Morgunblaðið - 03.04.1975, Side 3

Morgunblaðið - 03.04.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 3 ÞESSI bfll lenti utan vegar á þjóðveginum skammt frá Hveragerói s.l. laugardags- morgun, á móts við Kotströnd. Bifreiðarstjór- inn slapp aiveg ómeiddur og má það teljast mesta mildi eins og sjá má, því bíilinn er nán- ast ónýtur. Ljósm. Georg M ichelsen. 2 bátar teknir að ólöglegum veiðum LANDHELGISGÆZLAN hefur með stuttu millibili tekið tvo báta vegna veiða á friðuðum svæðum. í öðru tilfellinu verður höfðað mál á hendur skipstjóranum en í hinu tilfellinu verður skip- stjóranum sleppt með áminningu þar eð ekki var búið að auglýsa friðun umrædds svæðis nægilega vel. I fyrra tilfellinu stóð varðskipið Ægir netabátinn Reykjanes GK 50 að ólöglegum þorsknetaveiðum á friðuðu svæði á Selvogsbanka. Gerðist þetta 24. marz s.l. Málið var kært til yfirvalda. I seinna tilfellinu var Sæborg RE 20 tekin að ólöglegum togveiiíum á friðuðu svæði í Faxaflóa 1. apríl. Varð- skipið Albert tók bátinn og færði hann til hafnar. Á umræddu svæði má aðeins veiða með linu og netum. Friðun svæðisins fyrir togveiðum var nýlega ákveðin og var ekki búið að auglýsa friðun- ina nægilega. Verður skipstjóran- um sleppt með áminningu enda mun hann hafa tjáð yfirvöldum, að hann hafi enga hugmynd haft um friðun svæðisins. Utanríkisráðu- TTI • • "1 • neytið um duflin: lÍíllglllll 61g<Ul(lÍ hefur gefið sig fram(!) MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: Eins og áður hefur verið skýrt frá hafa nokkur erlend hlustunar- dufl rekið á fjörur hér við land og fundist að undanförnu. Nokkur af þessum duflum hafa verið tekin til athugunar og rannsökuð af VERÐ á minkaskinnum á heimsmarkaói hefur verió nokkru lægra á þessu ári en var í fyrra. Nýjustu fréttir frá minkaskinns- uppboóum ytra benda hins vegar til þess, að veróió sé nú á uppleið aftur. í fyrra voru íslenzk loóskinn seld á erlendum mörkuóum fyrir um 40 milljónir króna, og sagói Skúli Skúlason í sam- tali við Mbl., að islenzkir loódýraræktendur geróu sér vonir um aó út- flutningsverðmætió yrói allmiklu hærra í ár. Skúli sagði, að lækkun sú sem orðið hefði á minkaskinnum í byrjun ársins væri miklu minni en orðið hefði á ýmsum öðrum útflutningsafurðum okkar og nú væri verðið heldur á uppleið sam- kvæmt nýjustu fréttum af upp- boðum erlendis. Á miklu uppboði hjá Hudson Bay i London um miðjan marz hefði t.d. orðið 5% hækkun á svartmink. Islenzk skinn hafa verið send á nokkur uppboð það sem af er árinu og verðið verið misjafnt. Bezt verð náðist í London um miðjan febrúar, en þá voru 5000—6000 íslenzk skinn í boði Seldist nær allur svartminkurinn en eitthvað var óselt af brúnminki. Fór verðið innlendum sérfræðingum og hafa þeir skilað ráðuneytinu skýrslum um athuganir sínar. Ennþá er samt vitað um 3 dufl liggjandi á fjörum og hafa þau ekki verið rannsökuð enn. Mun Landhelgis- gaaslan sækja þau, strax og færi gefst. Sérfræðingar eru sammála um hæst i tæpar 3000 krónur fyrir svartminksskinn, af karldýri. Nokkur uppboð eru eftir og er t.d. búizt við að 6000—7000 skinn fari héðan á uppboð sem haldið verður í London um miðjan apríl. Skúli Skúlason sagði að lokum, að tæknilega séð hefðu íslenzku minkabúin gengið vel á síðasta ári og loðskinnaframleiðslan væri á réttri