Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975 35 — Vietnam Framhaid af bls. 1 Enn er fast lagt að Nguyen Van Thieu forseta að segja af sér og siðasti áhrifamaðurinn sem það hefur gert, Ton That Dinh öld- ungadeildarmaður, segir að nokkrir stuðningsmenn forsetans í öldungadeildinni styðji þá kröfu sína að deildin komi til auka- fundar til að ræða tillögu um stjórnarskipti. Svo auðveld hefur sókn Norður- Vietnama verið að þeir geta nú sent rúmlega sex herfylki til að- stoðar átta herfylkjum sem eru reiðubúin til árása i syðsta hluta Víetnam. Fremstu sveitirnar eru aðeins um 75 km frá Saigon og stjórnin hefur misst að minnsta kosti sex af 13 herfylkjum sinum, annað hvort vegna manntjóns, lið- hlaupa eða uppgjafar. Allur meginliðsafli stjórnarinnar hefur búizt til varnar á Saigon svæðinu og á Mekongóshólmasvæðinu fyr- ir sunnan borgina. Ymsir hersérfræðingar telja að svo fari að stjórnarherinn lendi í herkví og muni eiga fullt í fangi með að verja höfuðborgina og ör- fá héruð fyrir norðan og austan hana og sunnan við hana á Me- kong-óshólmasvæðinu. Þeir segja að pólitisk staða Thieus veikist stöðugt eftir þvi sem land- vinningar Norður-Víetnama aukast og glundroðinn vex. Hanoi-útvarpið segir að nýrri stjórn hafi verið komið á laggirn- ar i öllum héruðum sem hafa verið tekin af stjórnarhernum og að „þúsundir manna sem Suður- Vietnamar hafi gert að flótta- mönnum hafi snúið til heimkynna sinna.“ Um helmingur 20 milljón íbúa Suður-Víetnam hafa annað hvort flúið eða hafast við á yfir- ráðasvæði kommúnista eða svæðum sem barizt er um. Utvarpsstöð Viet Cong sagði í dag að ef Thieu forseta yrði steypt af stóli væri hreyfingin fús til friðarviðræðna við nýja stjórn í Saigon til að binda skjótan enda á átökin. Ngueyn Cao Ky, fyrr- verandi forsætisráðherra, skoraði enn i dag á Thieu að segja af sér og sakaði hann um lélega forystu. Áður en Nha Trang féll geisuðu nokkrir bardagar í Duc My og öðrum fylkishöfuðstað um 22 km fyrir norðan, en Norður- Vietnamar brutu brátt alla mót- spyrnu á bak aftur. Nokkrir bar- dagar geisuðu einnig umhverfis Phu Cat flugstöðina um 35 km norður af Qui Nhon en einnig þar var öll mótspyrna fljótlega barin niður. I kvöld nálguðust Norður- Víetnamar Cam Ranh, sem eitt sinn var ein helzta flugstöð og birgðastöð Bandaríkjamanna. Kommúnistar hafa nú náð öllu Binh Dinh-héraði og þar með hafa þeir náð á sitt vald 14 af 44 fylkjum Suður-Vietman flestum án mótspyrnu. Ymsir herfræðingar telja vafa- samt að stjórnarhernum takist að hrinda stórfelldri árás á Saigon. Að vísu segja þeir að Suður- Víetnamar hafi næg hergögn þótt þeir hafi skilið eftir hergögn að verðmæti 600 milljón dollara, en baráttuþrek stjórnarhersins hafi brotnað og vilji hans sé brostinn. I Washington eru embættis- menn óvenjutregir til að segja nokkuð um ástandið.Ford forseti er í Kaliforníu og hefur forðazt spurningar blaðamanna. í yfirlýs- ingu Hvita hússins í dag var á það lögð áherzla að engar samninga- viðræður væru hafnar um lausn stríðsins, að aðeins væri um „frumkvæði“ Bandarikjastjórnar að ræða, og blaðafulltrúi forset- ans neitaði að nefna þau lönd sem stjórnin hefði snúið sér til. Habib aðstoðarutanríkisráð- herra sagði að ef Suður- Vietnömum ætti að takast að treysta varnarlínur sínar yrði að hafa gát á svæðinu umhverfis Sai- gon. Hann kvað Norður-Víetnama hafa þverbrotið Parísar- samningana, sagði að þeir hefðu valið hernaðarleiðina og taldi að þeim yrði ekki snúið frá þeirri leið. Hann sagði að Suður- Víetnamar