Morgunblaðið - 03.04.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 03.04.1975, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 1 Mbl. í var svnd mynd af farþ<‘Kaþolu, scm var að laka sík á lofl frá Danan^ og sásl þá í fa*tur hcrmanns, scm hafrti hlaupid upp í hjólaslHI flufívólarinnar. IVIaóurinn lózl, or rcynl var aódra^a hjólin upp o« sé/.l hór cr verió <*r aó fjarla*Kja lík hans vió komuna IiI Saif'onflun- vallar. — Vietnam Framhaid af bls. 1 fjöldi flóttafólks myndi láta lifið áður en yfir iyki. Rockefeller sagði engan vafa á því að komm- únistar hefðu algeriega snúið baki við Parísarsamkomulaginu. „Það er hörmulegl," sagöi vara- forsetinn. Sehlesinger varnarmálaráð- herra sagði á fundinum að framtíð S-Víetnams byggðist á því hvort stjórn Thieus tækist að stappa stálinu í stjórnarhermenn til að verja Mekongsvæöiö og höfuðborgina. Sagði ráðherrann aö enginn vissi með nokkurri vissu hvernig ástandið væri meðal stjórnarhermanna og Kortió sýnir hina hröóu framsókn ska*rulióa \ í<*I-(;oiik ‘»K N-Vi<*lnama 0« liv<* mikinn liiuta S-\ i<*lnam þ<*ir liafa nti náó á sill vald. hvernig þeir væru á sig komnír eftir hina miklu ósigra undanfar- inna daga. Ráðherrann sagði að sökum þess hve miklir vegir hefðu verið lagðir í S-Víetnam gætu kommúnistar hæglega kom- ið herliði sínu og hergögnum á svæðin umhverfis Mekong og Saigon. Varnarmálaráðherrann var spurður um mistök í leyniþjón- ustu Bandaríkjanna og sagði hann að leyniþjónustumenn hefðu ekki lagt rétt mat á viðnámsþrótt og hugrekki S- Víetnama, og einnig hefóu þeir vanmetió aöflutningsdráttarkerfi kommúnista. Leyníþjónustumenn hefðu fram til 17. marz ekki haft trú á því að hægt væri að gera allsherjarárás á S-Víetnam fyrr en á næsta ári. Sehlesinger sagði ósigur stjórnarherliðsins á mið- hálendinu vió Dan me Thuot, 12. marz, hörmuiegan og sögulegan fyrir stjórnina. Ráðherrann sagði að engar áætlanir væru uppi um að Bandaríkjamenn seltu upp loftbrú með hergögn og vistir til Saigon. Aðeins voru 175 milljónir dollara eftir af hernaðaraðstoðar- fjárveitingunni og lítil von til þess aó Banóaríkjaþing yrði við beiðni Fords forseta um 300 milljón dollara viðbótarfjárveit- ingu. Sehlesinger staðfesti einnig að stjórnarhermenn hefðu skilið eftir hergögn, sem fallið hefðu f hendur kommúnísta, aó verðmæti um 1 milljarður dollara og væru þó ekki öll kurl komin til grafar. Blaðið Washington Post sagði í dag að herstjórn S-Vietnams hefði af ásettu ráði haldið aftur af flugher landsins til þess að spara flugvélar, en það hefði aðeins orðið til þess að hundruðir flug- véla hefðu lent í höndum kommúnista þar á meðal 2—300 fullkomlega útbúnar þyrlur. Dinh Ba Thi fulltrúi skæruliða Viet Cong i París sagði á fundi með fréttamönnum f dag, að her- ir kommúnista myndu halda áfram sókn sinni inn í S-Vietnam unz stjórn Thieus væri fallin og Bandaríkjamenn hættu hernaðar- aðstoð við S-Vietnam. Sagði hann að Viet Cong væri reiðubúið til að setjast að samningaborðinu með hvaða stjórn sem væri í Saigon, annarri en stjórn Thieus, „sem væri fylgjandi friði, þjóðarsáttum og myndi virða Parísarsamkomu- lagið". Fregnir i Washington í dag hermdu að Kissinger utanríkis- ráðherra hefði haft samband við Ieiötoga nokkurra þjóða og beðið þá um að reyna að hafa áhrif á leiðtogana i Hanoi og fá þá til að virða Parísarsamkomulagið frá 1973. Þá bárust fregnir um þaö að Tran Thien Khiem, forsætisráð- herra S-Vietnams, hefði boðizt til að segja af sér, en ekkí var vitað hvort Thieu forseti hefði tekið lausnarbeiðnina til greina. Viðbrögö við ástandinu víða um heim eru mjög neikvæð í garð Bandaríkjanna, sem eru sökuð um að hafa á ný lekið upp einangrunarstefnu i utanríkis- málum. T.d. sagði franska blaðið Les Echos, að Bandaríkjamenn væru nú að fá mesta kinnhest í sögu þjóðarínnar. Japanska blaðið Asahi Shimbun segir: „Það er aö koma i ljós, að ekki er hægt að treysta Bandarfkjamönnum." 