Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 83 HARALDARBtJÐ. — Þar var umfangsmikil vefnaðarvörubúð, sem setti svip á bæinn. og í vefnaðarvörubúðinni voru auk Elísabetar, sem var deildar- stjóri, tvær stúlkur, Ögn Jónsdótí- ir og Svava Guðmundsdóttir fyrst, en siðar Tómasína, systir Elísa- betar. — Það var ákaflega gott að vera hjá Duus, sagði Elísabet. Við urð- um að hafa góða vefnaðarvöru. Hafnarstræti* þótti nokkuð af- skekkt, því umferðin var um Austurstræti og þar m.a. komnar verzlanir Egils Jakobsens, Haraldar Árnasonar og Vöruhús- ið. Ég var í fyrstu svolítið kvíðin, því mér hafði verið sagt, þegar ég var ráðin, að ég ætti að fara til Danmerkur að kaupa inn vörur. Og 1925 fór ég til Hafnar með Ingvari Ölafssyni. I Kaupmanna- höfn bjó ég á Hótel Cosmopolit. Ingvar sótti mig á morgnana til innkaupa og seljendur buóu okk- ur jafnan í mat, alltaf á nýjum stöðum. Þeir spurðu jafnan: — De spist der? En ógleymanlegt var að kynnast systrunum Ástu og Fríðu Duus. Þær voru fæddar í Keflavík, en fluttu þaðan börn að aldri. Ég var boðin til þeirra i mat með fjölskyldu frú Ólafsson. Einnig buðu systurnar mér út í Clampenborg. „Það líkist svo mik- ið Keflavík", sögðu þær, „og þangað förum við oft.“Þær leigðu þar hest og kerru og við keyrðum í kring um höllina Ermetagen. Þarna eyddum við deginum að mestu, en fórum svo heim til þeirra að borða og frú Ásta fylgdi mér i strætisvagninn. Hún sagði mér þá talsvert úr ævi- sögu sinni. Ég man að hún sagði: „Þið haldið að líf okkar hafi alltaf verið skemmtilegt af því við erum af þessu fólki. En það hafa verið skyldur. Fyrst sá ég um móður mína veika í mörg ár og nú er það föðursystir mín, sem við verðum að sinna.“ Og aðrir sögðu mér, að hin systirin hefði verið trúlofuð i 18 ár og giftist ekki fyrr en eftir lát móður sinnar. Unnusti hennar var vopnasmiður, mjög myndar- legur maður, og sagt var að hann hefði tæplega þótt nógu gott mannsefni fyrir hana. Þetta var mér nú sagt og ég sel það ekki dýrara en ég keypti. — Ása Ólafsson, móðir Ingvars, bjó i Höfn með tveimur sonum sínum, Hálfdáni lögfræðingi og Óiafi lækni. Mig langaði mikið til að fá að skreppa yfir til Noregs og hitta vinkonur mínar. En frúnni þótti það óþarfi, þar sem hún hafði sjálf tekið káetu fyrir sig á Gullfossi heim og vidli hafa mig þar í efri kojunni. Synir hennar voru líka með skipinu og Danski stúdentakórinn, sem var að fara i hljómleikaferð til Islands. Það var yndislegt veður og mjög skemmtilegt um borð, söngur alla leið. — Mér líkaði vel hjá Duus, seg- ir Elísabet. Ég hafði 300 kr. á mánuði í laun, en hinar 200 kr. Það þótti ágætt. Þó var ekki hægt að veita sér mikið, sagði Elísabet. Ég fékk í fyrstu leigt herbergi á Túngötu 2. Það var svo lítið að þar komst aóeins fyrir lítið rúm, sem við systurnar urðum báðar að sofa í, eftir að Tómasína kom til mín, borð, stóll og ferðakistan mín. En vió fluttum svo í tvær stofur í Suðurgötu 20, svo þetta smálagaó- ist. Ég borðaði i mötuneytinu í Uppsölum, en það var of dýrt fyrir hana, svo hún varð að borða annars staðar. Raunar fyrir mig líka, svo ég flutti mig síðar til frú Þóreyjar frá Reykhólum í Vonar- stræti 12 og borðaói þar hádegis- verð. Þar var mjög heimilislegt. Þar borðuðu ýmsir, svo sem Einar í Sindra, Kjartan bróðir hans Ás- mundsson og Pálmi Jónsson frá Nautabúi, sem orti til gamans um alla þá, sem þarna voru í fæði. Þar var oft glatt á hjalla. Eftir að frú Þórey hætti við matsöluna, borðaði ég hjá Önnu Benedikts- son, tengdamóður sr. Bjarna. — I Uppsölum? Jú, þar borð- uðu t.d. Þórbergur Þórðarson, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Ásgrímur Jónsson málari o.fl. En mötuneytið ráku þær Hólmfriður Rosenkrans og Þórunn Finnsdótt- ir. Einu sinni slógu þær upp balli á gamlárskvöld