Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 71 Bærinn Grjóti stóð við Grjótagötuna uppi honum, en þetta bárujárnsklædda timbur- á há-hæðinni. Nú sést ekki urmull eftir af hús stendur því sem næst á sama stað. um öll klædd með bárujárni og byggð í þeim sérstaka stíl, sem einkennir þetta merkilega skeið í byggingarsögu landsins. Síðar voru steinhús byggð innanum og sum bárujárnshúsin urðu ónýt fyrir timans tönn, önnur brunnu og voru ekki byggð að nýju. Þess- vegna hafa innanum og samanvið myndast bilastæði og allt verður þetta til þess að heildarsvipurinn verður margbreytilegur og sund- urleitur. Gamlir Reykvikingar segja, að nú sé búið að stórskemma Grjóta- þorpið; það sé ekki lengur það sem það var og megi einu gilda, hvað um það verður. Ugglaust hefur svipur þess staðið miklu sterkari í eina tið, en allt um það er ánægjuleg tilbreyting fyrir venjulegan úthverfabúa að ganga um Grjótaþorpið. Það er „malerískt" eins og Danskir mundu segja, en því miður verður það ekki sagt um hin nýrri hverfi okkar. Garðræktin í Grjótaþorpi er kapituli út af fyrir sig. Sum- staðar virðast njóli og rænfang vera helstu skrautjurtirnar og garðblettirnir virðast vera á sinu. Samt þarf mannhæðar hátt báru- járn til þess að afmarka skikann. Þvottasnúrurnar eru þýðingar- mikill hluti af arkitektúr um- hverfisins og ég skal fúslega játa að þetta tvennt; þvottasnúrur og bárujárnsgirðingar, væri til lýta i nýlegri byggðum. En i Grjóta- þorpinu og öðrum hliðstæðum hverfum verður þetta sjálfsagður og eðlilegur hluti umhverfisins og gleður jafnvel augað. Nú hafa sum húsin í Grjóta- þorpinu fengið á sig nýtízkulega liti, einkum og sér í lagi brúna. Það klæðir þau yfirleitt vel og þau verða skyldari jörðinni en áður. Sameiginlegt kennimark eru litlir gluggar með dálitlum pottablómum á bak við glugga- tjöldin. Þessi hús voru nefnilega byggð áður en tvöfalt gler kom til sögunnar og þá voru gluggarnir hafðir litlir og rúðurnar smáar. Nú hefur glerið verið tvöfaldað og einhverju fórnað af glugga- póstum, en það viróist ekki koma að sök. Þessi hús eru líka öll með risi og þau halda vatni; arkitektár og flöt þök komu síðar til skj alanna. En garóræktin í Grjótaþorpi var heldur ekki öll uppá sömu bókina. Á nokkrum stöðum vaxa verulega myndarleg tré, sem bregða vinalegum svip á um- hverfið og við Túngötuna voru sum þeirra svo stór, að rætur þeirra voru taldar ná allt niður í Suðurgötu eða Aðalstræti. A horni Túngötu og Garðastrætis var afburða fallegur trjágarður, sem nú hefur verið upprættur og nú skilst mér að einhver peninga- mógúll ætli að byggja eina verzl- unarhöll þarna í staðinn. Vænt- anlega verður það „augnayndi“ úr áli og gleri og má vel ímynda sér, hversu vel það fari þarna með hliðsjón af snilldinni í bygginga- list samtímans. Enda þótt Grjótaþorpinu hafi á ýmsan hátt verið spillt, á það samt sína töfra, sem mér finnst sjálf- sagt að halda í sem lengst. Þegar 25 ára aðalskipulag Reykjavikur var kunngert fyrir allmörgum árum, var gert ráð fyrir að byggð- in i Grjótaþorpi hyrfi að verulegu leyti vegna mikillar umferðar- götu, sem mig minnir að hafi átt að tengja Hringbrautina við Hafnarsvæðið. Sem betur fer mun hafa verið horfið frá þessari gatnagerð, enda hefur á umliðn- um árum vaxið skilningur á því að þyrma gömlum húsum og hverfum. Það hefur verið gott að geta bjargað einstaka merkishúsi upp að Arbæ. En sú lausn er ekki algild og lítið væri unnið með því að flytja einstök hús þangað