Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 Á kortinu má sjá hluta þeirra 50 hafna, sem þegar hefur verið lokað. Lundúnahöfn er enn opin, en fregn- ir herma að verið sé að undirbúa lokun hennar. Þá undirbúa Irar einnig samúðar- aðgerðir. frá 1. aprfl til 1. október hefðu íslenzk skip selt ísaðan fisk í Bret- landi fyrir um 36 milljónir króna, alls um 850 lestir. Síðustu fréttir í þessu máli, sem voru óstaðfestar, hermdu að 50 fiskibátar væru á leiðinni til London til að loka siglingar- leiðum um Thamesfljót. Júlíönu bjargað Arnhem. 1. apríl. Reuter. HOLLENZKA lögreglan hefur handtekið 10 Indónesa sem ætl- uðu að taka Júlíönu drottningu í gíslingu og leggja undir sig konungshöllina að því er saksókn- ari ríkisins skýrði frá i dag. Hann sagði á blaðamannafundi að tilgangurinn hefði átt að vera sá að leggja áherzlu á kröfur um sjálfstæði Suður-Mólukkueyja. Þeir ætluðu að ryðjast inn á lóð hallarinnar í vörubifreið vopn- aðir vélbyssum. Gerum á 4 dögum það sem Hitler tókst ekki á 4 árum segja herskáir fiskimenn Framhald af bls. 1 Sleder að enginn fiskibátur væri 1 á sjó og fiskimenn teldu sig engu tapa, því að þeir hefðu hvort eð er rekið báta sina með miklu tapi undanfarið Við spurðum Sleder hvers vegna Island væri alltaf nefnt í fréttum er talað væri um bann á frystum fiski, þar sem það magn sem íslendingar seldu til Bret- lands væri mjög lítið. Hann svaraði þvi til að mál þetta snerti Islendinga á annan hátt, í sam- bandi við kröfuna um bann á löndun ísfisks og svo einnig í sam- bandi við kröfuna um 50 mílna útfærslu, því að íslenzk síldveiði- skip veiddu mikla síld í Norður- sjó. Að lokum spurðum við Sleder hvort hann teldi að þessar mót- mælaaðgerðir myndu standa lengi.“ Það er ekki gott að segja, en við munum ekki hvika frá okkar máli fyrr en brezka stjórnin hefur gengið að ein- hverjum af okkar kröfum. I fréttastofufregnum, sem bár- ust í dag, virðist fátt benda til þess að lausn á þessum málum fáist fljótlega. Talsmaður brezku stjórnarinnar lýsti því yfir að ekki kæmi til greina að Bretar færðu fiskveiðilögsöguna út ein- hliða slíkt myndi eyðileggja samningsaðstöðuna á hafréttar- ráðstefnunni í Genf, og ktjórnin hefur þegar samið við Norðmenn um nýtt lágmarksverð á frystum fiski og hafa talsmenn sjávarút- vegsráðuneytisins harmað að fiskimenn skuli ekki láta af mót- mælaaðgerðum sinum. nýjar, sem átti að leggja af stað með um 75 tonn af frystum fiski til Grimsby og sagt þeim að láta skipið ekki koma, það fengi að öllum likindum ekki afgreiðslu. Dagný hefur siglt með freðfisk- farma nokkrum sinnum á ári til Grimsby og selt fyrir fast verð til ákveðins aðila, en ekki kvaðst Jón geta sagt um verðið. Um verð það sem norsku skipin hefðu selt á og sem mestri óánægju olli meðal fiskimanna sagði Jón, að það hefði verið um 2 pund og 10 pence fyrir stónið af flökum, en hefði nú verið hækkað í 3—3,50 pund stónið, en 10 stón eru í einu kitti. Brezkir fiskimenn hefðu hins vegar aðeins fengið 1 pund og 30 pence fyrir kílóið af óunnum stórfiski og 1 pund fyrir stónið af smáfiski. Þá sagði Jón að mikil óánægja Bann myndi koma gífur- lega illa við Norðmenn Þriðjungur útflutnings Norð- manna af frystum fiski fer árlega til Bretlands. Sl. ár nam heildar- verðmæti þessa útflutnings rúm- lega 100 milljónum norskra króna Er hér um að ræða 20.000 lestir af þorskflökum., 5 þúsund tonn af ýsu og minna magn af nokkrum öðrum fisktegundum. Hafi brezkir fiskimenn erindi sem erfiði í áróðri sínum þarf ekki að ræða hve gífurleg