Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975 15 Stökkið þykir jafnan tignarlegasta grein skíöaíþróttarinnar, en hér- lendis hefur skort aðstöðu til þess að unnt væri að iðka það. Það eru helzt Ölafsfirðingar sem lagt hafa rækt við þessa fögru fþrótt, og þvf engin tilviljun að islandsmeistarinn var úr þeirra hópi, Björn Þór Ólafsson, en Sigurður Grímsson tók þessa mynd af honum í stökk- keppninni á Ísafirði. AKUREYRINGAR HLIITII FLEST GULLVERÐLAUN AKUREVRINGAR hlutu flesta Íslandsmeistaratitla á skíðalands- mótinu sem fram fór við beztu aðstæður á lsafirði um páskana. Alls hlutu Akureyringar sex titla og af þeim hlaut sami maðurinn þrjá, Halldór Matthíasson, sem sigraði bæði í 15 km og 30 km göngu og þar með einnig I göngu- tvíkeppni. Heimamenn fengu þó flest verðlaun f mótinu, eða alls 13, sem skiptust þannig að tvö voru gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Ella skiptust verólaun þannig að Akureyringar hlutu 6 gullveró- laun, 3 silfurverðlaun og 1 brons- verðlaun, Fljótamenn hlutu 2 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun, Reykvíkingar hlutu 3 gullverðlaun og 3 brons- verðlaun, Ólafsfirðingar hlutu 3 gullverðlaun og 3 silfurverðlaun, Húsvíkingar 1 bronsverðlaun og Siglfirðingar, sem muna mega sinn fífil fegurri, hlutu 1 gull- verðlaun og 1 silfurverðlaun. Maður mótsins á ísafirði hlaut engin verðlaun. Sá var hinn 16 ára gamli Sigurður H. Jónsson, sem náði beztum tíma allra bæði í stórsvigi og svigi karla. Ástæðan fyrir þvf aó Sigurður varð að keppa sem gestur á mótinu var sú að hann er aðeins 16 ára, en sam- kvæmt reglum Skíðasambandsins verða keppendur að vera orðnir 17 ára til þess að öðlast keppnis- getu í karlaflokki á landsmóti. Komu reglur þessar til umræðu á skíðaþingi sem haldið var vestra um páskana, en þar var Hákon Ólafsson endurkjörinn formaður Skíðasambandsins. Heimsmet UNGUR Bandaríkja- niaóur, Dave Roberts, setti nýtt heimsmet í stangarstökki á móti sem haldið var í Gaines- velle f Flórída á laugar- daginn. Stökk Roberts 5,65 metra. Eldra metið átti landi hans, Bob Seagren, og var það 5,63 metrar, sett árið 1972. Roberts er nemandi í dýrafræði við háskóla í Florída. Thor Munkager og Jörgen Pedersen voru áberandi beztu leikmenn Helsingörliðsins. Myndin sýnir Munkager skora eitt af mörkum sfnum í leiknum við Víking. Helsingör tapaði ekki leik og Víkingur vann ekki leik NU UM páskana efndi handknatt- leiksdeild Hauka til páskamóts í handknattleik. Auk Haukanna voru tvö íslensk lið þátttakendur, islandsmeistarar Vfkings og FH, og sfðast en ekki síst danska handknattleiksliðið Helsingör, sem hafnaði f 2. sæti í 1. deildinni dönsku á dögunum. Auk karlaliðsins frá Helsingör kom hingað til lands kvennalið félagsins og lék þrjá leiki. Fyrst léku dönsku stúlkurnar gegn gestgjöfunum Haukum, og varð jafntefli 7 mörk gegn 7. Næsti leikur dönsku stúlknanna var gegn unglingalandsliðinu, og lauk honum með dönskum sigri, 12 mörkum gegn 8. Síðasti leikur kvennaliósins var gegn Fram, og sigraði Fram með 12 mörkum gegn 8. Fyrstu leikirnir í karlamótinu voru háðir í Hafnarfirði á skír- dag. Þá sigraói FH Víking með 23 mörkum gegn 21 og Helsingör sigraði gestgjafana Hauka með 25 mörkum gegn 18. Haukar — Víkingur Á laugardag var mótinu fram haldið í Hafnarfirði og var fyrri leikur dagsins á milli Hauka og Víkings. 1 upphafi leiksins var jafnræði meó liðunum. Þannig stóð t.d. 3 gegn 3 þegar rúmar tíu mín. voru af leik. Þá tóku Hauk- arnir heldur betur vió sér og skor- uðu næstu 5 mörkin. I leikhléi höfðu Haukarnir enn aukið for- skot sitt, 15 mörk gegn 9 fyrir Hauka. Sami munur hélst nær allan leikinn. Mestur varð munurinn 7 mörk, 21 gegn 14, en i lokin tókst Víkingum aðeins að rétta úr kútn- um. Lyktirnar urðu þær að Hauk- ar skoruðu 24 mörk en Víkingar 19. Mikið má vera ef Haukarnir hafa ekki leikið einn sinn albesta leik í vetur þarna gegn Víkingum. Linuspil liðsins var með því glæsi- legasta sem hér hefir sést. Það voru þeir Elías Jónasson