" SAMGÖNGUDELLUR Hluti af þessum bíla- og flug- dellum Ömars hefur svo verið annáluó þátttaka hans í aóskilj- anlegum góðaksturs- og góðflugs- keppnum, torfæruakstri o.s.frv. „Það er gaman að vita hvar maður stendur," sagði hann, „og svo þjálfar þetta mann.“ En hver skyldi nú vera uppá- haldsdellan?" Þær eru náttúru- lega í uppáhaldi allar hver á sin- um tíma,“ svaraði Ómar, ,,en ætli flugdellan sé ekki númer eitt núna og er búin að vera lengi." „Við getum eiginlega kallað þetta meira og minna allt sam- göngudellur, og ég hef lengi geng- ið með ýmsar hugmyndir um sam- göngumál i maganum. Mér fannst t.d. líða óþarflega langur timi þangað til flugvélar, sem þurfa stutta lendingarbraut, og eru brattfleygar og hljóðlátar, komu hingað. Og þetta skiptir miklu máli varðandi Reykjavíkurflug- völl sem menn vilja sumir hverjir að verði lagður niður. Mér finnst alveg dásamlegt að hafa þennan flugvöll hér inni í borginni, og það er ekkert vandamál með rétt- um vélum. Að sama skapi hef ég lengi ver- ið að velta fyrir mér samgöngu- málum Skagamanna, og ég held að þau komist aldrei í gott horf fyrr en komið hefur verið á föst- um flugsamgöngum við Reykja- vík. En auðvitað verða Akurnes- ingar að sjá það sjálfir. Það versta er bara að flugvöllurinn þarna er á kolvitlausum stað, og stendur mjög illa gagnvart austanáttinni. Völlurinn þyrfti að vera alveg niðri við kaupstaðinn." „Ég er sifellt að velta alls konar samgöngumálum fyrir mér,“ sagði Ömar, ,,og það er margt sem má bæta. Menn eru bara svo treg- ir að sjá hvers er þörf, hvað borg- ar sig o.s.frv. Fólk getur aldrei gert sér grein fyrir þvi hvaða kostur er beztur fyrr en allir hafa verið reyndir. Fyrir 5 árum fannst öllum alveg út i hött að ætla að fara að fljúga til Blöndu- óss. En svo er þetta gert, og þá sprettur þörf fyrir svona flug upp. Svona er þetta í mörgum tilfellum. Menn eru of tregir til að reyna möguleikana.“ Og Ömar sagði fi á ýmsum fleiri hugmyndum i þessum efnum, og það ekki bara i samgöngumálun- um. Hann er t.d. með þá hugmynd að alveg væri tilvalið að reisa ráðhús í Reykjavik uppi á Öskju- hlíð. „Það er alveg rakið. Byggja ráðhúsið yfir geymana, og nota þá sem fúndamental atriði í bygging- unni,“ sagði hann. „Auk þess sem þetta er á bezta stað yrði bygging- in í órjúfandi tengslum við nafnið á borginni, — Reykjavík." AÐ VERÐA FORFALLINN IDELLUNNI Það er fátt mannlegt Ómari Ragnarssyni óviðkomandi. Og dellurnar eru eftir því margar og fjölskrúðugar. Leiklistin er auð- vitað ein þeirra. „Hún er alveg ferleg della. Ég þarf ekki annað en að sjá fjalirnar til að um mig fari fiðringur. En þótt ég hafi áhuga á að leika meir á sviði, þá er það of bindandi fyrir mig. Mér hentar betur að ráða mér sjálfur." Og önnur er pólitikin. „Pólitik er búin að vera della hjá mér alveg síðan ég var strákur. Ég hef hlustað á allar útvarpsumræður frá því ég var 9 ára. Ég hef senni- lega byrjað of ungur, þvi það hef- ur ekki verið nokkur leið fyrir mig að komast inn í neinn stjórn- málaflokk." Getur hann tekið pólitik alvar- lega? „Já, já. Það stendur engin della undir því heiti ef maður tekur hana ekki alvarlega." „En margar af mínum dellum, eins og t.d. talnadellan, eru svo fáranlega gagnslausar," sagði Omar að lokum, „að þær eru auð- vitað alveg hreinræktað sport. Svona dellur virðast liggja i eðli manna, þetta er einhver nosturs- hneigð, menn fá sér eitthvað að dunda við. Sumir hafa ánægju af því að sulla í tölum, aðrir eru meó söfnunardellu, safna frimerkjum, myntum o.s.frv. Nei, ég hef alveg verið laus við söfnunardelluna. Ég safna bara börnum. Hins veg- ar held ég aó það sé tilviljun háð hvaða dellu menn ánetjast. Þetta er eins og sjúkdómur, — smitar frá sér. Eftir að ég kom hingað í sjónvarpið fékk ég t.d. kvik- myndatöku- og ljósmyndunar- dellu.Þar kemur reyndar talna- dellan inn i, — ljósopsstillingar, fjarlægðir, DINin o.s.frv. En mað- ur verður að passa sig á þessum fjára og verða ekki forfallinn. Ég hef til dæmís bannað sjálfum mér að byrja að reyna að leika golf, veiða lax eða fara á hestbak. Ég hef séð menn verða þessum dell- um að bráð. Maður verður að passa sig á þvi að dellan fari ekki út í öfgar. En þannig er komið, þegar menn geta engrar annarrar ánægju notið.“ — A.Þ. GLÆSILEGT URVAL AF VORFA TNAÐI FRÁ HOLLANDI, BELGÍU, DANMÖRKU OG BRETLANDI. Ullarkápur Tweedkápur Flauelskápur Jerseykápur Terylenekápur og töskur. Chintzkápur Flauelsjakkar Terylenejakkar Leðurjakkar Buxnadragtir Nýjar vörur í hverri viku. þernhard lax^al KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.