Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 fljúga vélinni. Við stilltum henni upp eins utarlega og við gátum á melnum. Þar sem völlurinn var svo stuttur mátti engan metra missa og því var það ráð tekið að fá nokkra fíleflda menn til að halda vélinni kyrri á meðan ég væri að fá fullan mótor á og gera allt klárt til þess að drífa hana í loftið. Það var tiltölulega auðvelt að halda vélinni, því hún var með aðeins 20 ha vél. I sigtinu í flug- taki var hins vegar girðing, hár vegkantur og stórt oliuport. Allt var þetta við enda 100 m brautar- innar og yfir þetta varð ég að komast. Ég keyrði á fullu, allt á útopnuðu og á seinustu nöf fór vélin í loftið. Ég skrallaði yfir girðinguna og vegarkantinn, yfir fyrsta hluta portgirðingarinnar, en yfir portinu varð ég að slaka henni alveg niður undir tunnur þannig að vélin hvarf víst ofan í portið séð utan frá, en svo lyfti ég henni aftur yfir siðari portgirð- inguna og allt stóðst þetta sam- kvæmt þeirri áætlun, sem ég var búinn að gera. Þegar ég var kom- inn út úr portinu siakaði ég vél- inni aftur niður að þúfnakarginu áður en ég fékk hana tii þess að fljúga sæmilega. Svo flaug ég yfir félaga mína á melunum og fékk vænt vink. Þegar ég hugsa um þetta finnst mér stundum að þetta hafi verið hálf ruslaralegt ferðalag, vægast sagt. Eiginlega tók ég þrístökk á vélinni þarna til þess að komast i loftið. Ég flaug aldrei þarna eftir þetta, en vél- inni flaug ég oft síðar frá Vífils- staðatúninu. Þessi vél krassaði seinna með mig. Eg fór upp á Vífilsstaðatún eins og fyrri daginn og gerði hana klára til flugs. Siðan rölti ég af stað í loftið á henni, en eftir 2—3 minútur dró svo niður i mótorn- um að vélin varð vita kraftlaus. Eg náði ekki neinum túnbletti til að lenda á, reyndi að kippa í hana, en kraftinn vantaði og það var þvi ekkert annað að gera en halda beinustu og styttstu leið niður í hraunið og fallhæðin var um 300 metrar, því vélin var ekki nógu sterkbyggð til þess að þola beygju að ráði. Ég man eftir því að það var sólskin og gott veður, bara þessi gola, og á leiðinni þegar ég skrall- aði niður, leit ég til sólar og hugs- aði að þetta væri liklega í síðasta sinn sem ég sæi haná, reiknaði ekki með neinu. Þá kom skrýtið fyrir. Ég var ekki að hugsa um eitt eða neitt nema það að bjarga lífinu, en augnablik kom mér mamma i hug, skrýtið, en rétt áður en vélin skall í jörðina tók ég eftir girðingu niður undan og þar sem vélin var ekki neitt ofsa verk- færi, 320 pund fulltönkuð, datt mér í hug að skella henni á girð- inguna og reyna að stoppa hana af, ná mýkri lendingu heldur en að lenda i grjótinu. Girðingin slitnaði og festist aftan í vélinní og varð þess valdandi að stefna vélarinnar breyttist og hún skall niður á miklu betri stað, en útlit hafði verið fyrir. Hjólin brotnuðu undan, stór steinn gekk upp í vélina fyrir aftan flugmannssæt- ið, skrúfan fór af, vængirnir brotnuðu, en ég slapp með smá blóðnasir. Það er eins og lánið hafi alltaf leikið við mig og reyndar hefur oft verið sagt við mig á ýmsum stundum: „Þú ert ekki lánlaus, drengur minn." Ég hef nú til dæmis keyrt vörubíl í tæpa hálfa öld og aldrei hefur neitt slys kom- ið fyrir mig. 1 fyrsta sinn sem ég snerti vörubíl kunni ég alls ekkert að keyra. Vinnuveitandi minn, Jónatan Þorsteinsson kaup- maður í Reykjavík, spurði mig hvort ég kynni ekki að keyra til þess að skreppa frá Reykjavík til Þingvalla á einum bílnum með konu Jóns á Brúsastöðum, vinnu- konu og vinnumann. Ég hélt nú það, var nógu vitlaus til að jánka því,sendilsblókin, og lagði af stað sem leið lá, en einu sinni á leið- inni missti ég bílinn út af. Hann hélzt þó á réttum kili og við gát- um hæglega ekið honum upp á veginn aftur og komumst klakk- laust til Þingvalla. „Þú ert ekki lánlaus, drengur minn,“ sagði þá kona Jóns á Brúsastöðum við mig. Einu sinni var ég beðinn um að skjótast með nokkra sjómenn