1 sama streng taka blöð í V- Þýzkalandi og Belgiu og Daily Mail sagði i morgun í London: „Fall Danangs er ábending til Evrópuþjóða um að fara að huga betur að eigin vörnum." — Barnabókavika Framhald af bls. 3. kenningar og þeir, sem rita bækur fyrir fullorðna. I kvöld verður íslenzkt barna- bókakvöld í Norræna húsinu þar sem Guðrún Ilelgadóttir, Jenna Jensdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir, sem allar eru barnabókahöfundar, lýsa við- horfum sínum til barnabókarit- unar. Lesið verður úr bókum þeirra og fara umræður síðan fram_______ — Phnom Penh Framhald af bls. 1 því í dag að á morgun yrði byrjað að flytja á brott starfslið sendi- ráðsins „til bráðabirgða" eins og hann orðaði það. Sagói hann að fall Neak Luong ætti þátt i þeirri ákvörðun, en neitaði að það væri eina ástæðan. Um 200 manns eru á vegum sendiráðsins. Frétta- menn segja að alger upplausn ríki nú í Phnom Penh og neyðin, sem þar ríki meðal flóttamanna, sé hörmuleg. — Fiskimenn Framhald af bls. 1 mánaða löndunarbann á ísfisksöl- ur erlendra fiskimanna í Bret- landi frá 1. apríl til 1. október ár hvert. Um 10 þúsund brezkir fiskimenn á um 1400 bátum taka þátt í aðgerðunum og er mikil harka í þeim að því er segir í fréttastofuskeytum. Hafa þeir flestir vistir og olíu til einnar viku um borð i bátum sínum. — Loðnuafurðir Framhald af bls. 32 sagði, að fyrir skömmu hefði ver- ið gerð lausleg áætlun. Fól hún i sér að heildarveiðin yrði í kring- um 440 þús. lestir og að úr því magni fengjust um 65 þús. lestir af mjölí og um 21,5 þús. lestir af lýsi. Nú er vart hægt að tala um loðnu- frystingu, en hún er aðeins 1700 lestir. Ef miðað er við það verð, sém fengizt hefur fyrir mjöl og lýsi að undanförnu og allt frá því í fyrrahaust er áætlað að fob. út- flutningsverðmætið verði rétt um 3 milljarðar króna samkvæmt nýja genginu. Gamalíel sagði, að á s.l. ári hafi verið talið að verðmæti mjöls og lýsis hafi verió um 3,3 milljarðar kr. en þá veiddust um 460 þús. lestir. Þar ofan á hafi bætzt um 18 þús. lestir af frystri loðnu að verð- mæti um 1050 milljónir kr. þann- ig að heildarverðmætið hafi verið um 4,3 milljarðar kr. Ekki ber að telja þessar tölur alveg ‘hár- nákvæmar, þar sem alltaf eru til nokkrar birgðir um áramót, t.d. voru til um 5600 lestir af loðnu- mjöli í landinu í árslok 1974. — Álög — kaupaukar Framhald af bls. 2 ur, eru t.d.: verkfærapeningar, flutningapeningar, fæðis- peningar, fatapeningar, fata- þvottapeningar. Þetta gildir þó aðeins að því marki sem greiðslur þessar eru endurgreiðsla á raunverulega útlögðum kostnaði viðkomandi launþega eða greiðsla fyrir yfir- vinnu (t.d. vegna flutninga utan umsamins vinnutíma). Launajöfnunarbætur valda ekki hækkun á framangreind- um álögum í krónutölu enda er reikningsgrundvöllur óbreytt- ur.“ Síðan segir i reglugerðinni, að vaktaálag skuli ekki teljast með taxta nema að því leyti, sem það kann aó vera hærra en svarar til yfirvinnu-, nætur- vínnu- og helgidagaálags. Þetta þýðir i raun að ef vaktaálagið á rætur að rekja til yfirvinnu-, næturvinnu- og helgidagaálags, er það ekki tekið með við kaup- útreikninga vegna launajöfn- unarbóta. En að því marki, sem vaktaálagið felur í sér annars konar kaupauka og svarar ekki með beinum og ótvíræóum hætti til útlagðs kostnaðar launþega vegna öflunar launatekna, skal það talið með. — Sjómanna- samningar Framhald af bls. 32 skírdagsnótt og kvað hann það einnig hafa verið undirritað fyrir hönd Sjómannasambandsins, þótt Jón Sigurðsson undirritaði það ekki. Síðan sagði Kristján: „Nú virðast þeir hins vegar ekki vilja taka tillit til þeirrar undirskiftar og láta sér ekki lynda hækkun á