Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 / Þuríður J. Amadóttir PÁSKA- DRAUMUR Ég er ekki meðal þeirra, sem ióka kirkjugöngur; ekki heldur í hópi þeirra, er hafa andúð á þeim húsum eða því sem þar fer fram. Hugmyndir mínar um tilgang þeirra, sem kirkjur sækja, eru fremur óljósar. Þó þykist ég vita að til eru þeir sem hyggjast finnaþar andlega endurnýjun. Aðra hef ég grunaða um aó líta á kirkjugöngur sem einskon- ar verðjöfnun á lífsmati þessa og annars heims. 1 þriðja lagi hef ég rekist á þá, sem nálgast Guðshús, ljómandi af áhuga á byggingarlist og þeim fróðleik er þau geyma á því sögulega sviði frá öllum tímum. Ahugi þessa fólks, hverjum hópnum sem það tilheyrir, hefur oft náð að ýta við hrifnæmi mínu. En ég get ekki sagt í einlægni að ég eigi samleið með neinum þeirra. í hugarheimi bernskunnar var jólahelgin mér hug- leiknust allra hátiða. En með tilfærslu tímans hafa þar orðið sætaskipti. Spurningin um afdrif mannsandans hefur beint von minni um svar, að þeirri trúarhátíð, sem í hérlendum helgisiðum er tengd — lífinu eftir dauðann. Þessvegna hefur kirkjuganga á páskamorgni orðið mér hefðbundin athöfn. Laugardag fyrir páska, gef ég veðurútliti meiri gaum en flesta aðra daga ársins. Um þetta leyti árs er misjafnra veðra von hér á norðurslóðum, en viljandi hef ég ekki látið það aftra minni árlegu kirkjugöngu. Og svo mun heldur ekki verða að þessu sinni. Með þeim ásetningi bíð ég morgunsins. Hrjúft sífrandi hljóð rýfur minn væra svefn. Hönd mín seilist að borðinu og þaggar niður i klukkunni. Sætleiki svefnsins seytlar um hverja taug. Sár þörf fyrir meiri hvíld, stríðir gegn óljósum ásetningi, sem leitar úr djúpi undirvitundar og hvíslar; Það er í dag sem þú skalt vakna og ganga til Guðshúss. Þokukennd- ur þanki glímir andartak við svo fjarstætt hugtak. En brátt rofar til og hugurinn nemur, að runninn er páskamorgunn: Hin eina stund ársins, sem hvetur mig til kirkjugöngu. i Ég geng að glugganum og dreg tjöldin til hliðar. Fyrir utan er morgunninn bjartur og hreinn, fjöllin hvítklædd, gullið sólris á austurlofti. Engir frosthvítir gluggar, hvergi snjóskaf um götur og garða: Páska- morgunn fagur og ákjósanlegur til kirkjugöngu. Borg- in er hljóð, köld og kyrrlát. I tæru morgunloftinu berst hljóO frá hurð, sem er opnuð og fellur aftur að stöfum: Arrisull kirkjugestur á ferð. Einstakt fótatak og siðan fleiri samtímis. Hratt og ákveðið gengur hver til kirkju sinnar Mín kirkjahefur enn ekki verið byggð en á páskamorgni standa allar kirkjur opnar. Vera má, að í einni þeirra bíði min það svar, sem ég leita. Stendur ekki skrifað: — Leitið og þér munuð finna? — . I dag mun ég leita, ekki á einum stað, heldur hvar sem dyr standa opnar. Ég geng upp hæðina, að austurlenskri musteris- byggingu, sem þar stendur; Turnar hennar glóa í geislum ný-risinnar páskasólar. Inni rísa gylltar súlur — upp úr þéttsetnum sætaröðum. Menn, konur og börn beina augum sinum að manni sem einn snýr augliti sínu að þeim, upphefur rödd sína yfir þeim og segir: — Þér leitið að Jesú, hinum krossfesta. En hann er upprisinn og er ekki hér. — Með þessi orð í huga, sný ég við og geng afur niður þrep þessa musteris. Austansvalinn ber óm af tiginni kirkjutónlist Johanns Sebastian Bachs, frá húsi skammt burtu. Sú bygging minnir á flatateikningu á blaði, samsetta úr mörgum mislaga flötum. En yfir hanga kirkjuklukkur í steingálga. Form þeirra ber við bláma himinsins. Við dyr þessa húss staðnæmist ég og hlusta á raddir sameinast í þessum orðum: — Kristur er sannarlega upprisinn; hann hefur afmáð dauðann. — Er mér þetta ekki fullnægjandi svar? Getur göngu minni ekki lokið hér? En vantrú er mitt hlutskipti. Og ég geng áfram. Lengra niður i borgina liggur leið mín, um troðnar slóðir, steinlagðar stéttir og þröngar bikbornar götur. Þar, á miðjum grasvelli stendur maóur steyptur i málm. Af myndskreyttum stalli beinir hann ósjáandi augum að gráu húsi, hlöðnu úr höggnu grjóti. Við hlið þessa húss stendur gömul steinkirkja með smáum bogagluggum og tiskulausum turni. Þar mætir augum gulnuó skífa gamallar klukku, starandi líkt og elli- þreytt auga. Hér finn ég mig heima. Svipuð kennd gerir vart vió sig og þegar ég sem barn kom á fund aldraðrar ömmu minnar. Hvar gæti trú flutt fjöll, ef ekki hér? Inni er ekkert sæti fyrir mig. En þess gerist ekki þörf. Af morgunsól leggur Ijósrákir gegnum litlu bogagluggana, yfir setna bekki og gullflúraðan tré- skurð á gamla predikunarstólnum; þaðan sem rödd talar til fólksins þessum orðum: — Og mjög árla, hinn fyrsta dag vikunnar, fóru þær til grafarinnar; og það var um sólaruppkomu. — Sú sól er þá reis, fyrir nær tvö þúsund árum, bregður nú gliti sínu á bláan vatns- flöt fyrir enda götunnar og á létta vindskeið, sem sveiflast eftir vindátt i turninum yfir kirkjunni. En jafnvel hér, getur trú min ekki flutt fjöll. Ég geng niður slitin og máð þrep og finnst ég heyra gamalt hjarta slá, þegar klukkan í turninum slær stundina. Ég finn augnaráð málm-mannsins á gras- fletinum fylgja mér niður götuna. Hversdagsleg helgisaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.