Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 steina, þegar farið var fram á bættar aðstæður og hærri laun. Auðvitað var það oft ábyrgðar- hluti að hvetja fólk út í verkföll, fólk, sem átti ekki til hnífs og skeiðar, þó það ynni myrkranna á milli og mátti ekki við neinni tekjuskerðingu. Annarra kosta var bara ekki völ, ef ekki átti að Iáta sitja við óbreytt ástand. Sem betur fer höfum við oft fengið kjörin bætt um dagana án verkfalla og nú eru skipti verka- fólks og atvinnurekenda komin á allt annað og manneskjulegra stig en áður enda þótt stundum gangi erfiðlega að ná samningum og launamismunur sé að mér finnst ennþá alltof mikill i okkar þjóð- félagi. Stjórnmálabaráttan og flokkarnir hafa lfka breytzt. Sjálf- stæðisflokkurinn er til dæmis ekki sambærilegur við það, sem hann var á fyrri hluta aldarinnar. Þá var þar ráðandi veruleg íhalds- semi. Á þessum árum sló iðulega i brýnu á vinnustöðum og kom oft fyrir að við vorum kallaðar til að ganga á milli í deilum vinnufólks og verkstjóra. Þeir voru oft erfið- ir og uppi með kjaft, héldu fram máli atvinnuveitenda. Manni voru nú ekki alltaf vandaðar kveðjurnar i þá daga, en lundin var létt og þýddi ekkert að láta það á sig fá. Að mörgu leyti mátti kenna þessar hörðu deilu'r þekkingar- leysinu á öllum sviðum. Þá var til dæmis beinlínis litið niður á fólk, ef það var fátækt — nú þekkist varla slíkur hugsunarháttur." LÖGREGLAN SETTí AÐ MOKA SALTINU „Minmsverðustu átökin frá þessum tíma? Jú, ég gæti nefnt „garnaslaginn" svonefnda, 1930. Þannig var, að Samband íslenzkra samvinnufélaga seldi um þessar mundir garnir til Þýzkalands og unnu konur að hreinsun þeirra. Líklega hafa 30—40 konur unnið i Garnastöðinni, þegar þetta gerð- ist, en hún var við Rauðarárstíg. Á þessum tíma var umsamið kaup 80 aurar á klukkustund en í Garnastöðinni fengu konurnar ekki nema 70 aura á tímann. Þetta fékkst ekki leiðrétt með góðu og fór svo, að við gerðum verkfall. Alþýðusambandið skip- aði fjögurra manna nefnd til að fylgjast með málinu og átti ég sæti í henni. Við fórum uppeftir, ásamt nokkrum konum úr stjórn Framsóknar og fengum flestar konurnar i stöðinni til að leggja nióur vinnu, þó ekki væri nema helmingur þeirra kominn í félagið þá. Þær voru margar tregar framan af að ganga í félagið, oft var ástæðan aðeins sinnuleysi, sumar voru vantrúaðar á, að það þýddi nokkuð. Fyrir kom líka, að þær þorðu það ekki voru hræddar um að missa vinnuna. Svo kom það líka fyrir, að konur máttu ekki missa þessa einu krónu, sem var innritunargjaldið þá. Dagsbrún studdi okkur í þessari deilu við sambandið og tilkynnti að allir flutningar á vör- um til og frá SÍS yrðu stöðvaðir ef verkakonurnar fengju ekki greitt samkvæmt taxta. Fyrsta dag verk- fallsins vantaði salt í stöðina. Var fenginn bíll uppeftir með saltið, en bílstjórinn sneri frá, þegar verkamenn sögðu honum frá flutningsbanninu og að þar væri verkfall. Um hádegisbilið ætluðum við að skiptast á um að fara í mat. Ég var rétt komin í dyrnar heima, þegar mér var sagt, að hringt hefði verið til að láta vita, að annar saltbíll væri kom- inn aó stöðinni og lögreglan farin að moka saltinu. Ég rauk strax út aftur til að ná í Héðin Valdimars- son og fleiri til aðstoðar og síðan var aftur haldið uppeftir. Þarna byrjuðu strax einhverjar stympingar við dyrnar, menn voru að reyna að koma i veg fyrir að saltinu yrði mokað