kauptryggingu og kaupliðum, sem svarar til þeirrar hækkunar, er þar varð. Hún hefði orðið 6.615 krónur i stað 4.900 króna vegna mats á yfirvinnu í kauptrygg- ingunni. Gera þeir nú miklu frek- ari kröfur um hlutaskipti og önn- ur efnisatriði samninga, sem við höfum ekki viljað failast á. Telj- um við eðlilegt að samningar sjó- manna séu framlengdir um stutt- an tíma eins og aðrir samningar án efnisbreytinga. Um efnisatriði hafði verið samið til 2ja ára og því er nú aðeins verið að semja um áhrif af visitöluskerðingunni." Kristján sagði ennfremur að verkfallsboðanir hefðu borizt frá sjómannafélögunum vegna almennu samninganna, og hann lýsti furðu sinni á því, að sjó- menn, sem fengið hefðu verkfalls- heimildir á sömu forsendum og aðrir launþegar, skyldu nú brjóta sig út úr fjöldanum og fara fram á allt annað en aðrir. Kvað Kristján til lítils að semja við landverka- fólk, ef flotinn ætti að stöðvast um hávertíðina. Kvað hann þá lítið verða um atvinnu i landi. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að sér litist ekki vel á samningana. „Það hefur ekkert verið komið til móts við okkur enn, þótt útgerðar- menn hafi að sjálfsögðu boðið okkur hið sama og um samdist milli ASl annars vegar og VSÍ og Vinnumálasambandsins hins vegar. Kröfur okkar eru að vísu nokkuð miklar, en til grundvallar þeim leggjum við þær kröfur, sem við lögðum fram á síðastliðnu hausti. Þráttað hefur verið um þær fyrst án sáttasemjara og síðan á fundum hjá honum. Þess- ir samningar hafa siðan legið niðri nú á meðan almennu samn- ingarnir voru í gangi og í raun höfum við aðeins tekið upp þráð- inn, þar sem frá var horfið." Jón Sigurðsson sagði að kröf- urnar væru um skiptakjör, kaup- trygginguna og aðra kaupliði. Hann kvað sjómenn yfirleitt hafa farið fram á 25 til 30% hækkun varðandi kaup og kjör, en einnig hefðu þeir krafizt þess að fá endurheimt það, sem af þeim var tekið með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá þvi í september síðastliðnum. Sagði hann að sjómenn teldu þar vera um 14% að ræða, sem runnið hefóu i olíusjóð og stofnlánasjóð ásamt fleiru, sem þá var gert. Jón sagði að Sjómannasambandið hefði aldrei afhent 9-manna nefnd ASÍ umboð til samninga og því væri það alls ekki bundið hinni almennu samningagerð. Hann sagði hins vegar að það hefði verið athugunarleysi að nafn Sjómannasambandsins hefði ekki verið máð út úr texta sam- komulagsins áður en skrifað hefði verið undir og um leið og hann neitaói að undirrita samkomu- lagið. Hins vegar væri undirritun- in gerð með fyrirvara þeirra félaga, sem afhent hefðu umboð og gætu þau aó sjálfsögðu fellt samkomulagið. Ekki þyrfti þó að bera það undir sjómannafélögin, þar sem þau hefðu aldrei veitt umboð til samninganefndar ASI. — Sovézkt dufl Framhald af bls. 32 það hefði ekki legið lengi í sjó. Hann sagði, að duflið lægi í sand- fjöru alllangt frá mannabyggð og væri örugglega erfiðleikum bundið að ná þvi. Væri einna helzt aó sækja það á báti. Frétzt hafói að tvö slík dufl hefði rekið upp á Ströndum en Guðmundur kvað það ekki rétt vera. Þá hafði Morgunblaðið í gær samband við Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgisgæzlunnar. Hann sagði, að i dag yrði reynt að ná í duflið sem rak upp á Foss- fjöru og einhvern næstu daga yrði reynt að ná í duflið í Ofeigsfirði. — Verkfall 10. Framhald af bls. 32 vera það gallaða, að i raun hafi ekki verið unnt að setja út á slfk vinnubrögð. Sagði Hjörtur og Kjararáðið hefði farið fram á, að verkfallsboðuninni yrði frestaó eitthvað, en því hefði verið hafnað. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagði að skipzt hefði verið á skoðunum en síóan hefði sátta- semjari veitt Kjararáðinu um- beðinn frest á viðræðum til föstudags, þar eð þeir þyrftu að athuga betur sín mál. Var þeim síðan afhent verkfalls- boðun frá og með 10. april. Björn sagði að samninganefnd ASÍ, sem hefur samningsum- boð fyrir verzlunarmenn, hefði ekki lagt fram neinar sér- stakar kröfur aðrar en þær, að ef samningar næðust án verk- fallsátaka, væri Kjararáðinu gefinn kostur á sömu samning- um og öðrum. Hins vegar kvað hann samninganefndina hafa áskilið sér rétt til þess að endurskoða kröfurnar, ef til hörku drægi í málinu. Þetta kvað Björn hafa verið sjónar- mið samninganna milli ASÍ og VSÍ — og takmarkið hefði verið að ná samkomulagi án átaka. Bingó hjá Val KNATTSPYRNUDEILD Vals heldur bingó f Sigtúni f kvöld klukkan 20.30. Spilaðar verða 16 umferðir og eru margir veglegir vinningar f boði, þar á meðal 8 utanlandsferðir. — Björn Jónsson Framhald af bls. 32 inn til þeirra frá okkur. Það var ekki unnt að póstleggja hann fyrr en í gær, vegna þess að þannig stóð á, að samningurinn var gerð- ur aðfarárnótt páskahelgarinnar. Siðan var pósturinn stöðvaður og það var ekki fyrr en í gær, sem við gátum sent þetta í hraðpósti. Er því frekar ólíklegt að þeir hafi veriö búnir að fá þetta áður en þeir báru þetta upp. A ég erfitt með að trúa því að þeir menn, sem gera slíka ályktun, hafi allar upplýsingar um samningana í lagi." — Minning Páll Framhald af bls. 23 látur fyrir þær fróðlegu viðræður, sem hann átti við Pál um lífsbar- áttuna, sem háð var í þessu harð- býla landi áður fyrr. Það er stund- um hollt fyrir okkur, sem þekkj- um lítið til mótlætis og andbyrs að staldra við og íhuga lífskjör á liðnum tfmum. Þannig tekst okk- ur betur að meta að verðleikum störf þeirrar kynslóðar, sem gerði sínar þrár og hugsjónir að dag- legu brauði okkar. Á þessari kveðjustund rifjast ennfremur upp gleðifundir á „Brekkunni", þegar fjölskyldan tók lagið og Páll dró fram nikkuna sína og lék undir. Mikill sjónarsviptir er að Páli Pálssyni, enda var ávallt lff og starf í kringum hann. Söknuður- inn er ekki síztur meðal barna- barnabarnanna, sem voru hásetar á „Stundvis", þegar vitjað var um hrognkelsanetin á vorin. Um borð í trillunni lærðu strákarnir sín fyrstu handbrögð til sjós undir Óshlíðinni á meðan nýtízku skut- togarar klufu öldurnar á leið sinni út Djúpið til fjarlægari miða. Einn þeirra ber nafn Páls Pálssonar í Heimabæ. Á löngu lifsskeiði þessa bar- áttumanns skiptust á skin og skúrir, en þrátt fyrir ástvinamissi og eignatjón vegna sjúkdóma og náttúruhamfara brá aldrei fyrir uppgjöf né undanhaldi. Jafnvel þegar óveður braut fjárhús hans í spón fyrir örfáum árum, lét hann byggja allt upp aftur og var hann þá um nírætt. Hann lagði aldrei árar í bát né lét reka, heldur reri hiklaust til hinzta dags. Megi minningin um kempuna og vík- inginn Pál Pálsson verða afkorrt- endum hans og öðrum leiðarvísir í þessu lífi. Friðrik Sophusson. — Parísarsam- komulagið Framhald af bls. 15 Varðandi stríðsfangaskiptin er sagt að sérstök nefnd fulltrúa Bandaríkjanna, S- og N-Vietnam og Vietcong skuli ákveða hvar þau fari fram. Verði bandarískir stríðsfangar í Vietnam, Laos og Kambódiu látnir lausir í hópum með 15 daga millibili. Þá segir að smám saman skuli afvopna herlið Saigonstjórnarinn- ar og Vietcong, og báðir aðilar skuli hætta fjandsamlegum að- gerðum hvor í annars garð. Sam- starfs- og sáttaráð skai skipað að jöfnu fulltrúum Saigonstjórnar og Vietcong og hlutlausra aðila, og skal markmið þess vera að marka framtiðarstefnu i S- Víetnam. Gert er ráð fyrir að Saigonstjórnin og Víetcong semji um ágreiningsefni síri innan þriggja mánaða, og þá er báðum aðilum bannað að leita aðstoðar erlendra aðila. En sem fyrr segir kom i ljös næstu fimm daga að þetta- sam- komulag var að mestu unnið fyrir gýg. Eina varanlega breytingin varð sú að Bandaríkjaherinn hvarf á burt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.