Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 TÖMSTUNDAIÐJA manna er æði misjöfn. Sumir safna frímerkjum og aðrir renna fyrir lax. Enn aðrir ljósmynda og sumir jafnvel fljúga og leika sér á ný- tízkulegum fararskjótum tuttugustu aldarinnar um loftin blá. En sá maður, sem helgað hef- ur fluginu allt sitt ævistarf og er nú einhver valdamestur maður ís- lenzkra flugmála og aðalforstjóri Flugleiða h.f., Örn O. Johnson, hefur valið sér allóvenjulegt tóm- stundagaman. Fyrir nokkrum árum keypti hann sér jörð og hóf búskap austur í Hvolhreppi. Landfræðilega gæti þó jörðin ver- ið fremst í Fljótshlíðinni, en hún heitir Brekkur og er með elztu jörðum, þar eð á henni hefur verið búið allt frá landsnámsöld. 1 Landnámu er jarðarinnar get- ið og bar hún þá heitið Sumarliða- bær. Hana sat þá Herjólfur fimmti sonur landnámsmannsins Ketils hængs, en Herjólfur átti soninn Sumarliða, föður Vetur- liða skálds. Segir í Landnámu: „Þeir bjuggu í Sumarliðabæ. Þar heitir nú undir Brekkum." Einn sunnudag fyrir skemmstu heimsóttum við Örn og konu hans Margréti. Þegar við ókum í hlað var Örn aó moka út úr hest- húsinu. Veður var ekki sem bezt og kyngdi niður talsverðum snjó. Það var því útséð um að farið yrði á hestbak þann daginn. Hestarnir áttu því fyrir sér rólegan dag og ekki væsti um þá í hesthúsinu, sem er gamalt fjós. Örn lauk við að moka undan hestunum, en svo sýndi hann okkur öll húsin á bæn- um, nýreist fjárhús, hænsnahús o.fl. Það er skemmst frá því að segja að Örn býr vel undir Brekk- um. Hann hefur reist þar mikið og vandað fjárhús og er allur búnaður hvarvetna mjög nýtízku- legur. Að lokinni stuttri skoð- unarferð setjumst við í stofu á efri hæð íbúðarhússins og ræðumst við um búskapinn, en á Örn mokar flórinn f hesthúsinu meóan undirbýr frú Margrét hádegisverð. „Það má segja að þetta tóm- stundastarf okkar hér sé um 20 ára gamall draumur,“ segir Örn. „Áður en við fundum þennan bæ höfðum við leitað lengi og víða að hentugum bæ í nágrenni Reykja- víkur. Við ætluðum að búa og hafa tækifæri til þess að stunda atvinnu í bænum. Segja má að við höfum í raun ekki áttað okkur á þróuninni og með bættum vegi hingað austur hefur sveitin hér í raun færzt nær Reykjavík.“ Einn vordag árið 1971 var svo jörðin Brekkur auglýst í blaði. Örn sagði, að auglýsingin hefði farió fram hjá sér, svo sem aug- lýsingar gerðu jafnan, en Margrét rak augun í auglýsinguna og þá strax um kvöldið óku þau austur til þess að líta á jörðina. Ekki höfðu þau þá samband við bónd- ann, en héldu heim til Reykja- víkur um kvöldið staðráðin í að KJpjallað við •• Orn 0. Johnson, forstjóra, um tómstundaiðju hans — búskap í Hvolhreppi Margrét og Orn Johnson tala við bóndann. 1 hann var svo hringt daginn eftlr og þau Örn og Margrét héldu aftur austur. Var það á sumardaginn fyrsta. Þau komu að Brekkum klukkan 11 ár- degis og dvöldust þar til klukkan 18. Fór svo vel á með þeim og Guðna Guðjónssyni bónda, að áður en þau kvöddu hann voru viðskiptin handsöluð. „Fannst okkur vel fara á því í þessari sögufrægu sýslu, að frá kaupum yrði gengið með þeim hætti,“ sagði Örn og brosti við. „Eins og ég sagði áðan,“ — segir Örn, „var forsenda þess að hefja búskap, að vel tækist til að fá góðan ráðsmann. I þeim efnum vorum við mjög heppin. Við feng- um ung hjón til þess að annast búskapinn fyrir okkur, Eið Hilmisson og konu hans Rut Benjaminsdóttur. Eru þau bæði uppalin í sveit og hafa verið við búskap áður. Eióur hafði m.a. verið á Hvanneyri og eins á sauð- fjárræktarbúinu á Hesti í Borgar- firði. Hann er og mikill og lipur hestamaður. Við hjónin sinnum hins vegar búinu sjálf aðeins okkur til ánægju og skemmtunar. Hver tómstund er nýtt sem gefst og yfirleitt höldum við hingað austur flest föstudagskvöld, erum hér laugardag, en höldum til Réykjavíkur aftur á sunnudags- kvöld. Persónulega er áhugi minn mestur á hestunum, en tilgangur- inn var þó alltaf að hafa bland- aðan búskap.