yrðu sjálfir að gera upp við sig hvort þeir gætu varizt en Bandaríkjamenn yrðu að ákveða hvað þeir gætu gert til hjálpar. Akvörðunar er að vænta frá for- setanum þegar hann fær skýrslu i Palm Springs i Kaliforniu síðar i vikunni frá Frederiek Weyand hershöfðingja, sem hann sendi til Suður-Víetnam til að kanna ástandið. I kvöid tilkynnti landvarnar- ráðuneytið i Washington að tveir landgönguprammar með 700 land- gönguliðum hefðu verið sendir til Suður-Vietnam frá Okinawa til að bjarga flóttamönnum. Á þaó var lögð áherzia að landgönguliðarnir færu ekki i land. Að minnsta kosti 25 biðu bana um helgina þegar suður- víetnamskir hermenn ruddust um borð í bandarískt skip sem fór til Da Nang og flutti burt óbreytta borgara. Tvö önnur skip sjóhers- ins og fjögur bandarisk flutninga- skip taka þegar þátt í björgunar- starfinu. — Verkfall Framhald af bls. 36 Því hefur Alþýðusambandið ósk- að eftir viðræðum nú, sem hefjast á morgun." „Hinu er ekki að leyna,“ sagði Hjörtur, „að hér er ekki um ein- hliða mál að ræða. Við erum reiðubúnir að semja við verzlunarmenn og veita þeim þær kjarabætur, sem við frekast get- um, en við eigum einnig annan viðsemjanda um kjör okkar, sem er ríkisvaldið, og munum við nota tímann jafnhliða til þeirra við- ræðna." Er Hjörtur var spurður, hvort hann byggist við löngu og ströngu samningaþófi, sagðist hann ekk- ert geta um það sagt, kröfurnar hefðu enn ekki komið fram. Hann kvað vinnulöggjöfina ekki kveða strangt á um það, hvernig fara skuli með slík mál sem þessi, en hann kvað hugsanlegt að verk- fallsboðun yrði lögð fram á morg- un. „Er það ákaflega óvenjulegt, ef það verður gert,“ sagði Hjört- ur, „áður en kröfum hefur verið hafnað. I dag mættu á okkar fund fulltrúar Verzlunarmannafélags- ins með slíka boðun, sem telja má furðulegt. Var þeim bent á form- galla, þar sem ekki væri unnt að boða verkfall áður en farið væri að ræða samninga." Morgunblaðið sneri sér í gær til Gfsla V. Einarssonar, formanns Verzlunarráðs Islands, sem er einn þriggja aðila, sem aðild eiga að kjararáðinu. Mbl. spurði Gísla, hvers vegna Kjararáð verzlunar- innar hefði ekki undirritað kjara- samninginn á skírdagsnótt. Gísli sagði að Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök íslands og Verzlunarráðið hefðu 'verið aðilar að kjarasamningn- um, sem gerður var I marzmánuði í fyrra. Hefðu þessir aðilar fengið bréf um uppsögn samninga í nóvember, en síðan hefði ekkert gerzt í málinu og hefðu samnings- aðilar þeirra ekki við þá rætt. Sagði hann að t.d. hefði Verzlunarmannafélagið aldrei sent neinar kröfur eða óskað eftir viðræðum. Síðan sagði Gísli: „1 grein, sem ég skrifaði fyrir nokkru í Morgunblaðið skýrði ég m.a. frá þessu í lok greinarinnar og veit ég til þess að þetta var rætt hjá Alþýðusambandinu og Landssambandi fslenzkra verzl- unarmanna og óskaði formaður VR á grundvelli þessara orða minna, að samband yrði haft við þá aðila verzlunarinnar, sem þá þegar voru ekki inni í myndinni — en það var hunzað." Gisli sagði að Kjararáð verzlun- arinnar væri ekki í Vinnuveit- enda sambandi Islands, en hins vegar hefðu farið þar fram.við- ræður um óformlega aðild, en þær viðræður hafa ekki leitt til endanlegrar niðurstöðu. Morgunblaðið spurði Gísla, hvort ekki væru líkur á þvi, að samningar við kjararáðið ýrðu sams konar og samkomulag, sem nú hefur verið undirritað milli ASI og VSl. Gísli sagði: „Við vit- um ekkert um það hvaða kröfur þessir aðilar munu setja fram, en vissulega þurfa að eiga sér stað samningaviðræður, en