Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 Hádegisverðarfundur J.C.R. verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl n.k. að Hótel Loftleiðum. Kristalsal, og hefst kl. 12.10. Fundarefni: Afhending íslenzka fánans til barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Mætið vel og stundvíslega. fStjórnin. JUNIOR CHAMBER REYKJAVfK ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR! Tökum að okkur að hreinsa lestar í fiskiskipum með kraftmiklum háþrýstivatnsdælum. Þjónusta allan sólarhringinn. Málverk s.f., símar 28619 og 66324. pósthélf 5507._ I I I I I I I I I I I I ■0- □PEL CHEVROLET GMC TRUCKS Seljumídag: 1974 Chevrolet Blazer Cheyanne V8 sjálfskiptur með vökva- stýri 1974 Vauxhall Viva station 1974 Chevrolet Nova Custon V8 sjálfskiptur 2ja dyra. 1 974 Chevrolet Impala ? 1974 Bronco sport V8 sjálfskiptur. = 1974 Mazda 818 coupé ■g 1974 Saab 99. O) c <Ji \>« o> 1974 Fiat 132 1600 1973 Chevrolet Nova sjálfskiptur. 1973 Chevrolet Laguna 1973 Datsun 1 200. 1972 Chevrolet Balzer V8 sjálf- skiptur. 1971 Opel Caravan. 1971 Chevrolet Malibu 1971 Vauxhall Viva 1971 Chevrolet Chevelle. 1971 Chevrolet Nova sjálfskiptur 1971 Peugoet 404. 1971 Plymouth Valiant 4ra dyra. Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 | Sigmennirnir miklu SUNNUDAGINN 16. febrúar síð- ast liðinn skrifar Lúðvík Jóseps- son grein í Þjóðvíljann undir fyrirsögninni: Gengislækkunar- stjórn. Þar veitist hann að núver- andi stjórn fyrir að lækka gengið, og auðvitað sá Lúðvík aðra og betri leið til að yfirstíga þá miklu efnahagserfiðleika sem nú er við að striða. Það var niðurfærsluleið og náttúrulega hið gamla og þrautreynda ráð Alþýðubanda- lagsins — gengissig “. Þetta frá- bæra töfralyf Alþýðubandalags- ins. Sem sagt að koma aftan að fólki eða eins og réttara væri að kalla það, að setja upp pólitísku grímuna eins og Lúðvík er svo lagið. Lúðvík telur að siðast liðið ár, það er 1974, hafi verið litið óhagstæðara en árið 1973 og bygg- ir skoðun sina á skýrslu Þjóðhags- stofnunarinnar. En svo slær í bak- segl hjá kempunni. Hann viður- kennir að visu með semingi að verð á fiskblokk hafi lækkað á árinu 1974, en það er eins og hann vilji segja hvað gerir það til. Svo 1 ■ I ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA SÍMI 73500 PÓSTHÓLF 9004 REYKJAVÍK Nýlagna-þjónusta Viðgerða-þjónusta Hreinlætistækja-þjónusta Hitaveitutengingar Jafnvægisstillum hitaveitakerfi Gerum föst verðtilboð Konur — Megrun Þar sem konurnar í nýju megrunarflokkunum okkar hafa náð svo góðum árangri á aðeins 4 vikum höfum við nú pláss fyrir fleiri. Við höfum því ákveðið að bæta við nýjum flokkum. Ný 4ra vikna námskeið fyrir konur, sem vilja léttast um 15 kg eða meira hefjast 3. apríl. Vigtun — Mæling — Matseðill, sem saminn er af lækn- um. Öruggur árangur, ef viljinn er með. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13—22. hefur hann orð á því, að loðnu- mjöl sé í lágu verði. Og allt eru þetta smámunir sem vart beri að tala um. En það sem Lúðvík telur að mestu hafi ráóið um gjaldeyris- erfiðleikana sem upp hafa komið, er gífurlegur innflutningur og gjaldeyrisnotkun. Já, án þess að hinum tigna sigmanni dytti í hug að spyrna þar við fæti enda ekki talið sig þurfa þess. Hugsað sem svo ég læt þá taka við á eftir. Hvað skyldi ég vera að laga í hendurnar á öðrum. Vitað sem var, að sigmennska Alþýðubanda- lagsins var senn öll. Ég skal til gamans hér segja frá samtali, sem ég átti við mann. Ég sagði: „Þetta ætlar aó verða ansi erfitt fyrir ríkisstjórnina?" Hann svaraði: „Hélztu að ekki þyrfti að borga sigferðir vinstri stjórnar- innar.