Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Þormóðs- slysið árið 1943 „Kom huggari, mig hugga þú Kom hönd og bind um sárin’, ÞRIÐJUDAGINN 16. febrúar 1943 lagði vélskipið Þormóður upp frá Patreksfirði og var ferð- inni heitið til Reykjavíkur. „Þor- móður" var 101 smálest að stærð og eign Gísla Jónssonar, en var leigður Skipaútgerð rikisins i þessari ferð. Skipið hafði farið til Húnaflóahafna og sótt þangað um 30 lestir af kjöti og á leiðinni suður kom skipið við á Bildudal og tók þar fjölda farþega. Þegar skipið fór frá Patreksfirði daginn eftir var samtals 31 maður með skipinu, þar af var áhöfnin sjö manns. Af þessum 31 voru 22 frá Bíldudal. Þegar skipið fór frá Patreks- firði var gott veður en um nóttina skall á foráttuveður og á míðviku- dagsmorgunn sendi forstjóri Skipaútgerðarinnar skeyti til Gísla Guðmundssonar, skipstjóra á Þormóði, til að spyrjast fyrir um líkiegan komutíma til Reykjavik- ur. Samkvæmt fréttum frá þess- um tíma er ljóst að Loftskeyta- stöðinni tekst ekki að ná sam- bandi við skipið fyrr en um kl. 19 á miðvikudagskvöld. Kom þá skeyti sem svo hljóðaði: „Slóum Faxabugt. Get ekki sagt um það núna.“ (hvenær vænta megi komu skipsins). Eftir móttöku þessa skeytis hafði forstjóri Skipaútgerðarinnar samband við björgunarskipið Sæbjörgu, sem var úti í Faxaflóa og bað hana að standa í sambandi við Þormóð. Um svipað leyti og ofangreint skeyti barst frá skipstjóranum komu tvö skeyti frá farþegum til ættingja og sagði þar að öllum liði vel og skipið væri væntanlegt til Reykjavíkur morguninn eftir. Enn var sama vonskuveðrið, en sjálfsagt hefur þó ýmsum létt eft- ir að samband hafði náðst við skipið á miðvikudagskvöldið og voru menn nú vonbetri en áður að Þormóður kæmist heilu og höldnu til Reykjavíkur. En síðar um kvöldið eða um kl. 22,35 berst svohljóðandi skeyti til Slysa- varnafélagsins „Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin er að hjálpin komi fljótt.“ En vegna fárviðris þá og um nóttina var ekki viðlit að senda skip út til hjálpar. Snemma morguninn eftir er síðan hafin skipulögð leit. Tóku þátt í henni íslenzkir togarar, svo og flugvélar frá bandaríska hernum og auk þess er þess getið að íslenzka vél- in hafi leitað, en henni stjórnaði Örn Johnson. Þótt veður hefði eitthvað gengið niður voru leitar- skilyrði enn erfið. Síðdegis þennan dag, fimmtu- daginn 18. febrúar, fundu svo togararnir Gyllir og Arinbjörn F]ársöfnun til aðstandenda þeirra er fórust með m.s. „Þormóöi“ Morgunblaóið tekur á móti framlögum Hii) HÖRMULEGA SJÖSLYS, er mji. ÞormóSur. nóttinn milli 17. og 18. febrúar, fórst með allri áhöfn og 21 farþegum, hefir afl vonum vakifl þjóAarhlut- tekning og þjóðarsorg. I tilefni þessa sorglega atburftar virftiit osa undirrituð- um rjett aft gefa Reykvfkingum og landsmönnum öllum tekiferi til þeaa að leggja fram nokkurt fje til handa því fólki, er um sárast á aft binda og hætta er á, aft lendi i fjár- hagsörftugleikum á komandi timum af völdum þeasara svip- legu slysfara. öll blöðin i Reykjavfk munu góðfuslega veita samakot- um, i þessu skyni, viðtöku. Reykjavík, 22. febr. 1943. Siirurgeir SigurSnson FriBrik HallgrimnMon biskup. dómprófastur. Bjarni Jónsnon Ami Sigurðsaon dómkirk j uprestur. frikirkjuprestur. Jón Thorarensen Sigurhjöm Á. Gíslaaon prestur. prestur. Sigurhjörn Einarsson Jón Anðuns prestur. prestur. Jakob Jónsson Garflar Svavarsson prestur. prestur. Bjöm Þórflnrson dr. juris. Vilhjálmur Þór Einar Amórsaon atvinnumálaráðherra. dómamálaráðherra. Bjöm Ólafsson. Jóhann Sæmundsson. Bjami Benediktsson Mngnús Sch. ThorateinfHon borgarstjóri. f ram k væmdars t j óri. Seheving Thorsteimwn Kggert Kristjánsson lyfsali. stórkaupmaður. Asgeir Sigurðsson rtlafur Láruason skipstjóri. prófessor. Jón Amanon H. Benediktsson fv. prestur á Bíldudal. Sveinn Sigurðsnon Sjgfús Sigurh jartarson. ritstjóri. Ilaraldur Guðmundsson Signrflur Kristinanon. alþm. A. Claeasen. Mbl. skýrir frá fjársöfnuninni til