inn, en eitt- hvað af því komst þó í hús. Þegar þetta fréttist dreif þar að fjölda fólks og urðu nú talsverðar ryskingar. Okkur tókst að stöðva alla vinnu og konurnar, sem neit- að höfðu að taka þátt í verkfall- inu, fóru burt ásamt verkstjóra og fleirum. Ég man, að þeir voru ekki sérlega hrifnir, lögreglu- þjónarnir, af saltmokstrinum né að standa i þessu stappi en við vorum sár yfir þvi, að lögreglan skyldi látin taka þessa afstöðu. Þeir gerðu ekki annað en þeim var sagt, blessaðir mennirnir, þeir töldu sig vera að verja garn- irnar skemmdum, vildu bjarga verðmætum — en ekki virtust þeir hrifnir. SÍS hafði auðvitað dómsmálaráðherrann á bak við sig, Jónas frá Hriflu, og Hermann Jónasson var þá lögreglustjóri. En af saltinu er það að segja, að lítið var eftir af því næsta morg- un, þrátt fyrir lögregluvörð um húsið, því að skrúfað hafði verið frá krana inni í húsinu og vatnið leikið undir saltbinginn. Upp úr þessu fengu konurnar sína 80 aura á tímann.“ — Veiztu hver skrúfaði frá. krananum? „Það er nú það, hver skrúfaði frá krananum. Það vitum við ekki enn í dag, en vafalaust hefur það verið einhver af okkar fólki.“ SPENNANDI ÞEGAR DAGSBRÚN VARSTOFNUÐ Jóhanna Egilsdóttir er Skaft- fellingur að ætt og fluttist ekki til Reykjavíkur fyrr en hún giftist. „Þá komum vió hingað í atvinnu- leysið," sagði hún, „það var nú lengi mjög slæmt og torveldaði samstöðu verkafólksins. Ég hafði farió að heiman og byrjað að vinna fyrir mér sautján ára. Þá fluttist fjölskylda min í Biskups- tungurnar en ég réð mig í vist hjá sýslumanninum í Kaldaðarnesi í Flóa. Þar var ágætisfólk, vió þekktum nokkuð til þess, og tvö systkin min höfðu verið þar áóur. Heimilið var bráðmyndarlegt og veran þar góður skóli. Þar lifði maður áhyggjulausu lífi og hafði nóg að bíta og brenna. Vinnudag- urinn var auðvitað langur, það var farið á fætur klukkan sex á morgnana og unnið til kl. 10—11 á kvöldin. Árskaup vinnustúlkna var þá um 30 krónur og þrir vinnubúningar. Karlmennirir höfðu þá helmingi hærra kaup og rúmlega það — eins og venjan var allsstaðar. En andrúmsloftið var gott, glatt og skemmtilegt og þar kynntist ég manninum minum, Ingimundi Einarssyni." Ég bað Jóhönnu að segja mér svolitið frá aðdraganda þess að verkakvennafélagið var stofnað og hún fór sjálf að hafa afskipti af kjarabaráttu kvenna. „Það var Kvenréttindafélag ís- lands,“ sagði hún, „sem stofnaði Verkakvennafélagið Framsókn árið 1914. Aðalstefnumið kven- réttindafélagsins var að berjast fyrir réttindum kvenna og lögum til jafns vió karla, svo að það hlaut að láta ástandið á vinnu- markaðinum til sin taka. Misrétt- ið, sem bæði verkafólk og konur bjuggu við, blasti allsstaðar við augum og ég gekk fljótlega í kvenréttindafélagið eftir að það var stofnað 1907. Við leigðum þá hjá konu, sem hét Magnea Berg- man og hún dreif okkur með sér á fund, konurnar í húsinu, sem all- ar vorum giftar verkamönnum. Það var okkur heilmikil upplyft- ing að fara á þessa fundi, þeir voru oft haldnir heima hjá Brieti Bjarnhéðinsdóttur eða einhverri hinna forystukvenna félagsins. Við fylgdumst af áhuga með því, þegar verkamenn fóru að standa meira saman og ég man hvað okkur fannst spennandi þeg- ar Dagsbrún var stofnuð. Það kom til okkar maður kvöld eitt og sagði, að nú ætti að stofna verka- lýðsfélag til að reyna að fá bætt kjör verkamanna og það ætti að heita Dagsbrún. Ég var