frumskil- yrði þess að það geti átt sér stað er að settar séu fram kröfur og óskir um að breyta samningum." Gísli kvað og ljóst að ýmis fyrir- tæki innan verzlunarinnar væru beinir aðilar að Vinnuveitenda- sambandinu og kvað hann ef til vill litið svo á að aðild þessara fyrirtækja fæli í sér vilja þeirra til þess að láta VSl semja fyrir sig. Hins vegar kvað hann mikið af fyrirtækjum fyrir utan það og skýrt væri tekið fram í lögum þeirra aðila, sem mynda kjararáð- ið að þeir fari með samningsrétt. Kvað hann lauslega ágizkun um launþega sem starfa innan þess- ara fyrirtækja vera um 3.500 manns. Aðalatriðið í málinu kvað Gísli V. Einarsson vera að þessir aðilar væru ekki á móti því að greiða láglaunabætur. Hins vegar hefði ekki verið talað við kjararáðið og sagðist honum ekki vera kunnugt út frá hvaða forsendum það hefði verið gert. I annan stað vilja og verzlunaraðilarnir vekja athygli á stöðu verzlunarinnar og hversu ráðstafanir ríkisvaldsins hafi komið niður á þessari atvinnu- grein og þá um leið á starfsstöðu verzlunarfólks. Gisli kvað þá hættu vofa yfir að verulegur sam- dráttur yrði í verzlun og gæti því sagan frá 1967 til 1969 endurtekið sig og verzlunarfólki fækkað um 600. Sagði Gísli t.d. að verzlunar- fólk yrði að gera upp við sig hvort það væri sanngjarnt að það væri aðili að ASl, sem aftur væri aðili að verðlagsnefnd, sem héldi verð- lagsmálunum þannig að grafið væri undan rekstri verzlunarfyr- irtækja. Er því spurning, hvort ekki sé verið með þessu að vinna gegn hagsmunum verzlunar- manna. Gísli sagði að samtök verzl unárinnar hefðu mánuðum sam- an reynt að fá leiðrétt misrétti sem hún bæri beitt og myndu þeir halda þvi áfram. Guðmundur H. Garðarsson, for- maður V.R. sagði um þetta mál: „Það bráðabirgðasamkomulag, sem gert hefur verið, mun ná til 70 til 80% félagsmanna VR, því að þótt segja megi að fjöldi vinnu- veitenda sé mikill í þeim samtök- um, sem standa á bak við kjararáð verzlunarinnar þá er vitað að mörg hinna stærri fyrirtækja eru I fleiri en tveim samtökum. Þann- ig getur sami aðilinn verið í VSI og Verzlunarráðinu, svo að dæmi sé nefnt. Samkomuiag það sem gert hefur verið við VSl myndi því gilda gagnvart því launafólki, sem er í slíkum fyrirtækjum. Ber því þessu fólki kauphækkanir frá og með 1. marz síðastliðnum, svo sem samkomulagið kveður á um. Verzlunarmannafélag Reykja- vikur fól 9-mannanefnd ASI um- boð til að eiga viðræður við vinnu- veitendur og ríkisstjórnina varð- andi þær kjarabætur, sem efstar voru á blaði siðastliðið haust, þ.e. láglaunabætur og skattalækkanir á lág- og millitekjufólki. 9-manna nefnd ASI hefur þvi fjallað um samningsgerðina fyrir VR og hef- ur ekki enn að fullu lokið því verki, svo sem sjá má af því, að þrír aðilar, mættu ekki til undir- ritunar samninganna miðvikudag fyrir páska. Ég trúi ekki öðru en að þessi samtök átti sig á því við hvaða erfiðleika þjóðin á að striða nú sem stendur og láti ekki sinn hlut eftir liggja að tryggja öllu láglaunafólki þær lágmarksbæt- ur, sem aðrir hafa nú þegar samið um.“ Varðandi umsögn Gísla V. Einarssonar, formanns Verzlunarráðsins, um að ekkert hafi verið við þá rætt, sagði Guðmundur H. Garðarsson: „Það er rétt að ég vakti athygli forystu- manna samningamálanna á um- mælum hans og ég veit ekki betur en að ákveðnar viðræður hafi átt sér stað innan vébanda vinnuveit- enda um hugsanlega aðild full- trúa kjararáðs að þeim samninga- viðræðum, sem hér um ræðir. Að minu mati var 9-manna nefndin i góðri trú um að allir aðilar vinnu- veitenda myndu koma sameigin- lega við sögu áður en yfir Iyki.