leið. Sagði Skúli t.d. að i fyrra hefðu fengizt fleiri hvolpar undan hverri læðu en undanfarin ár, eða 3—3,5 hvolpar undan hverri læðu, en mjög gott þætti að fá 4 hvolpa. TÍMINN tilkynnir í gær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á ritstjórn blaðsins. Freysteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi þess, Helgi H. Jónsson fréttastjóri og Alfreð Þorsteinsson aðstoðarmaður stjórnmálaritstjóra og mun hann gegna þeim störfum sem Tómas Karlsson hafði áður með höndum. Freysteinn Jóhannsson er 28 ára gamali. Hann hefur um tveggja ára skeið gegnt starfi rit- stjóra Alþýðublaðsins, en áður að öll þessi dufl séu rekin mjög langt að og að þau séu gerð til að liggja á miklu dýpi. Enginn sér- stakur eigandi hefur gefið sig fram að þeim duflum, sem fundist hafa. Utanríkisráðuneytið hefur nú ákveðið að gefa Raunvísinda- stofnun Háskóla Islands eitt af þeim hlustunarduflum, sem rekið hefur. Er þar um að ræða dufl það sem á sínum tíma rak á fjörur á varnarsvæðinu við Stokksnes, en það er heillegast af þeim duflum, sem fundist hafa. Mun Raunvís- indastofnunin geta hagnýtt sér þetta dufl til smiða á rannsóknar- tækjum. Þau dufl, sem fundist hafa, virðast í upphafi ætluð til mis- munandi nota. Tvö þeirra eru dufl, sem notuð eru við björgun kafbáta, er kann að hafa hlekkst á neðansjávar. Önnur dufl virðast eiga að þjóna þeim tilgangi, að taka á móti hljóðbylgjum á miklu sjávardýpi. Eitt þeirra er hins vegar kafbátsloftnet, og er það framleitt i Bretlandi. Margt bend- ir hins vegar til að hin duflin séu af sovéskum uppruna. Egilsstaðir Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Egilsstöðum n.k. laugardag kl. 16.00. Á fundinum munu alþingismennirnir Ellert B. Schram og Sverrir Hermanns- son ræða um stjórnmálaviðhorfið. Fundurinn er öllum opinn. var hann blaðamaður við Morgun- blaðið í nokkur ár. Helgi H. Jóns- son er 31 árs gamall. Hann hefur verið blaðamaður við Timann frá 1973. Alfreð Þorsteinsson er 31 árs gamall. Hann hefur verið blaðamaður við Tímann frá 1962, lengst af sem iþróttablaðamaður. Þá skýrir Alþýðublaðið frá því i gær, að Helgi E. Helgason hafi verið ráðinn fréttastjóri blaðsins. Hann hefur starfað við blaðið með hléum frá árinu 1967. Helgi er þrítugur að aldri. Verð á minka- skinnum á upp- leið erlendis Brey tingar gerðar áritstjórn Tímans Arshátíð sjálfstæðis- félaganna ÁRSHÁTlÐ sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík verður haldin f Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. aprfl n.k. 1 upp hafi hátfðarinnar mun Geir Ilallgrfmsson forsætisráðherra flytja stutt ávarp. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19. Veizlustjóri verður Svavar Gests. Meðal þeirra sem sjá um skemmtiatriði eru Sig- fús Halldórsson, íslenzki ballet flokkurinn, Guðrún Á. Símonar og Guðrún Kristinsdóttir. Sala aðgöngumiða hefst í Galtafelli, Laufásvegi 46, föstudaginn 4. apríl n.k., simi 18192 og 17100. Verðmætum vélum stolið INNBROT var framið í Hraun- steypuna hf. á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð um páskana. Þaðan var stolið tveimur verð- mætum vélum, stórri sjálf- virkri járnsög og lítilli hjólsög, trésög. Ef einhverjir hefa oróið varir við slík verkfæri á grun- samlegum stöðum, eru þeir beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Hafn- arfirði. Jóhann Guð- mundsson for- stjóri Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða 1. APRlL skipaði sjávarútvegs- ráðherra Jóhann Guðmundsson efnaverkfræðing forstjóra Framleiðslueftirlits sjávar- afurða frá 1. júlf að telja. Jóhann er fæddur i Reykja- vík árið 1930. Að loknu námi við háskóla í Köln og Munchen starfaði hann sem efnafræðing- ur við Síldarverksmiðjurnar í Neskaupstað og Vopnafirði og hjá síldarútvegsnefnd. Þá starf- aði hann á rannsóknastofu Fiskifélags Islands og síðast hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins frá stofnun hennar. Kona Jóhanns Guðmundsson- ar er Kristin S. Þorsteinsdóttir. Auk Jóhanns sóttu um stöð- una Einar M. Jóhannsson eftir- litsmaður, Halldór Gíslason efnaverkfræðingur og Helgi Angantýsson sildarmatsstjóri. Góður rækjuafli Siglufirði, 2. april. BERGHILDUR kom inn i dag með á fjóróa tonn af rækju eftir stuttan tíma. Aflann fékk bát- urinn á Grímseyjarsvæðinu. Þá kom Berghildur með Jökultind í togi, en hann hafði fengið netadræsu i skrúfuna. m.j. Gert við Maríu Júlíu AKVEÐIÐ hefur verið að gera við Maríu Júlíu sem skemmdist miktð af eldi, reyk og vatni í Patreksfjarðarhöfn fyrir skemmstu. Athugun leiddi ( Ijós að skipsskrokkurinn, brú og allar vélar eru í lagi, en vistarverur skipverja, cldhús og borðsalur hafa skemmst mikið af eldi og reyk. Ekki hefur verið tekin um það ákvörðun hvar verkið verður unnið. Meðfylgjandi mynd sýnir Mariu Júliu mara í hálfu kafi við bryggjuna á Patreksfirði. Myndina tók fréttaritari Mbl. á staðnum, Páll Agústsson. Ekið á bíl AÐFARARNÖTT þriðjudags- ins 1. apríl s.l. var ekió á bif- reiðina R-42697, sem er Escort, blá að lit, þar sem hún stóó við Fálkagötu 2. Hægra afturljós er brotið og bretti beyglað. Þeir sem veitt geta upplýsingar um þessa ákeyrslu eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. Barnabókavika BARNABÓKAVIKA hófst i Re.vkjavfk í gær, en að henni stendur Félag bókasafnsfræð- inga. 2. aprfl er alþjóðlegur barnabókadagur, sem haldinn er árlega á fæðingardegi H.C. Andersens, en í ár eru liðin 175 ár frá fæðingu hans. í frétt frá Félagi bókasafns- fræðinga segir, að markmið Barnabókavikunnar sé að undirstrika mikilvægi bók- mennta, sem skrifaðar eru fyrir börn og þörf þess að rithöfund- ar barnabóka njóti sömu vióur- Framhald á bls. 18 Vitní vantar AÐFARARNÖTT þriðjudags- ins 1. apríl var ekið á bifreiðina .R-43658 sem er Cortina 1974, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði við Háagerði 19. Bifreiðin er skemmd fremst á hægra frambretti. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar i þessu máli eru beðnir aó hafa sam- band við rannsóknarlögregl- una. Innbrot í Mokka BROTIZT var inn i Mokkakaffi við Skólavörðustíg i fyrrinótt. Brutu þjófarnir gler i hurð, fóru inn í afgreiðsluna og hirtu 10 lengjur af vindlingum. Nýr formaður 1 Lögreglufélaginu STJÓRNARKOSNING fór fram í Lögreglufélagi Reykjavíkur fyrir skömmu. Þrír listar voru i kjöri. Urslit urðu þau, að B-listi fékk flest atkvæði, 117, A- listinn, borinn fram af fráfar- andi stjórn hlaut 72 atkvæói og C-listinn 12 atkvæði. Nýr mað- ur tekur því við formennsku i félaginu, Gisli Guðmundsson rannsóknarlögreglumaóur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.