Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Tíl Golgata ípáskaleyfmu Framhald af bls. 65 lofthreinsaranna og gekk yfir þakið á móti flekanum. Mandy beið hans í dyrum íbúð- arinnar, uppstillt eins og sölu- maður á ferðaskrifstofu. „Fékkstu bæklingana?" Hann andvarpaði mæðulega. „Já, ég fékk þá.‘‘ Hún þreif bunkann. „Fínt, má ég sjá. Æ, vertu nú ekki svona fýldur á svipinn. Þú veizt vel, að þú ert aldrei ánægðari, en þegar þú ert loksins kominn af stað. Ferð um tímann!“ Hún þrýsti bæklingunum að brjósti sér. „Ég veit það verður yndislegt." „Ja, ég vona, að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Simon þurrlega. „Það verður ekki gefið, og viðskiptin hjá mér hafa sízt gengið of vel undanfarið.“ Hann teygði málsgreinina yfir að vín- skápnum og blandaði í glas handa sér. „Uss,“ svaraði hún. „Þú hefur ekki nema gott af smáfríi. Þú kemur heim hugmyndaríkari og vel hvildur." Hún fletti bækling- um. „En ekkert ofsafengió — það gæti hrætt börnin." Það hnussaði i Símoni. „Þau mundu velta sér upp úr því. James sér ekkert skemmtilegra en blóð og Júlía vill miklu heldur sjá kvikmynd um geimstríð en alvöru ballettsýningu.*' „Vertu nú ekki leiðinlegur, elskan. Nú og það er þá líka þeim mun meiri ástæða til þess að fara eitthvað með þau," sagði Mandy. „Þau hafa ekkert sér til dundurs nú orðió nema leika sér á húsþök- unum.“ „Ekkert annað sér til dundurs!“ hrópaði hann og oflék ólíkinda- tóninn. „Ég man ekki eftir skemmtigörðum neðanjarðar, þegar ég var að alast upp. Og hafðir þú . . .?“ „Æ, byrjaðu nú ekki enn einu sinni á þessu. Hvenær ætlar þér að skiljast, að börn kunna ekki að meta það, sem þau hafa haft frá því þau muna fyrst eftir sér? Leyfum þeim að sjá, hvernig önnur börn lifðu á öðrum tímum, annars staðar.“ Mandy gerði hlé á ræðu sinni. Síðan hélt hún áfram. „Við hefðum átt aó sýna þeim það fyrr. Ættum við kannski að fara með þau til Spörtu? Veiztu það, að börnin í Spörtu voru sett í herskóla átta ára gömul og þeim var skipað að stela sér til matar? Eini glæpurinn var sá að koma upp um sig. Mér þætti gaman að vita, hvað okkar börnum fyndist um drenginn, sem lét yrðlinginn naga sundur i sér magann, heldur en að fullorðna fólkið kæmist að því, að hann hafði stolið honum og falið hann innan klæða." Blá augu hennar leituðu merkja um samþykki á andliti hans. „Þau mundu eflaust telja hann bölvaðan asna, eins og ég,“ svaraði Símon. Hún gerði aðra tilraun. „Eða ættum við að fara með þau til Rómar . . „Eða til Pompei, daginn áður en gaus þar, og skilja þau eftir.“ „Ekki svona kvikindislegur. Hvað um Gyðingaland . . .?“ ......á krossferðatimunum,“ botnaði James. Hann kom inn í eldhúsið í sömu svifum, og maul- aði eitthvað. Hann var tólf ára. „Ekki fyrir kvöldmatinn, James,“ sagði móðir hans í um- kvörtunartóni. „Við pabbi þinn ákveðum, hvert við förum — farðu fram og þvoóu þér um hendurnar. Hvar er Júlía?“ „Hún er að koma.