svo hrifin af nafninu, það boðaði að nú rynni upp nýr dagur fyrir okkur öll. Þetta kvöld gengu allir karl- mennirnir í húsinu í félagið nema einn, hann átti ekki fyrjr innrit- unargjaldinu, það var ein eða tvær krónur." — Við hvað starfaðir þú sjálf Jóhanna, þegar Framsókn var stofnuð? „Ég var þá húsmóðir og hafði lítií börn um að hugsa. Við áttum sex börn, að vísu ekki mjög þétt, það elzta var fimmtán ára þegar það yngsta fæddist. Eitt þeirra misstum við en hin komust á legg. Meðan þau voru lítil vildi ég ekki láta þau frá mér. A sumrin fór ég oft í kaupavinnu, þar sem ég gat haft þau með mér og seinna vann ég við hreingerningar, þegar þau voru farin að geta bjargað sér sjálf. Ég er alveg á móti því, að börnum sé kastað milli manna eins og nú gerist því miður alltof oft, jafnvel þó konur þurfi ekki að vinna úti, bara langi til þess. Dag- heimili eru ágæt fyrir börnin nokkra tíma á dag, en ekki, að einn gæti þeirra í dag og annar á. morgun, slíkt hringl með þau held ég sé óhollt. Að stofnun Verkakvennafélags-' ins stóðu fleiri húsmæður. Það var ekki skilyrði þá, að félagar væru við störf utan heimilis, við þurftum einungis að hafa áhuga á að bæta kjörin. Árið 1923 var ég óvænt kosin varaformaður, og þannig hófust þessi afskipti mín af félaginu, mest óvart, held ég. Ég held, ég hafi ekki gert mér neina grein fyrir því þá, að ég vildi hafa þarna áhrif, en ég var pólitísk, var í Alþýðuflokknum, sem þá var flokkur verkamanna, og auðvitað vildi ég láta vinna sem mest í anda jafnaðarstefnunnar, mér fannst það mundi affarasælast, en hagsmunir félagsins sátu alltaf I fyrirrúmi. Ég er mjög ánægð með það, hve samheldni hefur alltaf verið mikil innan Framsóknar. Þar hafa auðvitað verið stuðningskonur hinna ýmsu stjórnmálaflokka og skoðana og ég er stolt af því hve vel þeim hefur tekizt að standa saman þrátt fyrir það.“ — Hneigóist þú aldrei til kommúnisma? „Nei, aldrei. Ég fór á fund hjá þeim til að byrja með til að heyra hvað þeir hefðu fram að færa, en mér líkaði ekki tónninn. Ég var aldrei gefin fyrir að berjast, sízt með vopnum, og hef alltaf verió þeirrar skoðunar, að samninga- leiðin sé öllum fyrir beztu. Það þarf að vinna að framgangi hvers máls með festu en rólega og af fullri sanngrini. Hinsvegar hef ég unnið með ágætu kommúnisku fólki; ég hef unnið með mætu fólki úr öllum flokkum. Alþýðuflokkurinn hefur komið mörgum góðum málum fram um dagana í samvinnu við aðra flokka. Þar ber auðvitað almanna- tryggingarnar hæst sem við fengum fram með Framsóknar flokknum. Mikil ósköp sem ég hafði áhuga á þeim málum. Það var svo hörmulegt hve fólk var varnarlaust. Það hafói ekki efni á að veikjast og veslaðist upp langt fyrir aldur fram — og til ellinnar litu margir með sárum kvíða. Sem betur fer er þetta gjörbreytt, og ótrúlegt í dag, að þurft hafi að beita suma fortölum til að ganga i sjúkrasamlagið. Fólk gerði sér framan af ekki grein fyrir gildi þess.“ GETEKKI VERIÐ IÐJULAUS Jóhanna sat um árabil i bæjar- stjón fyrir Alþýðuflokkinn og á þingi um tíma. „Það var nú ekki lengi,“ sagði hún, „enda hefði ég ekki haft áhuga á því, það er mikið verk að standa á þingi og þurfa að kynna sér öll mál ræki- lega. En ég var þar þrjár vikur varamanneskja. Þá stóð ég ásamt fleirum aó flutningi þingsálykt- unartillögu um hækkun barna- meðlaga og flutti svo ein tillögu um 50% hækkun elli- og örorku- bóta og fékk fram 20% hækkun.