Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 59 frumverkið hans vakti það mikla athygli einhvers, að hann hrein- lega tók það ófrjálsri hendi? — Það hefur aldrei hvarflað að mér að myndinni hafi verið stolið vegna listræns gildis hennar. Ég held að það hafi verið barnaskap- ur og sá ógurlega eftir henni og geri enn. — Hvernig þróaðist þetta með þér, ef hægt er að spyrja slíkrar spurningar? — Ég veit ekki hvernig á að svara henni. Ég hef frá upphafi reynt að gera eitthvað, sem tákn- aði eitthvað, að lesa mætti eitt- hvað út úr verkum mínum. Sig- urður fer nú fram og sækir verk, sem hann gerði árið 1953 og sýnir þroskastig mannsins í tilraunum hans til að ferðast um himingeim- inn. Maðurinn er kominn nokkuð áleiðis upp þroskastigann, en er enn jarðbundinn með örfinni keðju, þar sem hann stendur á stalli nokkuð fyrir neðan himin- tunglin. Hann hefur sigrast á aðdráttaraflinu að vísu, en er ekki kominn út fyrir himinhvolf- ið. A þeim tímum voru tilraunir vísindamanna að senda mönnuð geimför út í heiminn að komast á framkvæmdastigið og 1958 skutu Rússar svo Yuri Gagarin með Sputnik á braut umhverfis jörðu. — Hvenær seldir þú fyrsta verkið? Sigurður hlær við og segir. — Þegar ég fékkst við þetta í upp- hafi og var alltaf að reyna að finna tíma til að geta búið til styttur, var ég í raun og veru að leita að tíma til að leika mér, því að ég gat ekki hugsað mér neitt skemmtilegra og hugsaði ekki um að reyna að selja verkin. Ein- hvern veginn frétti þó Guðmund- ur á Mokka af því að ég væri að föndra við þetta og hann bauð mér að sýna á Mokka. Ég hafði alls ekki hugsað mér að fara út í sýningu og mig minnir að hann hafi þurft að leggja töluvert að mér til þess að sannfæra mig, en það varð úr að ég setti upp sýn- ingu þarna á nokkrum höggmynd- um og málverkum, en ég fékkst svolítið við að mála og hafði verið einn vetur hjá vini mínum Herði Ágústssyni til að læra að fara með liti. Það merkilega gerðist svo, að ég seldi 6 járnmyndir og 1 mál- verk og 1 vatnslitamynd. — Þú segir það merkilega gerð- ist, kom þér á óvart að þú skyldir selja? — Já og nei. Það kom mér á óvart að Konráð á Sögu skyldi sýna mér þann sóma að kaupa af mér 4 myndir til að setja upp á Sögu og þannig örva mig alveg óumræðilega til að halda áfram 'á þessari braut. Það var mér ómet- anlegt að finna slíkan áhuga á myndum mínum og ég hef alltaf haldið mikið upp á Konráð vin minn síðan. Landvættirnir (Mynd i einkaeign) — Hvernig varð þér í raun og veru við? — Ég get sagt þér það, að í fyrsta skipti, sem ég varð var við að menn vildu kaupa af mér, varð ég svo óumræðilega glaður, að ég vildi helzt faðma þá að mér og gefa þeim verkin. Þannig er ég enn í dag, en auðvitað þróaðist metnaður minn í þá átt að vilja fá viðurkenningu á því að list mín væri einhvers virði. Og fyrir lista- mann er greiðsla fyrir listaverk viðurkenning og gæðamat á þeirri orku og vinnu, sem hann leggur í sköpun verkanna. Mér finnst þó leitt til þess að hugsa hve mynd- höggvari á miklu erfiðara með að sjá sér farboróa með list sinni en t.d. málari. Ef litið er á þann vinnustundafjölda sem mynd- höggvari leggur í eitt verk og þá vinnu, sem málari leggur í eina mynd þá held ég að vinna mynd- höggvarans sé miklu meiri. Hins vegar er verðið á verkunum mjög álíka. Sigurður Steinsson i vinnustofu sinni Helgi Magri. Siglingin inn Eyjafjörð (Mynd ! einkaeign) — Hvernig stendur á því að fólk kaupir miklu fremur mál- verk en höggmyndir til að prýða heimili sín? — Það er ákaflega skiljanlegt að þegar fólk flytur inn í nýja íbúð eða hús og allir veggir eru auðir