og buðu kostgöng- urunum. Við vorum í síðum kjól- um og dönsuðum „lansé“. Þór- bergur var að skrifa „Bréf til Láru“, og við vissum um það. Sagt var að( hann fjallaói um fólkið. sem borðaói þarna, svo ég sagði við hann: — Ef þér svo mikió sem nefnið mig, þá geng ég aftur þeg- ar ég dey, og ásæki yður! Og Þór- bergur nefndi mig ekki, svo ég launaði honum með því að selja fyrir hann 10 bækur, þegar þær komu út. Sjálf keypti ég eina. Fölkið var þó ekkert spennt fyrir þessu efni, þótti þetta bara kjaft- háttur, held ég. Einkum hneyksl- uðust sumir á þvi, sem hann hafði eftir Jakobínu Söbeck á Strönd- um, þvi dóttir hennar borðaði með okkur. Og menn þóttust geta ráðið í sumum tilfellum við hvern var átt í bókinni. — Ég tók reglulega nærri mér, þegar Duusverzlun hætti, sagði Elísabet. En það hafði lengi verið að síga á ógæfuhlióina. Hvert óhappið rak annað, togararnir strönduðu, gamall starfsmaður datt ofan af baki og beið bana og Jakob verzlunarstjóri fékk hjarta- slag. Fólk var farið að spyrja okk- ur hvort við þyrðum að vera þarna áfram. Og þegar Jakob dó, vissi ég að nú væri þetta að verða búið. Annars dreymdi mig alltaf fyrir þessum óhöppum. T.d. dreymdi mig að ég mætti skip- stjóranum á Ásu í Bankastræti rennvotum, áður en hún strand- aði við Grindavík i sinni fyrstu veiðiferð. Hélt þá að hann mundi farast, en mannbjörg varð. Og nóttina áður en Jakob fékk hjartaslag, dreymdi mig að ég væri í búðinni og alltaf að reyna að kveikja ljós, en það tókst ekki og búðin hélt áfram að vera í myrkri. Þá vissi ég að eitthvað kæmi enn fyrir. Og það reyndist rétt. Þegar Duusverzlun hætti, tók Karl Proppé að sér uppgjörið. Allt var sett á uppboó i Bárunni. Mér var sagt, aó ekki hefði vantað nema 15 þúsund krónur upp á það að endar næðu saman. Það þætti ekki mikið í dag. Ég vann við þetta uppboð. Enginn hafði hugs- un á að segja okkur upp. Við höfðum kaup í 3 mánuði eftir að verzlunin hætti, og ég skrapp til Vestmannaeyja. En þá skrifaði mér systir mín, Eiríka, sem vann við afgreiðslustörf hjá Ingibjörgu Johnson. Yngri systurnar höfðu komið til min eftir að ég fékk herbergi á Suðurgötu 20 og seinna á Laugavegi 18, og okkur tókst að fá vinnu fyrir þær hjá kaupmönnum. Fyrir Öddu í Björnsbakaríi, Eiríku hjá Ingi- björgu Johnson og Tómasínu hjá okkur í Duus. Nú bauðst Eiríku tækifæri til að kynnast heiminum svolítið, með því að fara til Eng- lands, og þar davldi hún í 2l/í ár hjá Ásu Guðmundsdóttur Wright. Guido Bernhöft sagði henni að hún gæti farið, ef ég tæki við starfi hennar. Þarna var ákaflega gott að vinna. Frú Kristín Bern- höft, eigandi verzlunarinnar, átti það til að koma og sitja hjá okkur og spjalla, ef lítið var að gera. Börnin voru ung og skemmtilegj móðir þeirra framúrskarandi. Eg fékk að kaupa inn það, sem ég taldi að mundi seljast. Það var mjög spennandi. En við þessi skipti hafði ég lækkað í kaupi um 100 kr., hafði ekki nema 200 kr. á mánuði, og það dugði mér varla. Þvi tók ég því að fara yfir í Haraldarbúð, þegar mér buðust 250 kr. þar. — Haraldur Árnason var yndis- legur maður og góður við starfs- fólk sitt, segir Elísabet. Einu sinni strikaði hann út 600 kr. reikning, sem ég átti, i uppbót á kaupið. Hann rak stærðar vefn- aðarvöruverzlun, og þar rákust allir inn, sem fóru I bæinn. Þarna unnu líklega 20—30 manns vió verzlunina. Herrarnir, sem unnu þar, voru óvenju elskulegir. Margir þeirra höfðu byrjað sem sendlar og unnu þar meðan verzl- unin starfaði. Ég var lengi vel kölluð „sú nýja“, því hinar voru búnar að vinna svo lengi þarna. Ég kom i stað Margrétar í Skólabænum, sem eldri Reykvíkingar muna eftir. Mitt borð var næst dyrun- um, þar sem smávörur voru af- greiddar, en að sjálfsögðu af- greiddum við um alla búð. Þarna var hræðilegur trekkur. Búðin sneri mót norðri