handa ástvinum þeirra sem fórust. Gísli Guðmundsson. Lárus Ágústsson. Jóh. Kr. Guðmundss. Ólafur ögmundsson. Björn Pétursson. Gunnl. Jóhannsson. Fjóla Ásgeirsdóttir. Salóme Kristjánsd. Ágúst Sigurðsson. Jakobína Pálsdóttir. Loftur Jónsson. Þorkell Jónsson. Bjarni Þorkelsson. Sigríður Eyjólfsd. Guðm. Pétursson. Bjarni Pétursson. Málfríður Jónsdóttir. [ndíana Jónsdóttir og Karl Eiríksson. Jón Þ. Jónsson. Kristján Guðmundss. Myndir af 26 þeirra sem létust. Myndir þessar eru úr Sjómannableðinu Vikingi frá þeim tima hersir brak úr skipi um það bil 7 mílur austur af Garðskaga. Gyllir fann þar einnig konulík. Leitinni var haldið áfram og fannst æ meira úr skipinu. Fljótlega rak einnig nokkur lik og var nú sýnt hver afdrif Þormóðs hefðu verið. M/s Þormóður var byggt árið 1931. Fiskveiðifélagið Njáll á Bildudal keypti skipið 1942. Var þá nýbúið að setja í skipið 240 ha diselvél, svo og nýja hjálparvél. Skipið var útbúið öllum full- komnustu tækjum þessa tíma, svo sem dýptarmæli, talstöð o.fl. Hafði það skoðunarvottorð til millilandasiglinga og var þetta önnur ferð þess eftir gagngerða klössun. Varla er hægt að gera sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag það hefur verið litlu byggðarlagi sem Bíldudal að missa þarna 22 menn, þar á meðal ýmsa helztu framá- menn í plássinu. Meðal þeirra sem fórust var Ágúst Sigurðsson verzlunarstjóri hjá Maron og eig- inkona hans. Voru þau hjón at- kvæðamikil á staðnum. Þá fórst verkstjóri hraðfrystihússins og kona hans og sjö ára sonur þeirra. Attu þau annað barn yngra, sem ekki var með skipinu. Tveir prest- ar voru með „Þormóði“, sr. Jón Jakobsson sem vígst hafði til Bíldudals tíu árum áður, og sr. Þorsteinn Kristjánsson í Sauðlauksdal. Kaupfélagsstjórinn Loftur Jónsson fórst með skipinu og svo mætti lengi telja. íbúar á Bildudal voru um þess- ar mundir milli 260 og 300 og má þvi heita að um 13 hver þorpsbúa hafi látizt. Er þetta einhver mesta blóðtaka sem lítið byggðarlag hér- Iendis hefur orðið fyrir í einu og sama slysinu. Sr. Jón Isfeld prestur i Búðar- dal, hafði vígzt til Hrafnseyrar í Arnarfirói, árið áður. Vegna láts Þingeyrarprests nokkru áður þjónaði hann stóru brauði. Hann var nú til kvaddur þegar ljóst var að skipið var farið, að bera þorps- búum þessa voðalegu fregn. Sr. Jón tsfeld sagði er Mbl. bað hann að rifja upp þennan tíma: — Þessum tíma verður ekki lýst. Allt varð til að Ieggjast á eitt næstu mánuði á eftir. Veðráttan, infláensufiraldur geisaði, yfir grúfði myrkrið. Sorgin lá eins og mara á þorpsbúum. Allir áttu um sárt að binda, varla var tii það heimili að þaðan hefði ekki farið náinn ættingi, sums staðar marg- ir. En Bílddælingar urðu eins og ein fjölskylda þessa mánuði á eft- ir og hver reyndi að styðja annan. — Páll Hannesson á Bildudal símaði til mín yfir á Hrafnseyri og sagði mér hvernig komið var. Hann bað mig að koma og til- kynna aðstandendum. Mér var síðan skotið á báti yfir frá Tjalda- nesi. Þá var suma farið að gruna hvað hafði gerzt. Einhver hafði heyrt neyðarskeyti skipsins gegn- um talstöð. Því var svo að sumir aðstandenda vissu hvernig komið var, en létu það þó ekki berast lengra að svo stöddu. Ég fann það, þegar ég fór að ganga í húsin að fréttin var komin á undan mér sums staðar og fólk flýði mig — það treysti sér ekki til að heyra tiðindin. Og viðbrögð fólksins voru misjöfn við þessu svo sem eðlilegt er. Ein konan sem missti manninn sinn sagði við mig: „Þú lýgur þessu." Hún gat ekki trúað þessu og svo var um fleiri. A eitt heimili kom ég þar sem foreldrar höfðu misst 16 ára dóttur sína. Hún sté um borð í Þormóð á af- mælisdegi sínum. Og faðir hennar sagði við mig, þegar ég kom: „Þetta eru þung spor fyrir þig, prestur minn. Nú skaltu hvíla þig.“ Þessi 16 ára stúlka hafði meira að segja gert arfleiðsluskrá og ánafnað systur sinni og vinkon- um kjóla og fleira smálegt sem hún átti. Sr. Jón Isfeld ritaði dagbók frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.