Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 20
.68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Jóhann Hjálmarsson: s S PASKARI BORGARFIRÐI 1 Skógarnir eru svartir, jörðin föl, en samt er vor t lofti þennan bjarta aprildag. Álftir fljúga tvær og tvær í norður til vatnanna, sem skáldin hafa dásamað. Þær ber við grá hamrabelti og líkkistuhvít fjöll í jöklunum eru hjörtu læst inni í vetri, sem aldrei endar. 3 Skáldskapurinn mun gera yður frjálsan eins og regnið þvær jörðina. En skáldskapurinn er ekki frjálsari en regnið. Hér inni er landslagið i mínum höndum: Ég ræð því hvort birtir, snjóar eða rignir. 4 Regnið lemur gróðurlausan klettavegginn. Þegar vorar sprettur grænt strá úr gráum steininum. 2 Um kvöldið fór að snjóa Ég sat við borðið með autt blað fyrir framan mig og Ijóðaúrval Jorge Luis Borges. No habrá sino recuerdos. Minning sest á blaðið eins og snjókorn og innan skamms eru þessi orð minning. Þú situr við annað borð með annað blað og önnur minning fellur á annað snjókorn í auðum heimi. í veruleika lands. í veruleika Ijóðs. 5 Hér inni fer annað fram. Ljóðið leysist upp í rúmhelgi. Borðið og stóllinn verða að Ijóði og raddir manna. Það er eitthvað í aðsigi. Kyrrðin er stundum algjör og stundum jafn hávær og Pílagrímakór Wagners. Það er satt að skáld eru oft einmana með Ijóði sínu og Ijóðið er einnig einmana með skáldinu. Hans hö- tign, skök- mað- urinn_____________l Skáklistin hefur löngum verið talin göfugust allra íþrótta og ýmis nöfn hefur hún hlotið, sem benda til þess, að hún hafi fyrr á öldum verið talin konunga- gaman. Staðreyndin er líka sú, að það var ekki fyrr en á þessari öld sem alþýða manna fór að tefla skák að marki. Og enn er það svo víða um lönd, að þeir, sem standa í lægstu þrepum þjóðfélagsstigans efna- hagslega, láta sér ekki detta f hug að snerta skák, hún er aðeins fyrir hina hærra settu. í þessu við- fangi má gjarnan rifja það upp, að þegar enski skák- meistarinn R. D. Keene dvaldist hér á landi fyrir tveimur árum síðan sagði hann mér, að engum þeim, sem teldist til verkamanna , í Bretlandi í dag, dytti í| hug að tefla skák. Fyrr á öldum var skák helzt iðkuð við hirðir kon- unga og keisara, en þegar kaffihúsin hófu innrás sína í Evrópu um og eftir 1600 urðu þau helzti vettvangur skákmanna. Ýmsir þekktir þjóðhöfðingjar eru sagðir hafa dundað við skáktafl í frístundum sínum, en sá frægasti er þó vafalítið Napóleon Bonaparte. Napóleon ku hafa verið haldinn þvf, sem við í dag köllum skákdellu, hann hafði alltaf með sér tafl á herferðum sínum og þegar hann var heima í París mátti oft sjá hann sitja að tafli ásamt hirðmönnum sfnum og herforingjum. Aldrei varð Napóleon þó neinn yfirburða skákmaður og hann hafði einn leiðan galla: Hann vildi helzt aldrei tefla við sér lakaia skákmenn. í útlegðinni á St. Helenu stytti Napóleon sér gjarnan stundir með þvf að tefla skák og þar var eftirfarandi skák tefld. Hún er kannski ekki beinlínis meistarastykki, en sýnir þó, að Napoleon hefur ver- iðvel liðtækur skákmaður. Hvítt: Napóleon Bóna- parte. Svart: Bertrand hers- höfðingi. 1. Rf3 — Rc6, 2. e4 — e5, 3. d4 — Rxd4, 4. Rxd4 — exd4, 5. Bc4 — Bc5, 6. c3 — De7, 7. 0-0 — De5, 8. f4 — dxc3 + , 9. Kh1 — cxb2, 10. Bxf7+ — Kd8, 11. fxe5 — bxa1 D, 12. Bxg8 — Be7, 13. Db3 — a5, 14. Hf8+ — Bxf8, 15. Bg5 + — Be7, 16. Bxe7+ — Kxe7, 17. Df7 + — Kd8, 18. Df8+ mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.