suð- ur á Reykjanes, að vitanum því þeir ætluðu að róa þaðan á bát sínum, sem þar var. Gekk sú ferð vel suður að nausti, en á bakaleið- inni var komið myrkur og allt í einu tek ég eftir því að ég er farinn að aka í sjó þótt ég hefði haldið mig við bilförin frá því um daginn. Gætti ég nú að en sá ekkert að gagni vegna dimm- viðris. Líklegast taldi ég að nú væri flætt á svæði sem ég hefði ekið fyrr um daginn, en þar sem ég gat ekki gert mér grein fyrir því hvar ég var taldi ég ráðlegast að reyna að halda áfram. Opnaði ég því báðar bilhurðirnar og ók af stað, stóð sjórinn og gutlandinn í gegn um stýrishús bílsins á meðan, en yfir komst ég án þess að vélin gæfi frá sér nokkurt aukahljóð og hélt sem leið lá til Grindavíkur. Einar kaupmaður þar gat ekki leynt undrun sinni þegar hann sá mig, en hann vissi um fö'r mína út Reykjanes. „Ertu kominn?“ sþurði hann. „Þú sérð það,“ svaraði ég. „Var ekki sjór?“ „Jú,“ svaraði ég. „Og þú hefur farið yfir, ja þú ert ekki lánlaus drengur minn.“ Við vikum nú talinu að fyrir- bærum og öðru óáþreifanlegu, en staðreyndum þó. „Víst héf ég séð eitt og annað, sem ekki verður sannað,“ svaraði Helgi. „Það var til dæmis eitt sinn að við vorum á leið austur í Fljóts- hlíð 15 bílar með varning. Þetta var í desemberbyrjun og við stoppuðum í Tryggvaskála á Selfossi og fengum okkur kaffi. Ég kom fyrstur í hlað þar og var því síóastur af stað. Við vorum búnir að keyra góðan spotta þegar ég keyri fram á kvenmann, sem veifar mér. Eg stöðvaði bílinn og þá spyr konan mig hvort ég vilji taka sig upp i. Ég vildi það og konan kemur upp í bílinn. Ég spyr hana þá hvort enginn hinna 14 bíla, sem á undan mér voru, hafi stöðvað til að taka hana upp í. Ég veifaði þeim ekkert, svaraðí hún. Þú vilt bara mig, sagói ég þá í léttum tón og hún játti því. Ég veitti því fljótlega athygli að hún var mjög undarleg á allan hátt, stórskorin og í klæðnaði, sem kon- ur þess tíma báru alls ekki, skrýti- lega klædd i aðskorinni treyju með svarta grisju á herðum og skósíðu pilsi. Önnur klæði var hún ekki með. Eg spurði hana hvert hún ætlaðí, en hún kvaðst mundu láta mig vita þegar hún færi úr og í miðjum dalnum rétt fyrir austan Þjórsá kvaðst hún ætla af. Þar kvaddi hún mig og fór út i myrkrið þótt enginn bær væri þar nálægt, en um leió og hún fór út úr bílnum sagði, hún: „Ef þú vilt komast heim í kvöld, vinur minn, skaltu ekki stoppa i Tryggvaskála í bakaleiðinni og fá þér kaffi.“ Fór hún síðan, en þetta féll mér úr huga. A bakaleiðinni var farið að snjóa þegar við komum vestur undir Ölfusá. Þá duttu mér í hug orð farþega míns og hélt áfram ferðinni án viðdvalar og nokkrir bílar fylgdu mér eftir. Þegar við komum upp í Fjall var skollinn á grenjandi bylur og öskurok, en við höfðum það til Reykjavíkur með meðstu herkjum. Hinir, sem stoppuðu í Tryggvaskála í kaffið, tepptust upp undir viku fyrir austan og einhverjir fengu lungnabólgu í baslinu við að komast til Reykjavíkur. Ekki er ég í nokkrum vafa um að þessi kona var huldukona. Það var líka kynlegt á Foldinni. Það var þegar ég var II. vélamað- ur með Nikulási, Steingrímssyni I. vélstjóra, sem fyrr er getið um. Einhvern tíma um veturinn lentum við í öskuvitlausu veðri. Undir kvöld tókum við lítinn bil- aðan Eyjabát í tog og það var allt i lagi. Stuttu síðar urðum við varir við annan bílaðan Eyjabát og var hann einnig tekinn i slef. Báðir þessir bátar hafa verið um 10—12 tonn aó stærð, annar var grænn man ég. Um nóttina átti ég vakt og m.a. fór ég aftur á til þess að setja pumpu i gang, en það var kominn svolítill sjór í skipið og ég vildi hafa algjörlega þurrausið. Ég fór því til þess að lensa dall- inn, en þar sem ég er að bögglast við þetta heyri ég gengið inn í vélarrúmið inn á ristina yfir vél- inni og niður stigann, en þar und- ir var ég að bagsa við að koma pumpunum í gang. Ég hélt að það væri Lási og hugsaði sem svo: „Hvað er þetta, treystir hann mér ekki fyrr þessu þótt það sé vont veður. Hann hefur ekki vantreyst mér hingað til.