að það byrji á því að kaupa málverk, því að eitt málverk get- ur gerbreytt köldum vegg i hlýjan, en það gerir höggmyndin síður. Ég viðurkenni einnig að höggmyndir eiga betur við úti. Sá maður sem kaupir höggmynd til að prýða íbúð sína er yfirleitt orðinn mjög vel stæður. Yfirleitt hafa stofnanir og fyrirtæki verið helztu kaupendur höggmynda. Hins vegar hefur þetta breytzt nokkuð á undanförnum árum og höggmyndir seljast nú meira á sýningum og hvað sjálfan mig snertir hafa nokkrir menn beðið mig um að gera fyrir sig myndir til að skreyta garða sína með, án þess aó reynt sé á það hvort þeir geri sér grein fyrir hvað það kostar. — Hefur þú kynnt þér mikið höggmyndalist? — Ég hef þurft að ferðast tals- vert til útlanda i sambandi við starf mitt og þá hef ég notað hvert tækifæri til að skoða söfn og kynna mér listina. Hins vegar hef ég ekkert gengið í skóla, nema þennan vetur, sem ég var hjá Herði Ágústssyni, eins og ég sagði áðan. Það sem hefur glatt mig mest i sambandi við utanferðir mínar, er að ég hef hvergi séð myndir, sem líkjast mínum og sá neisti sem er í mínum verkum, hann er minn eigin. Það tel ég mér mest til ágætis. — Hvernig verður neistinn til? — Ég fæ minn innblástur, þeg- ar ég stend, sit eða ligg með lokuð augu og úr því skapar eitt mótívið annað. — Hvernig hefur þér liðið, þegar þú á söfnum erlendis hefur staðið frammi fyrir verkum hinna ódauðlegu meistara? — Sköpunarmátturinn í huga mannsins er slíkur, að hann verð- ur að tjá sig til að geta lifað lífinu. Auðvitað finnur maður stundum til vanmáttar frammi fyrir ódauð- legum verkum, en listin hefur alltaf haldið áfram að þróast því að þótt meistararnir hafi náð full- komnun á einni braut hafa arf- takarnir fundið sér nýjar, annars hefði listaþróunin fyrir löngu staönæmst. Listin breytist alltaf með breyttum tímum. — Það er nú farið að líða að lokum í þessu spjalli okkar og ég er ekki enn farinn að spyrja þig að hverju þú sért nú að vinna sem átti nú að vera upphafið að viðtal- inu? — Það vill svo til, að það sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði, er í nánum tengslum við heimabyggð mína. Þannig er mál með vexti, að Árni Johnsen kom að máli við mig fyrir rúmu ári siðan og fór þess á leit við mig fyrir hönd hóps af fólki, aó ég gerði drög aó útihöggmynd sem kynni að verða sett upp í Eyjum. Var stefnt aó því að það gæti orðið i maí á þessu ári. Ég var lengi að glíma við þá mynd, því að mér fannst þurfa að sameina svo marga táknræna hluti í henni, sjómennskuna#' gosið, skipin o.s.frv. Ég er nú búinn að afhenda frummyndina, en er þó ennþá með hana í huganum, finnst ég ekki alveg búinn að fullvinna hana og þarf að fá hana til min aftur. Auk þess er ég að undirbúa þátttöku í samsýningu Mynd- höggvarafélags Reykjavíkur sem haldin verður á Suðurnesjum í sumar. Þá er ég einnig að huga að þeim verkum, sem menn hafa beðið mig um að gera fyrir garða sína, eins og ég sagði þér áðan. — Nú ert þú framkvæmdastjóri fyrir Tækniveri H/F og hefur alltaf verið önnum kafinn í brauð- stritinu. Hvernig hefur sambúð listamannsins og athafnamanns- ins verió? — Ef ég hefði haft aðstöðu til að helga höggmyndalistinni líf mitt hefói ég gert það, en ég er hræddur um að ég hafi alltaf syndgað gagnvart sjálfum mér og öðrum i sambandi við það sem ég varð að gera með þvi sem ég vildi gera. Ég hef aldrei verið mikill kaupsýslumaður, en ágætis reddari. — ihj. Efri myndin Sigrastá aðdráttaraf linu Hún stendur fyrir framan Sundlaug Kópavogs. Neðri myndin Járnhausinn,sú mynd er í einkaeign

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.