“ Og ég gef nú lítið fyrir þótt Halldór E. æpti: Ég hækkaði krónuna. Og svo sannarlega býð- ur mér í grun að, efnahagsvand- inn sem nú er við að glima megi í meginatriðum rekja til hömlu- lauss stjórnleysis vinstri stjórnar- innar hvað svo sem Lúðvík Jósepsson vill kenna núverandi stjórn. Olafur Vigfússon, Hávailagötu 17, Rvfk. Frétt frá SH I FRÉTTAFLUTNINGI af mót- mælaaðgerðum brezkra fiski- manna gegn innflutningi á fiski hefur verið skýrt frá, að tilefnið væri innflutningur á frystum fiski frá Noregi og tslandi. Það hlýtur að byggjast á ókunnugleika eða misskilningi brezkra aðila, að Island er nefnt í þessu sambandi, því undanfarið hálft ár höfum við einungis selt 550 tonn af frystum fiskflökum til Bretlands. Miðað við innflutning og fiskneyzlu í Bretlandi er þetta magn svo óverulegt að þess gætir ekki á fiskmarkaði þar. Skýringin á þessu litla magni er sú, að við höfum ekki talið fært að selja á því lága verði sem norskir frystitogarar sætta sig við. Reykjavík, 24. marz 1975, SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Landsmálafélagið VORÐUR efnir til almenns fundar í Lækjarhvammi Hótel Sögu í kvöld 2. apríl 1975. Fundarefni: Er byggðarstefnan Reykvikingum til hagsbóta? Frummælandi: Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Edda, Kópavogi íslenzkur iðnaður Fundur um stöðu Islenzks iðnaðs gagnvart EFTA og eftir siðustu tollabreytingar, verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu i Hafnarfirði, fimmtudaginn 3. april n.k. og hefst hann kl. 20.30. Framsögu hefir Davið Scheving Thorsteinsson. Stjórn Stefnis. SELTJARNARNES SELTJARNARNES Sjálfstæðiskvennafélagið Edda i Kópavogi vekur athygli félags- kvenna á að opið hús verður ekki miðvikudaginn 2. apríi heldur íærist yfir á miðvikudaginn 9. april. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Reykjanes kjördæmi Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins verður i kvöld. Fundarstaður samkomuhúsið i Garði. Fundurinn hefst stundvislega kl. 21.00. Dagskrá: ’. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ráðherrarnir Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra og Matthias Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, ræða um stjórnmálavið- horfið. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Reykjaneskjördæmi. Félagsmálanámskeið Dagana 4. 5. og 6. april 1975 gengst Baldur F.U.S. fyrir félagsmálanámskeiði i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Námskeíðið hefst föstudaginn 4. apríl kl. 20.30. Leiðbeinandi verður Guðni Jónsson. Öllu sjálfstæðisfólki er heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist í síma 17100. BALDUR F.U.S., Seltjarnarnesi. Mýrarsýsla Aðalfundur sjálfstæðisfélags Mýrarsýslu, verður haldinn að Hótei Borgarnes, sunnudaginn 6. apríl og hefst kl. 3. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf, 2. kosning fulltrúa á landsfund. 3. Jón Sigurðsson ræðir um stjórnmála- viðhorfið. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Árbæjarhverfi efnir til fundar um: Viðhorfin í stjórnmálunum. 1. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra ræðir um efnahagsaðgerðir rikisstjórnar- innar og viðhorfin framundan. 2. Kosning3ja fulltrúa á landsfund sjálf- stæðisflokksins. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl i félagsheimili Rafveitunnar og hefst kl. 20.30. FÉLAGSHEIMILI RAFVEITUNNAR — FIMMTUDAGINN 3. APRÍL KL. 20:30. Stjórnin. Garða- og Bessastaða- hreppur Sjálfstæðisfélag Garða og Bessastaðahrepps heldur fund að Garðaholti fimmtudaginn 3. april kl. 8.30. Dagskrá: Sveitarstjórnarmál í Garðahreppi Garðar Sigurgeirsson sveitastjóri ræðir fjárhagsáætlun hrepps- ins og verklegar framkvæmdir. Hjalti Einarsson formaður skólanefndar ræðir skólamál. Ingibjörg Eyjólfsdóttir fulltrúi i félagsmálaráði ræðir starfsemi ráðsins. Ágúst Þorsteinsson formaður æskulýðsmálanefndar ræðir æskulýðsstarfsemi. Að loknum framsöguerindum verða hringborðsumræður um sveitarstjórnarmál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.