“ Ibúðarhúsið á Brekkum er ein- lyft timburhús með allháu risi. Þau Örn og Margrét búa á loftinu, þar sem þau hafa innréttað sér vistlega 2ja herbergja íbúð með eldhúsi og baði. Þar geta þau verið algjörlega út af fyrir sig, en á neðri hæðinni búa þau Eiður og Rut ásamt þremur börnum sínum ungum. Þegar Örn og Margrét keyptu Brekkur var þar fjárhús, hlaða og fjós. Fjárhúsin stóðu um einn kilómetra frá bænum sjálf- um og þar er nú opinn stallur fyrir stóð þeirra hjóna. Þar er hrossunum gefið á garða og geta þau leitað skjóls i húsunum hvenær sem þau vilja, en annars gengur stóðið úti. Síðan hafa þau reist ný og myndarleg fjárhús við bæinn og voru þau reist fyrir tveimur árum. Þar hýsa þau 150 fjár og um eittþúsund hænsni. Þar er og hrossaungviðið, en reið- hestar þeirra hjóna eru í gamla fjósinu. Kúabú hafa þau ekki, þar eð þeim finnst það of bind- andi. Örn hafði þó á orði, að gott gæti verið að fá nokkur holda- naut. Alls eiga þau um 40 hross. Jörðin er um 200 hektarar aó stærð, en þar af eru um 30 ræktaó land. „Jörðin er ákaflega ein- kennileg i laginu,“ segir Örn. „Yfirleitt eru jarðir hér fremur litlar, en þessi er 4 km að lengd en að jafnaði um 500 metrar að breidd. Jarðir, sem liggja að Brekkum eru Efri-Hvoll, Giljur, Langagerði, Lambey, Uppsalir og Þórunúpur.“ En hvernig gengur svo að sam- ræma þetta tómstundastarf eril- sömu forstjórastarfi hjá Flug- leiðum? „Það væri í raun ógern- ingur," segir Örn, „ef Margrét hefði ekki einnig brennandi áhuga á þessu. Ég get t.d. ekki sinnt öllu þvi sem útrétta þarf til búsins. Það gerir Margrét og að- spurð segist hún ekki hafa komizt upp á lag með það að njóta aðstoð- ar alþingismanna héraðsins við það. Örn er nú alveg hættur að fljúga, þótt hann sé handhafi flugmannsskírteinis númer 4 og frú Margrét bætir við: „Það kem- ur þó fyrir aó stundum leggur hann á flugskeið." Það er þó hvorki á Gullfaxa né Sólfaxa. Örn hefur mestan áhuga á hrossabúskapnum. Hann sagði okkur að þau hjón væru nú að gera smátilraun í hrossaræktun. „Það er þó ekki nema smátilraun, þar sem við erum bæði orðin of Ur hænsnabúinu. Það er mjög nýtízkulegt. Hitastillitæki halda þar stöðugum hita, eggin falla sjálfkrafa frá hænunum og úr- gangsefni falla á færibönd, sem flytur þau sfðan í rotþró. fullorðin til þess að stunda það skipulega. Hrossaræktun tekur allt of langan tima til þess að þau gætu notið árangursins." En þau hafa blandað saman tveimur landsþekktum hestakynjum, Kirkjubæjarkyninu af Rangár- völlum og Hornafjarðarkyninu. Eru þau nú að ala upp mjög efni- legan stóðhest, sem ber nafnið Hrannar. Móðirin er Hrönn frá Kirkjubæ, én faðirinn er Forni frá Fornustekkum. Hrönn er und- an Hyl og Þotu, sem aftur er undan frægum stóðhesti, sem heitir Ljúfur. Það er einkar ánægjulogt að koma að Brekkum og gaman að sjá hve vel þau búa þar Örn og Margrét. Þessi tvö Reykjavíkur- börn, sem bæði eru fædd í Þing- holtunum hafa augljóslega mik- inn áhuga og mikla ánægju af búskapnum og hundinum á bæn- um finnast víst allir föstudagar vera sem sunnudagar, því að þá koma þau Örn og Margrét austur. Þegar við kveðjum er enn tals- verð hríðarmugga og hjólförin á þjóðveginum eru orðin svo djúp, að við sitjum fastir á veginum. Heima á bænum er tekið eftir þessu og Eiður ráðsmaður bregð- ur hart við og bjargar okkur úr sjálfheldunni með dráttarvélinni. — mf. Ur f járhúsunum örn og ráðsmaðurinn Eiður Hilmisson á sumar- dagírui fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.