“ Björn Jónsson, forseti ASI, sagði í viðtali við Mbl. i gær að það hefði verið fjarri forystu- mönnum ASI að hunza á nokkurn hátt kjararáð verzlunarinnar. Það, sem olli því að þeir voru ekki með — sagði Björn — er að þeir hafa verið að bræða með sér allan tímann, hvort þeir ættu að ganga í Vinnuveitendasambandið. „Vor- um við í góðri trú um að það myndi verða áður en þessum samningum lyki. Meira að segja daginn, sem við vorum að semja, þá voru þeir á fundum um aðild sina að VSl lengi dags og það var ekki fyrr en um kvöldið, sem varð Íjóst, að þeir myndu ekki eiga aðild þar að. I samningunum í fyrra voru þeir með, en þó svolitið til hliðar. Er þetta fyrst og fremst mál innan VSl, sem ég er ekki dómbær á. Það sem þó upp úr stendur er, að um 80% verzlunar- fólks vinnur hjá aðilum, sem eru beinir aðilar að VSl og Vinnu- málasambandinu. Því nær þessi samningur, sem gerður hefur ver- ið til yfirgnæfandi meirihluta verzlunarfólks." — Láglauna- bætur Framhald af bls. 2 meðlimir Verkamannasam- bandsins munu þvi hljóta lág- launauppbót á laun, Dags- brúnarfélagar, iðnaðarmenn miðað við timakaupstaxta, en þó er- hugsanleg skerðing lág- launa á hæstu töxtum einstakra iðnaðarmannafélaga. Allir með- limir verzlunarmannafélaga fá láglaunauppbætur samkvæmt taxtalaunum, nema 10. launa- flokkur sem fær skerta lág- launauppbót. Þá fá allir starfs- menn innan vébanda iðjufélaga láglaunauppbætur. Hverjir standa utan vió samkomulagið? Nokkur félög munu standa utan við samkomulagið, sem gert var á skírdag, en eru þó með lausa samninga. Má þar til nefna Farmannasambandið, flugmenn, lyfjafræðinga, prentara o.fl. Þá ber og að geta sjómanna, sem standa nú í samningaumleitunum við félög útgerðarmanna og var fyrsti fundur eftir talsvert viðræðu- hlé aðila haldinn í gær. Næsti fundur samningsaðila um sjó- mannasamninga hefur verið boðaður á fimmtudag klukkan 14. 1 þessu sambandi má og geta þess að Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands, neitaði á skírdagsnótt að undirrita samkomulagið milli ASl og VSÍ, en hann hafði átt sæti i samninganefnd ASl. — Yfirlýsing Franthald af bls. 2 almannatrygginga hækki í sama hlutfalli og lægstu kauptaxtar i samningum Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Hækkun almenns lifeyris verður einnig ákveðin í samræmi við niðurstöð- ur almennra kjarasamninga og verður við þá ákvörðun m.a. tekið mið af öðrum tekjum þeirra sem lífeyris njóta.“ — Lon Nol Framhald af bls. 1 hefur neitað að semja við hana en aðrir telja það of seint þar sem uppreisnarmenn hafi kverkatök á höfuðborginni Phnom Penh. Long Boret forsætisráðherra er í 27 manna fylgdarliði forset- ans og efazt er um að hann snúi aftur til Kambódlu. Fjölskylda hans er í Thailandi. Lon Nol fór til Indónesíu I boði Suharto forseta og ræðir við hann og aðra indónesíska ráðamenn um leiðir til að koma á friði I Kambódíu. Suharto er væntanlegur til Ástralíu á fimmtudaginn. Kambódiuforseti telur Indónesíu mikilvægasta aðildarríki ASEAN, bandalags Suðausturasiurikja, og Indónesia var eitt fyrsta ríkið sem viðurkenndi stjórn hans eftir byltinguna gegn Sihanouk fursta fyrir fimm árum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Phnom Penh hef- ur bandaríski sendiherrann þar, John Gunther Dean, róið að því öllum árum aó Lon Nol verði vikið frá völdum til að draga megi úr spillingu og auó- velda samninga. Heimildirnar segja að þrýstingur frá sendi- ráóum