“ Mér hafði verið sagt, að Jóhanna hefði unnið mjög að því að fá samþykkt lög um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu. „Já, það fengum við í samvinnu við sjálfstæðismenn. Ölafur Thors gekkst inn á þetta og stóó við það — hann var heiðarlegur maður, Ólafur, og stóð við það sem hann sagði. Leið þessa frum- varps varð auðvitað greiðari eftir að flokksfélagi minn, Jón Þor- steinsson, hafði komió með þá hugmynd að fá launajafnréttið á sex árum. Það er alltaf erfitt að fá svona breytingar fram i einu stökki. Þegar hér var komið höfðu verkakonur almennt 83% af launum karla en i þó nokkrum greinum hafði jafnlaunum þegar verið náð. Síðan hefur verið gengið rikt eftir framkvæmd þessara laga af hálfu Framsókn- ar, sennilega hvergi eins ákveðið. Mér er sagt að sumsstaðar sé enn verið að gera tilraunir til að fara í kringum þessi lög“. — Fóruð þið að einhverju leyti að erlendu fordæmi í kjarabarátt- unni á þessum fyrstu árum? — Aó sjálfsögðu fylgdumst við með því, sem var á döfinni, en það þurfti ekki utanaðkomandi áhrif til, því að misréttið lá svo í augum uppi. Um skipulag og stefnuskrá félagsins var tekið mið af stúkun- um, margt af þessu var bindindis- fólk. Svo þreifuðum við okkur áfram, lærðum af reynslunni, okkar og annarra, t.d. fylgdumst við alltaf með því, þegar Dags- brún átti í einhverju stappi." Meðan Jóhanna hellti á könn- una og bar fram kex og smákökur iitaðist ég um í stofunni hennar, þar sem hún hefur fjölskylduna i kringum sig í myndum, börnin, barnabörnin, — m.a. fermingar- börnin öll á einum stað, 13 talsins, þar af eru tvennir tvíburar og barnabarnabörnin. „Það er nú svo afskaplega ánægjulegt fyrir mig að hafa þessa ibúð hérna í nágrenni við fjölskylduna. Synir mínir tveir byggðu þetta hús á sinum tíma. Ég get farið til þeirra, þegar mér sýnist og þau líta til mín, dóttir mín og tengda- dóttir hjálpa mér við það, sem ég þarf með, annars get ég að mestu hugsað sjálf um ibúðina og eldað ofan í mig. Það er gott að geta verið sjálfbjarga sem lengst." I sófanum lágu hálfprjónaðir sokkar. „Já, ég prjóna dálítið á barnabarnabörnin og basarana í félögunum minum.“ sagði hún og dró fram pappakassa fullan af hosum og vettlingum og sýndi mér. „Ég get ómögulega verið iðjulaus,“ bætti hún við. — Ferðu eitthvað út? „Ekki er það nú mikið, þó fór ég í kirkju i gær, Öháði söfnuðurinn, sem ég telst til, átti 25 ára afmæli. Hvort ég sé trúuð? Ég veit ekki hvað segja skal. Alla vega er ég ekki einstrengingsleg í trúmálum og mér fannst strax í barnæsku ýmislegt athugavert við eitt og annað, sem stóð i biblíunni. Og hvað við tekur eftir þetta líf skal ég ekkert um segja. Mín trú hefur verið að reyna að vinna öðrum til gagns. Ég held að það bezta i lifinu sé að trúa á hið góða og reyna að gera allt eins gott og maður getur.“ — mbj Mynd þessi war tekin á áttræðisafmæli Jóhönnu Egilsdóttur. Eru hér með henni stjórnarkonur Verkakvennafélags- ins Framsóknar en Jóhanna lét þar af formennsku þegar hún varð áttræð. Jóhanna er i miðju, sitjandi, en hinar konurnar eru, taldar frá vinstri: Pálína Þorfinnsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Guðrún Þorgeirsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, núverandi formaður félagsins og Jóna Guðjónsdóttir, sem tók við formennsku af Jóhönnu 1961.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.