“ Um kvöldið sátu þau Símon og Mandy Falk og grúfðu sig yfir bæklinga og deildu um staði, verðlag og dagatöl þangað til dyrabjallan kliðaði mjúklega og gaf þeim til kynna, að beztu vinir þeirra biðu þess, aó þeim yrði boðið inn. Símon ýtti á hnapp og rétt á eftir gengu Harry og Sara Tolbutt í stofuna. „Sælt veri fólkið, þá er komið sumarfri,“ sönglaði Harry og renndi frá sér yfirhöfninni. Simon brosti og klóraði sér á nefinu. „Jamm. Við getum ómögulega ákveðið, hvert við eigum að fara. Eða öllu heldur hvenær. Þetta er anzi ruglandi." „Hafið þið hugsað ykkur tima- ferð? Hvers vegna komið þið þá ekki bara með okkur? Við ætlum að sjá krossfestinguna? sagði Sara og hnykkti höfðinu svolitið til. „Ha, hvað?“ hrópuðu Falkhjón- in einum rómi. „Krossfestingu Krists,“ svaraði Harry kæruleysislega. „Sko — okkur fannst alveg nauðsynlegt, að börnin sæju með eigin augum það, sem gerðist, svo að þau öðl- uðust fullan skilning á trúnni og þýðingu hennar. Þið þekkið krakka.“ „Já,“ svaraði Símon holum rómi. Sara hélt áfram. „Ef þau sæju með eigin augum, hvernig Jesú dó til þess að frelsa okkur — sálir okkar eða hvað það nú var, sem hann frelsaði — þá gæti það haft djúp og varanleg áhrif á þau. Það vonum við að minnsta kosti.“ Símon fór að blanda í glösin. „Er þetta ekki dálítið óguð- legt?“ spurði hann hæglátlega. „Því þegar öllu er á botninn hvolft...“ Harry tók aftur til máls. „Ja, ég býst við að það virðist nokkuð skuggalegt og blóðidrifió á yfir- borðinu, en fari maður með réttu hugarfari, hugsa ég að allt verði í lagi. Maður verður bara að hafa í huga tilgang ferðarinnar.“ Mandy sagði: „Einmitt það, sem ég var að hugsa þegar þið komuð. Ha, Símon?“ „Já, ég les hugsanir manna,“ svaraði hann og deplaói auga til Harrys. Mandy lét þetta sem vind um eyrun þjóta. „Við færumst æ fjær þeim þáttum lífsins, sem mestu máli skipta,“ sagði hún. „Eins og trúnni til dæmis.“ „Þú hefur ekki nefnt kirkju- ferð í tíu ár,“ sagði Simon háós- lega. Mandy setti hnykk á höfuðið. „Það skiptir engu,“ sagði hún. „Trúin er ekki fólgin í því, að einhverjir öldungar þrumi ritn- inguna yfir lýðnum. Eg vil sjá það, sem gerðist. Mér finnst við ættum að fara, Símon.“ Og þannig ákváðu Mandy og Sara þetta. Simon, fjölskylda hans og vinir þeirra skyldu fara að sjá krossfestinguna, að sjálf- sögðu við hóflegu verði. Ferðaskrifstofan Tíminn hafði aðalstöðvar sinar vió Southend High Square. Falkhjónin og Tol- butthjónin tóku leigufleka saman til fyrirlestrarins og spöruðu þannig nokkra skildinga. Þetta var óvenju bjartur dagur miðað við árstíma; inni í leiguflekanum var hlýtt og skjól fyrir svalri sjávargolunni og þau voru full ákefðar. Símoni varð ætíð glatt í geði þá sjaldan sólinni tókst að smjúga gegnum skýjaþykknið og hann sá hana glampa á hinum risavaxna palli, sem sveif þarna hátt uppi. Þaðan var eldflaug- unum skotið út í himingeiminn. Hann hafði aldrei farið út í geim- inn. Símon Falk var heimakær með afbrigðum, þótt dult færi. Þau komu á leiðarenda, gengu inn í lítinn fyrirlestrarsalinn og tóku sér sæti. Símon litaðist um. „Það eru þó nokkuð margir mættir,“ hvíslaði hann að Harry. „Skyldu þeir allir ætla með okkur?“ „Það hlýtur að vera,“ svaraði Harry. „Þetta er eini fyrirlestur- inn í dag.“ „Mætti ég biðja um hljóð?