“ Út undan mér sá ég mann ganga fram hjá vélinni, sem skyggði þó á hann að hluta. Ég hélt að þar væri Lási á ferð og gekk í áttina til hans. Þegar ég átti ófarna 2—3 metra að honum þar sem hann stóð bak við vélina, sá ég mjög greinilega handlegg- inn á honum halda um vélina og hluta af öxlinni, en þegar ég kom þar að var enginn maður þar og enginn hefði komizt upp úr vélar- rúminu nema að ganga fram hjá mér. Það var margt kynlegt þarna! um borð í ísafoldinni. Ef maður á vakt í vélarrúminu lagði sig var það alltaf eitthvað sem vakti hann, það var alltaf eitthvað sem datt. Það kastaði nú tólfunum þegar hlerinn fór í vélarrúminu. Við lágum und- ir Stapanum í Faxaflóa. Það var nær logn. Eg átti vakt og taldi í lagi að leggja mig, kannaði allt sem mögulega gat dottið og hag- ræddi þvi, en það sem skeði þarna á eftir var barnaleikur miðað við það sem áður hafði fallið niður í vélarrúminu. Það var stór lúga fyrir kolaboxinu og við þurftum alltaf að berja það bæði upp og niður með sleggju til að hreyfa það. En ég var ekki búinn að blunda lengi þegar drunurnar komu yfir. Keðjan sem hélt lúg- unni uppi húkkaðist úr og allt féll niður, en á meðan ég var að átta mig hélt ég helzt að skipið væri að farast, svo mikil voru lætin. Eitt- hvað voru þessi ærsl kennd við 2. vélamann sem hafði tekið út á skipinu fyrrum.“ „Hvenær byrjaðir þú að smíða skipslíkön?" „Ég var smástrákur þegar ég byrjaði á því. Fyrsta skipið smíð- aði ég 7 ára gamall. Ég bað karl nokkurn á Akranesi að gefa mér girðingarstaur. Hann spurði til hvers ég ætlaði að nota hann. „Smíða bát,“ svaraði ég. „Hvað ætli þú getir smíðað, strákur,“ sagði hann þá, „getur ekkert smíðað," og ekki fékk ég staurinn. En spýtu varð ég mér úti um. Þar sem ég smíðaði, í kjallaranum heima, var allt fullt af músum og ég var svo djöfull hræddur við mýs alla tlð og er enn, en smíðaáhuginn var svo mikill að ég hélt áfram að smíða þótt gildrurnar væru að smella í gríð og erg við lappirnar á mér. Eg byrjaði strax að smíða súðbirta báta og það hef ég ætíð gert. Göm- ul skip kalla á eitthvað I mér og það hljómar saman. Ég smíðaði talsvert þegar ég var ungling- ur, en síðan ekki aftur fyrr en ég var orðinn fullorð- inn maður og þá tók ég mig til aftur og fór að smíða fyrir strákana mína, en lengi vel hafði ég ekki mátt vera að þvi Stærri skipslikönin, sem eru um og yfir 1 m á lengd, byrjaði ég að smíða vegna sérstaks tilefnis. Þannig var að séra Jón á Akra- nesi hóf söfnun hjá Akurnesing- um til þess að reisa verbúóarhús á Akranesi. Ég fór i nokkra aðila í Reykjavik og m.a. til Björns heit- ins Ólafssonar fyrrv. ráðherra og hann spurði bara hvað vantaði mikið. í kring um þetta kom það upp að Björn vildi fá líkan af Engeyjarskípi. Ég fór i marga aðila, en enginn vildi smiða það. Ég ákvað þá að reyna að leysa málið sjálfur. Fékk teikningar á Þjóðminjasafn- inu hjá Kristjáni Eldjárn og fór siðan til Hafliða Hafliðasonar hins þekkta skipasmiðs og snillings, og bað hann að teikna upp útlínur og skapalón upp á 110 sm. Það gerði hann eins og skot. Þegar hér var komið sögu vantaði efnið og í hálft ár leitaði ég af og til að efni, en árangurs- laust. Eftir eina ferðina enn í Völund hitti ég þar náunga, sem ráðlagði mér að reyna trjátegund- ina ramin. Kunningi minn sagaði spýtuna niður i borð og ég sá að þetta var allt í lagi. Koparnagla og fleira fékk ég frá Danmörku og siðan hófst smíðin af fullum krafti. Þegar skipið var fullbúið kallaði ég á Björn og hann fékk skipið til að setja það á safnið á Akranesi. Síðan hef ég smíðað skip annað slagið, svolítið gaman að þessu. Eitt skipt smíðaði ég fyrir Þjóðminjasafnið, hákarla- Likan Helga af hákarlaskipinu Ófeigi frá Ströndum. Það er I Þjóðminjasafninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.