Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 91 sér fyndist ég koma allt of hratt inn til lendingar. „Haltu flughraðanum í lend- ingu,“ stendur i öllum kennslu- bókum sem ég hef fengið hjá ykk- ur,“ svaraði ég þá. Hann sagði mér þá að fara upp I 4000 feta hæð, taka af mótorinn og sjá hvað ég gæti farið hægast á vélinni með fullri stjórn þó án þess að hafa mótorinn I gangi. Ég fór af stað í þetta ferðalag við tækifæri, en fór aldrei nema upp í 3000 fet, nennti ekki lengra. Ég fór svo að reyna þetta. Tók mótorinn af og reyndi að finna út hvernig ég gæti stjórnað vélinni á minnstum hraða. Eitthvað hef ég náttúrulega lækkað flugið og minnkað bilið milli mín og jarðarinnar meðan ég var að þessu. Eftir góða stund í þessum tilraunum kippti ég í vél- ina að framan og ætlaði að taka hana í hliðarbeygju, en um leið og ég tók hana upp að framan, hafði Helgi nýkominn heim frá flugnámi í Kanada. hún ekki nægilegan flughraða, svo hún datt aftur yfir sig og byrjaði að hrapa. Þá var ekkert annað að gera úr því að hún var byrjuð að spinna niður en taka stýrið til baka og setja fullt hliðarstýri á annan veginn og ég valdi alltaf vinstra borðið þegar svo vildi til. Þetta gerði ég og síðan var að bíða rólegur í hrap- inu og láta vélina spinna þrjá hringi og þetta tókst þótt ég sæi jörðina koma anzi hratt á móti mér. Eftir þrjá hringi færði ég stýrispinnan á miðju og setti fullt hliðarstýri á móti og þá hrökk vélin út úr spinninu, um leið setti ég mótorinn á fulla ferð og vélin flaug á ný undir fullri stjórn í nokkurra faðma hæð við jörðu. Þetta varyfirskólasvæðinuogég flaug nú I skyndi burtu, skít- Líkan Helga af Engeyjarskipi (efri myndin) og svo annað af skipi með bátslag úr Vogunum fyrir aldamót. hræddurbæði varþaðaðmér brá feikilega eftir á og vildi geta jafn- að mig í rólegheitum, því blöðið hafði stigið all harkalega til höfuðsins, og svo vildi ég komast frá skólasvæðinu, því auðvitað höfðu margir séð til min og ég var viss um að þegar ég lenti fengi ég ómjúkar skammir og jafnvel brottrekstur. Menn fengu iðulega 2—7 daga straff ef þeir gerðu mistök, hvað þá svona kúnstir sem ég hafði lent i. Nú, ég komst ekki hjá þvi að lenda og var tilbú- inn til að taka á móti skömmun- um. Ekki eitt einasta orð, enginn sagði eitt einasta orð, svo maður varð náttúrulega enn væskilslegri fyrir bragðið og ég skildi ekkert í þessu, það var eins og strákunum hefði verið bannað að tala við mig. Yfirmaður og eigandi flug- skólans kom hins vegar til mín hinn vingjarnlegasti og bauðst til að láta aka mér heim og svo kór- ónaði hann athöfnina með þvi að bjóða mér í mat heima hjá sér um kvöldið, kvaddi síðan snarlega án þess að ég gæti lagt nokkurt orð í belg. Ég var hálf feiminn en mætti í matarboðið og það var rabbað um allt milli himins og jarðar nema flug. Þegar ég hafði síðar um kvöldið kvatt og var að ganga út um garðhliðið, kallaði hann á mig eins og hann hefði allt í einu munað eftir einhverju. Ég sneri við og þá segir hann við mig graf- alvarlegur að hann þurfi að fá heimilisfang mitt heima á Islandi og nöfn aðstandenda minna. Ég hváði. Jú, sagði hann, þú lékst þarna leik í flugvélinni, sem heppnaðist í það skipti, en það er ekki víst að það heppnist næst og þá verð ég að vita hvert ég á að tilkynna um afdrif þín. Þá skildi ég loks til hvers hann hafði boðið mér í mat. Svo kom að því að haldið skyldi heim á ný.