Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 65 PASKAR EFNI ÚR ( VERÐLA UNASAGA SUNDAY TMES eftir GARRY KILWORTH Ferðaskrifstofan Tíminn var til húsa f þriðja herberginu á einum ganginum f Banyan-byggingunni. Það var löng leið upp og leið talsverð stund þar til Símon Falk kom að bleikum glerdyrunum. Fyrir utan var svolátandi áletrun: Einstætt boð! Nú er tækifærið til að sjá orrustuna við Maraþon, Rósastríðin og fyrstu mönnuðu geimferðina. Fullkomlega hættu- laust! Símon starði gegnum rúð- una. Svo fór hann inn, hálftregur að því er virtist. Hann var naum- ast kominn inn úr dyrunum, þegar afgreiðslumaður iæddist hljóðlausum skrefum upp að honum, og hafði spennt greiparn- ar, eins og i virðingarskyni við viðskiptavininn. Símoni varð hugsað, að kannski væri hann að biðja um hjálp að ofan, að honum mætti nú heppnast að selja citt- hvað. „Get ég aðstoðað yður, herra minn?“ Simon krosslagði fingur fyrir aftan bak til þess að jafna metin og iáta i það skína, að enn væri hann ekki reiðubúinn að útkljá nein viðskipti. „Ég ætlaði bara að fá nokkra bæklinga, ef ég mætti hafa þá með mér heim til að athuga i. . . i rólegheitum." „Sjálfsagt, herra minn.“ Fingrafléttan leystist og hann fór að tina marglita blöðunga niður úr hillunum, æfðum fingrum manns, er tint hefur ávexti marg- ar vertíðir. „Þegarþérog. . .?“ „Fjölskyldan,“ sagði Simon og botnaði fyrir hann. „Einmitt!" Orðin voru skýr og vel valin. Mátulega löng og að- skilin með hléum, sem undirstrik- uðu tilætluð áhrif. „Þegar þið hafið ákveðið ykkur, verðið þið kannski svo væn að hringja í okkur. Við munum þá sjá til. Engin þörf, að þér komið aftur til að panta . . .“ Símon iðaði i skinninu. Honum var órótt. „Ég var bara að fara heim og átti leið hjá. Ég veit, að ég hefði getað skrifað, en konan mín er orðin dálítið óþolinmóó." „Já, já,“ sagði sölumaðurinn og brosti undurblitt. Hm, það er vist fullbókað á krýningu Elisabetar fyrstu, þvi miður . . . og örfá sæti eftir í uppreisniiia á Marz.“ „Ég held við höfum ekki mik- inn áhuga á þesSum atbiirðum,“ sagði Símon. „Er þetta fyrsta skipti. . .?“ „Já, reyndar." „Þá vil ég leyfa mér að mæla með eyðingu Karþagó. Við dreif- um okkur i hóp áhorfenda á hæð- inni rétt fyrir ofan. En ég verð að taka það fram, að það er ekki við hæfi taugaveiklaðs fólks." „Er þetta ekki hættulegt?" spurði Simon. „Hm, nei, . . . ekki, ef menn fara eftir ábendingum okkar.“ Sölumaðurinn otaði fingri glettn- islega að Símoni. „Enn höfum við ekki misst viðskiptavin." Simon muldraði einhverjar þakkir í barm sér og lá við borð, að hann hlypi út úr skrifstofunni. Honum var meinilla við þennan undirbúning sumarleyfa, en fjöl- skyldan átti það skilið af honum að komast í smáfrí og það skyldi hún líka fá. Ekki var um annað að ræða en einhverja þessara tima- ferða; hann hafði ekki efni á geimferð. Um annað var ekki að ræða. Jörðin var öll lögð múr- steini og steinsteypu, skógur af Banyanbyggingum; og börnin þoldu ekki sjóferðir. Hann gekk út úr húsinu og kallaði á leigu- fleka. Hann gætti sin á útblæstri Framhald á bls. 78 PÁSKAR Upp úr fannbreðans fargi, upp úrfrosthörku bjargi risinn lit ég hvern hjalla, hvern hól — lyft frá leiðunum hafa legstein fannhvitra grafa sumarvonin og vormorgunsól eftir Stephan G. Stephansson Og af fellunum falla frosnar likblæjur mjalla, nýr er laufkransinn enninu á — yfir upprisu landa úti i sólskini standa Ijóssins varðenglar vorhimni frá. Lítill laekur við bakka léttfær hendist um slakka, hirðskáld dagsins með hraðkveðinn söng „Vorið vitrazt mér hefur, vakið framtið, er sefur — hennar upprisa er eilifðarlöng " (Brot)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.