úr Grjótaþorpinu. XXX Þeir sem rölta á rúntinum eða þræða búðirnar við Aðalstræti, telja ugglaust tíma sinum betur varið til«inhvers annars en skoða Grjótaþorpið. Þar er varla hægt að leggja bil nema með harm- kvælum og áhættu; svo utanveltu er þetta hverfi við þróunina. Sunnudagabiltúrarnir liggja eitt- hvað annað, því enginn ekur um Grjótaþorpið nema eiga þangað brýnt erindi. Að vísu ber við, að fótgangandi fólk sést á stjái í Grjótagötunni, i sundinu hjá Unu- húsi, eliegar I Fischersundinu. En það er oftast gamalt fólk og las- burða og hefur nóg með að sjá fótum sínum forráð i brekkunum. Þetta er fólk, sem ekki á bil og hefur líklega aldrei komist svo langt í lifsbaráttunni að eignast bii og ekki einu sinni dreymt um það. Þetta er gamalt fólk úr Vesturbæn- um og allir vita, að gamalt fólk er fjölmennt i Vesturbænum. Það röltir af gömlum vana til út- réttinga niður i kvosina, en ég hef grun um, að það hafi engar sér- stakar mætur á Grjótaþorpinu, þótt mörg húsin þar séu afsprengi hins sama tima og það sjálft. Það kann að virðast undarlegt, en yngri kynslóðin virðist hafa meiri áhuga á að viðhalda því gamla i umhverfinu. Stundum hef ég rætt þetta við eldri menn og fundið, að þeim er engin eftirsjá i „þessum gömlu kofum". Að vísu er það rétt, að fegurstu húsin frá tíma- skeiði bárujárnshúsanna eru annarsstaðar en i Grjótaþorpinu. Húsin eru líka mjög sundurleit að gerð og útliti. En það sem að minni hyggju gefur Grjótaþorpinu gildi, er að það er öðruvísi. Það er fremur friðsælt og út af fyrir sig þótt það sé i sjálfri miðborginni. Dáð þess og styrkur er sjálft skipulagsleysið og handahófið, sem er í ætt við náttúruna og hlýtir ekki lögmálum, sist af öllu lögmálum reglustrikunnar. En hvernig ætli íbúarnir séu í svona hverfi? Sum húsin virðast vart vera meira en 50 fermetrar að grunnfleti. Kannski er við hæfi að spyrja eins og hinir lands- kunnu „menntamenn" sem flettu ofan af menningarleysi Grindvík- inga: „Skyldi vera elskast mikió i svona húsum?“ Ötvirætt fannst mér gefið i skyn í fyrrgreindri Grindavíkur- þulu, að lítið mundi fólk elskast í vönduðum steinhúsum. Sam- kvæmt þvi ættu ibúar i Grjóta- þorpi að elskast einhver ósköp. En þegar ég sé gömlu konurnar bregða frá gluggatjaldinu til þess að vökva blessuð blómin, þá kem- ur mér í hug, að kannski sé ásta- lífið meira annarsstaðar, til dæmis uppi i Breiðholti. Börn sjást ekki heldur í Grjótaþorpinu og gæti það bent til þess að annað- hvort séu húsmæður þar ekki byrjaðar að eiga börn, eða komn- ar úr barneign. En þótt ekki séu börn að leik í sundum, portum og húsagörðum Grjótaþorps, þá bregður þar ósjaldan fyrir þeim útilegumönn- um nútimans, sem sameinast um eina áhugamálið: Að slá í flösku. Það er með þá eins og rjúpuna; þeim fækkar og fjölgar eftir lög- málum, sem ekki hafa verið út- skýrð. Uppá síðkastið hafa þessir dvalargestir húsasundanna af ein- hverjum ástæðum orðið sjald- séðari. XXX Það var einn dag á Góunni, að Arni Öla var hér á ferðinni og við gengum saman um göturnar í Grjótaþorpinu. Þetta er ekki löng í næsta nágrenni viS Morgunblaðshúsið: Þarna vex grasið í friði meðfram stígnum og trén dafna vel, þótt grýtt sé undir. Á rústum Brekkubæjar var Vinaminni byggt. Þar var í fyrstu kvennaskóli, en lengst af hefur Vinaminni verið íbúðarhús. Múrarahúsið við Garðastræti. Þar fæddist Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. SJA ENNFREMUR NÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.