“ „Var ekki tekið til óspilltra málanna þá við flugið?" „Það var reynt af megni. Þegar ég kom heim aftur hittist svo á að Albert Jóhannsson bílstjóri á Vífilsstöðum hafði keypt eins manns flugvél til landsins og setti ég hana saman á Vífilsstöðum, en til landsins kom hún ósamsett í kössum. Þetta var fyrsta vélin, sem einstaklingur á íslandi keypti og var hún af Arvin-gerð. Þegar samsetningu var lokið reyndi ég að fljúga henni á Vífils- staðatúninu, e«-veérið var óhag- stætt og það tókst ekki að koma henni á loft daginn þann. Nokkr- um dögum seinn.a-.komu þeir með hana til Reykjavtkur óg Sigurður Jónsson tók hana af í fyrsta sinn i Vatnsmýrinni. Eftir fyrstu þol- raunina var hún sett í port suður á Melum, þvi þaó var ekki lengur hægt að athafna sig í Vatnsmýr- .inni. Þar var komin beit fyrir beljur og heysæti trónuðu upp, en flugvélar urðu að víkja um sinn, því Mýrin var leigð til beitar. Mig langaði skelfing til að prófa vél- ina, en þar sem Vatnsmýrin var ekki klár fór ég að stika melinn, sern var rétt fyrir sunnan þar sem Melavöllurinn er nú, en það var sama hvað ég stikaði, aldrei gat ég teygt vegalengdina upp fyrir 100 metra. Nú vissi ég að ekki var hægt að framkvæma þessa hugmynd nema í norðan kalda og kælan sem til þurfti, kom þá einn sunnudagsmorguninn. Þá bað ég kunningja minn að keyra mig vestur eftir, þvi nú ætlaði ég að reyna að fljúga Vífilsstaðavélinni. Þegar kom á Meiana var Albert þar með bil og menn til þess að flytja vélina landleið suóur á Vífilsstaði. „Hvað á ég að gera, það er eng- inn til að fljúga henni,“ svaraói Albert þegar ég spurði hvort það væri virkilega hugmyndin að flytja vélina á bíl. Okkur samdist síðan um að ég skyldi reyna að y íá íá íá u u u íá iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ ÍÁ iá iÁ u ÍÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ ÍÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ iá iá iÁ iÁ iÁ iÁ iÁ u iÁ iÁ iÁ XI airmarc F \ VOUJMt % \ •' «WWWWASVW.v.' mm ■P r r r f j y y ^ ^ \ LANGDRÆGAR BíLATALSTÖÐVAR XI airmarc talstöðvar I böa, frá hinum heimskunnu amerísku fjarskiptatækjaverksmiðjum, er um árabil hafa framleitt fullkomnustu talstöðvar i farþegaflugvélar. XI airmarc er 6 talrása. kristalstýrð alsmárastöð (einungis transistorar), sem hentar islenskum aðstæðum einkar vel. Hún er langdræg, þolir mikinn kulda. litil um sig, einföld i notkun, örugg. byggð úr sömu fullkomnu rafeindahlutunum og flugvélatalstöðvar. Xlairmarc talstöð má setja i hvaða bíl sem er og tala yfir landið þvert og endilangt, hvort sem menn vilja beint á milli bíla eða um simakerfi Landssímans. Stöðin hefur hlotið samþykki Pósts- og simamálastjórnarinnar til notkunar hérlendis, samkvæmt reglum hins nýja SSB fjarskiptakerfis, en einn aðalkostur þess er margföld langdrægni á við eldra DSB kerfið. XI airmarc talstöðvar eru ómissandi fyrir |já, er vilja vera í góðu og traustu talsambandi þegar nauðsyn krefur. Hagstætt verð. Leitið allra nánari upplýsinga. oof[5ösi Laugavegi 178. Sími 38000. n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.