og hurðin alltaf opin, vegna sifellds umgangs. Móðir mín prjónaði handa mér ullarbol úr finustu ull, sem hún spann, og seinna lét Haraldur stúlkurnar fá gigtarvesti til að vera í undir kjólunum, svo þær héldu á sér hita. Verzlunin var opin kl. 9—7. Að sjálfsögðu var ætlazt til þess að við legðum okk- ur fram. Og maður vildi vinna húsbónda sínum vel. Hann átti það skilið. Einu sinni sagði Haraldur við mig: „Kúnninn hef- ur alltaf rétt fyrir sér." „Ekki alltaf,“ svaraði ég um hæl. Þá hló hann. Maður var auðvitað oft þreyttur, en á kvöldin hvíldist maður vel meó bók, þvi alltaf keypti maður bækur. Vió höfðum sumar fastan reikning hjá Eymundsson, sem við borguðum 10 kr. inn á við hver mánaðamót. Að auki sóttum við bækur á Landsbókasafnið. — Þarna var ekki minna borgað en hjá öðrum, sagði Elísabet enn- fremur. Og við fengum alltaf á hverju ári nýja kjóla til að vinna í. Þeir voru stundum fínni en sparikjólarnir okkar. Það þótti gott. 1930 fengum við til dæmis silkikjóla. Þetta var öndvegisbúð. Starfsfólkið var mjög samhent og þarna var kátt fjörugt. Eitt sumar leigðum við okkur sumarbústað í Mosfellssveit, 20 saman, og fórum þangað eftir lokun klukkan fjög- ur á laugardögum, ýmist í ein- hverjum bílgörmum eða gang- andi. Sumarið 1933 leigðum við 8 stúlkur sumarbústað í landi Fifu- hvamms í Kópavogi. Það sumar var einn sunnudag svo mikill hiti að verzlunarfólkið var allt brennt i vinnunni á mánudeginum. En það var lika eini dagurinn, því alla aðra daga sumarsins rigndi. — Viðskiptavinirnir voru auð- vitað misjafnir. Sumir mjög góðir. Maður reyndi að gera sitt bezta og verða fólki að liði. T1 dæmis man ég eftir einum manni úr Vest- mannaeyjum, sem alltaf kom til min og bað mig um að velja eitt- hvað fallegt handa konunni sinni. Þegar ég hætti, heyrði ég haft eftir henni: Æ, nú fæ ég aldrei framar fallegt í svuntu, því Elisa- bet er hætt í búðinni! Eins hafði ég samband við konu vestur i bæ, Ölafíu í Sæmundarhlíð, sem saumaði íslenzkan búning og gat sent til hennar þær, sem voru að kaupa sér í búning, en höfðu eng- an til að sauma hann. Og ég man t.d. að á hverju ári tók ég til efni í kápur, ásamt því sem til þurfti. handa námsmeyjum í Staðarfells- skóla. Haraldur bað mig um að gera það og kaupa annars staðar tölur, fóður og annað, sem ekki fengist í réttum lit hjá okkur. Og maður tók til og valdi lök og fleira fyrir Hallormsstaðaskóla. Hver stúlka fékk þannig sitt hlutverk. Væri manni treyst þannig, þá vor- um við ánægðar. En sumir voru tortryggnir, héldu að við værum bara að reyna að selja þeim eitt- hvað. Þetta var eins og gengur. Ég hitti enn í dag iðulega fólk, sem segist muna eftir mér úr Haraldarbúð. Þá verð ég dauð- hrædd um að ég hafi ekki verið nógu þægileg við það. Við Elísabet Árnadóttir höfum spjallaó saman vítt og breytt. Hún hafði orð á því að varla væri þetta neitt, sem hægt væri að vinna úr grein. En tímarnir hafa breytzt svo mikið og um leið lff og aðstaða þeirra stúlkna, sem þurfa að standa á eigin fótum og vinna fyrir sér, að forvitnilegt er fyrir nútímafólk að staldra við og heyra um líf búðarstúlknanna þá. Þetta var þó það bezta fáanlega og þótti ekki lítill vinningur í lífinu að fá góða stöðu við afgreiðslu. Bragurinn um Duus-verzlun í Keflavík eftir Eyjólf Þorgeirsson, sem Elísabet hafði yfir, gefur kannski ofurlitla hugmynd um viðhorfið til verzlana og verzlunarfólks: Að vera ríkur eins og Duus, óskar sér margur snauður. Eiga fögur og háreist hús hvað í býr sæld og auður. En eitt er meinið, sem allir sjá, og ómögulegt er að komast hjá, loksins að liggja dauður. — E.Pá. Mynd úr verzluninni Vöruhúsið, tekin nokkru áður en Elisabet kom fyrst í bæinn sem unglingur og keypti sér i svuntu I Vöruhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.