Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 „Ég sá allt í einu hvernig lifandi mynd kviknaði út úr járnhrúgunni” Verk Sigurðar, Gos- sigling Heimaeyjar, sem um er getið í greininni, sýnir nýja mynd frá hverju sjónarhorni. Á annað ár hefur Sigurður unnið að hugmynd um þetta verk og gert ótal tilraunir í formi til þess að hitta á það rétta. Óákveðið er hvað lista- verkið verður stórt en niðurstaðan er verkið Gossigling Heimaeyjar, sem Sigurður hugsar þannig. Kraftaverkið skeði, hraunflóðið og öskufeldurinn sem gat hæglega lagt alla Eyja- byggð í eyði, gerði það ekki„fólkið gat snúið aft- ur heim. Sigurður byggir verkið upp þannig að upp úr eyjunni koma skipsstefnin, siglingin til allra átta og í miðju þeirra rís goshnefinn til himins eins og öldufald- ur eða samanrekin skýja- borg, hnígur síðan niður að skipum og byggð, en hringar sig þannig að strókarnir fara utan eyj- ar. Strókarnir hafa form nautshorna, sem tákn ógnarkrafts gossins, en um leið þess kraft sem bjartsýni, áræði og vilji Eyjafólksins sýndi í verki. Krossinn á miðjum feldi stróksins táknar þá óbilandi trú og von, sem fólk Heimaeyjar bar í brjósti um leið og það minnir á verndarhendi almættisins eða morgun- bæn sjómannsins. Þann- ig liggur margslungin hugsun á bak við lista- verkið, sem byggir á formi siglingar, trúar, vinda, bylgju hafsins, gosstróknum eða lítilli þangfjólu í fjöruborði. Samtal við myndhöggvar- ann og athafnamanninn Sigurð Steinsson „Vertu velkominn vinur hvenær sem þú vilt, dyrnar á húsi minu standa alltaf opnar,“ sagði Sigurður Steinsson mynd- höggvari og athafnamaður er ég hringdi i hann til að falast eftir samtali við hann um það sem hann væri að fást við í list sinni um þessar mundir og það sem á dagana hefur drifið á því sviði. Þegar við svo renndum upp aó húsi hans að Hrauntungu 38 í Kópavogi stóð húsráðandi í dyr- unum og þéttingsfast handtakió staðfesti það sem sagt hafði verið í símtalinu. Mörg verka Sigurðar prýða fagurt heimili hans og frú Guónýjar og eitt þeirra, sjávar- gróður, vakti sérstaka athygli mína og ég spurði Sigurð hvort hann væri ættaður einhvers staðar úr sjávarplássi. — Ég er fæddur í Vestmanna- eyjum fyrir rúmum 59 árum, éinn 10 systkina og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Sjórinn og bátarnir eru það sem mér er minnis- stæðast, sérstaklega stundirnar niður á Skansi þegar bátarnir voru að koma að landi í ofsaveðr- um. Þá flýtti maður sér niður eftir, er fyrstu bátarnir voru væntanlegir og stóð þar unz sá síðasti hafði náð landi. Það voru oft hrikaleg sjónarspil þegar Ægir var í ham. Frú Guðný kom nú inn í stof- una með hlaðinn bakka af rjúk- andi kaffi, pönnukökum og ilm- andi kremtertu og bað okkur að gera svo vel. JSigurð Steinsson er raunar óþarfi að kynna. Höggmyndir hans úr járni hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum og hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum myndhöggvara en einnig haldið sjálfstæðar sýn- ingar og oftast hefur það verið svo að myndir hans hafa verið þær fyrstu sem seldust, þótt lista- maðurinn hafi látið lítið fyrir sér fara. og hans ekki mikið getið í fjölmiðlum. Sigurður nam upp- haflega járnsmíði og sérmenntaði sig í rafsuðu, m.a. sendu hús- bændur hans í Héðni hann til náms í þeirri iðn í Danmörku og það er svolítið sérstök saga í sam- bandi við iðnnám hans, sem raun- ar varð til þess, þótt síðar yrði, að kveikja listamannsneistann í honum. Við biðjum Sigurð að segja okkur þá