“ Ungur prestur, alvarlegur í fasi, stóð uppi á litlum ræðupallinum frammi fyrir þeim. Kliðurinn hljóðnaði. Presturinn var lágur maður vexti og bar gamaldags gleraugu. Það var nokkurs konar tilgerð prestastéttarinnar. Það glampaði á gleraugun hans eins og málmþynnur í sólargeislunum, sem féllu inn í salinn austan- verðan. „Fyrst vil ég bjóðaykkuröll vel- komin til Ferðaskrifstofunnar Tímans. Eg er einn af undirbún- ingsstjórunum og ég er hingað kominn til að gefa ykkur góð ráð um allt, sem fyrir kann að koma, svo og um heppilega hegðun.“ Hann brosti. „Við leggjum ykkur engar lifsreglur, en það er áríó- andi að þið vitió, hvernig þið eigið að haga ykkur í þessari ferð, þvi eins og i öðrum slíkum ferðum, munuð þið blanda ykkur í hóp innfæddra. Þið megið ekki verða áberandi — það er frumskilyrði.“ Einn eða tveir réttu upp hend- ur, en presturinn bandaði þeim frá sér. „Nei, ég veit, að ýmsir ykkar munu vilja bera fram spurningar, en ég verð að biðja ykkur að vera þolinmóð. Þegar fyrirlestrinum lýkur munum við gefa ykkur kost á því að spyrja. Þið fáið eflaust svör vió mörgum spurningunum i fyrirlestrinum sjálfum. Þetta er ekki sá fyrsti.“ Hann leit upp og brosti aftur. Sólargeisli úr glugganum féll á vinstri kinn hans og litaði hana heilaggullna og áheyrendur hag- -ræddu sér i mjúkum stólunum. „Aður en þið farið munuð þið öll fá klæðnað við hæfi, og allir munu fá sérstaka meðferð, sem tryggir að útlit þeirra stingi ekki í stúf við útlit heimamanna. Þetta er fullkomlega meinlaus meðferð og auðvelt að útmá áhrif hennar, þegar þið komið heim úr leyfinu. En við getum ekki hætt að það, að ljóshærðir og hávaxnir, norrænir risar skeri sig úr eins og illa dul- búnir vikingar á Ramadanhátíð. Nokkrum dögum fyrir brottförina komið þið svo í málasmiðjuna okkar, og þar verður ykkur kennd hebrezka á einni dagstund með þekkingardæluaðferðinni. En eins og þið eflaust vitið varir sú þekking ekki nema mánuð eða svo, og hverfur ykkur þá fyrir fullt og allt. Það er ómögulegt að dæla henni í menn á tveimur, þremur timum og ætlast svo til þess, að hún vari að eilífu. Við værum þá öll hámenntuð.“ „Get ég orðið rómverskur her- maður?“ spurði unglingur nokk- ur að baki Símoni. Andlit hans var alsett nöbbum. Prestur áminnti spyrjandann með því að ota fingri að honum strengilega og sagði alvarlegur í bragði: „Herra minn, ég áminnti þig um að spyrja einskis fyrr en fyrirlestrinum væri lokið. Þá færðu næg tækifæri. Ég skal samt svara þessu, því ég var hvort eð var aó koma að því, hve mikilvægt það er, að þið virðizt hebrezk. Fólk verður að halda hópinn. Það mundi koma einkennilega fyrir sjónir, að einn rómverskur her- maður ræki lestina á eftir hópi borgarbúa og þar að auki er ekki óliklegt, að hernámsliðið hafi ýmsum skyldum að gegna — það gæti fengið skipun um að koma til herbúðanna með stuttum fyrir- vara. Liðsforingi kynni að stöðva þig fyrir þá sök að vera í óhrein- um einkennisbúningi, eða eitt- hvað þvi um líkt; nei, hermaður er of berskjaldaður. Og fyrir utan þetta, þá er framkoma hermanna með sérstökum hætti og þeir nota orð og merki, sem einkenna starf þeirra. Við kæmum örugglega upp um okkur. Ykkur er óhætt að trúa því, að við verðum að fara í gervi borgarbúa.