og Ólaf- ur Ólafsson sem áttu heiðurinn af því. Vikingarnir voru óvenju daufir, einkum þó Einar Magnússon sem reyndi fremur lítið. Það var helst að Þorbergur Aðalsteinsson sýndi góðan leik. Markaha'stir: Ilaukar: Ilördur Si^marsson 7, Elfas og (iuönuindur Ilaraldsson 4 livor. Vfkingar: Einar og I»orhrií;ur 4 hvor. Helsingör — FH Leikur þessara liða var lengst af jafn og spennandi. Þó höfðu Danirnir lengst af forystuna. Þeir dönsku komust i 3 mörk gegn engu áður en FH tókst aó komast á blað. Síðan náði FH að jafna í 5 gegn 5, en Danirnir höfðu náó þriggja marka forystu þegar blás- ið var til hlés, 13 gegn 10. I síðari hálfleiknum tókst Helsingör enn að auka forskotið. T.d. stóð 17 gegn 13 þegar um 15 min. voru til leiksloka. En i lokin tókst FH að minnka muninn, en ekki nægjanlega þó, því Helsing- ör sigraói meó 22 mörkum gegn 20. Danirnir leika mjög léttan og skemmtilegan handknattleik. Augu manna beindust eðlilega mest að „Islandsbananúm" Jörg- en Petersen, og þaó fór vart á milli mála að hann var besti mað- ur danska liðsins. Þá átti lands- liðsmaðurinn Thor Munkager og góðan leik. Hann er líklega einn skemmtilegasti línumaður sem undirritaður hefur séð. En þaó fór þó ekki á milli mála aó það var Geir Hallsteinsson sem stal senunni. Hann skoraði hvorki meira né minna en 10 mörk, og mörg þeirra stórglæsileg. Ef Geir er ekki tækur i landslió um þessar mundir, hver þá? Markahæslir. Ht'lsinj>ör: Munkager og l»oi- ersen 6 hvor. FH: Geir 10, Kristján Slefánsson 5 niörk. Haukar — FH A öðrum degi páska var mótinu fram haldið i Laugardalshöllinni. Fyrri leikurinn var á milli Hauka og FH. 1 lið FH vantaði marga góóa leikmenn. Geir Hallsteins- son, Gunnar Einarsson, Olafur Einarsson, Viðar Símonarson og Þórarinn Ragnarsson gátu ekki leikió. Það var þvi skarð fyrir skildi og spurning aðeins sú hve stórt Haukarnir mundu sigra. I lokin var það aðeins takmark Hauka að sigra FH meðtiu marka mun. Það tókst þó ekki. Urslitin urðu 24 mörk gegn 15, eftir aó staðið hafði 12 mörk gegn 7 í hálfleik fyrir Hauka. Það voru einkum tveir menn sem áttu sérstaklega góðan leik í liói Hauka, þeir Elias Jónasson og Ingimar Haraldsson. Sá siðar- nefndi er aiveg stórsnjall á lín- unni. Þá varði Gunnar Einarsson mark Haukanna vel. Markaha'slir. Haukar: Injiiniar. Elfas oj* Höröur Sigmarsson 0 mörk liver. Fll: Guönmndur Árni Slefánsson 4. Krisl- ján Stefánsson 3 niörk. Helsingör — Víkingur Síðasti leikur mótsins var á milli Helsingör og Víkings. Vík- ingarnir byrjuðu ljómandi vel, komust i 5 mörk gegn 2. Þá tóku Danirnir sprett og höfðu náð að jafna 7 gegn 7 þegar um tiu mín. voru til leikhlés. Og Danirnir geróu betur, Þvi staðan í hálfleik var 12 mörk gegn 9 þeim í vil. I upphafi síóari hálfleiksins héldu Danirnir enn áfram að auka forskot sitt, mestur varð munurinn 6 mörk, 20 gegn 14 þegar um 15 mín. voru til leiks- loka. Þá tóku Víkingarnir loks við sér. Þegar 2 mín. lifðu af leiknum var staðan 21 mark gegn 20 fyrir Helsingör, og Stefán Halldórsson bjó sig undir að taka vítakast. Landsliðsmarkvörðurinn Flemm- ing Lauritsen gerði sér lítið fyrir og varði og Danirnir brunuöu upp og skoruóu. Leiknum lauk svo með sigri Helsingör, 25 mörkum gegn 21. Bestir Dananna voru þeir Munkager, Petersen og markvörð- urinn Lauritsen, sem varói á köfl- um stórkostlega. Einar Magnússon átti stórleik að þessu sinni. Hann skoraði níu mörk i leiknum. Anægjulegt fyrir Einar, þvi að öllum líkindum var þetta síðasti leikur Einars með Vikingi að sinni, þar sem hann er á förum til Þýskalands. Markaha'slir. IlA‘lsinj;ör: Jörj’t'ii Polt*rsc*n 7, MunkaKí'r 5. \ íkinKur: Einar 9, Slofán llalldórsson .3. Lokastaöan. IIHsinjiör 3 3 0 0 72:59 (i Ilaukar 3 2 0 1 «7:58 4 FII 3 2 0 2 57: «8 2 Víkinj'ur 3 0 0 3 «1:72 0 Þessu ánægjulega móti Hauka lauk þvi ntoð öruggum sigri Helsingör. Vonandi má verða framhald á slíkum heimsóknum, því af þeim má sitthvað læra auk þess sem skemmtanin er ávallt góð. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.