áhrif það myndi hafa á þennan mikil- væga atvinnuveg Norðmanna. Talsmaður norska sjávarútvegs- ráðuneytisins Trond S Poulsen sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag, að sú fullyrðing brezkra sjómanna að Norðmenn hfefðu undirboðið þá, hefði ekki við nein rök að styðjast. Norðmenn fylgdu heimsmarkaðsverðinu sem hefði lækkað um 30% að undanförnu. Sagði Paulsen, að hann hefði ekki trú á að þessar aðgerðir kæmu til Fiskibátar loka höfninni f Newhaven f Englandi ekki of glæsileg um þessar mundir og birgðir þær sem til eru í Noregi nú duga langt fram á sumar. Hjá Fiskifélaginu fékk Mbl. þær upplýsingar að á tímabilinu Simamynd AP. Er Mbl. hafði í gær samband við Jón Olgeirsson í Grimsby sagði hann, að þar væri allt með kyrr- um kjörum og ætti höfnin að nafninu til að vera opin. Hins vegar hefðu hafnarverkamenn lagt niður vinnu við löndun úr færeyska togaranum Vesturvon- inni, sem kom til Grimsby í morg- un með fullfermi af fiski, er sjómenn gengu á fund þeirra og sögðust myndu loka höfninni á ný ef löndun yrði ekki hætt. Jón sagði að hann hefði þá verið nýbúinn að senda skeyti til út- gerðar Siglufjarðartogarans Dag- væri með Pólverja, því að þeir hefðu verið með 20 skipa flota við veiðar í Norðursjó, sem hefðu landað vikulega í brezkum höfn- um og selt fyrir fast lágt verð. Jón sagði erfitt að spá um framvindu málsins en sagði að greinilegt væri að fiskimenn væru mjög harðir i horn að taka. Við báðum Ágúst Jónsson fréttamann Mbl. i Ösló að segja okkur frá viðbrögðum Norðmanna í þessu máli og sendi hann eftirfarandi frétt. með að hafa mikil áhrif þegar til lengdar iéti. Þessar aðgerðir væru fyrst og fremst brezkt innanríkis- mál og yfirvöld í Bretlandi myndu án efa grípa í taumana áður en langt um liði. Aðgerðir brezku sjómannanna koma ekki aðeins í veg fyrir inn- flutning á fiski heldur og á allri annarri vöru. Þannig höfðu norskir eggjaútflytjendur ætlað sér að flytja mikið magn af eggjum til Bretlands I þessari viku en ljóst er, að ekkert verður af því. Er þó staða þessa iðnaðar Sovézkir andófsmenn dæmdir í útlegð Moskvu, REUTER. UM HELGINA voru felldir þungir útlegðardómar yfir nokkrum sovézkum andófs- mönnum og er á þá litið sem lið f tilraunum stjórnvalda til að stöðva opinber mótmæli gegn stefnu þeirra, að því er varðar brottflutningsleyfi sovét- borgara til annarra landa. 1 Moskvu voru tveir gyðingar, Mark Nashpits 27 ára tann- læknir og Boris Tsitlyonok 31 árs pípulagningamaður dæmdir í fimm ára útlegð fyrir drykkju og slæpingshátt. Ekki var til- greint, hvar þeir yrðu látnir afplána dóminn, en talió er að það verði einhvers staðar á afskekktum stað í Sovétríkjun- um. Menn þessir voru hand- teknir í andófsaðgerðum í febrúar. í Kaluga, suður af Moskvu, var rithöfundurinn Anatoly Marchenko, dæmdur til fjög- urra ára útlegðar fyrir, að brjóta boð yfirvalda um að halda sig um kyrrt í þorpi einu þar i grennd, en þau skilyrði voru honum sett, þegar hann var látinn laus úr vinnubúðum eftir þriggja ára dvöl þar. Marchenko, sem er rússnesk- ur, hefur nýlega sent frá sér yfirlýsingar til stuðnings öðrum andófsmönnum og haldið fram rétti fjölskyldu hans til þess að flytjast frá Sovétrikjunum hvert á land, er hún óski. i fréttum Tass- fréttastofunnar af gyðingunum tveimur, Nashpits og Tsitlyon- ok eru þeir sagðir drykkju- menn og slæpingjar, sem þegið hefðu greióslur frá zionistum fyrir að sviðsetja andsovézkar andófsaðgerðir. Mæður þessara manna hafa hvað eftir annað að undanförnu tekið þátt i andófs- aðgerðum