“ „Eg vil ekki vera Gyðingur,“ muldraði James. Símon gaf honum olnbogaskot til merkis um að þegja. Ræðumaður hélt áfram. Jæja, og þá er komið að því, sem mikil- vægast er. Og ég mun taka því með fullum skilningi, ef einhverj- ir ykkar vilja hætta við.Verði ein- hverjir ykkar fangelsaðir, ein- hverra ástæðna vegna, þá kann að fara svo, að við getum ekki leyst ykkur úr haldi í tíma — það er að segja áður en þið hverfið okkur niður í iður þrælagaleiðu eða verðið sendir í steinnámurnar." Talsverður hávaði varð af Yfimáttúrulegar skíðaiðkanir Mikil var gleðin hjá fjöl- skyldu minni jólin 1973, þegar sameiginleg jólagjöf frá öllum til allra voru skiði, stafir og gormabind- ingar. Þetta fékkst ailt (handa fimm manns) fyrir um tuttugu þúsund krón- ur, — en það hafa nú orðið a.m.k. tvær gengis- lækkanir síðan. Við biðum ekki boðanna og brugðum okkur á skíði strax sunnudaginn milli jóla og nýjárs. Við tindum utaná okkur þær buxur, peysur, úlpur og anorakka, sem til voru, lopavettlinga og húfur, stelpurnar voru i trampskónum sinum, hús- bóndinn í fjallgöngukloss- unum og ég í gömlum safarískóm, sem stóru stelpurnar voru vaxnar upp úr. Ég man vel þennan frostkalda, lognkyrra dag i Bláfjöllum, þegar rauðleit skammdegissólin reyndi af veikum mætti að gylla hæstu fjallatindana. Ekki bar á öðru en við hjónakornin, bæði komin yfir fertugt, „plumuðum" okkur allsæmilega á skíð- unum, þó að við hefðum ekki á slíkt tæki stigið i þrjátiu ár. Síðan höfum við margan sunnudaginn skroppið i Bláfjöllin ásamt tugum eða hundruðum annarra reyk- vískra fjölskyldna. Ekki erum við farin að hætta okkur í lyfturnar ennþá, veljum okkur heldur rólegri fjölskyldubrekkur. Mjög oft hefur verið rok og jafnvel rigning, en það er svo undarlegt, að maður finnur miklu minna fyrir slíku veðri, þegar búið er „að galla sig upp" og út í það er komið, en þegar setið er og horft á það út um gluggann og mann hryllir við að fara á milli húsa. Einstöku sinnum hefur þó verið logn og jafn- vel sólskin, reglulegt „Akureyrarveður". Eitthvað hefur okkur far- ið fram i íþróttinni, meira að segja ég er farin að þora í ofurlitlar brekkur og aðeins farin að geta beygt. En mér finnst líka gaman og hressandi að ganga fram og aftur á jafnsléttu eða renna undan örlitlum halla á meðan karlinn og krakkarnir halda sig við brekkuna. En viti menn. Allt í einu vakna ég upp við vondan draum. j raun og veru getum við alls ekki verið á skíðum — a.m.k. ekki samkvæmt þeim fullyrð- ingum, sem fram koma í auglýsingum blaða og ann- arra fjölmiðla. Við eigum ekki skíðaskó, hvorki reim- aða né smellurkó, ekki ekta skíðabuxur né skíða- úlpur, ekki skíðagleraugu, ekki skíðahanzka og svona mætti lengi telja. Og skíðin, sem ég hef verið að ganga á, eru raunverulega svigskíði. Og ég sem var svo ánægð með mig, fannst ég ganga eins og hreinasti Mývetningur. En eitt er skrýtið. Ef ég ætlaði að fara að verða maður með mönnum og fá mér skíðaskó, þá er mér sagt, að í þeim sé ekki hægt að ganga. Ég veit svei mér ekki, hvað gera skal, þó er ég helzt að hugsa um að halda bara áfram þessum yfirnáttúrlegu skíðaiðk- unum, ganga á svigskíðum og renna mér niður hæfi-’ legar brekkur í safariskón- um. Anna María Þórisdóttir. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.