annarra Asiurikja hafi að lokum oróið til þess að Lon Nol ákvað að fara úr landi. En ýmsir kambódiskir stjórn- málamenn telja brottför hans breyta litlu þar sem sömu menn og áður ráði mestu í stjórninni, þar á meðal bróðir Lon Nol, Lon Non. I Nýju Delhi var tilkynnt i dag að indverska stjórnin hefði ákveðið að viðurkenna útlaga- stjórn Sihanouks fursta. — Loðnuskýrsla Framhald af bls. 3 Arney KE 50 1493 Þorbjörn II GK 541 1482 Þorri ÞH 10 1461 Asborg RE 50 1395 Glófaxi VE 300 1393 Kópur RE 175 1382 Guórún GK 37 1253 Snæfugl SU 20 1236 Álsey VE 502 1195 Reykjanes GK 50 1163 Skipafjöldi 90 Vikuafli 13601 lestir Heildarafli 439833 lestir Vikuafli Heildarafli Lestir Lestir Vestmannaeyjar 338 76456 Norglobal 7324 74298 Seyðisfjöróur — 34986 Eskifjörður — 27275 Reyðarfjörður — 24440 Reykjavík 952 23997 Vopnafjörður — 18353 Keflavík 2017 17461 Hornafjörður — 14809 Raufarhöfn — 14687 Þorlákshöfn 479 13970 Akranes 200 13719 Sigluf jörður — 12439 Grindavík 783 11680 Hafnarfjörður 983 11470 Sandgerði 526 11394 Fáskrúðsfjörður — 10250 Djúpivogur — 10039 Stöðvarf jörður — 9169 Breiðdalsvfk — 4586 Bolungavfk — 4354 — 1. apríl Framhald af bls. 2 gæti komið fyrir, en það voru margir sem hlupu ekki aðeins 1. aprfl f sfmann, þvf við höfð- um fregnir af mönnum í ýms- um hverfum borgarinnar uppi á þökum að reyna að „lagfæra" sjónvarpsloftnetin vegna „truflana". - Maður og kona Framhald af bls. 23 öðruvísi en títt hefur verið, án þess þó að fara út fyrir þau mörk, sem skáldið hefur sett. Hún kem- ur á óvart, en vissulega tekst henni það, sem fyrir henni hefur vakað. Grim meðhjálpara og Egil, son hand, leika Andrés Jónsson í Deildartungu og Þorvaldur Jóns- son I Reykholti. Andrés hefur aö baki, svo sem áður getur, áratuga feril sem leikari, og veitist honum létt að forma Grím, og Þorvaldur gerir ekki Egil að afglapa, heldur sýnir hann sem fákænan og kúg- aóan heimaalning — eins og hann er frá hendi skáldsins. Pétur Jónsson I Geirshlið, sem er álíka stór í sniðum sem maður og bóndi, lék Bjarna á Leiti fyrir aldarfjórðungi og leikur hann einnig að þessu sinni. Ferst hon- um vel vió hið trúgjarna, mat- glaða og hreinskiptna tröll, en þó að hann hirti Grím mjög eðlilega og rösklega, verður hann samt eftirminnilegri, þar sem hann sit- ur með opinn sjálfskeiðung sinn og biður þess, að hinn „guð- rækni“ meðhjálpari ljúki borð- bæn sinni. Ingibjörg Hafberg í Reykholti sómir sér vel sem maddama á Stað, þó að litið fari fyrir henni, svo sem í sögunni. Þess skal svo ekki látið ógetið, að Hugrún Hauksdóttir i Sólbyrgi og Páll Guónason á Steindórsstöðum blása lífi í Sigrúnu og Þórarin og eru beinlinis glæsileg sem verð- andi prestshjón á Stað. Hjúin á Hlfð leika Halldóra Karlsdóttir á Kleppjárnsreykjum, Jón Björns- son í Deildartungu, Bjarni Marinósson á Skáney og Þröstur, sonur Sverris Guómundssonar. Þau gegna öll sinum litlu, en nauósynlegu hlútverkum eins og til er ætlazt. Mikil vinna hefur verið lögó í ekki aðeins æfingar og sýningar þessa leikrits, heldur einnig i hinn margvíslega leikbúnað og allt það, sem fram fer aó tjalda baki hvert leikkvöld. Fyrir öll þessi störf hafa engin laun komió önnur en þau, sem leynast í hinu fólgna gildi margra vikna menn- ingarlegs samstarfs um þaó bil þrjátíu manns á ýmsum aldri í tiltölulega litlu sveitarfélagi — og svo auðvitað hinn glæsilegi og öll- um sýnilegi árarigur á leiksvið- inu. Mýrum í Reykholtsdal f marz- mánuði 1975. Guðm. Gfslason Hagalfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.