úti fyrir sovézka sendiráðinu í London. Hvorki vinum hinna dæmdu, né erlendum fréttamönnum var leyft að vera við réttarhöldin. Miði hafði verið festur á hurð dómshússins, þar sern þau fóru fram og stóð þar, að húsið væri lokað vegna hreingerninga. Lögreglumaður staðfesti hins vegar, að réttarhöldin stæðu þar yfir. Marchenko, sem er 38 ára að aldri, er þekktur á Vesturlönd- um fyrir bókina „Vitnisburður minn“, en í bókinni rekur hann minningar sínar úr vinnu- búðunum. Hann hefur farið þess á leit að mega flytjast ásamt eiginkonu og syni til Bandaríkjanna. Fyrr á þessu ári sagði hann fréttamönnum, að honum hefði verið boðin vegabréfsáritun til Israels, en því boði hefði hann neitað. Marchenko var handtekinn eftir að bók hans var gefin út á Vesturlöndum og afplánaði þriggja ára vinnubúðadóm. Siðastliðið ár hefur hann, sam- kvæmt skipun, átt að halda sig i smábænum Tarusa í námunda við Kaluga, en síðla ársins 1974 tjáði hann yfirvöldum, að hann mundi hafa þau boð að engu. Kona Marchenkos, Larissa Bogoroz.afplánaði fjögurra ára útlegðardóm frá 1968 fyrir þátt- töku i andófsaðgerðum á Rauða torginu i Moskvu gegn innrás- inni i Tékkóslóvakíu. Mjólk skvett á bíl Shelepins London, 1. april. AP. MJÓLK var skvett á bifreið Alexenders Shelepins, forseta sovézka verkalýðssambandsins og fyrrum yfirmanns leynilögregl- unnar KGB, til að mótmæla heim- sókn hans í London í dag, en hann virðist ekki hafa verið í bilnum. Tveir voru handteknir. Blaðamenn sem fylgdust með atburðinum töldu að billinn hefði verið notaður sem tálbeita og að Shelepin hefði ekki verið í bíln- um heldur maður sem líktist honum. Um 100 manns tóku þátt i þess- ari mótmælaaðgerð gegn heim- sókn Sheiepins, aðallega félagar úr kvennasamtökum sem berjast fyrir hagsmunum sovézkra Gyð- inga, og um 50 lögreglumenn reyndu að halda þeim í skefjum. Mótmælaaðgerðirnar fóru fram við aðalstöðvar brezka verkalýðs- sambandsins en talið er að Shelepin hafi forðað sér út um bakdyrnar áður en þær hófust. Aðsúgur var gerður að honum eða staðgengli hans þegar hann kom til byggingarinnar. Ukrainskir útlagar efndu einn- ig til mótmælaaðgerða við sovézka sendiráðið og báru spjöld sem á stóð: „Fordæmið glæpamanninn frá Kreml" og „Shelepin: böðull milljóna". Shelepin kom til Bretlands í boði brezka verkalýðssambands- ins og sambandið heldur ferðum hans leyndum. Ný stjórn í Tyrklandi Ankara, Reuter. MYNDUÐ hefur verið ný stjórn í Tyrklandi undir forsæti Suley- mans Demirels, sem herinn neyddi til að láta af embætti for- sætisráðherra fyrir fjórum árum, en hann hafði gegnt stjðrnarfor- ystu frá því árið 1965. Forseti landsins, Fahri Koruturk, sem fól Demirel að reyna stjórnarmynd- un fyrir tæpum hálfum mánuði, samþykkti ráðherralista hans sl. mánudag, en hann er skipaður fulltrúum fjögurra stjórnmála- flokka hægra megin við miðju i tyrkneskum stjórnmálum. 16 ráð- herranna eru úr Réttlætisflokkn- um. Með stjórnarmyndun þessari er endi bundinn á sex mánaða stjórnarkreppu, sem leiddi af af- sögn Bulents Ecevits í september sl. Síðan hafa bráðabirgðastjórnir farið með völd í Tyrklandi. Demirel fékk byr undir vængi við tilraunir sínar til stjórnar- myndunar, þegar níu þingmenn lýðræðisflokksins ákváðu að veita honum stuðning. Að atkvæðum þeirra meðtöldum hefur stjórnin að baki 227 þingmenn af 450. Utanríkisráðherra Tyrklands verður Ihsan Sabri Caglayangil úr Réttlætisflokknum. Hann hafði það embætti á stjórnarárum Demirels 1965—71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.