sögu. — Það var árið 1933, er ég komst að sem lærlingur í Héðni fyrir tilstilli góðra manna, en á þeim árum var ekki glæsilegt atvinnuútlitið hér á landi fyrir ungan mann. Ég var þá búinn að búa i Reykjavík í 4 ár með for- eldrum mínum, Steini Sigurðs- syni klæðskera og Kristínu Frið- riksdóttur, lokið skólanámi og hafði unnið sem sendisveinn um nokkurt skeió. En svo vió stiklum á stóru þá var ég svo óskaplega lánsamur að komast að í Héðni og síðan þá hef ég verið ákaflega hamingjusamur maður i lífi minu. Félagar mínir í Héðni ráð- lögðu mér eindregið að reyna að komast að í rafsuðu, töldu að þar gætu verið meiri atvinnumögu- leikar er fram liðu stundir. Ég fór að þeirra ráðum og nefndi þetta við mina ágætu húsbændur. Síðan leið nokkur tími og ég var þeirri áráttu haldinn, að vera alltaf 2—3 mínútum of seinn í vinnuna. Einn morguninn er ég kem of seint, er annar húsbóndi minn, Bjarni Þor- steinsson, með alla lærlingana kringum sig á tali. Þá voru járn- smiðir í verkfalli og ég vissi ekki að kvöldið áður höfðu lærlingarn- ir haldið fund og samþykkt að fara í samúðarverkfall. Ég ákvað að reyna að læðast óséður að rennibekknum mínum og hefja störf eins og ekkert hefði í skor- izt. Það gerði ég og þegar ég setti rennibekkinn í gang fóru allir hinir lærlingarnir að vinna. Þar sem ég stend við bekkinn kemur Bjarni til mín, ákaflega hýr og vingjarnlegur og spyr mig hvort ég hafi ekki beóið um að fá að læra rafsuðu. Ég hélt það nú og Bjarni sagði þá: „Við skulum koma og sjá hvort þú hefur eitt- hvað í það.“ Hann fór með mig að tækjunum tók upp suðuvír og af- henti mér. Skemmst er frá að segja að fyrir einhverja óskiljan- lega heppni framkvæmdi ég suðuna eins og ég hefði aldrei gert annað. Bjarni sagði þá við mig, að ég skyldi fá að læra raf- suðu og hann skyldi senda mig til Danmerkur ef rafsuðumaðurinn i Héðni fengist ekki til að kenna mér. Hvað verkfallið snerti er það að segja aó viku síðar samþykktu lærlingar samúðarverkfall á ný og tók ég auðvitað þátt i því, eins og ég hefði gert í fyrra sinnið ef ég hefði vitað af því. Atvikið varð hins vegar til þess að rafsuðumað- urinn neitaði að kenna mér, ég hefði gerst verkfallsbrjótur, en Bjarni stóð við sín orð og sendi inig til náms til Kaupmannahafn- ar. Þegar ég svo hafði unnið nokkurn tíma í Héðni, var ég eitt sinn beðinn um að taka á móti manni, sem væri að koma, og að- stoða hann eftir því sem hann þyrfti. Ég man það glöggt, er maðurinn kom og rogaðist með strigapoka, fullan af járni, á bakinu. Þetta var Ásmundur Sveinsson og hann var með járn- ið, sem notað var í eitt verkanna á stigahandriðinu í Laugarnesskóla árið 1935. Eg vann svo þessi verk fyrir Ás- mund og þá kviknaði neistinn. Eg sá hvernig allt í einu kviknaði lifandi mynd út úr járnahrúgunni og ég hugsaði með mér, hvort ég gæti ekki gert slíkar myndir, ég þyrfti engan til að sjóða þær saman, þegar ég væri búinn að móta frummyndina. Mig fór að langa til að láta járnið tala. Upp frá þeim tima held ég að sá dagur hafi ekki liðið, að ég hafi ekki verið með hugann við að móta járnið. Þó er einkennilegt hve tímabilsbreytingar eru miklar í því sambandi. — Getur þú lýst fyrir mér hvernig fyrsta verkið þitt varð til? — Ég man tilfinningar mínar ekki svo gerla, en fyrsta myndin var um 20 cm á hæð og það var afstraktmynd af konu. Þeirri mynd var stolið frá mér. — Var það ekki uppörvandi fyr- ir ungan og ákafan listamann að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.